This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.01.2004 at 13:41 #193434
AnonymousGetur einhver frætt mig um ferðir upp á snæfellsjökul?
einhverstaðar frétti ég að hægt væri að fara upp á jökulinn með snjóbíl til að geta rennt sér niður. En það er sama hvað ég leita hérna á netinu, því mér tekst ekki að finna neinar upplýsingar, hvorki e-meil, símanúmer eða neitt sem gæti auðveldað þetta fyrir mér.
Ef einhver getur hjálpað mér með þetta, þá væri sú hjálp vel þegin.Kveðja, Andri
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.01.2004 at 13:55 #48395412.01.2004 at 15:00 #483956
Það eru upplýsingar um [url=http://um44.klaki.net/sfj/:27b4qm5t]ferðir á Snæfellsjökul[/url:27b4qm5t] á vef [url=http://um44.klaki.net:27b4qm5t]umhverfisnefndar 4×4[/url:27b4qm5t]
-Einar
12.01.2004 at 16:18 #483958
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Glæsilegt, takk!
Vona þó að starfsmenn fyrirtækisins haldi hótunum sínum á fagmannlegu nótunum og verði ekki kynferðislegir.Kveðja, Andri
12.01.2004 at 16:22 #483960Ég hef aldrei lent í neinum hótunum eða dónaskap frá starfsmönnum Snjófells.
Hins vegar hef ég orðið var við mikið tillitsleysi og yfirgangssemi hjá "jeppamönnum" sem ætla sé að aka á jökla landsins.
Góða ferð á jökulinn………
BO
12.01.2004 at 16:43 #483962
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef nú lent upp á kant við þá, það var þegar þeir þóttust eiga jökulinn. Það var stuttu eftir að búið var að lýsa því yfir að þetta væri þjóðgarður. Þeir ætluðu að banna mér að aka upp á jökulinn. Hótuðu næstum lífláti, að ég yrði ákærður og fengi sekt upp á 100 þúsund. En þeir hafa nú batnað síðan og hef ég farið oft á hann frá því að þetta gerðist og ekkert mál. Bara ekki keyra í förunum þeirra. Það eina sem þeir biðja sérstaklega um.
Jónas
12.01.2004 at 16:47 #483964
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
En vil ég nú taka það fram, að samt sem áður þá keyrði ég upp á jökulinn þegar þeir hótuðu öllu illu en þeir gerðu nú ekki neitt blessaðir. Enda er þetta bara í kjaftinum á þeim enda hafa þeir ekkert fyrir sér með að kæra og gera nema um náttúruspjöll væru að ræða. Þeir eiga nú ekki jökulinn.
Snæfellskveðja
Jónas
12.01.2004 at 16:57 #483966
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er bara gamla góða spurningin um heilbrigða skynsemi og gagnkvæma tillitsemi. Við jeppamenn þurfum að taka tillit til Snjófellsmanna og skíðamanna á þeirra vegum (sem og annarra skíðamanna) með því að keyra ekki yfir brautina sem þeir troða. Ef það er gert ætti ekki að þurfa að vera neinn pirringur hjá þeim, allavega ekki eftir að þeim var bent á að þeir væru ekki æðsta yfirvald á jöklinum.
12.01.2004 at 18:03 #483968Menn sem stunda skemmdarverk á annarra manna eigum, svo sem að hleypa úr dekkjum jeppa meðan eigandinn er úti á gönguskíðum, sem ég veit dæmi um, eiga ekkert gott skilið.
Bara mín skoðun…
12.01.2004 at 18:06 #483970
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það getur nú velverið að einhver prakkari hafi þar verið á ferð. En ekki varstu við Snæfellsjökul þá??? En það er alveg rétt með þá sem stunda skemmdarverk. Það á bara að keyra á svoleiðis fólk.
Jónas
12.01.2004 at 18:16 #483972Nei ég var ekki þarna sjálfur, en þetta var við Snæfellsjökul. Ef þú lendir í manni sem hreytir í þig ónotum og hótunum fyrir að fara á "jökulinn hans", ferð út að ganga og kemur til baka að bílnum loftlausum, hvaða ályktanir dregur maður af því?
Ég hef þetta frá fyrstu hendi, og er búinn að vera reiður út í þá síðan…..
12.01.2004 at 18:21 #483974
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mikið rétt, mikið rétt, þeir voru leiðinlegir þangað til þeim var sagt að þeir væru ekki hæstráðendur yfir jöklinum eins og Skúli segir. Það þaggaði niður í þeim. Leiðinlegt að svona skyldi fara.
Jónas
12.01.2004 at 19:24 #483976Sælir.
Hvet alla til að sýna ÖLLUM ÖÐRUM tillitssemi í allri ferðamennsku. Ef einhver lendir hins vegar í þessum Tryggva hjá Snjófelli, sem ég hef heyrt margar sögur af, þá er rétt að láta hann ekkert vaða yfir sig á skítugum skónum. Því miður hef ég heyrt að hann sé frægur að endemum fyrir ofstæki í garð jeppamanna og annarra þeirra sem ferðast á þennan skafl þarna fyrir vestan. Hið hjákátlega er að síðast þegar ég vissi, voru/eru þeir sjálfir með starfsemi án tilskilinna leyfa í miðjum þjóðgarðinum og rúnta þarna fram og til baka um allt á vélknúnum ökutækjum þar sem allur akstur slíkra tækja er alfarið bannaður án sérstakra leyfa.
Það varð nefnilega algert slys þegar þessi ákvæði rötuðu inn í reglugerðina um þennan þjóðgarð. Jákvætt viðmót og skilningur núverandi þjóðgarðsvarðar breytir engu um þá reglu sem þarna var lögtekin. Nú er staðan sú, að fari ég á jökulinn án sérstaks leyfis og t.d. Tryggvi í Snjófelli kærir mig til lögreglu, þá ber lögreglunni að rannsaka málið og upplýsa það. Ef niðurstaðan verður sú, að ég hafi ekki sérstakt leyfi uppá vasann, þá væntanlega verður mér refsað. Þjóðgarðsvörður eða aðrir breyta engu um það, á meðan hann gefur ekki út almenna heimild til aksturs á jöklinum. Með sama hætti get ég hringt og kært Tryggva…
Þetta er auðvitað alger vitleysa og meira að segja sjálfur þjóðgarðsvörðurinn skildi þetta ekki á fundinum sem hann kom til okkar, ekki frekar en ýmsir af okkar ágætu félögum þegar þessi umræða var tekin síðast hér á spjallinu. Auðvitað hefði átt að orða þetta á þann hátt að þjóðgarðsverði væri heimilt að takmarka eða banna alveg umferð vélknúinna tækja á jöklinum ef sérstakar ástæður mæltu með því. M.ö.o. akstur væri heimill eins og annarsstaðar á snjóþekju, en heimilt að takmarka hann t.d. um páska og á öðrum tímum þar sem slíkt þætti réttlætanlegt.
Annars skiptir þessi skafl þarna fyrir vestan ekki endilega öllu, en hættan er sú að "copy paste" aðferðin verði stunduð þegar samdar verða reglur um aðra jökulþjóðgarða sem nú er verið að stofna. Því verður að berjast gegn, enda hvergi nein viðlíka sjónarmið og gætu verið uppi á Snæfellsjökli vegna smæðar hans (annars staðar er alls staðar nægt pláss fyrir alla…)
Ferðakveðja,
BÞV
12.01.2004 at 19:26 #483978Þrír umhverfisnefndarmenn fóru og litu á aðstæður þarna fyrir tæpum tveim árum. Þá höfðu Snjófellsmenn troðið slóð sem lá þannig að ómögulegt var að komast á bílum án þess að aka yfir og eftir slóðinni á köflum. Það getur því verið erfitt að komast hjá árekstum ef annar aðilinn velur sínar leiðir einhliða og án þess að taka tillit til annara. Það er sérstaklega hætt við þessu þegar snjór er það mikill að hægt að fara á skíðum og vélsleðum niður að þjóðvegi austan Stapafells.
-Einar
12.01.2004 at 19:53 #483980Þetta hafa menn oft sagt mér. Snjótroðarabrautin er lögð á þeim eina stað sem jeppar komast upp á jökulhálsinn og svo segist Snjófells talsmaðurinn "eiga" slóðina.
Ég hef heyrt að jeppamönnum hafi verið hótað lífláti ef þeir ækju í slóðina! Lentu ekki heiðurshjúin Soffía og Beggi í einhverju meiriháttar orðaskaki þarna í fyrra eða hitteðfyrra?
Ferðakveðja,
BÞV
12.01.2004 at 22:22 #483982
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er reyndar rétt að þetta með "gagnkvæma" tillitsemi hefur kannski ekki alveg verið að virka. Snjófell þarf auðvitað að leggja brautina þannig að hægt sé að komast á jökulinn án þess að krossa hana í stað þess að leggja hana í stóran sveig vestur eftir eins og var í þessu tilfelli Einar. Þess vegna er kannski ekki vitlaus sú hugmynd þjóðgarðsyfirvalda að kortleggja svæðið þarna þannig að ákveðin sneið sé fyrir skíðaumferðina, ákveðið svæði fyrir vélsleða, ákveðið svæði fyrir göngufólk og ákveðið svæði fyrir jeppaumferð. Þessi hugmynd var sett fram á þeim forsendum að þarna er um mjög afmarkað og þröngt svæði með mikilli umferð. Sérstaða Snæfellsjökuls miðað við önnur leiksvæði okkar jeppamanna liggur í því að hann hentar vel fyrir allar tegundir útivistar (þó kannski ekki til göngu að mínu mati). Til samanburðar eru það t.d. ekki nema hörðustu fjallaskíðafrík sem fara yfir Eyjafjallajökul svo dæmi sé tekið og undantekning ef maður rekst þar á menn á tunnustöfum. Það gilda því að öllu leiti allt önnur lögmál þarna en annars staðar.
Ef Sjófellsmenn eru með skæting og sýni öðrum litla tillitsemi þarna ens og hér er lýst, styrkir það okkar stöðu og málstað, en aðeins svo fremur sem við sýnum ekki af okkur sömu háttsemi.
Kv – Skúli
13.01.2004 at 00:47 #483984já……Merkilegt að ég skuli aldrei lent í þessu.
Held að ég getið fullyrt að ég hafi farið oftar upp á jökulinn en margir hérna. Þó hef ég aldrei lent í þessum ægilegu aðstæðum og orðaskaki sem hér er lýst.
T.d var Tryggvi mjög liðlegur í vor þegar að við fórum að ísjármæla jökulinn.
Svo megið þið ekki gleyma því að þessar aðstæður eiga ekki eingöngu við uppi á snæfellsjökli. Sama "vandamál" getur komið upp á Krillajökli, Skálpanesi, Vörðu (Bragabót), Hellisheiði, Litlu Kaffistofu, Skálafellsjökli og annars staðar þar sem skipulagðar vélsleðaferðir eru.
BO
13.01.2004 at 00:57 #483986Vondar sögur…
Ég fór þrisvar á Snæfellsjökul hérna eitt árið og þeir litu á mig eins og ég væri einhver leiðinda kall. En þegar ég sagði [i:ykh4lp52],,Góðann daginn, er ekki gott færi á jöklinum? Veistu hvar er best að komast upp?“[/i:ykh4lp52] Þá kom allt annað hljóð í starfsmanninn og hann sagði mér fréttir af sprungum og snjóarlögum. Bað hann mig góðlega að keyra ekki yfir hina troðnu braut sem óvana sleðafólkið fer til að komast upp á jökul. Mér fannst ekkert sjálfsagðara.
Ég held að þetta fari svolítið eftir því hvernig farið er að fólki. Með góðu og þægilegu viðmóti er oftast hægt að komast hjá leiðindum.
Kveðja Fastur
13.01.2004 at 16:53 #483988Fastur hittir naglann vel á höfuðið!!!
BO
13.01.2004 at 17:27 #483990
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Flest þessara orðaskaka voru þegar þeir héldu að þeir ættu jökulinn. Og það eru nú nokkur ár síðan. Þannig… þeir eru allt í lagi núna, en ég tala aldrei neitt við þá, ég bara keyri upp ef það er hægt. Þó kemst maður framhjá hjá því að tala við einhverja vitleysinga.
Jónas
13.01.2004 at 17:53 #483992Ég held að menn ættu nú að tala eins og fullornir menn hérna og líta í eigin barm, Hvernig þætti þér það ef þú værir búinn að vera með fyrirtæki sem stundar að flytja fólk uppá jökulinn í ca. 10 ár, svo er jökulinn gerður að þjóðgarði og þá átt þú bara að kasta frá þér fjölskyldufyrirtækinu og gera eitthvað annað annarsstaðar , og þegar menn eins og hér að ofan voru að kalla þetta einhvern skafl hérna fyrir vestan , ég hélt að flestir landsmenn vissu hvað þessi "skafl" væri orðinn heimsfrægur fyrir sérstöðu sína og fegurð og ef menn sjá það ekki þá ættu þeir að halda sig á þessum stærri jöklum svo það að geta ekki verið annarsstaðar en í slóðanum eftir troðarann , slóðinn er eflaust einhverjir 3-3.5m á breidd, þótt að jökulinn sé kannski lítill er hann ekki það lítill að hægt sé að keyra fyrir utan slóðann sérstaklega þegar menn eru á 38-44" breyttum jeppum
en þetta er mitt álit og vil ég taka fram að ég er ekkert skyldur eða tengdur þessu fyrirtæki hjá Tryggva og fjölsk.
og held því fram eins og einhver benti á að ef menn vilji að komið sé fram við þá með virðingu þá áttu þeir að kunna að sína hana líka.
sérstaklega þegar þeir eru gestir….
kveðja gisli9und
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.