Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Stórferð 2015
This topic contains 46 replies, has 15 voices, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 9 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.01.2015 at 13:34 #776281
Sæl.
Nú fer að styttast í stórferðina sem farin verður 5. mars – 8 mars 2015. Skráning í ferðina er opin núna og um að gera að skrá sig.
Hvað finnst mönnum um stórferðir?
Leiðarval Sprengisandur – Akureyri – Kjölur eru menn sáttir við þetta? (reyndar ekkert annað í boði)
Fleirri upoplýsingar komo inn fljótlega en endilega gefið komment.
kv.
Sveinbjörn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.01.2015 at 13:43 #776282
Sæll,
Það eru margir spenntir fyrir þeim möguleika að kíkja á nýja hraunið. Er eitthvað að frétta af þeim þreifingum?
Kv hsm
23.01.2015 at 16:07 #776284Hæ hæ
Stórferð já, eru þær ekki bara góðar og gildar, hef farið í eina svoleiðis ferð og bara gaman. Verst að ég er bara upptekin þessa helgi.
En mér fannst fjögurra fara ferðirnar sniðugri. Það er bara mín skoðun. Fór í tvær eða þrjár svoleiðis og fannst þær allveg brill. Það var svo sem búið að vera með svoleiðis ferðir í nokkur ár og var sniðugt að hafa fjölbreytileika og setja svona stórferðir á.
Kv Bjarki
27.01.2015 at 23:28 #776343Sælir
Nú (þann 27/1) eru 28 aðilar búnnir að skrá sig
Þessir hópar eru skáðir ( eftir tímaröð skráningar á hópstjóra) og núverandi fjöldi í hóp.
Hafliði S. Magnússon – KASSAR – 1
Gunnar I. Arnarsson – JEPP GENGIÐ – 12
Kjartan Björnsson – FJALLAGENGIÐ -5
Friðrik S. Halldórsson – FÚLAGENGIÐ – 2
Baldur Harðarsson – BIRNAN – 2
Árni Braga – DREKAR – 2
Magnús Skóg – BARBIE – 2
Síðan vantar hópstjóra og eða nöfn fyrir tvo.
Alls 28.
Annars gengur undirbúningur bara vel. Eitt helsta vandamál ferðastjórnar er að búa til skemmtilega veðurspá. Annað vandamál er að skíðamót er á Akureyri þessa helgina þannig að erfiðara er að fá gistingu.
Kveðja
Friðrik
ps.
Læt þrjár myndir frá Akureyri fylga, þar af tvær úr keppni hinna mörgu hestafla.
28.01.2015 at 09:28 #776347[quote=776343]Læt þrjár myndir frá Akureyri fylga, þar af tvær úr keppni hinna mörgu hestafla.[/quote]
Ég sé bara eina mynd 😉
Kv hsm
28.01.2015 at 21:00 #77636129.01.2015 at 09:45 #77637929.01.2015 at 10:21 #776381Mér finnst þetta skemmtilegar ferðir og stefni á að vera með. Hinsvegar til framtíðar finnst mér ferðirnar mættu vera örlítið seinna á árinu (seint í mars, snemma apríl) til að líkur á betra veðri séu meiri.
Leiðarvalið finnst mér líka helst til keimlíkt fyrri ára, en Ísland er nú s.s. ekki stórasta land í heimi. Vestfirðir, austurland og vatnajökull myndi ég leggja til að yrði skoðað í stórferðum næstu ára.
Tek síðan undir það með fyrri ræðumanni að rúntur um nágreni gosstöðvanna væri ákjósanlegt. Gosið verður sennilega búið um þetta leiti og því ekki ástæða til lokunnar. (ekki það menn geta alltaf búið sér til ástæður til að loka landsfjórðungum af og til)
01.02.2015 at 20:07 #776450Sælir félagar mig langar að gérast félagi í 4×4 og fara í stórferðina verður maður að vera með kretitkort tila að borga ársgjaldið eða gétur maður millifært af debit korti
langaði að skrá mig í ferðina kv jói
02.02.2015 at 12:48 #776457Sæl. Til að svara spurningu Jóhanns þá er lítið mál að millifæra gott væri að þú hefðir samband við Rögnu á skrifstofu klúbbsins en skrifstofan er opin frá kl. 10 – 13 þriðjudaga – fimmtudaga einnig getur þú sennt póst á stjórn stjorn@f4x4.is og við klárum málið.
Varðandi Stórferðir klúbbsins þá eigum við alltaf við sama vandamál að stríða en það er gistipláss á fjöllum. Síðast þegar við fórum i ferð á Vestfirðina þá gistum við á hótel Reykjafirði. sú ferð gekk vonum framar þótt að veðurguðirnir hefðu verið erfiðir. Skipulag fyrir Stórferð er erfið og krefjandi og hefur núna undafarið verið erfitt að fá einhverja til að taka að sér skipulag ferðarinnar.
Þessi ferð er skipulögð af stjórninni og var frumhugsun að reyna ekki að finna upp hjólið heldur endurtaka mjög vel heppnaða ferð. Ýtarleg kynning á ferðinni og ferðatilhögun verður á félagsfundinum í kvöld.
Ég hvet menn til að mæta og koma með athugasemdir og skoðanir, því lengi má gera gott enn betra.
Kveðja
Sveinbjörn
03.02.2015 at 11:11 #776479Hér er staða skráningar núna. 45-46 skráðir . 1 skráning mögulega hætt við.
kkv
Gunnar IngiSækja PDF skjal hér:
stórferð-3.2.pdf
03.02.2015 at 13:40 #776483Nú er hægt að greiða fyrir ferðina hér (https://old.f4x4.is/vara/storferd-f4x4-2015/) á vefnum. Greiðslur eru miðaðar við einstaklinga, en nauðsynlegt er að skrá í hvaða bíl (bílnúmer) viðkomandi einstaklingur er.
Kveðja, Hafliði
03.02.2015 at 14:11 #77648403.02.2015 at 19:25 #776505Sælir, er að velta smá fyrir mér varðandi stórferðina, hef aldrei farið í hana áður en langar að fara núna.
Þurfa allir í bílnum að vera skráðir í f4x4? semsagt coari líka? það þurfa væntanlega allir að borga skráningargjald ekki satt?
hvar bóka ég gistingu í hrauneyjum t.d.?
er búinn til hópur fyrir einhverja sem eru ekki í hóp eða verður maður að redda sér sjálfur í hóp?
Kv Siggi Bjarni
04.02.2015 at 10:52 #776520Sæll Siggi,
Aðeins 1 meðlimur í bílnum þarf að vera skráður félagsmaður.
Skráningargjaldið 7.000 kr greiðist per haus.
Þú hringir beint í Hrauneyjar Fjallahótel og bókar gistinguna þar. Segir að þú sért í Ferðaklúbbnum 4×4 og segir að þú sért að fara í Stórferðina og við erum með díl á gistingunni þar.
Hópar verða að mynda sig sjálfir og mælt er með því að menn þekki aðra í hópnum sem þeir ferðast með því aðstæður í svona ferðum geta breyst mjög hratt og þá er rétt ákvarðanataka mjög nauðsynleg.
Þessi ferð er mjög krefjandi og undanfarin ár hafa menn oft lent í miklu veseni og skemmtilegheitum á ferð sinni og því ber að vanda valið á ferðafélögum og bílum þeirra
Kær kveðja
Gunnar Ingi
Varaformaður
04.02.2015 at 19:12 #776522Er ekki hægt að sjá hverjir eru skráðir í ferðina
05.02.2015 at 09:30 #776531Sælir , því miður er ekki hægt að hafa skráningarformið opið til sýningar í því formati sem það er í dag.
Ég skal þó pósta inn skráðum þáttakendum seinna í dag… srkáðir eru orðnir yfir 60 bílar
kkv
Gunnar Ingi
05.02.2015 at 09:31 #77653205.02.2015 at 15:21 #77654206.02.2015 at 13:17 #776647Sælir
Langar aðeins að forvitnast svona þar sem það væri hrikalega gaman að fara í svona ferð einhvertímann. Ef menn eru einir á ferð og þekkja ekki til þeirra sem eru að fara, gengur það ekki upp? Hvernig er best að bera sig að?
Kveðja Óttar
06.02.2015 at 13:37 #776648Sælir mig vantar tvo bíla í viðbót í Gamla geingið erum núna Toyota hilux 44″, patrol 44″ og hilux 38″ væri gott að vera 5 bílar í hóp þeir sem hafa áhuga 7707585 kv jói
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.