This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 19 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Ég var að koma úr frábæri 4 daga ferð upp á Vatnajökli. Þar vorum við félagarnir að ræða um nýu 50cm snjó regluna og hvað hún er óraunsæ Þá kom sú hugmynd upp að hvort 4×4 klúbburinn ætti ekki að taka alla þingmenn í til að mynda dagsferð og sína þeim hvað við erum að gera og hvernig við ferðumst á hálendinu.Það opnar kannski augu þeirra fyrir hversu mikil fásinna þessar reglur sem verið er að troða á okkur.
Þannig næðum við betur til þerra og þeir vonandi sjá hvað við erum að sækjast eftir í þessum ferðum.
Ég held að við ættum að skoða þetta sérstaklega núna þar sem þingmenn eru komnir í sumarfrí
Nú svo kom ég með aðra hugmynd varðandi þessa reglugerð það er að segja ef hún verður að veruleika. Það er að járna bara bílanna það er að segja setja skeifur á dekkin
Þá erum við valla að skemma meira en grasbítarnir.
Önnur hugmynd var að vera með kefli sem er dregið á eftir jeppanum.
. Keflið væri þá með ca 50 cm löngum hesta löppum með skeifum á endanum sem tæta upp jarðvegin eins og svona 10 til 15 hesta stóð.
Það hlýtur að vera í lagi ef sporinn eru eins og að alvöru hestar hafi farið þarna um.Skari (óskar ABBA)
You must be logged in to reply to this topic.