FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

SOS Hálendið kallar !

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › SOS Hálendið kallar !

This topic contains 41 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sverrir Kr. Bjarnason Sverrir Kr. Bjarnason 22 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.12.2002 at 16:25 #191890
    Profile photo of
    Anonymous

    SOS Hálendið kallar !!!!!

    Ofbýður þér þau náttúruspjöll sem verið er að vinna á náttúru Íslands í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir ?

    Hefurðu áhyggjur af því að þjóðin þurfi að bera stjarnfræðilegan kostnað af væntanlegu tapi vegna Kárahnjúkavirkjunar ?

    Fjallabílstjórar ætla fjölmenna og flytja neyðarkall frá hálendi Íslands til íslenskra stjórnvalda í hádeginu föstudaginn 12 desember kl:12:20. (síðasti dagur alþingis)

    Mæting við Austurvöll og SOS morsað á bílflautum milli kl: 12:20 og 12:25.
    (3 stutt, 3 löng, 3 stutt , … — … )
    (Ef þú kemst ekki er hægt að morsa þar sem þú ert þá stundina)

    Mætum og sýnum að okkur er ekki sama. Það er enn von.

    LÁTUM Í OKKAR HEYRA !

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 41 total)
1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 12.12.2002 at 17:41 #465274
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Værir þú til í að útskýra nánar afhverju við ættum að mótmæla þessu?

    Ég persónulega sé einga ástæðu til að ætla annað en að ég beri ekki neinn kostnað af þessu og reikna með að bættur hagvöxtu vegna þessarar framkvæmdar gefi mér vænan skerf til baka.





    12.12.2002 at 17:58 #465276
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ég sem meðlimur í f4x4 mótmæli að umhverfis öfgasinnar séu að nauðga þessum miðli með svona bulli,heldur þú virkilega að landsvirkjun fari í svona framkvæmd ef þeir sæu ekki fram á hagnað, farðu frekar á þínum bíl og baulaðu í mótmælaskyni við eyðileggingu á vatnsmyrinni og láttu f4x4 vera?





    12.12.2002 at 18:20 #465278
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það er greinilegt að það eru nú "öfgasinnar" í báðar áttir í þessu máli og sítt sýnist hverjum.

    Trúlega er best fyrir okkur sem búum hér á suðvesturhorninu að vera ekki að skipta okkur að þessu enda kemur þetta bara austanmönnum við og ekki neinum öðrum ef maður les skrif Undra.

    Kveðja Hlynur sem er líka í 4×4





    12.12.2002 at 18:26 #465280
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Undarlegt hvað undri er undrandi!
    Hræddur um að pet í öfgum sé.
    Allt hálendið er best undir sandi.
    Á grillgrindina þá ekki flækjist fé.





    12.12.2002 at 19:19 #465282
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er smmála pet.Ef eingin lætur heyra í sér og Landsvirkjun fær að vaða yfir allt og alla hvar endar þá okkar vetrarsport.Ég hef séð teikníngar LV af hálendinu og ég held að þið yrðuð ekki glaðir ef þið sæuð þær,enda fara þessar teikningar ekki mikið fyrir sjónir fjölmiðla.Hvet ég því alla að mæta sem þora og vilja ekki láta þetta svínari skemma hálendið okkar sem við eigum öll.
    Matti R1625





    12.12.2002 at 20:06 #465284
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Á vefsíðu [url=http://www.os.is/obd/orkumal/1998/Tafla3_2_1998.htm:1ly6gzla]Orkustofnunar[/url:1ly6gzla] eru upplýsingar um það verð sem stóriðjan og almenningur borga fyrir raforku. Árið 1998 borgaði stóriðjan að jafnaði 88 aura fyrir kílóvattstundina meðan heildsöluverðið sem almenningsveitur borguðu var að jafnaði 2.80 krónur fyrir kílóvattstundina. Ég veit ekki hvers vegna Landsvirkun hegðar sér eins og hún gerir, en svona er þetta.
    Allir Íslendingar koma til með að borga brúsann vegna Kárahjúkavirkunar á a.m.k tvo vegu, með hærra raforkuverði og óhastæðari lánskjörum íslenska ríkisins, vegna ríkisábyrgðarinnar.
    Þessi kostnaður lendir á öllum Íslendingum, ekki bara austfirðingum

    Sjórnarformaður Landsvirkunnar viðurkenndi það í Kastljósi fyrr í vikunni að einkafyrirtæki myndi aldrei ráðast í þessa framkvæmd án ríkisábyrgðarinnar.





    12.12.2002 at 20:28 #465286
    Profile photo of Haraldur Sverrisson
    Haraldur Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 108

    Ég tek heils hugar undir orð Undra, látum ekki öfgasinnaða minnihlutahópa leggja undir sig þessa síðu.
    Þetta er sama fólkið og var á móti Blönduvirkjun , álverinu á Grundartanga ,hvalveiðum o.fl o.fl.
    Þetta eru þeir sem eru á MÓTI öllu.
    Látum lýðræðið hafa sinn gang og virkjum við Kárahnjúka eins og mikill MEIRIHLUTI Alþingis vill og eins og mikill MEIRIHLUTI þjóðarinnar vill.Þeir sem vilja vera " fúll á móti" geta svo flautað eins og þeir vilja hver í sínu horni.

    P.S. Gassi, hefurðu heirt minnst á stuðla og höfuðstafi?





    12.12.2002 at 21:02 #465288
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ef þetta væru nú bara Kárahnjúkar en svo er ekki þetta er bara byrjunin af meirihluta hálendisins og hvað með malbikaða veginn upp í Setur sem kemur sennilega í framhaldi af þessu.Þeir eru allavega að vinna við hann og þá er bara að selja jeppann og fá sér golf til að komast á þorrablótið í Setrinu………





    12.12.2002 at 21:08 #465290
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ætli það verði ekki framtíðar ferðamáti á Íslandi að sigla milli Akureyrar og Reykjavíkur og þá meina ég beina leið.





    12.12.2002 at 21:08 #465292
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er sammála þeim sem vilja að þessar síður okkar eigi að vera til fyrir okkur f4x4 félaga til þess að ræða það sem okkur snertir.
    Þess utan þá er það mín skoðun að þær framkvæmdir sem verið er að leggja í við Kárahnúka eigi eftir að verða mjög til góða fyrir ferðamennsku á Íslandi í sinni allra víðustu merkingu. Látum allar öfgar eiga sig þær þjóna engum tilgangi.

    Kv. HjörturB





    12.12.2002 at 21:15 #465294
    Profile photo of Jón Snæbjörnsson
    Jón Snæbjörnsson
    Member
    • Umræður: 48
    • Svör: 661

    tek undir með Hirti, við verðum að hugsa um okkur sjálf líka, án rafmagns þrífst lítið hér á landi og ekki þessi "landsfræga" ferðaþjónusta heldur hvaða nöfnum sem hún nefnist

    Skil aldrey þá stefnu hjá sumum að maður og náttúra geti ekki farið saman.

    kv
    Jon





    12.12.2002 at 21:22 #465296
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Eftir að hafa unnið við ferðamennsku í mörg ár og mikið á hálendinu þá held ég að við ættum að fara varlega í að spylla því mikið.Það sem ferðamenn sækjast eftir á hálendinu er ósnortin náttura ekki stór stöðuvötn af mannavöldum malbikaðir vegi og rafmagnslínur þvers og kurs um allt hálendi.Þetta á bæði við um útlendinga sem íslendinga………….





    12.12.2002 at 21:50 #465298
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Mig langar bara til að spyrja hvort þessir menn sem eru á móti framkvæmdum LV í einu og öllu hafi komið til dæmis í Þjórsárdal og hvort þeim finnist umhverfinu þar stórlega spillt. Þjórsárdalur er tvímælalaust ein af náttúruperlum Íslands og innst í dalnum er stærsta raforkuver landsins.

    Að auki gæta Íslensku orkuverin sérstöðu að geta framleitt mikla orku á eins vistvænann hátt og hægt er.

    Mér finnst LV ganga vel um umhverfi sitt og bendi mönnum sem vilja ekki trúa því að keyra bæði framhjá Sogsvirkjunum og inn í Þjórsárdal.





    12.12.2002 at 22:06 #465300
    Profile photo of Jóhann Kristján Kristjáns
    Jóhann Kristján Kristjáns
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 213

    Látum það liggja á milli hluta hvort menn eru með eða á móti – fólki er frjálst að mótmæla því sem það vill mótmæla. Er það ekki partur af því að búa í lýðræðisríki?

    Ekki er verið að neyða neinn til að lesa þessar síður þannig að erfitt er að sjá hvernig "öfgasinnaðir minnihlutahópar" eiga að fara að því að leggja spjallið undir sig.

    Er þetta ekki bara vandamálið í hnotskurn. Menn nenna ekki eða kunna ekki að kynna sér málefnin og geta því ekki verið málefnalegir. Það eina sem slíkir menn geta er kasta fram órökstuddum fullyrðingum og hika ekki við að niðurlægja skoðanir annara í leiðinni.

    Þegar að rökin þrýtur þá byrjar skítkastið.





    12.12.2002 at 22:08 #465302
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég vil benda eik á það að nauðsynlegt er að selja stóriðju stóranhluta raforku frá hverri virkjun til að hún geti orðið hagkvæm.
    Það er vegna þess að ekki er hægt að ráðast í nýja virkjun þegar þörfin á raforku er orðin einni kílówattstund meiri heldur en framleiðslugeta núverandi virkjanna leyfir.
    Ef við hinsvegar færum að þessum ráðum að byggja virkjanir án þess að selja stóriðjum þá yrði verðið ekki 2,8 fyrir rafmagnið og leifi ég mér að efast um að við fengjum rafmagn öðruvísi en með olíubrennslu.





    12.12.2002 at 22:10 #465304
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég þekki engan sem er á móti öllum virkjunum. Lífið er fullt af málamiðlunum og ég er þeirrar skoðunar að það við verðum að sætta okkur við röskun á náttúrinni þegar um er að ræða nauðsynlegar og arðbærar framkvæmdir. Hvorugt á við um Kárahnjúka eða Blöndu. Blanda var virkjuð án þess að nokkur not væru fyrir það rafmagn sem hún framleiðir. Það liðu hátt í 20 ár frá því að framkvæmdir hófust við Blönduvirkjun, þangað til kaupandi fannst að því rafmagni sem hún framleiðir. Það hefur ekki tekist að finna kaupanda sem er fáanlegur til að borga fullt kostnaðarverð fyrir rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun.

    Þessar síður eru til þess að ræða áhugamál félagsmanna 4×4. Umhverfismál eru eitt af mikilvægustu málefnum klúbbsins. Ég held að það sé starfi klúbbsins að þessum málefnum að þakka, að við getum ferðast á jeppum um landið með þeim hætti sem við gerum. Í nágrannalöndunum er flest það við gerum hér bannað, nema ef til vill á litlum afmörkuðum svæðum.





    12.12.2002 at 22:22 #465306
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Á íslandi hafa verið byggðar fjölmargar hagkvæmar virkjanir án þess að stóriðja hafi komið þar við sögu. Það eru til fjölmargir litlir og meðalstórir virkjanakostir sem hægt væri að virkja til mæta þörfum almennamarkaðarins án stóriðju. Undanfarin ár hafa verið nokkrar slíkar virkjanir á Þjórsársvæðinu verið byggðar, og nokkrar eru í undirbúningi (Vatnsfell, Sultartangi, Búðarháls, Árnes? Urriðafoss), þessum virkjunum hefur ekki verið mótmælt svo ég viti. Hins vegar hefur tveim af fjölmörgum veitu og miðlunar verkefnum (Hágöngumiðlun og Norðlingaöldu veitu) verið mótmælt.





    12.12.2002 at 22:24 #465308
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þegar rætt er um arðsemi fyrir okkur fólkið í landinu má ekki taka einungis mið af arðsemi virkunarinnar þar sem að arðsemi virkjunarinnar endurspeglar ekki endilega þjóðhagslega arðsemi.

    dæmi

    Við borgum fyrir Jeppana okkar og varahluti í þá verð sem endurspeglast í styrk krónunar…… Styrkur krónunar endurpeglast svo aftur í viðskiptajöfnuði…. þar sem að meiri gjaldeyrir inn í landið en út úr því styrkir krónuna og lækkar þar með verð á jeppum og varahlutum.

    Kárahnjúkavirkjun eykur líkur á því að krónan haldist sterk eða styrkist þar sem að virkjunin er forsenda framleiðslu áls og álið verður flutt úr landi..

    Ég er þó enn þeirrar skoðunar og trúi því að virkjunin eigi eftir að skila arði…..
    Þótt að menn séu ekki stuðningsaðilar ríkistjórnarinnar trúi ég því ekki að menn haldi að hún sé beinlínis að vinna gegn sinni eigin þjóð.. Og að meirihluti alþingismanna séu landráðamenn.





    12.12.2002 at 22:45 #465310
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hefur einhverjum dottið í hug af hverju við búum ekki í torfkofum lengur?





    12.12.2002 at 23:36 #465312
    Profile photo of Sighvatur Jónsson
    Sighvatur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 196

    Hjalto veltir því upp hvort ríkisstjórnin sé að vinna gegn þjóðinni og séu landráðsmenn. Ríkistjórnin er að selja allar mjólkurkýrnar okkar s.s. bankana sem skila 3 milljörðum í hagnað á ári, símann sem eru kvaðir á að skili ekki undir 2 milljörðum á ári o.s.frv. Það er spurning hvort ekki megi kalla það að vinna gegn þjóðinni til lengri tíma litið.

    Hvað varðar virkjanir að þá er helsta ástæðan fyrir því að Norsk hydro leitaði til Íslands að þeir fá ekki rafmagn í Noregi. Þar hafa öll fallvötn verið sett í 3 flokka, 1. flokk má virkja eins og menn vilja, 2. flokk þarf að sækja um, fara í umhverfismat o.s.frv. 3. flokk geta menn bara sparað sér pappírinn að sækja um að virkja. En við hellisbúarnir á Íslandi virkjum bara allt þótt ekki sé útséð með arðsemi, umhverfisspjöll og langtímaáhrif. Reyndar er Alcoa að fara að byggja stóriðju en NH byrjuðu viðræður eins og menn vita.

    Ef þetta væri nú íslenskt fyrirtæki að þá væri afstaða mín kannski aðeins mildari, en fyrir erlenda stóriðjukalla sem vita ekkert um land og þjóð og er þar með alveg sama um flest allt svo lengi sem þeir fá bara sitt rafmagn, og jafnvel niðurgreitt að þá segi ég nei takk.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 41 total)
1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.