This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Hér er bréf sem mér barst og langar að deila því með fleirum
Kveðja StinaHæ Stína, Þúsund þakkir fyrir eina eftirminnilegustu ferð hingað til(hef nú ekki farið í margar en trúi því ekki að þær geti komist í hálfkvisti við þessa). Ef eitthvað getur kveikt jeppaáhugann þá er það svona frábær ferð. Það sem mér finnst líka skondið er það að það var ekki nóg að eiginmaðurinn stæði hoppandi út á plani af spenningi þegar fjallatröllið renndi í hlað heldur þessi skilningur sem varð í næstu samtölum. Þ.e. ‘Eg man ekki eftir því að hann hafi sest í sófann og beðið svona rosa spenntur eftir sögum úr annarskonar ferðum sem ég hef farið í. Það gerðist eitthvað sem ég hef ekki upplifað í þessi 15 ár… já …við töluðum allt í einu sama tungumálið. Þetta var mjög skrítið moment.
Jæja en ég á einhversstaðar húfu og vettlinga sem ég hef mjög miklar áhyggjur af og ég kom síðasta mánudag klukkan áttahundruðnúllnúll og svei engin húfa né vettlingar(eða spotti). Nei nei ekkert að óttast ég breyttist ekki í þessa ofurskipulögðu manneskju. Sæki þetta einhverntímann annars hendirðu þessu bara ef þú verður leið á þessu og þá fæ ég góða ástæðu til að fá mér eitthvað skárra.
Kveðja Ævilangt þakkláta jeppakelling.
You must be logged in to reply to this topic.