This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Snæbjörnsson 22 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.03.2002 at 21:54 #191371
Ég ætlaði að fara á Snæfellsjökul um daginn en var þá sagt að það væri bannað nema á vélsleða eða snjóbíl og einungis væri leyft að fara á jeppum 3 daga á ári. Geta einhverjir fróðir menn staðfest þetta og er þá búið að friða snjóinn.
kv
R-319 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.03.2002 at 11:37 #459516
Ég talaði við þjóðgarðsvörðinn, Guðbjörgu Gunnarsdóttur
http://www.natturuvernd.is/1_Stofnun/st … dottir.htm
í janúar síðastliðnum.
Hún sagði að það væri ekki bannað að aka á jökulinn.
Líklega verðar settar eitthverjar reglur um akstur á jöklinum,
en það hefur ekki verið gert.
Það er hægt að ná í hana á skrifstofu Náttúruverndar, s 570 7400
Það eru tengingar á viðkomandi lög og reglugerðir á síðu
umhverfisnefndar: http://um44.klaki.net/reglur.html
06.03.2002 at 16:50 #459518Sælir,
hver bannaði þér að fara á jökul ?
Er það ekki frekað hæpið þegar menn eru farnir að banna hver öðrum að aka á jökul ? Þurfa menn ekki að vera einhverskonar embættismenn með lög eða reglugerðir á bakvið sig til að geta það ? Og geta þá sýnt viðeigandi skilríki.Ég (eins og flestir jeppamenn, sennilega) er rosalega mikið á móti því að banna akstur á jökla þó þeir séu innan þjóðgarða. Þarna er fínn vegur uppað jökli og engin þörf á að fara utan hans og hjólför á jökli hverfa stundum á hálftíma !!
Ég er búinn að fara á 3 jökla og á helling eftir og þar á meðal Snæfelljökul. Ég vona að þetta verði aldrei bannað.Jöklakveðja,
Valdi
06.03.2002 at 21:32 #459520Þakka fyrir upplýsingarnar.
07.03.2002 at 18:05 #459522
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er ekki stóra ástæðan fyrir því að þetta er bannað til þess að tryggja öryggi þitt? Þeir geta lumað á ýmsu jöklarnir yfir veturinn…
07.03.2002 at 19:26 #459524Þetta er mikil speki og trúlega ættum við að hætta að ferðast á hálendinu að vetri til…..það er svo hættulegt…
Hlynur hræddi R2208
08.03.2002 at 00:10 #459526
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já auðvitað hefur þetta verið af einskærri góðmennsku sem þessi maður bannaði akstur á jökulinn:)
08.03.2002 at 10:31 #459528Ég hringdi í dag í Guðbjörgu þjóðgarsvörð og ferðaþjónustuna
Snjófell á Arnarstapa sem eru með vélsleða útgerð á SnæfellsjöliÞeir hjá Snjófelli bera út þau ósannindi að akstur á bílum
sé bannaður. Þeir hafa ekkert fyrir sér í þessu.Það er leyfilegt að aka á jökulinn í samræmi við þau log
og reglur sem almennt gilda um akstur á snjó.
Það rétt að minna menn að sýna almenna tillitssemi og t.d.
varast að aka í eða yfir troðnar skíðabrautir.
Sjá síðu umhverfisnefndar, http://um44.klaki.net/reglur.html-Einar
08.03.2002 at 11:25 #459530Við vorum þarna á ferð sömu helgi og þjóðgarðurinn var opnaður með viðhöfn í fyrra. Starfsmaður Snjófells hótaði okkur öllu illu og sagði að við værum í óleyfi á jöklinum og yrðum að fá leyfi. Annars gætum við verið sektuð og hvaðeina vegna þessarar "refsiverðu háttsemi" að keyra þarna á "þeirra" svæði. Þessi ungi maður sem tjáði okkur þetta með miklum valdsmannslegum sýslumannsssvip hafði stuttu áður sagt við annað jeppamann (sem við könnuðumst við og spjölluðum við síðar) að hann yrði að greiða fyrir leyfi til að keyra á jöklinum, einhverja marga þúsundkalla. Við okkur sagði hann að leyfið kostaði 50 þúsund eða svo minnir mig. Mér þótti síðar fróðlegt að vita að á þeim tíma sem verið var að hóta okkur var þessi blessaða ferðaþjónusta ekki sjálf með starfsleyfi til að vera með ferðamenn þarna á jöklinum.
Ég skal auðvitað taka tillit til annarra sem eru að ferðast þarna, hvort sem þeir eru á troðara, skíðum, sleðum eða jeppum. Það er bara sjálfsögð kurteisi. En svona framkoma er fyrir neðan allar hellur og á ekki að sjást.
08.03.2002 at 16:38 #459532
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir,
Þetta eru áhugaverðar upplýsingar, ég var nefnilega mikið að hugsa um að skoða þennan skafl um páskana.
Ef þetta er rétt, þ.e. að ferðaþjónustumenn eru að meina öðrum að fara um jökulinn eða heimta gjald fyrir og hafa engan rétt til þess er það þá ekki lögreglumál sem láta þarf reyna á??
Nú þekki ég ekki til aðstæðna, er mögulegt að menn aki eftir einkavegi eða um einkaland að jöklinum sem ferðaþjónustan hefur yfirráðarétt yfir og geti þannig bannað akstur um "sitt" landsvæði svo menn komist ekki að jöklinum?
Er þá önnur leið til langt frá aðstöðu ferðaþjónustunnar?
Það væri mjög gott ef kunnugir gætu upplýst um aðstæður og tala nú ekki um bennt manni á hvernig/hvert maður á að snúa sér ef þeir fara að stoppa mann á leið um skaflinn.Siggi_F
P.S.
Ég lennti í svipuðu að sumarlagi á Langjökli fyrir nokkrum árum. Ég var í bústað í Húsafelli og keyrði með krakkana upp að jökli til að skoða aðstæður og við brenndum framhjá skálanum hleyptum úr og svo áfram upp jökulinn. Þegar við erum komin aðeins upp í hlíðina kemur gutti á snjósleða á fleygiferð framfyrir okkur leggur þvert fyrir framan okkur og bannar okkur að fara lengra. Við höfðum reyndar fylgt troðaraslóðinni þeirra en það gefur þeim nú varla rétt til að banna umferð um jökulinn?? Við fórum ekki mikið lengra því það var að skella á þoka. En þegar við komum niður aftur voru þeir búnir að leggja öllum sínum tækjum fyrir þar sem maður kemur niður á bílastæðið og ég varð að fara langt til hliðar til að komast inn á veginn aftur. Skemmtilegir!!!Er slóðinn upp í Þjófakrók einkavegur???
Er lóðin kringum skálan kannski einkalóð???
Er einhver hluti jökulsins einkaland???
Eða er þetta bara frekja???Það væri gott ef kunnugir gætu svarað þessu svo maður hafi rétt þjónusutfyrirtækja á bæði Snæfellsjökli og Langjökli á hreinu næst þegar maður verður stoppaður.
Kveðja
Siggi_F
08.03.2002 at 22:11 #459534Það er alveg á hreinu að enginn getur stoppað mann þegar maður er á jökli (þeir eru í eigu ríkissins) nema Löggan og hana sér maður nú varla á snjó.
Vegurinn upp jökulhálsinn við Snæfelsjökul er á vegum vegagerðarinar (F 870) og þar má bara vegagerðin eða Löggan banna mönnum að fara um en ef einhverjir aðrir eru að rífa kjaft á bara að segja þeim að halda k….i . Reyndar minnir mig að það sé bannað með lögum að aðrir en vegagerðin eða menn á hennar vegum ryðja vegi sem eru í umsjón hennar og þá má nú kóngurinn á svæðinu fara að passa sig að brjóta ekki lög þegar hann veður þarna um allt.
Sem sagt að maður á ekki að hlusta á allt kjaftæðið sem smákóngarnir á svæðunum eru að reyna að ljúga í okkur jeppamenn og konur þegar við erum að ferðast.
Hlynur R2208
09.03.2002 at 06:05 #459536Mín skoðun er sú að ef menn verða fyrir eitthverju svipuðu
og Soffía lýsir, þá eigi menn að hringja á Lögreglu. Starfsmenn Snjófells hafa verið að brjóta lög með því að taka sér vald sem þeir hafa ekki og með hótunum og jafnvel fjárkúgun. Ef lögreglan fæst ekki til að koma og taka skýrslur, þá er a.m.k. hægt að skrifa niður nöfn viðkomandi.Náttúruverndarlögin fjalla um rétt manna til að ferðast um landið. Landeigendur hafa ekki rétt til að banna ferðir
fólks utan ræktaðs lands. Til dæmis geta þeir ekki bannað
gangandi umferð meðfram laxveiðiám. Það skiptir því ekki máli hvort svæðið austan Snæfellsjökuls er í einkaeigu eða ekki, við erum í fullum rétti að ferðast þar um og getum ekið þar sem jörð er snæviþakin og frosin.Ég er ekki sammála þeirri túlkun Björns Þorra að reglugerðin um Snæfellsjökulsþjóðgarðinn banni akstur á jöklinum. Hún gefur þjóðgarsverði vald til að stýra notkun vélknúinna ökutækja þar. Vegna þess hve jökullinn er lítill og fjölfarinn þá er þess þörf. Hinsvegar hafa ennþá ekki verið settar neinar sérstakar reglur fyrir jöklulinn, og verða a.m.k. ekki fyrir páska.
09.03.2002 at 22:37 #459538Sæll eik.
Þú ert óþreytandi að vera ósammála mér og er það vel, svo lengi sem hægt er að fjalla um hlutina á málefnanlegan hátt. Fyrir aðra þá er lesa kunna þetta svar mitt, þá hefur skoðun mín um þetta mál ekki komið fram undir þessum þræði, heldur í rafbréfi milli stjórnar og fulltrúa umhverfisnefndar félagsins.
Mínar skoðanir varðandi þetta mál eru eftirfarandi:
Nr. 1. Akstur á Snæfellsjökli miðað við núverandi reglur er ÓHEIMILL án sérsaks leyfis þjóðgarðsvarðar.
Nr. 2. Fulltrúar Snjófells eru í fullkomnum órétti að taka sér lögregluvald innan þjóðgarðsins.
Nr. 3 nauðsynlegt er fyrir okkur að vera í sambandi við opinbera aðila til að tryggja það að reglurnar varðandi akstur á Snæfellsjökli verði ALLS EKKI yfirfærðar á aðra jökla landsins, þegar þjóðgarðar um þá kunna að verða stofnaðir.
Nr. 4. Rangt er farið með á heimasíðu umhverfisnefndar, þar sem fullyrt er að meðan ekki hafi verið settar sérstakar reglur um aksturinn á jöklinum, gildi einungis ákvæði náttúruverndarlaga.
Nr. 5. Hér er á ferðinni annað af fjöreggjum okkar jeppamanna, þ.e. að fá að ferðast á sjó, en hitt er það að fá að aka um á þessum frábæru breyttu bílum okkar.Varðandi nr. 1: Ef menn skoða reglugerð Sifjar Friðleifsdóttur nr. 568/2001 frá 28. júní 2001, nánar tiltekið 15. gr., þá blasir við eftrifarandi texti: "Umferð á vélknúnum ökutækjum í þjóðgarðinum er aðeins heimil á vegum og bílastæðum. Akstur vélknúinna ökutækja á jökli er háður leyfi þjóðgarðsvarðar". Þetta er alveg skýrt. Til þess að aka á jöklinum þarf leyfi þjóðgarðsvarðar. Það er hins vegar bara jákvætt ef afstaða Guðbjargar Gunnarsdóttur núverandi þjóðgarðsvarðar er sú, að aksturinn sé að fullu heimill meðan nánari reglur hafa ekki verið settar. Við værum eins bundnir af þeirri ákvörðun hennar að banna alfarið alla umferð vélknúinna ökutækja meðan reglurnar eru ekki tilbúnar… Eins og segir í ákvæði reglugerðarinnar þá er aksturinn "háður leyfi þjóðgarðsvarðar".
Varðandi nr. 2: Snjófellsmenn vaða reyk! Skýrt er tekið fram í reglugerðinni að það eru þjóðgarðsvörður og landverðir hans sem framfylgja ákvæðum reglugerðarinnar. Það er einnig skondið mjög, að þegar ég heyrði fyrst af þessum aulagangi þeirra Snjófellsmanna, að reyna að "banna umferð jeppa á jökulinn", þá voru þeir sjálfir í fullkomnum órétti með sína starfsemi á jöklinum skv. uppl. frá Náttúruvernd ríkisins, en skv. 17. gr. reglugerðarinnar er "hverskonar atvinnustarfsemi og samkomuhald í þjóðgarðinum óheimilt, án sérstaks leyfis Nátturuverndar ríkisins".
Varðandi nr. 3: Nauðsynlegt að þessar reglur verði EKKI yfirfærðar á aðra jökla þegar þjóðgarðar um þá kunna að verða stofnaðir. Snæfellsjökull er sérstakur hvað varðar smæð, aðgengi og traffík og því hugsanlega réttlætanlegt að gera þar strangari kröfur en á öðrum jöklum/svæðum á hálendinu. Hins vegar er ALGERLEGA FRÁLEITT ef slíkar reglur ættu að gilda á örðum jöklum landsins. Þar eru menn hvort sem er ekki að þvælast hver fyrir öðrum. Nóg pláss fyrir alla…
Varðandi nr. 4: Lagatúlkun. Það er svo, að ákvæði sérlaga og reglna, t.d. um tiltekin svæði, ganga framar almennum ákvæðum laga eða almennra reglugerðarákvæða. Þess vegna er þessi fullyrðing á heimasíðunni röng. Hins vegar er það bara okkar lán að afstaða þjóðgarðsvarðar skulu vega sú, að okkur sé áfram frjáls för um jökulinn meðan nánari reglur hafa ekki verið settar. Við hefðum verið alveg jafn bundin ef afstaða hennar hefði verið sú, að meðan reglurnar liggi ekki fyrir, skuli öll vélknúin umferð bönnuð.
Varðandi nr. 5: Bæði þessi mál eru nú í mikilli deiglu, enda er annars vegar umhverfisnefnd klúbbsins að vinna að framgangi hagsmunamála okkar varaðandi það að fá að vera áfram "frjálsir ferða", bæði á snjó og á slóðum. M.a. er unnið að því að skilgreina hugtakið "slóð/slóði", þannig að m.a. kortagerðarmenn geti haft til hliðsjónar hvaða slóða/leiðir setja skuli inn á kort og hvaða ekki. Umhverfisnefnd klúbbsins hefur einnig staðið fyrir söfnun GPS upplýsinga um slóða og stuðlað þannig að því að ljóst sé hvaða leiðir hafa verið eknar um landið í gengum árin. Hins vegar eru stjórn og tækninefnd félagsins í samráði við bílaumboðin og breytingaaðila að vinna að nánari útfærslum á reglum um breytingar á jeppum.
Að lokum þetta: Við jeppamenn sem og annað ferðafólk, þurfum að taka höndum saman um að varðveita rétt okkar til að njóta náttúru landsins okkar. Að sjálfsögðu þurfum við að halda áfram öflugum áróðri og fræðslu innávið varðandi nærgætna umgengni við landið og að ALLS EKKI megi valda náttúruspjöllum á ferðum okkar. Ég tel að Ferðaklúbburinn 4×4 hafi í þessum efnum lyft Grettistaki á umliðnum árum, enda heyrir það sem betur fer til algerra undantekninga ef jeppamenn verða fréttamatur vegna skemmda á náttúrunni, jafnvel þó ferðamennska á jeppum hafi margfaldast á síðustu árum.
Með ferðakveðju til sjávar, sveita og óbyggðra svæða…
BÞV
09.03.2002 at 23:26 #459540Við Björn erum sammála nema varðandi atriði 1 og 4. Það sem
ég hef sett á síðu umhverfisnefndar um þessi atriði byggir á samtölum við þjóðgarðsvörð og starfsmenn umhverfisráðuneytis. Það má líta svo á að það sé ákvörðun þjóðgarðsvarðar að ekki gildi aðrar reglur á Snæfellsjökli en annarsstaðar. Það kemur fram á síðunni að þetta er tímabundið.
Það er líka líka fróðlegt að lesa ræðu ráðuðherra við stofnun þjóðgarsins. Það er alls ekki hægt að lesa úr henni að það hafi verið ætlunin að banna akstur á jeppum á jöklinum. Ég rengi ekki túlkun Björns á orðalagi reglugerðarinnar en mér tókst ekki að fá þá sem ég hef rætt þetta við, til að skilja það á sama hátt.
Eg er sammála því reglurnar á Snæfellsjökli meiga ekki verða fordæmi fyrir aðra þjóðgarða en ég sé ekki ástæðu til ótímabærrar svartsýni í því efni.
Eitt af því sem þarf að vinna að, er að "notendur", til dæmis SamÚt, fái fulltrúa í rágjafarnefndum sem stofnaðar hafa verið við alla þjóðgarða.
10.03.2002 at 00:12 #459542Sæll eik.
Nú er það svo, að hvorki afstaða þjóðgarðsvarðar,
starfsmanna umhverfisráðuneytis eða ræða umhverfisráðherra eru réttarheimildir þegar til kastanna kemur. Það er einfaldlega sá texti sem birtur er í settum reglum (lögum og reglugerður í þessu tilfelli).Sá texti er skýr eins og ég hef áður lýst. Hins vegar erum við grjótheppin að þjóðgarðsvörðurinn virðist ekki hafa sérstakar fyrirætlanir um fyrirfram takmarkanir á umferð um jökulinn. Það er hins vegar kristaltært að sá sem verður uppvís að því að aka án leyfis á jökulinn er að brjóta reglurnar eins og þær liggja fyrir. Skv. 24. gr. reglugerðarinar varða brot á henni sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
Að lokum aðeins til fyllingar á því sem ég skrifaði í fyrri pistli mínum: Í 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 619/1998 um akstur í óbyggðum er sérstaklega hnykkt á þeirri almennu reglu sem ég gat þar um. Í greininni segir: "á friðlýstum svæðum gilda auk þess sérákvæði um akstur, sbr. friðlýsingarákvæði".
Hættum öllum "Pollíönnuleik". Aksturinn er ólögmætur ef hann er án leyfis þjóðgarðsvarðar. Tökum höndum saman um að svona reglur líti ekki dagsins ljós á öðrum jöklum eða óbyggðum svæðum landsins.
Með ferðakveðju,
BÞV
11.03.2002 at 09:29 #459544Hann Björn Þorri hefur rétt fyrir sér, þetta er sama niðurstaða og ég komst að eftir að hafa "dempt" mér ofan í reglugerðartextann og fleira þessu tengt. Við erum bara þrælheppin að afstaða þjóðgarðsvarðar er okkur í hag nú um mundir, en strangt til tekið þarf hún/þjóðgarðsvörðurinn að veita leyfi fyrir allri umferð á jöklinum. Ætli skortur á reglum um hvernig það skuli framkvæmt sé ekki aðallega skýringin á því að staðan er svona í dag.
Það voru sérstaklega ummæli umhverfisráðherra sem vöktu hjá mér miklar áhyggjur af næsta skrefi í þjóðgarðamálum. Ráðherra sagði að þetta frumkvöðlastarf, við að stofna þjóðgarð á Snæfellsjökli, yrði nýtt við stofnun þjóðgarðs á Vatnajökli. Sem sagt svipuð reglugerð með svipuðum takmörkunum?? Maður veit aldrei…
Það er spurning hvort ekki ætti að birta upplýsingar á heimasíðu 4×4 um hvernig maður ætti að bera sig að ef leiðin liggur um Snæfellsjökul, t.d. gefa upp símanúmer þjóðgarðsvarðarins svo hægt sé a.m.k. að fá munnlegt leyfi. Eða hvernig væri að fá bara "opið" leyfi fyrir alla félagsmenn 4×4? Hvað ætli hún segði við því?
11.03.2002 at 20:41 #459546Þjóðgarðsvörður segir mér að akstur á Snæfellsjökli sé leyfður. Ég hef komið þeim skilaboðum á framfæri.
Ennfremur komst ég að því að forsvarsmenn Snjófells hafa verið að dreifa ósannindum um þetta. Þeir virðast vera hættir því, í bili a.m.k.
Vinnusímanúmer þjóðgarðsvarðar er ofar í þessum spjallþræði.
Heimasími og GSM númer eru í símaskrá.
11.03.2002 at 22:29 #459548Gott hjá henni. Vonandi breytir hún ekki þeirri afstöðu sinni til vélknúinna farartækja. Ég ráðlegg engum (sem vill virða lög og reglur) að leggja akandi á jökulinn, án leyfis þjóðgarðsvarðar. Það væri gott að fá "almennt akstursleyfi" fyrir jeppamenn á jöklinum, þá er óhætt að fara. Annars eiga menn yfir höfði sér sektir eða fangelsi…
Símtöl við embættismenn eru ekki réttarheimildir (jafnvel þótt þeir séu þjóðgarðsverðir). Hins vegar væri almenn auglýsing frá þjóðgarðsverði um að akstur á jöklinum sé heimill fullnægjandi til að öllum sé óhætt að aka þar. Kannski væri rétt að þrýsta á um slíka auglýsingu þannig að allir þurfi ekki að vera að sækja bréflega um heimild til að aka á jökulinn???
Ég hringdi sjálfur í Náttúruvernd sl. sumar (eftir að reglugerðin tók gildi) og sagðist ætla að aka á jökulinn. Mér var bent á að senda umsókn á faxi og gefa upp númer á bílunum sem yrðu í hópnum… ÖMURLEG FRAMTÍÐARSÝN EF ÞETTA YRÐI GERT AÐ MEGINREGLU VARÐANDI AKSTUR Á AÐRA JÖKLA.
Ég er ekkert sérstaklega svartsýnn að eðlisfari, en eins og Soffía benti á, þá hefur því verið lýst yfir að reglurnar um Snæfellsjökul verði nýttar sem fyrirmynd þegar kemur að stofnun annarra "jöklaþjóðgarða". ÞAÐ MÁ EKKI VERÐA!!!
Ferðakveðja,
BÞV
12.03.2002 at 08:46 #459550Eftir næstu mánaðmót verður hafst handa við að smíða reglur um akstur á Snæfellsjökli. Mér hefur verið lofað að það verði gert í samráði við okkur. Ég vænti þess að þá verði til almennar reglur sem verði m.a. birtar á vefsíðu umhverfsinefndar. Ég hef ekki ekki lært jafn mikla lögfræði og Björn Þorri og þekki ekki hvernig réttarheimildar eru skilgreindar.
Einu sinni sat ég þó eins dags námskeið sem Viðar Már Matthíasson kenndi. Þar lærði ég það að munlegir samningar væru jafngildir öðrum samningum, ef hægt væri að sannreyna efni þeirra. Ég hef ekki minnstu ástæðu til að ætla Þjóðgarsverði að hún færi að afneita því fyrir rétti að hafa sagt mér að akstur á jöklinum væri leyfður. Því trúi ég því að akstur á Snæfellsjökli sé leyfilegur, svo framarlega sem hann brýtur ekki í bága við þær reglur sem almnennt gilda. Þegar þetta breytist ætla ég að setja tilkynningu á vefsíðuna.
12.03.2002 at 23:51 #459552Sælir félagar. Rakst á þessa frétt á netinu
Vísir, Mán. 11. mars 21:18
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, upplýsti á Alþingi í gær að stefnt væri að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar.
Honum þótti vanta á að afstaða ríkisstjórnarinnar til málsins kæmi skýrar fram. Siv sagði að stofnun þjóðgarðsins væri fyrsta skrefið, síðan væri hægt að huga að stækkun hans. Hún sagðist vonast til að fljótlega verði hægt að setja nefnd til að athuga fyrirhugaða þjóðgarðsstofnun, en eftir ætti að ákveða hvernig sú nefnd yrði skipuð. Hún sagði virkjanaframkvæmdir á hálendinu ekki raska áætlunum um þjóðgarð. "Nú er það þannig að þjóðagarðar hjá okkur flokkast undir flokkun 2 hjá Alþjóðanáttúruverndarsamtökunum. Ef af virkjun verður er hægt að stofna þjóðgarð á svæðinu, þá yrði blönduð flokkun á svæðinu, þ.e.a.s. flokkun 2 en virkjunin í minni flokki," sagði hún og bætti við að alla möguleika þyrfti að skoða vandlega.
BÞV
13.03.2002 at 11:04 #459554Þessi Vatnajökulsþjóðgarður er nú náttúrulega eiginlega bara fyndinn. Hvað á eiginlega að vernda þarna? Má maður kannski ekki lengur pissa í snjóinn?
Hann hefur hinsvegar skemmtileg áhrif á setningu eins og X prósent af hálendi landsins eru þjóðgarðar (restin reyndar uppistöðulón, en hverjum er ekki sama um það)…!Hvað sem öðru líður, þá minnir mig að á einhverjum kortum frá landmælingum íslands sé Skaftfellsþjóðgarður teiknaður norður fyrir Grímsvötn. Þá er einnig Öræfajökull, með Þumli og Hvannadalshnjúk innan garðsins.
Er þá staðan orðin sú að maður þarf skriflegt leyfi frá þjóðgarðsvörðinum í Skaftafelli til að fara í gufu á Grímsfjall?
Kveðja
R2018
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.