FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Spil

by Arnór Magnússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Spil

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurður Árni Friðriksson Sigurður Árni Friðriksson 19 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.11.2005 at 21:32 #196626
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant

    Sæl öll sömul

    Ég hef aðeins verið að skoða spil á Grand Cherokee. Mér þætti gaman að fá skoðanir manna á því hvernig spil maður á að fá sér.

    Rafmagn eða glussa og eins hversu öflugt þarf þetta að vera undir 2 tonna bíl (sem þarf helst að getað spilað upp 3+ tonna bíl 😉

    Svo er væntanlega gott að fá sér eitthvað annað en vírinn sem oft virðist fylgja með.

    Kveðja
    Izeman

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 13.11.2005 at 22:37 #532262
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Ég keypti mér spil erlendis frá sem ég pantaði á netinu. Þetta er Ramsey spil með lausu stjórnboxsi sem hægt er að fá með togstyrk 6000-8000-9500 pund. Ég pantaði mér 9500 punda spilið en einhverra hluta vegna fékk ég 6000 punda spilið. Ég varð náttúrulega hinn fúlasti en fór að lesa mér til um þessi spil og komst að því að eini munurinn voru hlutföllinn í gírnum, í 6000p. er 89:1 en í 9000p. eru 139:1. Þegar svona er komið þá er um að gera að vera jákvæður þar sem þessu fylgja tveir kostir, sterkara drif og það spilar miklu hraðar inn. Þau skiptið sem ég hef þurftu á spilinu að halda hefur hraðinn skipt mestu máli þar sem festurnar voru ekki erfiðar, ef afl vantar þá er ég með blakkir eina eða tvær en með tveimur blökkum verður afli 18000pund og það hlýtur að duga. Stjórnboxið settir ég í vélarúmið þar sem það verður ekki fyrir hnjaski og loftnetið fremst í grillið. Með svona fyrirkomulagi get ég ekki lánað spilið sem er bæði kostur eða ókostur allt eftir því hvernig menn túlkað það. Það er stálvír á því núna en ég fæ mér Dinex tóg þegar fer að sjást á vírnum. Ég er á Pajero sem er um 2.2 tonn samkvæmt vottorði en er svona 2.7 tonn þegar haldið er á jökul en flestir eru með 9000-9500 punda spil alveg sama hversu þungur bíllinn er. Glussaspil hef ég enga reynsla af.
    kv .vals.





    13.11.2005 at 22:48 #532264
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sælir

    Ég get tekið undir það með Val að oft er jákvætt að spilið dragi hraðar inn – svo er spilið hjá honum með þráðlausri fjarstýringu, sem er alger snilld.

    Ég pantaði mér spil á netinu, Warn 9,5 Ti – Multi Mount sem kemur í skúffu tilbúið til að festa í spilbita. Þetta spil kemur flott út fyrir utan að ég myndi vilja hafa þráðlausa fjarstýringu.

    Þetta spil var u.þ.b. 50.000 kr ódýrara með því að flytja inn sjálfur heldur en að kaupa það hér heima. Ég pantaði af verslun úti og lét senda á ShopUSA. Ég er síðan þetta var búinn að panta átta svona spil með sama fína árangrinum og verðið hefur bara lækkað með sterkri krónu.

    Ég ráðlegg mönnum þó að versla ekki í gegnum ebay – þar lenti ég í tómu tjóni og tapaði 5 – 600 dollurum við kaup á spili sem aldrei sást né heyrðist af.

    Benni





    13.11.2005 at 23:09 #532266
    Profile photo of Ingi Jensson
    Ingi Jensson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 96

    Ég er akkúrat í sömu hugleiðingum, að fá mér spil.

    Ég er á Isuzu Crew Cab, með prófílum framan og aftan, svo ég spyr eins og í upphafi þessa þráðs, hvaða spil ætti maður að fá sér?





    13.11.2005 at 23:10 #532268
    Profile photo of Guðmundur Ingi Haraldsson
    Guðmundur Ingi Haraldsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 8

    Sæll Benedikt

    Ert þú til í að segja okkur hvaða póstverslun þú skiptir við með svona góðum árangri?
    Eða senda mér línu á gih@itn.is

    kveðja
    GIH





    13.11.2005 at 23:15 #532270
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sælir og takk fyrir góð svör.

    Maður heyrir mest af rafmagnsspilum svona yfirleitt. Hvers vegna ætli það sé?
    Nú er t.d hægt að nota glussaspilið á kafi í vatni sem þýðir að það ætti að þola alla þá bleytu sem íslenskt veðurfar býður upp á. Hafið þið aldrei lent í veseni útaf bleytu?
    Eins er ég að hugleiða með rafmagnsnotkunina, er hún ekki alveg gríðarleg?

    Kveðja
    Izeman





    13.11.2005 at 23:26 #532272
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Verslunin heitir Sportztrailers og er með http://www.sportstrailers.com

    Stundum hef ég reyndar lent í vandræðum með að komast inn á þá síðu en þá er það þetta sem virkar:

    http://www.andale.com/stores/sf_home.js … TZTRAILERS

    En þarna er hægt að versla fullt af dóti – Núna kostar spil eins og mitt 1060 dollara komið til ShopUSA. Það er frítt að senda inna USA en þeir eru alls ekki til í að senda til annara landa.

    Ég spjallaði nokkrum sinnum við eigandan í síma og þetta virðist vera nokkuð almennilegt fyrirtæki – með nokkra starfsmenna og sæmilega verslun – allavega hefur allt gengið vel hjá mér.

    Glussaspil þekki ég ekki.

    Benni





    13.11.2005 at 23:52 #532274
    Profile photo of Sigurður Árni Friðriksson
    Sigurður Árni Friðriksson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 138

    Sæll Izeman…

    Kíktu á hotmailið þitt.

    Kv
    Siggi





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.