Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › SOS Hálendið kallar !
This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Sverrir Kr. Bjarnason 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.12.2002 at 16:25 #191890
AnonymousSOS Hálendið kallar !!!!!
Ofbýður þér þau náttúruspjöll sem verið er að vinna á náttúru Íslands í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir ?
Hefurðu áhyggjur af því að þjóðin þurfi að bera stjarnfræðilegan kostnað af væntanlegu tapi vegna Kárahnjúkavirkjunar ?
Fjallabílstjórar ætla fjölmenna og flytja neyðarkall frá hálendi Íslands til íslenskra stjórnvalda í hádeginu föstudaginn 12 desember kl:12:20. (síðasti dagur alþingis)
Mæting við Austurvöll og SOS morsað á bílflautum milli kl: 12:20 og 12:25.
(3 stutt, 3 löng, 3 stutt , … — … )
(Ef þú kemst ekki er hægt að morsa þar sem þú ert þá stundina)Mætum og sýnum að okkur er ekki sama. Það er enn von.
LÁTUM Í OKKAR HEYRA !
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.12.2002 at 23:45 #465314
Það er allaveg ekki LV eða einhverjum álverksmiðjum að þakka að við fluttum í betra húsnæði en það er ekki eins og við séum á leið í torfið aftur ef ekki verður virkjað.
Og talandi um að það sé betra að krónan styrkist þá eru það mjög hæpin rök fyrir einhverjum hagvexti því um leið og það gerist fáum við minna fyrir útfluttning (fisk td.) og flestir vita hvað það þýðir fyrir þjóðarbúið.
Í aldamótarferð 4×4 varð að fara upp á Brúarjökul því ekki mátti keyra yfir Kringilsárrana til að skemma ekki neitt á norðaustur hálendinu en hvað gerist svo þegar LV þarf að komast eitthvað ??? Það er bara lagður vegur og komið upp GSM sambandi svo allt gangi nú vel.
Hlynur 2208
12.12.2002 at 23:45 #465316Það er pólitísk ákvörðun að virkja við Kárahnjúka og mikill vafi um arðsemi virkjunarinnar virðist ekki valda ráðamönnum miklum áhyggjum, enda á Landsvirkjun greiðan aðgang að íslenskum raforkunotendum til að bæta sér upp hugsanlegt tuga milljarða tap. Bættur hagvöxtur kann að reynast vonarpeningur í vasa en fyrirsjánleg hækkkun vaxta og aukin verðbólga munu auka skuldabyrði og hækka afborganir allra þeirra sem eru með vísitölubundin lán á hýbýlum sínum eða öðrum fjárfestingum. Þau atkvæði sem kjósendur í næstu alþingiskosningum greiða frambjóðendum beinlínis vegna stuðnings þeirra við þetta hervirki gegn hálendinu, kunna að reynast dýrustu atkvæði Íslandssögunnar.
Þau geigvænlegu og óafturkallanlegu umhverfishryðjuverk sem nú eru að hefjast við Kárahnjúka eru þó sýnu hörmulegri en þær vonandi tímabundu fjárhagslegu hremmingar þjóðarinnar sem af kunna að hljótast. Þau lýsa sorglegri skammsýni sem næstu kynslóðir munu e.t.v eiga erfitt með að fyrirgefa, því við eigum að vita hvað við erum að gera.
Eitt af megin markmiðum klúbbsins okkar er ?að stuðla að góðri umgengni um landið og verndun þess með jákvæðu fordæmi og umræðu um náttúruvernd? eins og segir orðrétt á vefsíðu hans. Þess vegna er þessi vefsíða réttur umræðuvettvangur fyrir þá félaga sem vilja ræða þetta mál, sem reyndar varðar alla Íslendinga og ekki síst okkur sem viljum (vonandi flestir) geta ferðast um lítt eða ósnortin víðerni hálendisins.
Því er óskandi að sem flestir okkar þori, geti og vilji taka afstöðu sem samrýmist ?góðri umgengni um landið og verndun þess?. Það getum við m.a. gert með því að láta til okkar sjást og heyrast á Austurvelli í hádeginu á morgun.Sverrir Kr.
12.12.2002 at 23:54 #465318
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er eitthvað vont að selja erlendu fyrirtæki vatnsafl? Hvað?
Afhverju ætti erlent fyrirtæki að vilja að allt færi í kaldakol hér?
Hvernig halda menn að erlent fyrirtæki taki svona ákvörðun?Eigum við þá ekki að reisa álverið á vegu ríkisins ef það er ábatasamara að ríkið reki fyrirtæki en einstaklingar?
12.12.2002 at 23:58 #465320í allri þeirri umræði um kárahnjúkavirkjun sem fram hefur farið hél undirritaður að einungis væri virkjað við kárahnjúka síðan væri eitt rör niður í fljótsdal. en með með morgunblaðinu um síðustu helgi var kort af þessu svæði á því virðist vera talsvert fleiri stíflur td talsvert fyrir neðan eyjabakka og svo virðist vatni vera safnað úr nokkrum ám þar fyrir austan þetta virðist vera geysi mikið svæði sem fer undir þessar framkvæmdir og líklega uppbyggður vegur á milli allar þessra stífla
13.12.2002 at 00:24 #465322Svo sagði einhver hér á undan að meirihluti landsmanna vildi drífa virkjunina af stað…:) Þetta er að verða einn fjörugasti þráðurinn lengi. Greinilega ekki alveg sandkasa sátt um málið.
Ég var að velta fyrir mér. Í sveitinni í gamla daga var einn bóndinn sem varð alltaf að byggja við fjósið á hverju ári til að fá dreifbýlis-bygginga-stofnlána-einhvern bændastyrk til að geta borgað vextina af eldri lánum. Fjósið stækkaði og stækkaði og hann varð líka að selja eina og eina kú upp í vexti og á endanum eignaðist kaupfélagið og byggðastofnun allt draslið..þ.e.a.s. tóma risafjósið gamla Massann og heihleðsluvagninn. Er Landsvirkjun nokkuð í sama limbóinu? Afhverju liggur þeim svona á að virkja alla þessa ((vistvænu)) orku í fúla álframleiðslu??
Bara svona spyr… Væri ekki nær að virkja til að knýja gerfisnjóvélar…
Áfram með þrasið
kveðja Pétur
13.12.2002 at 00:56 #465324Það eru margir fletir á þessu virkjanaæði sem hefur hafið göngu sína.
ÞETTA ER ÓAFTURKRÆF STÓRSKEMMD Á LANDINU.
Mér finnst það ÓSKILJANLEGA sláandi við þessar framkvæmdir AÐ FLESTIR VITRÆNIR ÚTREIKNINGAR SÝNA ÞAÐ AÐ ÞETTA ER EKKI HAGKVÆMT OG AÐ VERÐBÓLGA, VÍSITALA OG FLEST ALLT ANNAÐ MUNI RJÚKA UPP OG LÍFTÍMI EKKI LENGRI 50 til 100 ár.
Einnig er það athyglisvert að talsmaður LV sem kom í Kastljósið viðurkennir að ekkert einkafyrirtæki mundi fara í svona óarðbæra framkvæmd án ríkisábyrgðar eins og Kárahnjúkavirkjun verður.Þessar framkvæmdir eru ákveðnar, því miður, og verður eflaust einhver uppgangur á austfjörðum á næstunni svo það þarf sennilega að flytja inn meira erlent vinnuafl ef að líkum lætur. Vonandi verður það þeim til góðs.
Fyrir mitt leyti finnst mér ég borga alveg nóg þó ekki sé á það bætt eins og stefnir í fyrir alla landsmenn.
Ég er búinn að fara bæði á Kárahnjúkasvæðið og upp í Þjórsárver og kynna mér aðstæður nokkuð vel.
Ég held að það sé stór hluti af ykkur sem viljið virkja og sökkva sem hafið ekki komið þarna þó svo að það hafi legið nánast því þjóðbraut austur á síðustu misserum? Það eru allavega margir fólksbílaeigendurnir sem sjá ofsjónum yfir jeppafólki og það sé hluti af ykkar skoðun?
Fyrst fór svona með Kárahnjúkanna þá ætla ég að vona að rikisstjórnin verði felld áður en til afgreiðslu Norðlingaölduveitu verður komið og LV verði settur stóllinn fyrir dyrnar.
Mætum öll niður við alþingishús á morgun og flautum til bjargar hálendinu.
Magnum
R-2136
13.12.2002 at 01:28 #465326
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar,
Það er ansi hart ef ekki má ræða þessi mál hér á netinu.
Það hlýtur að vera í lagi að tala um þetta og öll umræða er af hinu góða.
Það eru öfgamenn sem vilja þagga niður í öðrum ef á að fara að ræða viðkvæm málefni.
Ég er sem sagt alfarið á móti þessari virkjun og þessari virkjunarstefnu okkar ágætu ríkisstjórnar.
Burt séð frá öllum útreikningum, byggðarstefnu og fleiru sem virkjunarsinnar eru að réttlæta þetta með, þá er þetta svo mikil skammsýni að halda því fram að þetta sé gott fyrir land og þjóð.
Bara það að séu kannski 50-100 ár þangað til allt er orðið ónothæft þarna er skelfileg tilhugsun.
Ég vildi óska að allt þetta fólk, sem berst hvað harðast fyrir því að reisa þessa virkjun og sökkva öllu þessu landi,væri á lífi eftir 50-100 ár og þá væri gaman að fá að spyrja þau: ertu stolt eða stoltur af þessu afreki?
Ég myndi ekki vilja vera í þeirra sporum og allra sýst eftir þetta langan tíma þegar skilningur á umhverfinu verður orðin mun meiri en hann er í dag.
Þegar börnin okkar og barnabörnin komast til vits og ára þá eiga þau eftir að hneikslast.
Það er gott ef jeppamenn sýna afstöðu sína á einhvern hátt og láti í sér heyra.kveðja
Halldór
ps. dagsetningin hlýtur að vera 13. desember kl.12:20
13.12.2002 at 09:32 #465328
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er einn af þeim sem var frekar hlynntur framkvæmdinni en eftir því sem ég skoða dæmið betur hringir sífellt fleiri viðvörunarbjöllum.
Umhverfismálin ein sér duga til að flestum ætti að vera ljóst að framkvæmdin orkar tvímælis. Skipulagsstofnun hafnaði framkvæmdinni þar sem efnahagslegur ávinningur næði ekki að vega upp náttúruspjöllin. Stjórnmálamennirnir tóku ?pólitíska ákvörðun? þvert á niðurstöðu þeirra sem fjalla um málið út frá faglegum forsendum. Hvaða forsendur notuðu pólitíkusarnir til að komast að þessarri niðurstöðu? Hvaða sjónarmið ráða hjá þeim? Voru pólitíkusarnir búnir að leggjast yfir málið og skoða það í þaula eins og Skipulagsstofnun gerði, (sjá skýrslu þeirra á heimasíðu stofnunarinnar, bara úrdrátturinn með rökstuðningi er 85 síður).
Arðsemin virðist ekki liggja fyrir (þó svo að náttúran sé reiknuð inn í dæmið á núlli). Skv. lögum á ekki að láta almenna raforkunotendur borga brúsann. Þessvegna var í upphafi rætt um að stofna sjálfstætt fyrirtæki um dæmið. Þar með hefði verið hægt að halda þessu aðskildu frá öðrum rekstri LV og láta álverið borga raunkostnaðinn við framkvæmdina en ekki bara hluta hans. Þessi umræða hefur ekki verið uppi að undanförnu og virðist ekki vera inni í myndinni þessa dagana. Vegna hvers?? Eiga einhverjir aðrir að bera hluta kostnaðarins??
Fyrir þá sem trúa því að ráðamenn séu alltaf að gera það rétta má minna á að ráðist var í Blönduvirkjun löngu áður en nokkur þörf var fyrir rafmagnið, og hverjir haldiði að hafi staðið undir þeim kostnaði sem hlaust af því að láta fullbúna virkjun standa ónotaða árum saman?
Sænsku verktakarnir eru hættir við þátttöku í framkvæmdinni og segja á sinni heimasíðu að það sé vegna umhverfissjónarmiðanna, þeir vilja ekki koma nálægt þessu.
Ég hef komið á þetta svæði og núna síðast í skoðunarferð á vegum LV. Sá hvernig svæðið er að breytast og heyrði sjónarmið yfirmanna á svæðinu. Eitt lítið dæmi var að einhver spurði af hverju svæðið væri orðið svona útsparkað eftir bílför og svarið var að þetta væri allt í lagi því förin eyddust og væru horfin á nokkrum vikum…..
Er það reynsla jeppamanna og eru það svona viðhorf sem við viljum að gildi á hálendinu?Fyrir þá sem ekki hafa skoðað þetta svæði bendi ég á að skoða síðuna http://www.inca.is/show/index.html
HH
13.12.2002 at 10:10 #465330Þessar [url=http://www.inca.is/show/pages/thumbs.html:2nbm3763]myndir[/url:2nbm3763] eru frábærar.
13.12.2002 at 10:24 #465332
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Loksins rifist um eitthvað verðugra hérna en hvort hrísgrjónadollur séu betri eða verri en amerískir jálkar.
Mér var þó aðeins brugðið yfir þeim skoðunum sem komu fram hérna ofarlega að það væri einhver glæpur að varpa þessu fram. Þetta er spjallþráður um umhverfismál og ef þessi umræða á ekki heima hér eru menn að skilgreina umhverfismál frekar einkennilega! Og það er full ástæða fyrir jeppamenn og ferðafrík að velta fyrir sér framtíðarþróun á hálendinu, ég hef að vísu ekki séð kortið sem Matti talar um en ef maður setti alla virkjanakosti sem rætt hefur verið um inn á eitt kort (þ.m. Eyjabakka, Kárahnjúka, Arnarvatnsdal, Norðlingaölduveitu, Skaftárveitu, etc.) ásamt tengdum mannvirkjum (uppbyggðir vegir, varnargarðar, háspennulínur…), þá yrði ekki mikið eftir af svæðum til að ferðast um óspillta náttúru. Væri sjálfsagt hægt að finna snjóskafla (ef það kemur einhvern tíman aftur snjór á þessu skeri) en lítið eftir fyrir þá sem vilja líka ferðast um óspillta náttúru. Þess vegna kemur þetta okkur við!
Og fyrir alla muni, ekki falla í þessa alhæfingagryfju. Karl Th. Birgisson framkv.stj. Samfylkingarinnar sagði í sjónvarpsþætti um daginn að hann vildi ekki skilgreina sig sem virkjanasinna þó hann væri fylgjandi Kárahjúkavirkjun. Það væri ekki þar með sagt að hann væri fylgjandi öllum virkjanaframkvæmdum á hálendinu. Sjálfsagt til einhverjir sem eru virkjanasinnar í þessum skilningi og einhverjir örfáir sem eru á móti öllum virkjunum, en stærsti hluti þeirra sem eru andsnúnir Kárahnjúkavirkjun eru ekki með einhverja svona svart/hvíta afstöðu heldur meta hvert tilvik fyrir sig. Og HarSv, þetta kemur hvalveiðum ekkert við!
Og úr því ég er farinn að tala um málflutning sem er útúr kortinu, þá er það þetta með að ef við stíflum ekki í Dimmugljúfrum sé eins gott að fara aftur í moldarkofana. Einn ágætur alþingismaður fór ansi nærri þessum rökum um daginn og ef eitthvað er held ég svona málflutningur spilli fyrir málstað þeirra sem vilja virkja. Svipað og hungurverkföll fyrir málstað þeirra sem eru andsnúnnir.
Ég hef sagt það einhvern tíman hérna áður, að þó f4x4 klúbburinn taki ekki opinbera afstöðu þá á hann að vera vettvangur þar sem menn spá í það hver sé fórnarkostnaðurinn af virkjunum í formi glataðrar náttúru og hvað þetta gerir fyrir möguleika til að njóta náttúrunnar. Menn taka svo auðvitað persónulega afstöðu til þess hverju á að fórna og hverju ekki, en klúbburinn á að geta verið vettvangur til þess að skoða hvað liggur undir og hvaða afleiðingar framkvæmdirnar hafa.
Kv – Skúli H.
13.12.2002 at 11:34 #465334
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það gleður mitt litla jeppahjarta að sjá hversu fjörug og málefnaleg þessi umræða er að verða. Hér skrifa sumir með mikla og góða þekkingu á málinu og sýnist mér það vera svo að eftir því sem menn hafa kynnt sér málin betur því líklegri eru þeir til að vera á móti þessum framkvæmdum.
Mér urðu á þau mistök að tala um föstudaginn 12 en að sjálfsögðu var átt við föstudaginn 13 des sem er í DAG.
Vonast til að sjá sem flesta á Austurvelli í hádeginu, hvort sem er á jeppa, fólksbíl eða bara gangandi.MÆTUM SEM FLEST OG LÁTUM Í OKKUR HEYRA
BARÁTTUKVEÐJUR
13.12.2002 at 12:26 #465336
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég ætla að benda fólki á eitt í þessari umræðu sem er kannski alls ekki við eigandi en samt ætla ég að géra það.
Fyrst þegar byrjað var að tala um að virka kárahnúka/Eyjabakka þá voru ekki margir sem vissu af þessum "náttúru perlum" og sú umferð sem er búin að vera upp á kárahnjúka svæðið nú í ár er líklega um það bil tvisvar sinnum meiri en hefur verið frá uppafi landnáms ísland.
ég gét líklega sagt það að eginlega bara bændur sem ráku rollur af þessu landi og austan henn hafi séð þetta land áður en mönnum datt í hug að virka á þessu svæði.
og mér langar að benda á annað að við náttúru unnendur hérna að austan erum ekki að gapa upp í loftið og rjúka í fjölmiðla þó að það séu að hverfa heilu fjalshlíðarnar þarna fyrir sunnan t.d í malarnámuni fyrir utan selfoss og efnis námið upp á hellisheiði syðri.
þó það sé verið að sökkva nokkrum hunda súrum og fjalla grösum þá fynst mér personulega að alþjóð egi ekkert að vera að gapa útaf því,
ég gét ekki séð það að það sé arðbært að lifa á hunda súrum og fjalla grösum og mér fynst það sjálfsagt að það verði virkjað á kárahnjúkum eins og mun verða.
og ég get líka bent á það að mesta náttúru perlan sem er upp hjá kárahjúkum (hafra hvamma gljúfur) mun standa óskert.
svo langar mér að benda á það að þessir svo kölluðu náttúru verndar sinnar sendu grein í erlent tímarit og í þeiri gein kom mynd af dettifoss og þar var sagt að þessi stæðsta náttúru perla landsins myndi hverfa ef kárahnjúka virkjun yrði framkvæmd.
og ég gét ekki séð nein tilgáng í því að fara að mótmæla einhverju sem skuli verða.
svo sé ég ekki heldur nein tilgáng í því að draga málefni sem þessi inná vef sem þennan!
13.12.2002 at 12:45 #465338
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég sé hins vegar ekki tilganginn í því að stilla þessu stöðugt upp sem einhverju landshlutastríði. Það eru bæði til fylgjendur og andstæðingar þessara framkvæmda fyrir austan sem sunnan og hálendið á að skoðast sem eign allra landsmanna en ekki einkaeign einhverra landshluta. Enn eitt dæmið um röksemdafærslu sem spillir fyrir þeim málstað sem hún á að verja.
Heyrði einmitt ágætann mann halda því fram um daginn að það verði allt vitlaust þegar á að byggja álver í Reyðarfirði en heyrist ekki hóst né stuna gegn álverum fyrir sunnan!!! Semsagt að náttúruverndarsinnar séu í persónulegu stríði gegn Austfjörðum. Rétt er hins vegar að mótmæli gegn álveri í Reyðarfirði hafa verið frekar lítið áberandi, allavega miðað við mótmælin gegn álverinu í Hvalfirði á sínum tíma. Umræðan snýst um virkjunina sem slíka, ekki álverið.
Það er örugglega rétt að stjórnmálamenn eru fyrir löngu búnir að ákveða að reisa þessa virkjun og engin rök né mótmæli fá því breytt. Hins vegar er ennþá eftir að klára formlegt ákvörðunarferli og þar að auki bæði hollt og gott að skiptast á skoðunum um málið.
Skúli H.
13.12.2002 at 14:47 #465340
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan daginn félagar,
Eða eru ekki allir félagar sem nota þennan vef?
EM það er engan vegin viðeigandi að vera með þær fullyrðingar að ekki megi mynda sér skoðun á eyðileggingu náttúrunnar nema hafa stigið fæti á hvern fermeter sem um ræðir.
Það er fullt af fólki sem hefur ekki getu eða tækifæri til að skoða þessar náttúruperlur og er þeim þá bannað að hafa skoðanir á þessum málum?
Þó að umferð sé miklu meiri núna en hún var við upphaf landnáms þá er það ekkert óeðlilegt. Landnámsmönnum datt heldur ekki í hug að sökkva öllu þessu landi.
Það er fullt af fólki sem fer þarna og ég þar með talin, bara til að sjá þetta svæði ef til kæmi að það yrði allt eyðilagt.
Hvað eiga þessir bændur að gera við rollurnar sínar sem þeir voru að reka af þessu svæði? Er kannski fullt af gróðri þarna og er það ástæðan að rollurnar voru þarna?
Þegar þú ert að bera saman malarnámur og þessar áætluðu framkvæmdir við Kárahnjúka, þá hefur þú einhverstaðar fengið rangar upplýsingar. Ef það væru bara Hundasúrur og Fjallagrös, eins og einhver mannvitsbrekkan sagði á alþingi og þér finnst greinilega ofsalega fyndið, þá væru hlutirnir ekki svona alvarlegir. Ég veit ekki til þess að Reykvíkingar hafi verið að skipta sér af malarnámum austanlands. Ég er sammála því að það er mjög ómerkilegt að stilla þessu upp sem stríði milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Það er fullt af fólki á landsbyggðinni sem er á móti þessu og sennilega fleiri á en menn gruna á austurlandi. Ég bý sjálfur langt frá höfuðborgarsvæðinu.
Þetta með greinina og Dettifoss voru alvarleg mistök af hálfu blaðsins og hefur verið beðist afsökunar opinberlega, skriflega og munnlega á því.Hvað er þá málið? Mistök hjá blaðamönnum eru ótrúlega algeng og hef ég reynslu af því sjálfur.
Síðan sérðu engan tilgang í að ræða þessa hluti hér á 4×4 vefnum en ert samt að því. Það sannast bara að þetta er tímabært að ræða þetta á vefnum, miðað við þáttöku í þessu spjalli.
Ég vona EM að afkomendur þínir fái að njóta hálendisins í framtíðinni og óska þér og þínum gleðilegra jóla.Kveðja
Halldór
13.12.2002 at 15:22 #465342Í stuttu máli er Þetta það sem hlýst af þessari framkvæmd fyrir utan hvort þetta sé hagkvæmt eður ei.
"Áróðursmeistarar tala stöðugt um að með virkjun við Kárahnjúka sé verið að nýta "endurnýjanlega, hreina orku". Þetta er misvísandi orðalag svo ekki sé meira sagt. Lón Kárahnjúkavirkjunar drekkir endurnýjanlegri gróðurauðlind. Aurinn í gruggugu jökulfljótinu sest til í lóninu, fyllir það og gerir það ónothæft. Ryk og leir fýkur frá brotnum lónbökkunum, byrgir sýn og hylur gróðurlendi. Þannig er Kárahnjúkavirkjun lík námu. Henni fylgir gífurleg eyðilegging á landi og öðrum auðlindum og mengun í formi uppblásturs, ryks og aurs. Nýting landsins á þennan hátt minnir einnig á námugröft að því leyti að hver náma er aðeins notuð í takmarkaðan tíma en verður síðan ónothæf. Þegar lón við Kárahnjúka fyllast auri verða afkomendur okkar að leita orku annars staðar. Landið sem eftir stendur verður þá eins og hver önnur yfirgefin og ömurlega kolanáma og ónothæf til endurnýjanlegrar nýtingar svo sem beitar eða náttúruskoðunar."
Magnús Dan.
13.12.2002 at 16:02 #465344
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Pólitík,heyrði frá manni að austan í morgun sem er í góðri stöðu og alfarið á móti þessari virkjun ef hann tjáir sig er djobbið farið og hvað haldiði að það séu margir í sömu stöðu og hann,pólitík hvað?
13.12.2002 at 18:52 #465346
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við verðum að athuga það að við erum með þetta land að láni frá börnunum okkar. Og ég trúi því ekki að menn vilji skila bönunum sínum eitthvað sem þeir hafa skemmt og ekki er hægt að bæta, og horfa svo í uagun á þeim og segja SORRY!!!!!!!!
Eitt vitið þið örugglega ekki, að 70% af því vatni sem rennur í norður frá Vatnajökli á að fara í Kárahnjúka virkjun og Fljótsdals virkjun og renna til sjávar um Lagarfljót. Kreppu verður fleitt austur og mun þá Jökulsáinn þá minnka um 40-60% eftir árstíðum.
Lónið við Kárahnjúka mun fyllast á 360-400 árum af framburði sem annars rennur til sjávar. Ég hef ábyggilegar heimildir fyrir þessu.Kveðja Krakkinn
13.12.2002 at 21:09 #465348
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Halló???? verður kreppu veitt austur, hvaða bull er þetta hvernig væri að skoða málið en ekki henda svona bulli fram?
14.12.2002 at 00:24 #465350Einn af þeim kostum sem er verið að skoða í [url=http://www.landvernd.is/natturuafl/orkulindir/yfirlit-orku.html]
Rammaáætlun yfir Vatnsafl og Jarðhita[/url] er virkjun Jökulsár á Fjöllum. Í þeirri útfærslu sem verið er að skoða verður vatni Jökulsár og Kreppu veitt, fyrst í farveg Jökulsár á Brú, og síðan í Lagarfljót. Við þetta verður lítið vatn í Dettifossi. Þetta er ekki hluti af Kárahnjúkavirkjun, en þetta er eina mögulega vatnsaflsvirkjunin sem er svipuð að stærð og hagkvæmni og Kárahjúkavirkjun, sem eftir er, þegar búið er að virkja við Káranjúka.
14.12.2002 at 10:38 #465352Hér á þessum þræði hefur orðið mjög góð umræða um þessi virkjanamál og hvernig við nýtum landið okkar. Reyndar hefur lítið heyrst í s.k. virkjunarsinnum annað en órökstuddur skætingur, hreppapólitík og vilji til að þagga niður í þeim sem vilja nýta landið t.d. til ferðalaga og útivistar. Væri fróðlegt að heyra einhver betri rök. Þetta er prýðilegur vettvangur slíkra skoðanaskipta.
Helstu rökin gegn virkjun af þessari stærðargráðu á þessu svæði eru skýr:
– Óbætanlegt tjón á umhverfi landsins og ásýnd
– Fjárhagsleg áhætta og kostnaður sem almenningur þarf að borgaFyrir þá sem vilja mótmæla virkjunaráformunum bendi ég á að senda skilaboð til ríkisstjórnarinnar með því að fara á síðuna:
http://www.natturuverndarsamtok.is/emailrikisstjorn.asp
Kveðja,
Þrándur R-1610
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.