Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Stórferð 2015
This topic contains 46 replies, has 15 voices, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 9 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.01.2015 at 13:34 #776281
Sæl.
Nú fer að styttast í stórferðina sem farin verður 5. mars – 8 mars 2015. Skráning í ferðina er opin núna og um að gera að skrá sig.
Hvað finnst mönnum um stórferðir?
Leiðarval Sprengisandur – Akureyri – Kjölur eru menn sáttir við þetta? (reyndar ekkert annað í boði)
Fleirri upoplýsingar komo inn fljótlega en endilega gefið komment.
kv.
Sveinbjörn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.02.2015 at 14:49 #776649
Sælir
Stórferðin er þannig háttuð að aðeins er tekið við skráningum frá mönnum í hópum þar sem ferðin er mjög krefjandi og allir hópar eiga að vera algjörlega sjálfstæðir í ferðinni. Menn hafa myndað hópa oft í gegnum vinasambönd og annað en gott er að þekkja mennina vel sem þú ferðast með. T.d. er Jeep gengið hópur manna sem flestir hafa ferðast saman í yfir 20 ár. Hóparnir eru þó flestir ekki tilbúnir að taka á sig menn sem þeir þekkja ekki, því það getur einfaldlega komið öllum hópnum í vandræði ef sá einstaklingur er nett klikkaður… nei segi bara svona.
Það að ferðast með mönnum sem maður þekkir ekki og veit ekkert um er ekki ráðlagt í svona stórri ferð. Það er auðvelt að fara sér að voða með ónýta bíla í ferðinni eða menn sem kunna ekki að keyra í mjög þungu færi. Þessvegna hefur þetta hópaskipulag verið á þessari ferð og hóparnir verða að mynda sig sjálfir. Við í stjórn tökum það ekki að okkur né aðrir.
Oft myndast þó hópar þegar menn rútta sig saman og gott er að þeir sem þekkjast ekki taki stuttan túr upp að t.d. Skjaldbreið og sjái hvernig er að ferðast saman og líka til að sjá hvernig bílarnir þeirra eru að virka og hvernig þeim er breytt. Þetta skiptir allt máli þegar það eru 200 kólómetrar í næsta sjúkrahús og bíllinn að deyja og enginn kann á talstöðina sem var í bílnum…. og það er blindbylur og 30 ms. Þetta skeði í Stórferðinni á Vatnajökul. 30m á sek, ekkert skyggni og fullt af hópum í miklum vandræðum og björgunarsveitir kallaðar út. Það var ekkert grín.
Umfram allt er þetta skemmtileg ferð af hópum manna sem helst hafa ferðast áður saman og vita hvernig bílarnir hjá hinum virka og hvernig persónur þeir eru.
Flestir eru á sömu leið yfir hálendið og því miklar líkur á að menn rekist oft á hvorn annan. Nauðsynlegt er að einhver sem er ekki með 10 þumla sé í hverjum hóp og viti eitthvað hvernig á að redda hinu og þessu sem getur bilað í ferðinni.
Góðar stundir
Gunnar Ingi
Varaformaður 😉
09.02.2015 at 23:42 #776713jæja hvað segja menn? er ekki búið að bætast vel í skráningarnar? væri gaman að sjá nöfn og fjölda
10.02.2015 at 13:54 #77671713.02.2015 at 11:31 #77677013.02.2015 at 11:40 #776773Áhugaverðar jafnt sem gagnslausar upplýsingar úr skráningunni :
Meðalstærð dekkja : 42,6 Tommur
Algengasta stærð dekkja : 44 Tommur
Algengasti bíllinn : Nissan Patrol , alls 12 stykki
Fjölmennasta gengið…. Jeep Gengið
Muna að greiða.
kkv
Gunnar Ingi
13.02.2015 at 11:52 #77677416.02.2015 at 16:17 #776834Stutt video frá ferðinni í fyrra
17.02.2015 at 08:43 #776840Flott video Jón.
Ef það þarf að breyta einhverjum skráningum eða öðru varðandi ferðina, þá er best að senda email á stjorn@f4x4.is . Ef þið eruð í innskráningarveseni á síðuna þá sendiði email á vefnefnd@f4x4.is og því verður reddað um hæl.
kkv
Gunnar Ingi
17.02.2015 at 14:03 #776844Eftirfarandi aðilar þurfa að senda réttar upplýsingar á stjorn@f4x4.is
Jóhann V. Helgason Gamla gengið : vitlaust email skráð
Stefán Ólafsson Eyjapeyjar : vitlaust email skráð
Ómar Björnsson Suðurnesjamenn : Vantar bílnúmer
Davíð Einarsson Eyjapeyjar : Vantar bílnúmer
Hlynur Örn Sigurðsson Eyjapeyjar : Vantar bílnúmer
Hlynur Örn Sigurðsson Eyjapeyjar : Vantar rétt email
Ragnar Waage Pálmason Eyjapeyjar : Vantar bílnúmer
Allir að muna síðan að borga
https://old.f4x4.is/vara/storferd-f4x4-2015/
kkv
Gunnar Ingi
19.02.2015 at 01:13 #776870ætla men að hitast eikvað fyrir ferð
19.02.2015 at 08:06 #776871Sæll Kristján,
Já það stendur til að Hópstjórar hittist þann 25. febrúar þar sem miðar í matinn fyrir norðan og límmiðar verða afhentir og einnig farið nánar yfir ferðina og skyldur hópstjóra og ferðalanga.
Annars erum við núna að rukka inn á fullu því síðasti dagur til að staðfesta sig í ferðina og greiða er á morgun.
kkv
Gunnar Ingi
19.02.2015 at 09:45 #776873Sælir
Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að ferðin er eingöngu leyfileg fyrir Félagsmenn Ferðaklúbbsins 4×4, þ.e.a.s. annar aðilinn verður að vera greiddur meðlimur í klúbbnum til að fá þátttökurétt.
kkv
Gunnar Ingi
21.02.2015 at 23:19 #776939Sælir
Er kominn endanleg skráning , gaman væri að fá að sjá lista og tölur ?
KV.Þröstur
23.02.2015 at 01:09 #776955Sammála Þresti , væri gaman af sjá fjöldan
24.02.2015 at 08:57 #776967Sælir
Listinn er að klárast, enn eru nokkrir ógreiddir , sumir með félagsgjöld og aðrir með ferðagjöld. Við birtum hann um leið og við hendum þeim út sem eru ógreiddir 😉 Fjöldinn er kominn yfir 80 bíla ef allir greiða.
Hópstjórar fá póst bráðum með fund á morgun þar sem miðar verða dreifðir og límmiðar á bílana og annað. Eftir þann tíma fást ekki miðar eða límmiðar eða annað. Þeir sem eru ógreiddir fá ekki miða í ferðina. Hvort sem það eru félagsgjöld eða ferðagjöld.
Kær kveðja
Gunnar Ingi
24.02.2015 at 16:54 #776971Sælir, Núna er ég nokkuð viss um að ég sé búinn að borga allt, en er ekki 100% viss um að það hafi borist vegna þess að ég fór lengri leið(millifærði) þarsem ég á ekki kreditkort… fær maður ekki einhverja tilkynningu ef maður var skráður og greiðslur hafa ekki borist?
kv Siggi Bjarni
ps. eins með félagsgjöldin, stendur á minni síðu að ég eigi eftir að greiða þau en greiddi samt kröfuna sem kom í heimabankan hjá mér
24.02.2015 at 21:22 #77699524.02.2015 at 22:37 #777000Glæsilegt, ég er orðinn spenntur !!
25.02.2015 at 22:02 #777015Athuga að Bílabúð Benna er með sérafslætti í tilefni Stórferðarinnar. Sjá https://old.f4x4.is/bilabud-benna-afslattur-vegna-storferdar/
Ath. það er einnig tilboð á stökum viðgerðartöppum, pakkinn er 1990 kr.
Almennur afsláttur fyrir 4×4 félaga er óbreyttur.
Verkfæri eru með 40% afslætti á meðan birgðir endast.
03.03.2015 at 14:41 #777094Á fundinum í gærkvöldi var farið yfir reglur ferðarinnar. Þær má lesa hér https://old.f4x4.is/wp-content/uploads/2015/03/2015-Fer%C3%B0areglur_skipuleggjendur.pdf
Ríkisleiðina má svo sjá hér: https://old.f4x4.is/wp-content/uploads/2015/03/Storferd_2011_vers2.gdb
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.