FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Snæfellsnes dagsferð

by Sigurlaugur Þorsteinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Snæfellsnes dagsferð

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Atli Sturluson Atli Sturluson 20 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.04.2005 at 23:26 #195791
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant

    Sælir félagar
    Vesturlandsdeild hefur boðið okkur í dagsferð um Nesið í fylgd heimamans sem er mjög vel kunnugur á svæðinu (Sporri)hann ættlar að taka á móti okkur við Hyrnuna í Borgarnesi á Laugardagsmorgun þann 9 kl 09 og fara með okkur um nesið og segja frá sögu og staðháttum í gegnum vhf og cb athugað verður með að fara yfir jökul og skoðair áhugaverðir staðir
    Gaman væri ef sem flestir kæmu með og tækju vini og vandamenn með þessi ferð er sem allar Litludeildarferðir ætluð öllum stærðarflokkum dekkjalega séð
    Við verðum á rás 19 á cb en rás vestulandsd á vhf svo núna fjölmennum við á staðinn og sýnum í verki að við kunnum að meta þetta framtak Vesturlandsdeildar
    Fyrir hönd Litludeildar Klakinn

    Ps við erum að afla vhf handstöðva til að lána þeim sem þurfa

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 04.04.2005 at 23:48 #520418
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ferðaklúbburinn á tvær handstöðvar sem eru til útleigu. Hver var aftur rás vesturlandsdeildar.





    05.04.2005 at 00:16 #520420
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Að fá þær lánaðar
    rás Vesturlandsdeildar? er það ekki forritað í stöðvarnar ???
    Kv Klakinn

    Ps vhf rás Vesturlandsdeildar er 51





    05.04.2005 at 23:25 #520422
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sælir félagar

    Ég skrái mig hér með í þessa líka spennandi ferð, ég mæti með lykilinn að Malarifsvita og vitavarðahúsinu þannig að það ætti að fara vel um okkur.

    Við verðum tveir í bíl:

    Toyota Hilux D/C 44" , CB VHF og NMT og Patrol spotti lengri gerð.

    Sjáums með bros á vör á fjöllum/jökli Snæfellsnes.

    kveðja gundur





    08.04.2005 at 19:42 #520424
    Profile photo of Kjartan Rúnarsson
    Kjartan Rúnarsson
    Member
    • Umræður: 13
    • Svör: 248

    Við ætlum að leggja af stað frá select vesturlandsvegi kl 0800 fyrir þá sem vilja. Formleg brottför er 0900 frá hyrnunni borgarnesi þannig þátttakendur úr reykjavík geta því ráðið á hvorum staðnum þeir ætla að hitta okkur. Það er hægt að ná í okkur í fyrramálið ef eitthvað er 821-6461
    Allir velkomnir
    Sjáumst hress
    kveðja
    Kjartan og Nína





    12.04.2005 at 10:49 #520426
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Lagt var af stað frá Select við Vesturlandsveg kl. 8.00 á laugardagsmorgni 9. apríl 2005 og var för heitið á Snæfellsnes undir leiðsögn þeirra í Vesturlandsdeild klúbbsins. Næsta stopp var Hyrnan í Borgarnesi en þar beið hinn hlutinn af hópnum tilbúinn að fylgja okkur um óbyggðir Snæfellsnes. Þarna var mættur leiðsögumaður hópsins Þröstur Þór Ólafsson á Patrol, landvörður í Snæfellsnesþjóðgarðinum, og hans meðreiðarsveinn Flemming á Toyotu. Þarna voru mættir fjórtán bílar af öllum stærðum og gerðum, sumir að fara í sína fyrstu ferð með klúbbnum.
    Ekið var út á Snæfellsnesið og var Þröstur Þór duglegur við að fræða okkur um svæðið en ekki er ég viss um að allir hafi upplifað umræður um Patrol versus Toyota þar sem sumir voru með VHS, aðrir með CB og enn aðrir með hvoru tveggja, en kannski var bara betra að þeir heyrðu ekki allt. Þegar komið var að afleggjaranum Arnarstapi/Ólafsvík var ákveðið að prófa hvernig færið væri upp að jöklinum og var byrjað að hleypa úr á vegamótunum.
    Þegar búið var að mýkja dekkin var haldið áleiðis upp og voru nokkrar festur á leiðinni þar sem þetta voru misstórir bílar en eins og við vitum að þá ?leiðir haltur blindan? og öll dýrin í skóginum eru vinir og hjálpast að, stór og smá. Dæmi um þetta er þegar stóri Patrolinn leiðangurstjórans festi sig þá kom Stebbi litlitrúður og dró hann upp.Nokkrir af minni bílunum voru skildir eftir á leiðinni og var fólk ferjað á milli bíla og síðan haldið áfram. Voru nokkrar hindranir á leiðinni og eins gott að halda sig á slóðanum. Þarna var nógur snjór og því auðvelt að festa sig.
    Þegar við nálguðumst jökulinn fór veðrið og færðin versnandi og ekki var hægt að sjá mikið fram fyrir bílanna. Gripið var til þess ráðs að senda út álf til að ganga á undan bílunum og síðar varð að senda út fleiri álfa. Þegar álfarnir voru hættir að sjá þá var ákveðið að snúa við og var það gert en þetta breytti þessum sunnudagsbíltúr í jeppaferð og var góður rómur gerður að þessu ferðalagi.
    Þegar niður að þjóðvegi var komið var farið að pumpa í enn þá var 44? Toyotan hjá undirrituðum löngu búin að fylla þau dekk og var tíminn notaður til að reim skóþvenginn og taka myndir. Farið var niður á Arnarstapa þar sem leiðangursstjórinn hafði gleymt nestinu heima enn því næst farið yfir að Malarifi, sem er hús starfsmannafélags Siglingastofnunar, og var hópnum boðið inn og snæddu menn þar nesti alt frá ristuðu brauði frá Arnarstapa yfir í sviðakjamma með rófustöppu að hætti Fjalla-Eyvindar og Höllu. Þá var farið upp í Malarrifsvita og fengu allir bláar skóhlífar og sýnir það vel hversu vel vitarnir eru varðveittir. Þetta var í annað sinn sem Litadeildin hjá 4×4 fer í heimsókn í vita, síðast var það Dyrhóley og var það mikil upplifun en þá vorum við í Þakgili á Höfðabrekkuafrétt.
    Áfram var haldið og keyrt fyrir jökul og var leiðangurstjórinn duglegur að segja frá staðháttum, eitthvað það sem hann nefndi varðandi Malarrif en þar er ekki drykkjavatn að hafa en þeir sem voru þarna vitaverðir fyrr á öldum gátu farið í tvo hella þarna aðeins norðan við Malarrif, sem eru sitthvoru megin við veginn á leið norður og heita Vatnshellir og Íshellir. Í þessa hella er hægt að ná í vatn á mismunandi tímum ársins.
    Farið var yfir á Ólafsvík og aðeins kíkt í sjoppuna, þetta var jú nammidagur þannig að allir fengu fylli sína af sælgæti og ís. Eftir þetta var Ólafsvík kvödd og haldið yfir hálsinn og í átt að Borgarnesi en á leiðinni var tekinn krókur að keldu inni á nesinu en hún eins og fínasta setlaug og væri vel þess virði að setjast í hana einhvern daginn með góðum vinum eða mjög góðum vinum.
    Leiðarlok urðu í Hyrnunni um kl. 18.00 eftir frábæran dag eftir að fólk hafði fengið sér að snæða og voru allir mettir og ánægðir þegar lagt var af stað í göngin. þökkum við Vatnadrekar frá Siglingastofnun Litludeildinni frá 4×4, þeim Þresti Þór og Flemming, fyrir góðan dag.
    kveðja gundur





    12.04.2005 at 11:18 #520428
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þetta hefur verið hin besta ferð. Smá spurning, hversvegna eru [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=ferdamyndir/3576:27yxzde1]myndirnar[/url:27yxzde1] svona litlar, og hversvegna er ekki texti með einstökum myndum?

    -Einar





    12.04.2005 at 11:33 #520430
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sæll Einar

    Ég er búinn að gera þig að vini mínum, er það í lagi þín vegna.

    Varðandi stærð á myndum þá var ég búinn með kótann, 0.0 KB enn þegar ég minkaði þá gat ég haldið áfram að setja inn.

    Ég setti ekki textan með þar sem ég var ekki viss um að þetta væri að virka, annars er þa regla hjá mér að gera það, það kemur betur út.

    vinar kveðja gundur





    12.04.2005 at 12:31 #520432
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ekki hef ég neitt við það að athuga að þú eða aðrir setji mig á vinalista. Ástæða þess að ég spurði er að fastur heldur því fram að myndalbúmið sé orðið betra an það gamla og að það taki ekki nema mánuð að koma síðunni í viðunandi horf.

    Þar sem þú áttir fyrsta nýja albúmið sem ég fann sem var með fleiri en tveim eða þrem myndum ákvað ég að kíkja á það. Castor er semsagt ekki ennþá búinn að ná tökum á að minka og þjappa myndum, er hann þó búinn að vera að slást við þetta vandamál síðan í nóvember.

    -Einar





    14.04.2005 at 16:39 #520434
    Profile photo of Atli Sturluson
    Atli Sturluson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 108

    Sæll Gundur
    Takk fyrir síðast, var með þér á nesinu og vildi leiðrétta smá.
    Sá sem dró leiðsögumanninn var Einar á 38“ Toy en ekki Stebbi, þó hann hafi staðið sig ótrúlega vel.
    Ég læt nokkrar myndir í albúmið (Þegar ég kemst inn til að setja nýjar)og þar má sjá kappann að leik búinn að rífa aurhlífina undan eftir að hann var sokkinn upp að stuðurum.

    Kveðja
    Atli
    R-3362





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.