FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Snæheimar

by Hlynur Snæland Lárusson

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Snæheimar

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Karl Guðnason Karl Guðnason 19 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.01.2006 at 23:12 #197041
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant

    Var að fletta eitthvað bókum, í bók sem heitir Vatnajökull og er eftir Jón Eyþórsson veðurfræðing, og eins af stofnendum JÖRFI. Bókin kemur út 1960, en gamli skálinn á Grímsfjalli er byggður 1958. Í þessari bók er skálinn kallaður Snæheimar, líklega til að vera í stíl við Jökulheima, en þetta Snæheima nafn virðist hafa dottið uppfyrir einhvera hluta vegna. Það væri gaman að vita eitthvað meira um þessa nafngift og af hverju hún festi sig ekki í sessi.

    Þess má líka geta að gígarnir við Þröskuld á Jökulheimaleið, heita Dvergar, og eru sagðir frá 1477. Ég var mikið búinn að leita að nafni á þessum gígum.

    Hlynur

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 12.01.2006 at 23:45 #538744
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Auðvita væri gaman að halda þessu gamla nafni á lofti. En þetta er kannski einsog með fleiri örnefni að þau detta uppfyrir af einhverjum orsökum og nýrri og í sumum tilfellum verri nöfn festast í sessi.
    Langar mér því að benda á nokkur önnur á Vatnajökli. T.d Þórðarhyrna hefur borið þrjú nöfn, þ.a.s Búrfell, Þórðarhyrna og Vatnajöklshús. sama má segja um Kerlingar þær skírði Watts Segulfel eða Segulfjall man ekki hvort það var. En það segir frá ferðum han í bókinni Norður yfir Vatnajökul 1875. En Watts var einmitt sá sem skírði Pálsfjall í höfuðið á ferðafélaga sínum Páli frá Vestmannaeyjum eða Páll Jökull einsog hann varð síðan kallaður eftir Vatnajökulsferðir þeirra félaga





    13.01.2006 at 06:29 #538746
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Tek undir með félaga Snæland, þetta eru skemmtileg fræði. Þetta með Þórðarhyrnu, mig minnir að í bók Sigurðar Þórarinssonar, Vötnin stríð, sem kom líklega út 1973, (er ekki viss) árið áður en vegurinn um Skeiðarársand opnaðist, þar segi dr. Sigurður frá einum erlendum könnunarmanni, sem skírði fjallið Vatnajökull-Housie, en það festist sem betur fer ekki við það. Í þeirri bók, sem upphaflega var ætlað að vera fræðileg skýrsla til Vegagerðarinnar til að vera stoðgagn við framkvæmdirnar á sandinum, er gífurlega mikill fróðleikur saman kominn, enda hafði dr. Sigurður einstakt lag og hæfileika til að nýta sér sagnfræðilegar upplýsingar í vísindastarfi sínu. Já, og talandi áfram um örnefni og í beinu framhaldi af því sem Jón Snæland segir hér ofar, þá er að gleymast að Vatnsfellið við Öskju var upphaflega kennt við W.L. Watts, en þetta breyttist nú í munni manna og varð bara Vatnsfell, sem er auðvitað miklu betra! Nú, og Svíahnjúkarnir á Grímsfjalli, eystri og vestri, heita svo í virðingarskyni við sænsku ferðagarpana Ygberg og Wadell, sem fóru þangað einna fyrstir nútímamanna. Þeir gerðu sér grein fyrir því að Grímsvötn væru eldstöð og skírðu hana reyndar Svíagíg, en það var náttúrulega óþarfi, því þetta hétu og heita Grímsvötn frá landsnámstíð að talið er.





    13.01.2006 at 10:04 #538748
    Profile photo of Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Vilhjálmur Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 446

    Eftir því sem Stefán Bjarnason yfirsmíðameistari Jöklaskála sagði mér, þá heyta gígarnir við þröskuld Skessubollar. en eg skal spyrja hann nánar út í það. Dverga hafði ég ekki heyrt um.
    ég nefndi svo gjánna sem liggur frá þröskuldi niður í Hraunvörtn Skessubollagjá því ekki fann ég eldra örnefni.





    13.01.2006 at 17:55 #538750
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Örnefnið Dvergar hef ég úr bók Hjörleifs Guttormssonar og Odds Sigurðssonar, Leyndardómar Vatnajökuls. Hef ekki fundi annað nafn á þessa gíga í öðrum ritum þrátt fyrir töluverða leit.

    Hlynur





    13.01.2006 at 18:34 #538752
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Snæheimar eru allavega mun betra nafn en Latibær, þrátt fyrir að það passi ágætlega :)

    kv
    Rúnar.





    13.01.2006 at 21:09 #538754
    Profile photo of Karl Guðnason
    Karl Guðnason
    Member
    • Umræður: 28
    • Svör: 1154

    snæheimar höldum því það er bara flott. Þórðarhyrna er inni. Vatnajökull-house er bara snild það minnir mig á uppáhalds tv-þáttinn minn því House er alveg eins og ofsi vel gefinn en alveg sneiddur hæfileikum til mannlegra samskipta.
    Kv:Kalli sérittaaltsaman





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.