Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › spansgræna á rafgeymapólum
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.05.2006 at 00:38 #197905
Sælir núna er ég kominn með eitt vandamál jahh vandamál og ekki vandamál leiðinlegt til lengdar og er ekki viss hvort geymir sé í lagi en málið er þannig að það kemur rosaleg spansgræna á pólafestingarnar í runnernum og leiðir það í að hann missi straum og hreinlega fari ekki í gang fyrr en ég er orðinn pirraður og búinn að dangla létt í þetta með hamrinum góða… en hvað er málið af hverju kemur þessi ótrulega spansgræna (þreif allt fyrir ca 2 vikum og þetter vel húðað núna) er þetta vegna þess að geymir sé ónýtur vegna nú hefur geymirinn ekkert klikkað né neitt síðan ég fékk bílinn fyrir ca 5 mán síðan nema þá var svoldil spansgræna á pólafestingunum og svo núna er þetta orðið bara heljarinnar bær hjá spansgrænuköllunum:S endilega gefiði mér einhver ráð og ef ég þarf nýjann geymi hvað er þá best að fá sér????
Kv Davíð R-2856
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.05.2006 at 02:50 #551928
Skolaðu sambönd og póla með heitu vatni, það fjarlægir þessa oxunaráferð (spanskgrænu) að mestu, hreinsaðu rest, ef einhver er, með lagvopnum. Makaðu síðan bæði póla geymis og sambönd með koppafeiti – vel og vandlega. Þá er þetta vandamál úr sögunni. Gott að fá sér bjór áður en hafist er handa við verkið, og enn betra að því loknu.
Það sem er hér á ferðinni er oxun (tæring- kopar og blý saman). Kemur því ekki við hvort að geymir sé í lagi eða ekki en þetta gerist helst í bílum sem hafa rafgeyminn að sunnanverðu.
Kv
Óli
05.05.2006 at 08:26 #551930[i:m6gaf8wl][b:m6gaf8wl]Líftími rafgeyma.[/b:m6gaf8wl]
Rafgeymar hafa takmarkaðan líftíma. Hvert hólf er eins og sjálfstæður einstaklingur og því bilar jafnan eitt hólf fyrst. Rafgeymirinn er þá ekki lengur 12 volta; réttara er að segja hann nú 10 volta. Spennustillir bílsins er stilltur miðað við 12 volta geymi (sem er þá um 14 volta hleðsluspenna) og sé hann aðeins 10 volt, þýðir það yfir-hleðslu á hin 5 hólfin. [b:m6gaf8wl]Afleiðing þess er spansgræna[/b:m6gaf8wl] eða hvítt duft sem myndast á pólum og festingum. Þetta er ótvírætt dauða-einkenni og nauðsynlegt að skipta sem fyrst um rafgeyminn. Svona spansgræna tærir járn og getur þá orðið mjög erfitt að losa geymafestingarnar og þær jafnvel eyðileggjast. Afleiðing bilaðs spennustillis er eins og áður sagði vökvatap. Sé þessa ekki gætt í tíma kemur að því að plöturnar í geyminum fara að standa uppúr vökvanum.[/i:m6gaf8wl]
–
sjá nánar [u:m6gaf8wl][url=http://www.f4x4.is/bokasafn/Taekni/Rafgeymar.pdf:m6gaf8wl]hér[/url:m6gaf8wl][/u:m6gaf8wl]
–
-haffi
05.05.2006 at 08:34 #551932Í sveitinni í gamla daga minnir mig að hafi verið stráð sódadufti, held það hafi verið matarsódi, yfir geyminn og síðan skolað af með heitu vatni.
Man ekki nákvæmlega hvernig þetta var gert og hvort sódinn þurfti að standa eitthvað á, en man þó það að þetta virtist hreinsa nánast alla spansgrænu af eins og ekkert væri.
Palli
05.05.2006 at 08:45 #551934Ég notaði þetta trix með heita vatnið um daginn með hreint ú sagt geggjuðum árangri.
Það er spurning hvort það geti ekki verið aðrar ástæður en yfirvofandi dauði rafgeymisins sem valdi spansgrænu t.d. slappur frágangur á tengingum á pólanna o.s.frv. ?
05.05.2006 at 08:50 #551936Sáraeinfalt að útiloka það að eitt hólfið sé ónýtt. Bara mæla með dautt á bílnum.
-haffi
05.05.2006 at 10:08 #551938um pólskó.
ekki maka neinu á þá heldur haltu þeim hreinum.
Ef það kemst raki eða drulla undir eitthvert mak þá kemst það ekki út aftur.
Kv Izan
05.05.2006 at 11:53 #551940
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
á mínum eðal accent skolaði ég spansgrænuna sem var á samböndunum þegar ég fékk hann (kom væntanlega sökum ónýts alternators(bæði díóður og spennustyllir)) bara af með heitu vatni og sprautaði fínum tectil yfir þau, núna eru þau snirtilega svört og engin spansgræna sjáanleg (gæti reyndar verið sökum þess að alternatorinn er í gúddí fíling núna, en ég veit ekki)
05.05.2006 at 13:13 #551942Sú fullyrðing að, spansgræna á geymasamböndum og pólum sé "ótvírætt dauða-einkenni og nauðsynlegt að skipta sem fyrst um rafgeyminn" -er í besta falli vafasöm. Það að hún kemur frá forstöðumanni fyrirtækis sem selur rafgeyma þykir mér málið heldur lakara, ég var ekki á umræddum fyrirlestri og kannski er einhver misskilningur hér á ferðinni.
Það má e.t.v sýna fram á einhverja tölfræðilega fylgni milli þess að rafgeymar séu að "verða ónýtir" ef það er spansgræna á pólunum – en að telja það ótvírætt merki um að geymirinn sé ónýtur er einfaldlega RANGT!
Póll og geymaskór mynda samband sem leiðir rafstraum. Smávægilegt spennufall yfir sambandið ýtir undir tæringu, aukið álag og stöðugt gerir það líka. Umrætt samband hefur ekki minnstu hugmynd um ástand geymisins og pólar og geymaskór geta verið tærðir og spansgrænir hvort heldur geymir er í fínu lagi eða gjör ónýtur.
Svona málflutningur lyktar af vísvitandi blekkingum, eða vanþekkingu.
———
Ég veit að koppafeiti þykir ekki snyrtileg, en ef menn vilja snúa sér að öðrum og skemmtilegri viðfangsefnum en að hreinsa póla og geymaskó öðru hvoru þá er hún fín lausn. Eftir svoleiðis meðferð þarf að öllu jöfnu engar áhyggjur að hafa af málinu, svínvirkar.Kv
Óli
05.05.2006 at 23:31 #551944Ég lenti í því að fá svona rosalega spanskrænu á pólana hjá mér ég fór í það að fá mér annan geymi og það hefur ekkert borið á þessu síðan svo ég held það hljóti að vera eitthvað til í því að þetta tengist endingu rafgeymis
kv Hilmar
06.05.2006 at 00:24 #551946Daginn
Það eru til fræði sem segja að 6 ára gamll geymir sé ónýtur. Það er ekki rétt en ágætt að hafa það í huga að gamla geyma getur verið dýrt að halda í notkunn. Ónýtur geymir getur hæglega eyðilagt alternator.
Það leynir sér ekkert ef geymirinn er ónýtur. Hann heldur ekki hleðslu og gefur of lítið start.
Geymir sem fær of mikla hleðslu getur soðið og þá sullast geymasýra upp á pólana og myndað spangsgrænu en en geymirinn er gjarnar blautur eftir notkun ættirðu að láta athuga alternatorinn.
Með því að skipta um geymatengi og sjá til þess að þau séu hreyn og gefi fullt samband þá ertu búinn að koma í veg fyrir mjög marga hluti. Oxiterun verður ekki þar sem súrefni kemst ekki að.
Mér hefur oft dugað að skipta bara um geymasambönd og jafnvel víra á milli geyma og – yfir í mótor til að koma algerlega í veg fyrir svona vandræði.
Feiti, vaselín, sílikon eða önnur slík efni skaltu aldrei sulla yfir rafmagnstengi. Ég er rafvirki til tæplega 10 ára og fullyrði að svoleiðis meðferð á rafmagnstengjum er aldrei til bóta. Í fyrsta lagi þá ertu að loka inni raka og drullu inni í tengingunni ef rakinn á annað borð kemst þangað, sem hann gerir fyrr en síðar. Í öðru lagi þá gerir slík feiti þér útilokað að umgangast tengin í framtíðinni og ef þú þarft að eiga við tengin þá er útilokað fyrir þig að hreynsa fituna af pólunum aftur og hún einangrar skóna frá tenginu.
Kv Izan
06.05.2006 at 03:49 #551948Nú væri gaman að ræða rafgeyma og geymasambönd fram á haust, en ég veit ekki hvort að ég nenni því. Þetta atriði er fremur lítill hlutur í lífi sérhvers manns og spurning hvort að það tekur því yfirleitt að berast á banaspjót í netumræðum um þessa hluti.
Samt vil ég benda á tvennt. Ef menn segja að spansgræna sé ávísun á ónýtan rafgeymi – þá væri æskilegt að þeir rektu nákvæmlega efnafræðina þar að baki og rökstyddu mál sitt með afgerandi hætti. Sem hliðstæðu vil ég nefna að ef einhver bendir á ryðblett á bíl og segir hann vera "ótvírætt dauða-einkenni" bílsins þá vakna spurningar um sannleiksgildið og hvort að þetta sé rétt eða rangt.
Hitt -varðandi þær fullyrðingar Izan- að aldrei sé til bóta að maka feiti eða öðru á geymasambönd – vil ég segja að hann má vera þeirrar skoðunar fyrir mér. Hann kann að hafa eitthvað fyrir sér í þessu. Það sem ég veit hinsvegar er að þessi aðferð virkar ágætlega af því að góð feiti hrindir frá sér raka allengi. Það er því ekki um að ræða að raki og drulla lokist inni bak við hana. Eins og Izan benti réttilega á verður engin tæring (oxun, spansgræna)þar sem súrefni kemst ekki að – það er einmitt lykillinn í því hversvegna feiti hindrar tæringu, og gildir þá einu hvort um er að ræða stál, kopar, ál osfrv. Það er kannski athyglisvert að velta því fyrir sér að sumir bílar, vinnuvélar og fl koma með geymasambönd og póla húðaða í feiti frá verksmiðju. Einng er athyglisvert að sjá að ýmsir framleiðendur búa til feiti fyrir raftengi, og gott ef einhverjir framleiða ekki eitthvað gums sem er sérætlað fyrir geymaskó og póla á rafgeymum. Það er líka athyglisvert að lesa ráðleggingar þær sem maður sér ef maður leitar á google að "battery terminal corrosion" – en þar er á mörgum virðulegum vefsíðum vísað til að gott sé að maka samböndin með einmitt – FEITI! Til að forðast misskilning þá er nauðsynlegt að hreinsa sambönd og póla vel fyrst.
Endilega ekki taka mín orð fyrir þessu, þó að ég reyni að hafa það fyrir reglu að pósta ekki hér inn ráðleggingum um hluti sem ég ber ekkert skynbragð á. Reynsla mín af þessu spannar varla meira en rúm 20 ár hvort eð er – það gæti verið að það væri búið að skrifa eðlisfræðina upp á nýtt!
Kveðja
Óli.
06.05.2006 at 05:16 #551950Ég held að það sé ekkert að því að hreinsa póla og setja síðan á þá feiti, en með því er ekki verið að komast fyrir orsök þess að spansgrænan myndaðist til að byrja með.
Það getur annað hvort stafað af því að geymirinn fái of háa spennu frá alternator, eða að ein eða fleiri sellur í geymi séu orðar ónýtar. Með spennumælingu er auðvelt að komast að því hvort er tilfellið. Ef spennan á rafkerfi bílsins mælist eitthvað yfir 14.4 volt, þegar bíllinn er í gangi, þá bendir það á spennustilli alternatorsins, ef spennan á geyminum fer niður fyrir 12.5 volt, þegar bíllinn er búinn að standa nokkra klukkutíma, þá bendir það til þess að vandamálið liggi í geyminum.Sjálfur hef ég aldrei lent í því að geymir bili með þessum hætt, en það hefur komið fyrir að alternatorar hafa bilað.
Þegar ég þurft að skipta um rafgeyma, þá hefur það verið vegna þess rýmdin var komin niður í lítið brot af því sem hún á að vera, þó allar spennur væru eðlilegar. Geymir sem aldrei tæmist getur enst í mörg ár, en ef hann tæmist nokkrum sinnum þá getur hann orðið ónýtur á einu eða tveimur árum.-Einar
06.05.2006 at 08:01 #551952Geimir sem er orðinn 5 til 6 ára gamal er orðin slitinn því tími til að skifta út fyrir nýjan, ég mundi gera það þoli ekki bilaða hluti og skifta bara um, heldur en vera í einkverju vesini síðar það venjan að hlutir klikka þegar síst skildi. Væri ekki gott skeði upp á jökli þann 20 maí, besta lausninn er að skifta um ?
( Bíl á fjöllum en ekki inn í skúr )
kv,,,MHN
06.05.2006 at 11:27 #551954Daginn
Málið með hvort geymirinn sé ónýtur.
Sko, eins og ég sagði í fyrri pósti þá er möguleiki á að ef spennustillirinn er farinn og hann hlaði of hárri spennu þá er til í dæminu að geymirinn sjóði þ.e. sulli sýrunni upp í gegnum öndunina á töppunum og sýra fer afskaplega ílla með samböndin og veldur m.a. spangsgrænu. Eins er möguleiki að geymirinn sjóði ekki heldur stigi upp frá honum gufa sem inniheldur mikla sýru og umleikur samböndin og myndar þannig spangsgrænu.
Þetta er í raun besta eðlisfræðin sem ég get boðið þér Óli en þetta lætur ekkert asnalega í eyrum allavega.
Ég held hinsvegar að maður verði var við lélegann rafgeymi með öðrum hætti. Ef t.d. þú ert með einn stórann geymi eða 2 litla og gleymir að slökkva inniljósið í eina nótt og bíllin fer ekki í gang þá eru geymarnir ekki mjög góðir.. T.d. entist inniljósið í tæpa viku á 2 nýjum geymum og samt gat ég startað 71 módel 318 mótor sem var ekki í góðu ástandi.
Feitin sem þú ert að tala um er notuð í rafmagnsiðnaði og er kölluð leiðnifeiti. Hana notar maður einstaka sinnum við tengingar á álleiðurum.
Annars er málið með feiti, eins og glöggir hafa líklega tekið eftir, trúabrögð. Menn hafa gert þetta makað feiti á hugsanlega og óhugsanlega staði, jafnvel sett kopp á tengidósir og smekkfyll þær af koppafeiti. Síðan með tímanum smýgur rakinn inn að tengjunum og veldur útleiðslu og þá er ekkert spennandi að gera við.
Eik minntist á að rafgeymir endist bara vel ef hann tæmist aldrei. Það er alrangt. Það eina sem heldur rýmd geyma er notkunin. Ef þú notar bara 10% af geyminum þá verður það mjög bráðlega rýmdin sem geymarnir eiga til. Hinsvegar þá meiga geymar alls ekki standa óhlaðnir og alls ekki frjósa tómir en það er mjög gott ef þeir svo til tæmast af og til gegn því að þeir fái hleðslu jafnskjótt aftur.
Það er líklega rétt hjá Óla að það hefur verið pikkað nóg í þennan þráð um upplýsingar til Davíðs og ég er fullviss um að hann finni eitthvað til að ráða bót meina sinna. Ég myndi byrja á skónum, þeir eru ódýrastir, síðan athuga ástand geymisins, kanna hvort yfirborð sýrunnar sé ekki fyrir ofan sellurnar og kanna síðan alternatorinn. Gættu þess bara að ef sellurnar standa uppúr sýrunni á einum tappa þá er allur geymirinn í ólagi. Hleðsluna er sáraeinfalt að mæla með spennumæli. Rétt hleðsla er 13.8V og getur verið reikul frá 12.5V og eitthvað uppfyrir 14V. Ef spennan fer mikið uppfyrir 14-14.5 gæti það verið merki um að eitthvað sé að alternatornum.
Kv Izan
p.s. mundu bara að um tengið fer mjög mikill straumur og þess vegna er nauðsynlegt að tengingin sé í góðu lagi. Með eða án feiti þarf tengið að vera tæringarlaust og tandurhreint og geta skilað góðri leiðni. Líka út í mótor.
06.05.2006 at 11:47 #551956Spansgræna myndast á geymasamböndum rétt eins og hver önnur tæring myndast á ýmsum málmum við ýmsar aðstæður. Það þarf hvorki að koma til bilaður alternator, né ónýtur rafgeymir – það er einfaldlega rangt.
Í því sambandi er skemmst að minnast þess að spansgræna sest á koparblöndur við ýmis tilefni jafnvel þar sem enginn rafgeymir né heldur alternator er nálægur!
Segið mér piltar – hvort er það alternatorinn, eða rafgeymirinn sem er bilaður ef ljósatengillinn í kerrunni hjá mér er fullur af spansgrænu?
Ég sé ekki betur en að þjóðsögur lifi góðu lífi á Íslandi í dag.
(andsvar við þeirri kenningu Eik að einhver orsök sé að baki spansgrænu , alternator hlaði of mikið eða geymir sé dapur)
06.05.2006 at 12:10 #551958Til að fyrirbyggja frekari misskilning þá vil ég endilega benda á þessa ágætu grein um rafgeyma.
http://en.wikipedia.org/wiki/Lead-acid_battery
Þar segir meðal annars:
———-
Lead acid batteries for automotive use are not designed for deep discharge and should always be kept at maximum charge, using constant voltage at 13.8 V (for six element car batteries). Their capacity will severely suffer from deep cycling, due to sulfation, or hardening of the lead sulfate.
———–
Þetta passar, og ég held að margir hér hafi beina reynslu af fyrirbærinu, geymar sem eru tæmdir alveg verða oft ekki samir eftir. Eftir nokkur skipti gjarnan ótnýtir.Þar segir einnig:
————-
Because of the open cells with liquid electrolyte in most lead-acid batteries, overcharging with excessive charging voltages will generate oxygen and hydrogen gas, forming an extremely explosive mix. This should be avoided. Caution must also be observed because of the extremely corrosive nature of sulfuric acid.
————–
Með öðrum orðum þá er það súrefni og vetni sem gufar upp af rafgeymum ef þeir eru hlaðnir of hárri spennu, enda hafa menn væntanlega rekið sig á að við slík tækifæri þarf stöðugt að bæta vatni á geymana. Það sem skiptir máli varðandi þá umræðu sem hér hefur farið fram um spansgrænu er að sýran sullast ekki upp úr geyminum við ofhleðslu, heldur er það vetni og súrefni. Hitt er svo vitaskuld rétt að brennisteinssýran á rafgeymum er afar tærandi og hún getur vafalítið sullast upp úr þeim við hristing eða mikinn halla.Önnur wikigrein fjallar sérstaklega um bílgeyma
http://en.wikipedia.org/wiki/Car_batteryÞar má lesa þetta hér:
———————-
Because of "sulfatation" (see lead-acid battery), one should never buy a battery that is more than six-month old. In the United States, the manufacturing date is printed on a sticker. The date can be written in plain text or using an alphanumerical code. The first character is a letter that specifies the month (A for January, B for February) with I being skipped. The second character is a single digit that indicates the year of manufacturing (for example, 5 for 2005).
———————-
Sem sagt -varist að kaupa geyma sem eru eldri en 6 mánaða gamlir!
06.05.2006 at 14:40 #551960Flest af því sem Óli segir hér er rétt. Það sem ég var að vísa til er það er eitthver ástæða fyrir því að útfellingar eða tæring myndast á geymasamböndum á sumum bílum en ekki öðrum. Ég geri ráð fyrir því að algengasta ástæðan fyrir tæringu og útfelingum í nágrenni við rafgeyma, sé óþarflega há hleðsluspenna, sem veldur því að geymirinn gefur frá sér vetni og súrefni. Súrefni getur stuðlað að tæringu, bæði á geymasamböndum, festingum og öðrum málhlutum í næsta nágrenni við geyminn.
Það alger fjarstæða að bílgeymar hafi gott af því að vera tæmdir reglulega Þetta á við um NiCd hleðlsubatterí en er fljótvirkasta aðferðin til þess að eyðileggja bílgeyma.
Ending bílgeyma er mjög breytileg og fer eftir því hvernig þeir eru notaðir. Ég hef notað geyma i 7 eða 8 ár, en ég hef líka lent í því að geymar hafa verið ónýtir eftir innan við 3 ár. Það kostar ekki stórar upphæðir að skipta um rafgeymi, en það skiptir máli að vera með rétta greiningu á örsök vandans. Það er skammgóður vermir að skipta um rafgeymi, þegar það er alternatorinn sem er bilaður.
-Einar
08.05.2006 at 23:07 #551962
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég á einmitt við sama vandamál að stríða. Geymasamböndin drullug og ljót og upp á síðkastið hefur bíllinn af og til alls ekki startað.
Þegar ég nota bílinn daglega hefur þetta ekki verið vandamál, en þar sem bensínið er komið upp yfir 50kr líterinn á mínum heimslóðum er auðvitað meira og minna búið að leggja jeppanum.
Núna þegar hann er notaður kannski einu sinni tvisvar í viku virðast geymirinn hlaða upp drullu á samböndin. Getur það verið útleyðsla á einhverju?
Bíllinn hleður vel 14,4 hleðsluspenna og rafgeymirinn er í nokkuð góðu standi allavegana startaði hann ágætlega í 43,5 stiga frosti í janúar!
31.05.2006 at 17:21 #551964
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú eru mín spansgrænuvandamál leyst.
Skipti út geymasamböndum sem voru úr einhvernskonar messing blöndu fyrir sambönd úr stáli og við það hætti geymirinn alveg að hreystra sig.
Reikna með að þetta hafi með tæringarstuðul mismunandi málma að gera.
01.06.2006 at 10:55 #551966Nú er áreiðanlega að bera í bakkafullan lækinn að bæta við þennan þráð. Mér datt nú hinsvegar í hug að tæring af völdum oxideringar (e. oxidation) er yfirleitt ekki kölluð spanskgræna nema á kopar/eir og málmblöndum af þeim stofni. Mér skilst að geymaskór séu oft gerðir af slíkum blöndum, en þá er blý oft efnisþáttur, þ.e. sama efni og í sellum geymanna og í pólunum, sem eru oftar en ekki úr nær hreinu blýi. Útfellingar af völdum oxideringar á blýinu geta svo stafað af ýmsu og sjálfsagt er það oftar en ekki af fleiri en einni orsök. Hinsvegar er bilun í hleðslustýringu í ansi mörgum tilvikum orsök þess að geymir eyðileggst áður en eðlilegum líftíma hans lýkur. Kunnáttumenn hafa því ráðlagt manni að láta athuga hleðsluna áður en nýr rafgeymir er settur í bíla eða þessvegna hvaða tæki sem er að nota slíka geyma. Maður er hinsvegar með böggum hildar út af því hvort ráðlegt sé að tæma blýgeyma með reglulegu millibili. Sumir rafgeymaframleiðendur mæla með því og einnig margir tæknimenn á sviði rafmagnsfræða. Svo koma aðrir og halda hinu gagnstæða fram. Ég hef aldrei þorað að fara þá leið að afhlaða geyma reglulega. Ég hef hinsvegar eyðilagt rafgeyma á því að gefa start, man seinast eftir því að hafa gefið start á þrjá bíla í röð í miklu frosti og sá geymir "lifði það ekki af" ef svo mætti segja. Ég nefndi þetta við rafvirkja, sem var að ráðleggja mér að tæma rafgeymana úr bátnum mínum einu sinni á vetri, því ég hef þá ekki í honum yfir veturinn. Hans svar var í stuttu máli: "…of mikið og of hratt" og má það svo sem satt vera. En hirða og önnur umgengni held ég hafi mest að segja. Ég var að selja rúmlega sex ára gamlan diesel bíl í haust, sem var með upphaflega geyminum. Ég lét mæla allt dótið áður en ég lét bílinn fara, því ég vildi ekki selja hann með ónýtum rafgeymi. Niðurstaðan var að þetta var allt í toppstandi. Sá geymir hefur reyndar aldrei þurft að láta frá sér mikið rafmagn á stuttum tíma.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.