Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › snertiskjár
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergur Haukdal 15 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.05.2009 at 20:03 #204443
Sælir ég er að spökulera í snertiskjám hvar er ódýrast að fá þetta og hvaða kostum þeir þurfa yfir að búa svo þetta sé gott í jeppann, td stærð,upplausn og svoleiðis, er 8″ skjár alveg að gera sig eða er 12″ skjárinn það mikið betri að þetta er ekki spurning, svo er þetta auðvitað alltaf spurning um verðið á svona græju
kv Gísli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.05.2009 at 22:30 #648206
Sæll Gísli,
Ég verslaði 8" snertiskjá á eBay, kominn heim á rúmlega 30 þús kall..
Mér finnst þetta alveg passlegt og þetta svínvirkar, hef reyndar ekki komist í að prófa þetta á fjöllum ennþá, en hef verið að nota GPSið á þessu svolítið innanbæjar og verið á netinu og svona líka 😀
[b:hoz0ej65]Hér má sjá mína útfærslu betur:
[url=http://f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=jeppar/40723:hoz0ej65]Myndir í söluþræðinum mínum[/url:hoz0ej65][/b:hoz0ej65]
[img:hoz0ej65]http://www.opex.is/bergur/newgrand/Picture%20035.jpg[/img:hoz0ej65]
28.05.2009 at 22:59 #648208sælir
Ég var áður með 12" snertiskjá með fartölvunni í bílnum og virkaði það mjög vel, mæli eindregið með þeirri stærð af snertiskjá. Eina leiðinlega við snertiskjáina var allt snúruvesenið á milli skjás og tölvu, leiðinlegt að koma henni fyrir í sætisvasanum aftan á sætinu osfrv.
Í dag er ég með ASUS fartölvu með 8.9" skjá sem ég tylli ofan á mælaborðið með frönskum, einfalt og svínvirkar. 8.9" má þó ekki vera minni og ekki myndi ég vilja vera með svoleiðis skjá sem snertiskjá fyrir mína feitu putta.
Bendi einnig á að hægt er að fá flottar fartölvur í dag sem henta í jeppana á 40-100 þús kr annað hvort á ebay.co.uk eða bara í td Nýherja (Lenovo með 10" skjá) eða td Tölvutek (ASUS).
kveðja
Agnar
28.05.2009 at 23:25 #648210Sæll Gísli, ég er með alveg eins skjá og Bergur Haukdal, ég verslaði hann einnig á eBay en reindar fyrir ári síðan, 8" er að koma mjög vel út svo er ég bara með doku í skotinu fyrir fartölvuna og allar snúrur undir teppinu og teingdar í dokuna ekkert vesen og þetta svínvirkar allt flott að géta farið á netið á fjöllum (ekki öllum fjöllum en mörgum núorðið)
það er svo margt hækt að géra þegar maður er komin með tölvu í bílinnKv Snorri
29.05.2009 at 08:17 #648212hvaða týpa af skjá er þetta
slóði á seljanda hjá ebay væri vel þegið
skari
29.05.2009 at 08:38 #648214og takk fyrir þetta.þetta kemur alveg svakalega skemmtilega út hjá þér Bergur og frágangurinn algjnörlega til fyrirmyndar,
Þar sem ég er nú með netta fingur og ekkert svakalegt mælaborð þá er sennilega 8" alveg nægilega stórt fyrir mig og ég hélt að þetta mundi kosta meira en 30 kall á ebay
en þetta var nú bara meira svona pælingar þegar ég sá auglýsinguna hjá Berg
kv Gísli
29.05.2009 at 09:04 #648216Sælir,
Já ég er einmitt með docking station í skottinu fyrir tölvuna og allar snúrur eru undir teppum eða bakvið mælaborð svo það sést ekkert í neitt hjá mér
Þetta er skjárinn: [url=http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=220418622741:2p0ob5um]http://cgi.ebay.com/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=220418622741[/url:2p0ob5um]
$145+$145 = $190 með shipping.
190$*130kr = 24.700 kr með flutningi
24.700 kr * 1.245 = 30.752 kr með vsk komið heim.
Athugið að þetta flokkast sem tölvuvara og tölvuvörur bera enga tolla né vörugjöld.
Kveðja,
Bergur!
29.05.2009 at 09:09 #648218Já og annað.. Ég breytti skjánum aðeins til að koma honum svona inn í mælaborðið..
Video inn(sem ég nota fyrir bakkmyndavél) kemur út á hliðinni á skjánum í risa tengi, ég færði það tengi og tók það út á bakinu á skjánum, eins með power og VGA fyrir tölvuna það kemur út undir honum.. ég færði það út á bakið á honum.
Þetta hentaði mér ágætlega en hver og einn verður að ákveða hvort þetta er rétti skjárinn í verkið 😀
Tek enga ábyrgð á meðmælum mínum á þessum skjá hehe
29.05.2009 at 19:07 #648220Hvernig er þessi skjár hjá þér í sólinni? Sést eitthvað á þetta?
29.05.2009 at 19:47 #648222Og hvernig fer fartölvan þarna í skottinu þegar þú ert búin að setja einhvern farangur í skottið?
30.05.2009 at 16:37 #648224Sælir,
Í sólinni er hann allt í lagi.. nema það sé svaka sól beint á hann þá verður svolítið erfitt að lesa á hann..
Tölvan í skottinu, engin reynsla komin á það ennþá, en pælingin var að smíða yfir hana, eins og er yfir rafgeyminn hjá mér.
Kveðja,.
Bergur
30.05.2009 at 17:18 #648226Ég var einmitt að horfa á staðsetninguna á henni hjá þér um daginn. Það er spurning hvort það megi setja hana upp á rönd upp við bakið á sætinu, stela svona púða eins og er inn í mörgum fartölvutöskum og setja undir til að minnka víbring og högg? Spurning bara hvernig hún geti snúið til að loftflæðið og kælingin sé í lagi. Fartölvudiskar eru hannaðir til að þola högg á ýmsa kanta þannig að það er held ég (án ábyrgðar…) ekkert krítískt að hann sé í lágréttu plani? Svo er líka spurning um að finna sér vél með SMS (Sudden Motion Sensor).
Verð annars að hæla þessum bíl hjá þér! Einstaklega smekklegur frágangur á snertiskjánum.
Varðandi skjáina þá held ég að "native" upplausn upp á 1024×768 sé möst í kortaforritunum, flestir sem ég skoðaði voru með 800×600 eða minna. Skiptir miklu að það sé native því menn eru oft að gefa upp "teygðar tölur" í þessu á eBay og viðar.
30.05.2009 at 20:05 #648228Sæll Tryggvi,
minn er native 800×600 og ég keyri hann bara í þeirri upplausn, það er hægt að fara með hann í 1024×768 en þá verður hann bara óskýr og leiðinlegur. Mér persónulega finnst 800×600 betra en 1024×768 á 8" snertiskjá.
Varðandi diskinn þá er á leiðinni heim til mín SSD diskur, 32GB solid state drive, sem er bara eins og minniskubbur, ekkert sem snýst og þolir því vel allan þann hristing sem er í jeppa Svo ef maður þarf meira pláss en 32GB, t.d. fyrir músík og svona þá getur maður bara verið með auka flakkara sem maður hefur svo slökkt á í mesta hristingnum Annars er nú hægt að fá SSD diska allavega uppí 250 GB en þeir kosta sitt.
Kv,
Bergur
30.05.2009 at 20:30 #64823032Gb er alveg meira en nóg í svona, má jafnvel fara neðar með TinyXP. Setti svoleiðis upp með MapSource o.fl. með fínum árangri. Hvað er svona SSD gaur að kosta nútildags?
Það má svo líka nota USB minnisgaura fyrir afþreyingarefni, setja USB framlengingu fram í stokkinn á milli framsætanna, ekkert að því.
Mér fannst skjárinn nýtast frekar illa í MapSource í 800×600 (fór of mikið í toolbars o.fl.) en kannski er sjónin bara að versna með aldrinum 😉
30.05.2009 at 20:59 #648232SSD 32GB, ég fann einn svoleiðis á $130 með shipping heim á eBay.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.