Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Spansgræna á rafgeymi
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.02.2004 at 21:07 #193665
AnonymousHvernig hafa menn barist við spansgrænu á geymasamböndum.
Gaman væri að fá einhver góð ráð til að berjast við þetta.
Eitt af því sem ég hef heirt er að bóna geyminn vel, hef prófað það sjálfur.. það vikarði eitthvað en ekki mjög lengi
Af hverju kemur þetta??
kv Jón H.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.02.2004 at 21:18 #492295
Það eru sumir sem mæla með að setja koppafeiti á samböndin. Hef prófað það og virðist virka ágætlega meðan það hún tollir á.
Þrándur
04.02.2004 at 21:18 #487642Það eru sumir sem mæla með að setja koppafeiti á samböndin. Hef prófað það og virðist virka ágætlega meðan það hún tollir á.
Þrándur
04.02.2004 at 21:24 #492299Það er ágætt að maka vaselíni á pólana og samböndin. Það hefur reynst mér vel og virðist ekki valda sambandsleysi, en ver málminn fyrir tæringu.
Wolf
04.02.2004 at 21:24 #487644Það er ágætt að maka vaselíni á pólana og samböndin. Það hefur reynst mér vel og virðist ekki valda sambandsleysi, en ver málminn fyrir tæringu.
Wolf
04.02.2004 at 21:51 #492303
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
mér hefur verið sagt að geimar fari að spansgræna útaf ein sellan í geiminum sé orðin léleg en hinnsvegar er gott að hreinsa þetta með sjóðandi vatni hella því bara yfir pólana og þurka svo af þeim!
04.02.2004 at 21:51 #487646
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
mér hefur verið sagt að geimar fari að spansgræna útaf ein sellan í geiminum sé orðin léleg en hinnsvegar er gott að hreinsa þetta með sjóðandi vatni hella því bara yfir pólana og þurka svo af þeim!
04.02.2004 at 21:52 #492307gott að þvo af með með heitu vatni, losa upp geymasambönd og hreinsa vel, smyrja síðan með feiti og ganga frá geymasamböndum…líka ágætt að setja þunnt lag af feiti á geymasamböndin
kv
Js
04.02.2004 at 21:52 #487648gott að þvo af með með heitu vatni, losa upp geymasambönd og hreinsa vel, smyrja síðan með feiti og ganga frá geymasamböndum…líka ágætt að setja þunnt lag af feiti á geymasamböndin
kv
Js
04.02.2004 at 21:58 #492311Rétt hjá JS og öðrum, vel heitt vatn og GÓÐ feiti í litlu magni, þá áttu að vera laus við þetta. Ef ekki þá er geymirinn ekki nógu góður.
Kveðja, Hjölli.
04.02.2004 at 21:58 #487650Rétt hjá JS og öðrum, vel heitt vatn og GÓÐ feiti í litlu magni, þá áttu að vera laus við þetta. Ef ekki þá er geymirinn ekki nógu góður.
Kveðja, Hjölli.
04.02.2004 at 22:00 #487652
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Best er að leisa matarsóta upp í heitu vatni og þvo geimasamböndin með því. Spansgrænan kemur vegna þess að annaðhvort er ein sellan í rafgeiminum biluð eða spennan frá altanatornum of há.
04.02.2004 at 22:00 #492315
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Best er að leisa matarsóta upp í heitu vatni og þvo geimasamböndin með því. Spansgrænan kemur vegna þess að annaðhvort er ein sellan í rafgeiminum biluð eða spennan frá altanatornum of há.
04.02.2004 at 22:06 #487654Þegar spansgræna fer að myndast á pólum rafgeyma þá er það merki um að hann eigi ekki langt eftir. Það sem hefur reynst best er að hreinsa samböndin með heitu vatni, losa skóna af og hreinsa meira með heitu vatni og þurka vel. Festa þá vel á og spreyja tektil yfir samböndin.
Þessi aðferð var alltaf notuð hér áður fyrr en núna skiptir maður um rafgeyminn vegna þess að hann á ekki langt eftir og klikkar oftast þegar verst stendur á.kv. vals
04.02.2004 at 22:06 #492318Þegar spansgræna fer að myndast á pólum rafgeyma þá er það merki um að hann eigi ekki langt eftir. Það sem hefur reynst best er að hreinsa samböndin með heitu vatni, losa skóna af og hreinsa meira með heitu vatni og þurka vel. Festa þá vel á og spreyja tektil yfir samböndin.
Þessi aðferð var alltaf notuð hér áður fyrr en núna skiptir maður um rafgeyminn vegna þess að hann á ekki langt eftir og klikkar oftast þegar verst stendur á.kv. vals
04.02.2004 at 22:47 #487656Góðan daginn,
einhvern tímann heirði ég að orsök spansgrænu væri útleiðsla, hvað sem er nú til í því.
En hreint vatn er best, ekki blása neitt því ofan á geiminum er síra og hún skemmir, þó búið sé að skola geiminn þá eru á töppunum lítil göt sem ýrist upp úr ef blásið er með krafti.
Annars hef ég ekki nógu mikið vit á rafmagni til að geta rökrætt það.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
04.02.2004 at 22:47 #492321Góðan daginn,
einhvern tímann heirði ég að orsök spansgrænu væri útleiðsla, hvað sem er nú til í því.
En hreint vatn er best, ekki blása neitt því ofan á geiminum er síra og hún skemmir, þó búið sé að skola geiminn þá eru á töppunum lítil göt sem ýrist upp úr ef blásið er með krafti.
Annars hef ég ekki nógu mikið vit á rafmagni til að geta rökrætt það.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
05.02.2004 at 06:17 #487658Mér hefur í gegn um tíðina reynst best þetta sem er talað um hér að ofan, þ.e. í fyrsta lagi, hreinsa allt vel með bursta, þvo með heitu vatn blönduðu með natroni, bæði pólana og samböndin, festa allt saman vel og úða tectyl yfir, annars silicone-feiti eða vaselín/júgursmyrsl. Passa bara að láta ekkert af því sem fer af geyminum við þrifin fara ofan í bílinn, því það tærir svo ofboðslega nema það sé skolað því betur burtu. Helst taka geyminn úr á meðan þetta er gert. Ef útfellingarnar hætta ekki að koma, þá er eins og hér er skýrt út af fleirum annað hvort geymirinn að syngja sitt síðasta og/eða hleðslustillið í alternatornum að bila. Oft eyðileggur bilað hleðslustilli í alternatornum geyminn. Það er því brýnt að láta fagmann tékka á hleðslustillinu áður en nýr geymir er settur í, þeir eru of dýrir til að eyðileggja þá með svoleiðis gallagrip. Annars mæli ég með Delphi-geymunum, sem Stilling er að flytja inn. Fyrirtækið sem ég vinn hjá flytur þessa geyma líka inn (það er enginn sérstakur með umboðið) og þeir hafa reynst afspyrnu vel, bæði á sjó og landi.
05.02.2004 at 06:17 #492326Mér hefur í gegn um tíðina reynst best þetta sem er talað um hér að ofan, þ.e. í fyrsta lagi, hreinsa allt vel með bursta, þvo með heitu vatn blönduðu með natroni, bæði pólana og samböndin, festa allt saman vel og úða tectyl yfir, annars silicone-feiti eða vaselín/júgursmyrsl. Passa bara að láta ekkert af því sem fer af geyminum við þrifin fara ofan í bílinn, því það tærir svo ofboðslega nema það sé skolað því betur burtu. Helst taka geyminn úr á meðan þetta er gert. Ef útfellingarnar hætta ekki að koma, þá er eins og hér er skýrt út af fleirum annað hvort geymirinn að syngja sitt síðasta og/eða hleðslustillið í alternatornum að bila. Oft eyðileggur bilað hleðslustilli í alternatornum geyminn. Það er því brýnt að láta fagmann tékka á hleðslustillinu áður en nýr geymir er settur í, þeir eru of dýrir til að eyðileggja þá með svoleiðis gallagrip. Annars mæli ég með Delphi-geymunum, sem Stilling er að flytja inn. Fyrirtækið sem ég vinn hjá flytur þessa geyma líka inn (það er enginn sérstakur með umboðið) og þeir hafa reynst afspyrnu vel, bæði á sjó og landi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.