Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Sparsla eða kítta hedd
This topic contains 13 replies, has 10 voices, and was last updated by Atli Eggertsson 11 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.10.2013 at 18:30 #226693
Hafa menn einhverja reynslu af því að sparsla eða kítta hedd og mála svo yfir ?
Er með hedd sem er dálítið sprungið og ég á ekki álvír til að sjóða í það.https://www.facebook.com/photo.php?fbid=534075070014545&set=pcb.534075183347867&type=1&theater
Kv. Atli E.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.10.2013 at 18:31 #379379
prófaðu og segðu okkur svo hvernig gekk
11.10.2013 at 19:16 #379380Bara smella smá J-B á þetta
Bjarni G.
11.10.2013 at 20:23 #379381Þetta á að þétta nánast allt.
http://www.jotunn.is/stix-all-limkitti-gratt-300ml.html
Spurning hvoru megin við nánast heddið lendir?
11.10.2013 at 22:37 #379382Ég hef ekki trú á Snákaolíu þegar sprungið hedd er annarsvegar. Ég færi í heddbúðina og verslaði mér hedd.
11.10.2013 at 22:56 #379383@hlynur wrote:
Ég hef ekki trú á Snákaolíu þegar sprungið hedd er annarsvegar. Ég færi í heddbúðina og verslaði mér hedd.
Ég er ekki viss um að heddbúðin eigi svona hedd, skv sértrúarsöfnuðinum á Nýbýlaveginum þá nefnilega bila hedd í Togogýtum aldrei og því fullkomlega órökrétt að vera með svoleiðis óþarfa á lager !
12.10.2013 at 00:42 #379384Síkaflex virkar vel bara setja vel af drullinu milli hedds og blokkar og dauðherða svo virkar alltaf gleymdu sprungunum þær fyllast af kítti og túban kostar bara 7900 á spes útsöluafslætti hjá Wurth.
kv Gísli
12.10.2013 at 10:44 #379385Þú verður bara að klappa einhverjum sem á álvír.
14.10.2013 at 02:22 #379386Atli þú ert snillingur !
En svona grínlaust, þá skítreddaði ég einusinni heddi sem var farið að gráta aðeins upp í vatnsgang með Holts WondarWeld vatnsgangsþétti.
Það var heljarinnar prósess að græja þetta, skrefin voru einhvern veginn svona:1:Tæma Frostlöginn af vélinni
2: Taka vatnslásinn úr
3: Setja hreinsiefni og vatn á vélina
4: Láta ganga þar til vélin hitnaði
5: Skola af
6: Nýtt vatn + WondarWeld útí
7: Glóðarkerti á cylinder 1 tekið úr
8: Sett í gang og látið malla í 15 mínútur
9: Skref 7-8 endurtekið fyrir alla hina cylinderana.
10: Skolað út og venjuleg Frostlagar/Vatnsblanda sett á ásamt vatnslás
11: Vona það besta.Þetta virkaði fyrir einn 2LT sem ég átti, en ekki fyrir Patrolinn sem bróðir minn átti, þannig að þetta er svosem engin töfralausn. Ég efast um að þetta gangi ef farið er að blása verulega grimmt og allt sprungið í rusl.
WondarWeld er nú samt held ég lang skásta vatnskassa-reddinga stöffið sem fæst, allavega það eina sem ég man eftir að hafi virkilega reddað einhverju hjá mér.
kv
Grímur
14.10.2013 at 09:07 #379387Já – þetta hljómar reyndar alveg geta virkað Grímur, enn held að þetta hedd sé orðið of langt leitt í eyðileggingu.
Mér var reyndar hugsað fyrst í upphafi hvort það mætti ekki gera við það á þennan hátt, hafði bara aldrei nennu að fara út í svona aðgerðir.
Málið er að heddið er búið að vera fara í mörg ár. Stundum hefur lekið smá og stundum ekkert.
Svona aðgerð eins og þú lýsir hefði verið mjög líkleg til að geta reddað málunum á þeim tíma, þar sem sprungan virtist bara vera á milli soghluta og vatnsgangs og vera mjög lítil.Mér datt jafnvel líka í hug að reyna að taka heddið úr og reyna að gera við það í gegnum vatnsganginn.
Komst aldrei lengra enn að vera hugmynd.Þetta er þriðja heddið af 1KZ-TE sem fer í vaskinn hjá mér og fimmta toyota-dísel-heddið.
Öll 1KZ-TE heddinn hafa farið á sama hátt – smávægilegur leki úr vatnsgang í soghluta.Kv. Atli E.
14.10.2013 at 10:23 #379388Smá spurning;
Er búið að skrúfa eitthvað upp í túrbínunni?
Og ef svo er, hver er þrýstingurinn?
14.10.2013 at 12:53 #379389Við í sveitini notum tóuskít í svona sprungur, hann þéttir rosa vel.
14.10.2013 at 23:15 #379390Hmm. Þetta er umhugsunarefni.
Það kæmi mér ekki neitt stórkostlega á óvart að TOYOTA lumi á upplýsingum um akkúrat það sem veldur þessu.
Ég hef nú ekki mikla trú á að auka loft hafi þessi áhrif, mikið frekar skortur á því. Hafa þessir bílar verið að smóka eitthvað að ráði hjá þér?
Svo er spurning með kælikerfið sem slíkt, ég veit ekki hvernig það er hannað í þessum vélum, það er allavega flest sem bendir til að eitthvað hitni of mikið við ákveðnar aðstæður. Skortur á kælivatni á réttan stað getur verið eitt, of mikil olía annað, slappir spíssar kannski að valda ofhitnun í forkammerinu ég veitekki….það er eitthvað sem segir mér að það sama sé að hrella í öll skiptin.kv
Grímur
15.10.2013 at 09:12 #379391þetta á sér svo sem allt „eðlilega“ skýringu.
Í upphafi þó fór heddið í gamla Hiluxinum mínum um árið 2000.
Þá hafði ég sett vél úr 1997 árg. af LC90 – enn margir af þeim voru með gölluð hedd.
Ég fékk nýtt hedd mér að kostnaðarlausu frá Toyota.Næst fór heddið hjá mér 2-3 árum seinna.
Held að ástæðan hafi verið sú að ég var alltaf að draga eitthvað þungt á þessum bíl og silikon kúpplingin hafi verið farin að slappast á viftunni.
Held reyndar að það sé mjög algengt vanda mál í bílum og það þurfi að bæta af og til silikoni á þessar viftur ef þær eigi að virka eitthvað.Svo fór 3 heddið 1KZ-TE í LongRunner. Ég fann vél í hann á sínum tíma úr 1998 bíl sem var keyrður um 190 þús.
Það var víst mjög algengt að hedd færu í LC90 í 200 þús., ef það var ekki Intercooler á þeim.Þegar LongRunner var kominn á 44″ dekk fullur af fólki og þungt færi upp langar jöklabrekkur, þá gerði 1KZ-TE ekki mikið meira enn að koma bílnum áfram og það bar smá á hitavandamálum.
S.s. hitamælirinn tók smá hopp upp og þá sló maður bara af. Var ekki með Intercooler til að byrja með.Fyrir 2-3 árum fór ég hinsvegar í aðgerðir til að kæla vélina meira niður – eftir að heddið var farið að leka lítilliega.
Ég „tjúnaði upp“ silikon kúpplinguna þannig að viftan byrjar miklu fyrr að blása og í dag heyri maður bara mjög vel í viftunni um leið og álag eykst.
Setti viftuspaða úr V6 4runner enn hún er með meiri skurð, meira þvermál og krúfuhring.
Einnig setti ég Intercooler með rafmagnsviftu ofan á vélina sem blæs köldu niður á vélina og heldur vélarrýminu köldu.Eftir þetta hefur ekkert borið á hitavandamálum og hitamælirinn hreifist ekki neitt við fullt álag.
Hin 2 heddin eiga sér líka „eðlilega“ skýringu. Þau eru í gömlum Avensis sem ég á.
Fyrra heddið fór þegar bíllinn var kominn í 600þús+.
Leysti það bara þannig að ég boraði bara 3mm gat á vatnslásinn og hafði alltaf vatnskassalokið laust.
Þá náði hann alltaf að hreinsa loftið út og þetta virkaði bara fínt í gömlum bíl sem átti að endast í nokkrar vikur.Svo fór vélin, fyrir slysni í bílnum þegar hann var kominn í 740þús. – þá keypti ég vél af Jamil sem var keyrð 360þús.
Var búinn að keyra hana í nokkra mánuði, þá fór heddið eða heddpakkningin í henni.
Þar sem gamli Avensis er ekki sparibíllinn og lifir bara fyrir einn dag í einu, þá hef ég bara ekki nennt að fara að standa í því að gera við þetta dót með tilheyrandi kostnaði og veseni.
Því gerði því bara það sama og með gömlu vélina. Boraði vatnslásinn og opnaði vatnskassan og allir glaðir 😉Kv.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.