Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Spil
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2002 at 22:25 #191847
Nú er ég að spá í spil. Eða vil láta ykkur spá í spilin með mér.
Mér liggur forvitni á að vita hvers vegna menn eru allir með rafmagnsspil ? Ókostir: tekur gífurlegt rafmagn og getur auðveldlega eyðilagt rafgeyma og alternatora, menn virðast oft steikja mótorana og þetta (verandi rafmagnstæki) virkar ekkert alltof vel í miklu vatni (undir vatni).
Af hverju eru menn ekki með vökvaspil eins og eru hér: http://www.milemarker.com/winch-10.html ?????
Drifkrafturinn er til staðar í flestöllum bílum (vökvastýrisdælan), þetta er algerlega óháð vætu, engir rafmagnsmótorar til að steikja og er jafn öflugt og rafmagnsspilin.Ég sá á þessari heimasíðu að það er meira að segja íslenskur aðili með umboðið fyrir þessi spil (Landvélar) og eftir lauslega könnun kostar þetta svipað og rafspilin (c.a. 120 þús (sagt án ábyrgðar)) með öllu.
Þess vegna spyr ég: af hverju ekki ?????
Kv, Valdi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.12.2002 at 22:35 #464788
Hvað ætlar þú að gera ef dautt er á mótornum?? Þú ofan í vatni með framendan, þú nærð í spilið í skottinu, festir það aftan á bílinn og spilar þig upp.
Kveðja.
03.12.2002 at 23:19 #464790
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
HVER er með spilið í skottinu?????
03.12.2002 at 23:31 #464792
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bæði hafa sína kosti og galla. Almennilegt gírspil eins og Koenig, dregur skrattan ráðalausan og slítur vírinn án þess að kvarta. Gallinn er að erfitt er að samhæfa hraða ef keyrt er með. Rafmagnsspil og þá sérstaklega Warn 8724 með mótorinn ofaná og í samvinnu við öfluga rafgeyma dregur samt ekki eins vel, en því má bjarga með blökk. Gamla góða Warn hefur þann ótvíræða kost að vera afar hraðvirkt, hirðir fljótt upp slaka ef bíllinn reddar sér smávegis sjálfur. Það er einnig snöggt vinda vír inn eftir notkun og þess háttar. Það er einnig hægt að láta bílinn taka á með spilinu eins og þarf,sem léttir öll átök. Ég þekki ekki vökvaspilin en ég held að þau vinni afar hægt, (líkt og gamla Ramsey sem var viku að vinda inn vírinn eftir notkun) miðað við hraðvirk rafmagnsspil td. 8724 og 9000 frá Warn.
Kv. Kolli
03.12.2002 at 23:55 #464794
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef að þið skoðið síðuna sem Valdi benti á þá sjáið þið að þetta vökvaspil er 2ja gíra, 6:1 og 1:1.
Smá spec yfir vökvadrifna spilið frá Landvélum.Layer of Cable 1 2 3 4
Line Speed-Low Gear (FPM) 5.65 6.43 7.41 8.58
Rated Pull (lbs.) 10,500 8,500 7,400 6,400
Line Speed-High Gear (FPM) 31 36 42 48
Rated Pull (lbs.) 1,600 1,300 1,200 1,000
04.12.2002 at 09:04 #464796
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er búin að nota rafmagnspil í nokkur ár, hef ekki enn lent í þessum aðstæðum sem allir eru að tala um þ.a.s ofaní á með dautt á vélini. Hef notað það mest til að klifra upp brekkur sem eru kanski ófærar fyrir Datsun. spilið getur líka verið ótrúlega þægilegt þegar maður festir sig í krapa og drullu. Enn rafmaggnið er frekar lítið í jeppa, þótt maður slökkvi á ljósum. Spil vinnur líka mikklu betur með bílnum þegar maður er með milligír, annað er bara pirrandi. Ég er reyndar búin að losa mig við rafmaggnspilið og ná mér í glussadæmi frá landvélum.
Það frekar dýrt að tengja glussadæmið c.a. 90þús hjá þeim +150þús kr spil +20þús dynex (sem er eina vitið vír er bull) skúffa með trommlum 30þús þetta gerir 290þús doldið dýr pakki.
Rafmaggnspil færðu fyrir 90þús laggnir með hraðtengjum 20þús +20þús dynex +30skúffa. 160þús.
Kanski er þetta ástæðan fyrir því að menn eru að tala um að festa sig í á (einir) og spila sig upp á því littla rafmaggni sem er á bílnum og koma honum ekki í gang síðan, þetta kallast afsökun. Málið er bara að nota drullutjakkin sem spil við þessar aðstæður, tekur bara sinn tíma og gengur ekki nema með nokkrum spottum að DYNEX engin teigja í því.
Vonandi hjálpar þetta einhvað.
04.12.2002 at 09:32 #464798Ég held að það að hafa spilið alltaf framan á bílnum þó svo að það sé voða töff sé nú ekki gáfulegasti staðurinn. Algengustu festur sem ég hef lent í eru þess háttar að ég vil fara aftur en ekki fram. Oftar en ekki er meiriháttar mál að komast að spilinu þar sem það er á kafi í krapa eða skorðað í ísskör. Það að vera með spilið alltaf framan á er ekki góður staður að mínu mati. Ef spilið á að koma að gagni er best að hafa það einhvers staðar þar sem auðvelt er að komast að því.
Kveðja.
04.12.2002 at 23:07 #464800Fyrir þá sem ekki vita, þá vorum við Valdi ásamt bræðrum hans og fleiri fínum fírum (og kvinnum) í flottustu nýliðaferðinni, í Jökulheima um síðustu helgi…
Þú ert búinn að fá fín komment á þessa pælingu þína hér að framan. Bara svo að ég beri aðeins í bakkafullan lækinn líka, þá er það með þetta eins og svo margt annað, að mestu máli skiptir hvernig og á hvað þú ert að nota þann búnað sem þú ert að spá í. Ég er algerlega sammála því sem fram hefur komið, að gírspil er "öflugri búnaður" að því leyti að þú getur spilað "endalaust" með svoleiðis græju og svo gefur hún líka minna eftir… sem aftur er spursmál hvort er kostur eða galli…
Hins vegar er rafmagnsspil léttara, ódýrara og meðfærilegri búnaður. Í ferðinni okkar um daginn var ég með spilið framan á Barbie, sem var vont. Bæði fjaðrar þessi elska það vel, að svona 25-30 kg. þyngd fremst framaná hefur heilmikið að segja og einnig þurfti ég stundum að sæta lagi til að plægja ekki fósturjörðina þar sem vegur var sem torsóttastur. Við venjulegar aðstæður geymi ég spilið heima, nema að ég telji mjög líklegt að þurfa að nota það í túrnum. Ef ég tek það með mér, geymi ég það alla jafna frekar aftan á bílnum en framaná, (en núna var ég með 800 kg. kerru þar svo þeim möguleika var ekki til að dreifa).
Fyrir súkkuna þína mæli ég frekar með rafmagnsspili, enda tæmirðu trauðla geymana þótt þú spilir svoleiðis fis talsverða leið. Ef þú værir hins vegar á 2,5-3ja tonna bíl, finndist mér glussahugmyndin meira heillandi.
Auðlvitað er hægt að útbúa hraðtengi á glussaslöngurnar þannig að hægt sé að taka spilið af, en það tel ég mjög mikilvægt, í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi, en mér finnst frekar óskynsamlegt og algerlega óþarft að aka með spil skagandi fremst framúr bílnum allan ársins hring.
Með ferðakveðju,
BÞV
05.12.2002 at 09:15 #464802
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Til viðbótar við þetta vil ég taka undir það sem sagt var hér að ofan að besti geymslustaðurinn fyrir spilið er einmitt í skottinu, þar er það alltaf aðgengilegt, hreint og laust við krapa og hægt að skella því á að framan eða aftan eftir því sem þarf.
Dæmi: Í fyrravetur komum við ferðafélagarnir að Valda rakara með trýnið á bólakafi ofan í Markarfljóti, eftir að ísinn brotnaði undan bílnum. Spilið hans hefði komið að litlum notum marrandi á kafi, en í staðin gat hann rétt það útum afturhleran þannig að það kom að notum við að ná bílnum upp.
Bara gæta að því að strappa það vel niður í bílnum.
05.12.2002 at 11:27 #464804Já þetta eru skemmtilegar pælingar og ég þakka fyrir svörin.
Það er alltaf gaman að fá dæmisögur frá reynsluboltum og mér hefði t.d. aldrei dottið í hug að hafa spilið í skottinu (það er náttúrulega ekkert kúl) en eftir að hafa lesið þetta hjá ykkur finnst mér þetta bráðsniðug hugmynd.
Vökvaspilið felur greinilega í sér mikinn aukakostnað eftir því sem Pilot segir. Vissi ekki að tengingin á spilinu væri svona dýr En kannski er minni "rekstrarkostnaður" í því ? Veit ekki…
Ekki síst vegna þess að ég sá spilið tróna eins og fínasta húddskraut hjá Birni Þorra á Krúsernum, sem ég setti fram þessa spurningu. Ekki vissi ég heldur að menn fyndu fyrir spili framan á bílnum í fjöðrunareiginleikum en ég skil þetta með plóginn, sérstaklega á leið eins og við keyrðum um helgina.
Annars er spurning um að láta Trivial Pursuit duga í spiladeildinni þennan veturinn. Pyngjan léttist dálítið við fjárfestingar fyrir fjarskiptadeildina (sem mér þykir mikilvægari).
Kv, Valdi
05.12.2002 at 12:17 #464806ég hef nú bara rennt spilinu hjá mér inn í prófílbeislið
að aftan,venjulega þegar bíllinn hjá mér dettur niður dettur hann í flestum tilfellum að framan fyrst.
05.12.2002 at 12:48 #464808Sælir !
Ég er með netta vírtalíu með mér sem getur dregið 2 tonn og hún hefur bjargað mér ágætlega. Ódýr lausn sem getur reddað manni þegar maður er á léttum bíl.
Kveðja O.Ö.
06.12.2002 at 15:48 #464810
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vil byrja á að leiðrétta verðin sem minnst hefur verið á varðandi vökvaspilin.
Verðin eru eftirfarandi:
Spilið 10500 lbs með stjórnlokanum við stýrisdæluna, vír, rúlluvörn og nauðsynlegum rafmagnsbúnaði og stjórnhandfangi kostar 130.000.- kr.Slöngusettið þarf að sérsmíða í hvern bíl þannig að það er mismunandi milli bíla en kostar dæmigert 20 – 25.000.- kr. fyrir lagnir að framan og aftan með hraðtengjum.
Ef við sjáum um ísetninguna á vökvalokanum og lögnunum þá kostar það milli 35 og 40.000.- kr. það fer eftir bílgerðinni.
Þetta gerir 185 – 195.000.-. Við þetta bætist síðan skúffan undir spilið, prófílfestingarnar og hugsanlega að skipta yfir í Dynex í stað vírs.
Ég gerði líka smá könnun á verði á 9000 – 9500 lbs rafmagnsspilum og komst að því að þau kosta frá 146 – 160.000.- kr.
Með þeim fylgir rúlluvörn og stjórnhandfang en engir vírar eða tengi. Við þetta bætist líka að hjá mörgum þarf að bæta við auka rafgeymi. Þannig að þegar dæmið er reiknað þá er munurinn ekki eins stór og hér hefur verið rætt.
Ég ber saman 10500 lbs vökvaspilið og 9000 lbs rafmagnsspilið af því að vökvaspilið er að draga um 9000 lbs á japönskum stýrisdælum. 10500 lbs er miðið við ameríska bíla því dælurnar í þeim eru að skila hærri þrýstingi.Þessi spurning um hvað gerir maður þegar trýnið er á kafi í á og dautt á bílnum, er ágæt. Mitt svar við henni er að ef þú ert með vökvaspil þá fær maður hjálp frá vinum sínum en er þú ert með rafmagnsspil þá klárar maður fyrst rafmagnið af rafgeymunum og svo fær maður hjálp frá vinum sínum. Það endist ekki ýkja lengi á geymunum í alvöru togi eins og er þegar það er dautt á bílnum.
Ótvíræður kostur vökvaspilsins er að það vinnur mjög vel og lengi á fullu átaki. Ókosturinn var hins vegar að það spilaði hægt, það var leyst með því að setja hærri gír á það til að vinda inn vírinn.
Ég er sammála því að gírspil eru betri en vökvaspilið eins og það er sett upp hér, en það er líka hægt að setja auka dælu í bílinn sem tengd er með rafmangskúplingu og þegar við erum farin að tala um svoleiðis búnað þá er vökvinn betri kostur m.a. vegna þess að það er hægt að tengja vökvaspilið bæði að framan og aftan.
Verðið á þessari auka dælu með kúplingu er hins vegar hátt eða um 130.000.- kr. þegar talið er með það þarf þá vökvatank og meiri búnað til viðbótar.
Ég þakka ykkur fyrir að opna þessa umræðu og vona að þetta skíri betur af hverju vökvaspilin eru góður kostur. Ef ykkur vantar frekari upplýsingar er ykkur velkomið að hafa samband við mig.
Ég bendi líka á heimasíðu MileMarker sem er http://www.milemarker.com. Þar eru allar lýsingar á spilinu og búnaði því tengdu.Virðingarfyllst
Halldór Klemenzson
halldor@landvelar.is
Landvélar ehf.
Sími: 580-5800
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.