Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Smurolíuskipti
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.09.2006 at 16:42 #198509
Hvernig olíu eruð þið vanir að nota á 2,8 Patrol, vél og gír,millikassa? Hvaða tegund þá og þykkt. Eitthvað betra en annað?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.09.2006 at 17:25 #559580
Sæll ég nota vanellus C6 glopal plus 10-40 á vélina fæst í olís svo eru bílanaust með ágætis olíu á ágætu verði. Hvaða olíu hefur þú verið að nota?
09.09.2006 at 18:06 #559582Blessaður
Hingað til hef ég bara notað Esso Ultra 10w-40 og síðan 5w-40 á veturnar. Er að spá í hvort maður ætti að prófa einhverjar aðrar, eins og þessi Helix Diesel Ultra mótorolían hjá Shell.
09.09.2006 at 19:01 #559584Sælir, hefur komið vel út hjá mér að nota bara 10-14 og 5-40 í miklum kulda og skipta frekar oftar.
Skifta á ca. 5000 og nota bara ódýra olíu.
Dísel vélar sóta það mikið að það kemur virkilega vel út að skifta oftKv. Baddi
09.09.2006 at 20:00 #559586Ég held að þar sem þú ert á Patta þá skiftir ekki máli hvaða olíu þú notar eða hvort þú notar olíu yfir höfuð því að Patrol er svo góður bíll að hann þolir örugglega að sleppa bara alveg olíunni en það er kannské rétt að þú notir smá af ódýrustu olíunni bara til þess að þér líði aðeins betur (jú maður er svolítið lengi að fatta hvað Pattinn er góður) En hvað um það þá er gaman að vera til !!!
kv:Kalli olíulausi
09.09.2006 at 21:50 #559588Sælir. Ég átti nú svona patta í 5ár. 44"breyttann og hann var notaður til hins ýtrasta í hverri ferð. Ég var með 5/40 olíu á vélinni á veturna jafnt og sumrinn. Mæli með að menn skipti ekki sjaldnar en á 5000þkm fresti um oliur á þeim. Þar sem framdrifið tekur rúmlega 5lítra af´olíu þá var ég bara með venjulega drifoliu þar 80/90 en að aftan eru bara 3L svo að ég var með synthetic oliu þar. Eftir að hafa prófað allar mögulegar oliur á gírkassan þá komst ég að því að best kom út að vera bara með sjálfskiptioliu á honum. Þannig að hjá mér var ég með ATF olíu á milligírnum og gírkassanum. En með synthetic olíu á millikassanum. annars mæli ég með að menn sem eru í einhverjum vafa setji sig í samband við strákana á smurstöðinni á fosshálsi 1. Simi 5673545. Þeir eru snillingar sem allt vita um oliur og síur. Kv Björn fv. Smurtittur
09.09.2006 at 23:10 #559590ég hef aldrei skilið menn sem eru að nota misþykkar olíur eftir því hvort það er sumar eða vetur… ég held því miður að þið vitið ekki nóg um hvernig smurolían virkar… haldiði að það sé betra að vera með þunna olíu á veturna af því að hún smyr betur í byrjun í kuldum og svo sé fínt að vera með þykkari olíu á sumrin afþví að þá er hvort eð er svo mikill hiti að olían þynnist… hvað þá þegar vélin er orðin sjóðheit á veturna… er þá þunna olían ekki orðin of þunn ??? …. ég hef nefninlega heyrt þessi rök hjá mörgum… þetta er alrangt… menn eiga helst aðeins að nota eina gerð af olíu á vélina hjá sér… oft blandast illa saman mismunandi olíur. Ég mæli með því að menn noti eingöngu syntetískar olíur á vélarnar hjá sér, smurgetan í þeim er mun meiri og betri en í jarðolíunum… og halda sér í einni tegund… Ekki er ég bifvélavirki og hef enganveginn tæmandi upplýsingar um olíur en hef aftur á móti fengið mjög góðar lýsingar á því hvernig þessar olíur virka frá mönnum sem hafa sótt námskeið úti hjá olíurisunum og þar á bæ mæla menn með syntetísku olíunni… persónulega nota ég Ultron frá Esso 5W/40
10.09.2006 at 00:04 #559592Já, mér hafa alltaf líkað muffins. Held að naglinn hafi verið laminn ansi hraustlega þarna, synthetísk olía, 5 40 á vél og þarf ekki að pæla meira í því.
Kveðja, Hjölli.
10.09.2006 at 11:26 #559594Ég er nú kannski ekki neinn olíu sérfræðingur en…. Síðast þegar ég vissi voru smureiginlegar gerviolíu minni en jarðolíu fyrir neðan 100°C (það gæti hafa breyst) þetta þíðir að í allri venjulegri notkun þá ætti mótor með jarðolíu að slitna minna en mótor með gerviolíu. Hinsvegar er hægt að smíða gerviolíu þannig að hún haldi ágætis smureiginleigum við mun hærri hita sem gerir hana mjög góða í vélar sem ekki hafa nóga kælingu á smurolíunni eða eru mjög illa notaðar eins og vélar í kappakstursbílum. Þörfin fyrir gervismurolíur í bílum sem eru í venjulegri notkun er því ekki mikil. En vissulega getur þetta skipt máli þegar bílar eru að ofhitna og svoleiðis. annar kostur við gerviolíurnar er að þær geta leyst upp meira sótmagn en jarðolíurnar og þurfa því ekki jafn tíð olíuskipti. en helsi ókosturinn er að þegar búið er að setja öll efnin í gerviolíuna svo hún þoli 50.000 km akstur er hún orðin ætandi á ýmis plast og gúmefni sem oft eru líka í vélum. Þetta hefur valdið vandræðum í vélum þar sem keðjustrekkjarar eru úr plasti. Gúmíð í ventlaþéttingum þolir illa svona olíu til langframa og er það þekkt að gerviolíur stytta endingu ventlaþéttinga. Mín ráð varðandi olíu eru því að nota gerviolíur í kappakstursbíla en jarðolíur á næstum allt annað. Svo er hér einföld ráðlegging. Aldrei að nota smurolíu sem ekki er gerð fyrir díselvelar. Eini munurinn á díselvéla og bensínvélasmurolíu er sá að díselvélasmurolían þarf að vera betri. Í hillunum á bensínstöðvum er það oftast þannig að besta olían sem til er á stöðinni (sem er venjuleg vinnuvélasmurolía) er ekki höfð í hillunum heldur bara eitthvað ónýt glundur í fínum pakkningum með nafni ens og ultra, super, formula. og svo framveigis.
10.09.2006 at 13:59 #559596
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég nota essolube XT-501, sem er einmitt mikið notuð á vinnuvélar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.