This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 18 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Ég fékk smáspennufall í gær (eða réttarasagt bíllinn). Langaði til að second opinion á málinu.
Í júlí s.l. fór hleðsluspennan á bílnum hjá mér að verða í kringum 12,6 – 13,3V (var líklega aðeins hærri m.v. mælinn í mælaborðinu). Í desember mældi ég svo spennuna á báðum geymunum (var þokkalega hlýtt) og hún var (dautt á bílnum) c.a. 12,5V á báðum. Síðustu vikuna finnst mér spennumælirinn hafa verið að færast óþægilega mikið niður og í morgun (báðir nývaknaðir) var spennan 11,5V á báðum geymum með bílinn í gangi á báðum geymum En t.d. á sunnudaginn síðasta lagaðist þetta svo þegar maður var kominn upp fyrir Rauðavatn, þá dótið væntanlega byrjað að hitna og spennan (samkv. GPS tækinu) varð „eðlileg“ 12,6 – 13,3V sem er samt aðeins í lægri mörkunum.
Mér finnst borðleggjandi að rafgeymarnir séu orðnir slappir (verri í kulda etc) og þurfi endurnýjun lífdaga. Mér finnst hins vegar skrítið að þeir séu svona samtaka í þessu en það gæti átt sér aðrar skýringar heldur en að altenatorinn sé farinn að svíkja mig (líka) ?
You must be logged in to reply to this topic.