FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Sorgleg umfjöllun í DV !

by Vilhjálmur Viðarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Sorgleg umfjöllun í DV !

This topic contains 9 replies, has 10 voices, and was last updated by Profile photo of Eiður Ragnarsson Eiður Ragnarsson 11 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.03.2014 at 09:39 #454258
    Profile photo of Vilhjálmur Viðarsson
    Vilhjálmur Viðarsson
    Participant

    http://www.dv.is/frettir/2014/3/18/voru-ofurolvi-en-skitu-ekki-golfid-WQQVWC/

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 18.03.2014 at 10:04 #454259
    Profile photo of Kristján Einarsson
    Kristján Einarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 103

    DV er nú bara sorglegt í heild sinni.





    18.03.2014 at 10:52 #454260
    Profile photo of Sveinbjörn Halldórsson
    Sveinbjörn Halldórsson
    Keymaster
    • Umræður: 87
    • Svör: 859

    Vissulega er þetta sorgleg umfjöllun og alveg ótruleg uppsettning á frétt. Það að það hefði þurft að vísa mönnum heim vegna ölvunnar er að sjálfsögðu mjög dapurt, greinilegt er að við þurfum að naflaskoða okkur reglulega og passa upp á hlutina. Til að árétta þá er þessi frétt uppblásin og ekki velskrifuð.





    18.03.2014 at 12:14 #454263
    Profile photo of Jón G. Guðmundsson
    Jón G. Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 70
    • Svör: 705

    Það eru þó allavega jákvæðar fréttir gagnvart klúbbnum, að ef menn verða ofurölvi og til vandræða í skálum þá eru þeir reknir heim.





    19.03.2014 at 10:04 #454289
    Profile photo of Einar Birgir Kristjánsson
    Einar Birgir Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 147

    Sælir Félagar.
    Því miður þufti blessaður blaðamaðurinn að birta þessa ekkifrétt þrátt fyrir að ég hafi margbeðið hann um annað. En fréttin er það illa skrifuð að aumingja fréttamaðurinn gerði sig að athlægi.
    Vonandi verður þetta atvik okkur víti til varnaðar og ég hvet menn til að horfa fram veginn en ekki staldra um of í spegli þessa máls





    19.03.2014 at 12:32 #454295
    Profile photo of Viðar Þorgeirsson
    Viðar Þorgeirsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 44

    Ég þekki ekki hvað gerðist en þetta vekur upp nokkrar spurningar.
    Hvað er það við fréttina sem er illa skrifað?
    Þegar drukknu fólki er vísað frá skála, hvert fer það?
    Það þurfti greinilega að hreinsa eftir þennan einstakling svo það væri forvitnilegt að vita hvað þetta eitthvað annað var.





    19.03.2014 at 13:43 #454301
    Profile photo of Óskar Þór Guðmundsson
    Óskar Þór Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 36

    Aðal atriðið er þetta.
    Það kom upp atvik sem gerði það að verkum stjórn klúbbsins tók þá ákvörðun að vísa hlutaðeigandi í burtu. Félagsmönnum hefur verið gert það alveg ljóst að brot á skálareglum verða ekki liðin. Með þessu móti hefur stjórn Austurlandsdeildar tekið á málinu með ábyrgum hætti og umræður hér um þetta tiltekna atriði mun ekki skila okkur neinu nema kannski eyðileggingu á mannorði þeirra sem á hlut eiga að máli og það stendur einfaldlega ekki til. Allir hlutaðeigandi hafa beðist afsökunar á hegðun sinni og málinu er lokið af allra hálfu. Við horfum fram á veginn þess fullvissir að klúbburinn hafi afgreitt þetta mál með þeim hætti að við séum sterkari á eftir og svona atvik komi ekki fyrir aftur.





    19.03.2014 at 15:12 #454305
    Profile photo of Hjörtur Már Gestsson
    Hjörtur Már Gestsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 478

    Held að fólk sé löngu búið að sjá að það sem þessir smelludólgar hjá DV eru að birta er oftar en ekki bara kjaftæði og bara til þess gert að fá „hits“ með krassandi fyrirsögnum, mæli með að menn hætti að lesa þennan fjölmiðil með öllu.





    19.03.2014 at 23:14 #454317
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Læk á tvö síðustu innlegg. Greinilegt á því sem Óskar segir að innan klúbbsins er tekið á því með réttmætum hætti ef menn sýna af sér ólíðandi hegðun. Það er vel og einhver opinber aftaka er ástæðulaus viðbót þar á.

    Greining Hjartar á blaðamennsku DV er líka nákvæmlega beint í mark, þeirra markmið er oft fyrst og fremst að næra kverúlantana sem lifa og hrærast í athugasemdakerfinu þeirra og þá skiptir engu hvort einhver glóra er í skrifunum. Jafnvel þegar DV er að hengja stjórnmálamenn eða útrásarvíkinga tek ég því með fullum fyrirvara, hvað þá þegar venjulegt fólk á í hlut.





    20.03.2014 at 00:13 #454319
    Profile photo of Eiður Ragnarsson
    Eiður Ragnarsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 315

    Akkúrat það sem ég vildi sagt hafa, Óskar, við erum sterkari eftir þessa uppákomu eftir að hafa tekið á málinu með þeim hætti sem gert var.

    Það er líka ágætt að það komi fram að fólki var ekki vísað ofurölvi úr skála heldur fóru menn eftir að hafa sofið úr sér og þeim meinað að taka þátt í Þorrablótinu sem fram fór á laugardags kvöldinu umrædda helgi.

    En eins og Óskar bendir á þá fóru menn yfir málin ræddu þau og tóku þá ákvörðun að nota þessa reynslu til að læra af henni og horfa fram á veginn í okkar skemmtilega félagsskap.





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.