FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Spacerar með boltum

by Ársæll Þór Jóhannsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Spacerar með boltum

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ársæll Þór Jóhannsson Ársæll Þór Jóhannsson 15 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.11.2009 at 11:43 #208443
    Profile photo of Ársæll Þór Jóhannsson
    Ársæll Þór Jóhannsson
    Participant

    Hefur einhver hérna reynslu að nota svona spacera með boltum. Ég keypti felgur til að hafa vetrardekkin hjá mér á en bremsudælurnar rekast í felguna þar sem að hún byrjar að breikka. Þetta er of mikið til þess að ég geti notað standard 40 mm spacera og ég vil helst ekki fara í einhverja leikfimi með rokkinn á bremsudælurnar. Hins vegar rakst ég á svona spacera með boltum á netinu sem að ég held að gæti bjargað mér, þar sem ég vildi helst vilja halda þessum felgum. Er eitthvað sem mælir á móti því að gera þetta svona?

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 20.11.2009 at 12:49 #667552
    Profile photo of Þorvarður Lárusson
    Þorvarður Lárusson
    Participant
    • Umræður: 1
    • Svör: 38

    Svona spacera hef ég séð að framan hjá mönnum sem eru búnir að setja of mjóa hásingu undir Toyotuna sína að framan.
    Með þessu ertu að auka álag á legurnar hjá þér sem og stýrisgang. Ég á sjálfur erfitt með að treysta þessu
    en það er kannski bara bull í mér. Kaninn notar þetta að framan á apparötin sem eru á tvöföldu að aftan svo þeir spori rétt
    á samstæðum felgum. Ef þú ert með öflugar legur spindla og stýrisenda þá er þetta líklegast í lagi.





    20.11.2009 at 13:06 #667554
    Profile photo of Ársæll Þór Jóhannsson
    Ársæll Þór Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 66

    En hvernig er það eykst álagið með því að nota þetta eitthvað meira en það sem myndi gerast ef að ég færi í felgur með minna backspace?. Backspaceið á felgunum sem að ég er með er 12 cm ég þyrfti sennilega að fara í felgu með 10 cm eða minna til að þetta myndi sleppa undir hjá mér, sem væri þá hin lausnin fyrir mig.

    Já og ein spurning í viðbót, sleppur maður í gegnum skoðun með svona undir?





    20.11.2009 at 16:40 #667556
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Sannleikurinn með svona spacera er sá að það skiptir engu máli um álag á legur eða annað UMFRAM felgu með minna backspace eða breikkun á hásingu… M.ö.o. þetta hefur sömu áhrif. Áhrif á stýrisgang eru ekki svo mikil, þar sem meira backspace = meira álag á stýrisgang eftir því sem ég best veit.

    Ég ætla ekki að tjá mig mikið um traust svona búnaðar, 38" og minna er sjálfsagt í lagi á þessu. Persónulega myndi ég gera allt til að finna betri lausn en spacer.

    Áður en þú ferð að panta svona apparöt að utan vittu hvað þetta kostar hjá N1 í fellsmúla eða k2/kliptrom á akureyri.

    kkv, úlfr





    20.11.2009 at 18:14 #667558
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    ég hef verið með svona í 5 eða 6 ár. og hef ekki fundið fyrir neinu svakalegum aukaverkunum, var upphaflega sett undir til að 38" myndi fylla eins vel uppí kantana og stærri dekkin.





    20.11.2009 at 18:30 #667560
    Profile photo of Mikkjal Agnar davidsen
    Mikkjal Agnar davidsen
    Member
    • Umræður: 5
    • Svör: 44

    Hef notað svona unit á fjórhjóli, enn þetta myndi eg ekki þora að nota undir jeppa a storum dekkjum,

    herna er linkur inna sma fróðleik um þetta horfið á endan a myndbandinu

    http://powerstrokehelp.com/7.3liter/4x4_hub/1of1.asp

    þetta er reyndar ekki spacer med boltum enn ætti að gilda það sama, þetta er eins og hann segir micky mouse!!!!





    20.11.2009 at 20:11 #667562
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Rosalega virðast menn hérna vera neikvæðir og hugsa stutt fram fyrir nefið á sér, Ársæll blessaður drífðu í að
    fá þér svona þetta er ekkert meira mál heldur en breiðar felgur þetta væri svoldið annað mál ef þetta væri spacer sem lægi bara á milli en þetta er skrúfað fast á nafið og svo felgan þar á eftir, þetta er ekki flókið
    ég er sjálfur búinn að eiga bíl með svona búnaði græna 60 Crúserinn sem RófustöppuRobbi átti og hann getur
    ábyggilega hvatt þig áfram líka.
    kveðja Helgi





    20.11.2009 at 21:13 #667564
    Profile photo of Ástmar Sigurjónsson
    Ástmar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 226

    Ég er með þetta undir Hilux X-tra cab með lc70 framhásingu, Ég er búinn að taka dekkin nokkrum sinnum undan til að tékka á herslunni en ég hef aldrei getað haggað rónum og er löngu hættur að hafa áhyggjur af þessu, ég hef reyndar ekkert farið á fjöll í snjófæri, en ég keyrði bæði Kjöl og Sprengisand í sumar með þetta undir alveg vandamálalaust, ég mæli með þessu, og eins og hefur komið fram þá er þetta ekkertmeira álag á legurnar í t.d lc 70 hásingunni miðað við að færa felgurnar út með því að nota IFS nöfin, að því gefnu að færslan sé sú sama.





    20.11.2009 at 23:57 #667566
    Profile photo of Atli Sturluson
    Atli Sturluson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 108

    Sæll
    Sá svona stikki til sölu í Hjólbarðahöllinni Fellsmúla (Nú N1)
    Kostar slatta af ónýtum krónum.

    Kv. Atli





    21.11.2009 at 01:12 #667568
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Eins og(óbeint) fram hefur komið hér að ofan, þá er það hliðrunin milli miðju dekks og miðju leganna sem skiptir máli varðandi legurnar. Legurnar vita ekkert um það hvað er á milli þeirra og álagsmiðjunnar, þar af leiðandi skiptir það ekki máli varðandi álag og endingu þeirra.

    Alla jafna er best að þessar álagsmiðjur falli saman, en það er líka illmögulegt í okkar bransa.

    Ef allir boltar halda herslu, allt er rétt planað og í lagi, þá sé ég ekkert athugavert við spacera af þessu tagi.

    Láttu allavega ekki telja þér trú um að spacerar framleiði álag á legur sem slíkir, það er hliðrunin á dekkinu.

    kkv
    Grímur





    21.11.2009 at 13:44 #667570
    Profile photo of Ástmar Sigurjónsson
    Ástmar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 226

    Ég keypti mína spacera á Ebay hjá [url:3dq9nrlq]http://stores.ebay.com/rigged-up-offroad-accessories[/url:3dq9nrlq]

    Ég tók þetta gegnum Shopusa og mig minnir að parið hafi kostað í kring um 16 þús, komið til mín í júní síðastliðnum





    22.11.2009 at 16:38 #667572
    Profile photo of Ársæll Þór Jóhannsson
    Ársæll Þór Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 66

    Ég þakka góð svör, ef að ég finn þetta einhver staðar án þess að þetta kosti mig handlegg og fót þá hugsa ég að ég fari þessa leið.





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.