Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Smurolíur
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Þengill Ólafsson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.02.2008 at 18:52 #201957
Sælir félagar.
Hvernig smurolíur mælið þið með á gírkassa, millikassa og drif (loftlæst ef það skiptir einhverju máli) í Toyotu Hilux
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.02.2008 at 21:29 #615346
Ef þu ferð niður i poulsen er hægt að fletta upp í tölvunni öllum upplysingum um hvaða oliur eiga að fara á vel drif kassa og fl.
svo er 20%afsláttur þar lika fyrir felagsmenn.
Allar oliur til þar.
26.02.2008 at 23:58 #615348Á drif finnst mér best að nota Mobil 1 85w90LS sem að er alhliðar drifolía fyrir læst og venjuleg drif.
Man bara ekki eins og er hvað fer á kassan og millikassan, en getur kíkt í owners manual og fengið upplýsingar á verkstæðum.
27.02.2008 at 10:27 #615350http://www.commaoil.com þar er hægt að slá inn bíltegun og fá allar uppl um alla vökva í viðkomandi bíl
27.02.2008 at 10:33 #615352Ég nota bara gerviolíur á allt, Synthetískar þ.e.a.s. Þær eru flestar skilgreindar sem 75-95 eða eitthvað í þá áttina. Efast um að það skipti miku máli hvaða logo sé utan á brúsanum svo lengi sem ekki er blandað. Hef sjálfur reyndar bara notað olíur frá annað hvort Shell eða Esso (kallast núna víst bara Mobil).
Gerfiolíur eru yrfirburða olíur í miklu frosti.
kv
Rúnar.
27.02.2008 at 10:34 #615354Sæll
ég er á einkennilegri blöndu af 60 og 70 krúser og nota bara 75-90 á drif og kassa.
Mig minnir að það eigi að fara 75-90 á kassana en 80-90 á drifin skv. handbók, en ég hef prófað þetta fram og til baka og gírkassinn verður stífur og leiðinlegur með 80-90 olíuni.Svo set ég alltaf smá militech bætiefni með öðru hvoru á millikassann og hásingarnar, það virðist allavega aldrei hafa skemmt neitt…
kveðja,
Lalli
27.02.2008 at 12:51 #615356Inni í Kemi ehf færð þú smurolíur frá Elf, bæði gerfiefna og jarðolíur.
Þær eru að mínu mati (og fleirri) ekki síðri en hjá stóru olíufélögunum, en kosta minna.
27.02.2008 at 14:12 #615358Þú notar 80W – 90 olíur á drifinn hjá þér, nema að þú sért með diskalæsingu þá notarðu 80W – 90 LS á það drif. Síðan notarðu 75W – 90 á kassana en sú olía er gerviefna olía. Þetta eru þeir segja staðlar sem að eru gefnir upp fyrir þennan bíl. Reyndar eru þessar þykktir notaðar á flesta jeppa, reyndar eru til svona undantekningar tilfelli eins og Izusu ofl. Hvaða tegund olían er er ekki það heilagt, bara að þykktin sé rétt.
kv. Baldur
27.02.2008 at 18:00 #615360Ég myndi nota synthetic 75-90 á allt. Sérstaklega ef þú ert að ferðast mikið á fjöllum á veturna. Hún er sú eina sem þolir mikið frost.
Heitir t.d Multigear S 75-90 hjá Olís.
Þó svo að 80-90 sem gefin upp fyrir ykkar bíl þá myndi ég nota þessa.Sérstaklega hugsuð þar sem mikið álag er á drifum og drifbúnaði.
.
Prófiði þetta. (Vonandi virkar þetta)http://www.yx.dk/servlet/doc?NavItem=Erhverv
Veljið "sog" í efst í vinstra horninu.
"Sog i" á að vera "smoreskema"
"kategori" má vera óhreyft.Svo skrifiði bara nafnið á bílnum ykkar efst. Þá koma upplýsingar hvaða árgerðir og týpur er í boði, veljið ykkar týpu og þá koma upp upplýsingar um olíur í ykkar bílum.
Eins og flestir sjá þá er þetta danskt og þar eru greinilega ekki sömu bílar í boði og hér. Og ef bílar eru orðnir gamlir þá er ekki víst að þeir komi upp.
.
Hér kemur lýsing á Multigear S frá Olís.
En þetta á við um flestar synthesískar 75-90 olíur.Texaco Multigear S (API GL 4/5)
Sérframleidd (syntetísk) gírolíaEINKENNI
Multigear S er sérframleidd léttfljótandi gírolía byggð á polyalpaolefiner. Olían inniheldur bætiefnapakka sem gefur henni frábæra andoxunareiginleika ásamt ryðvörn og slitþoli.Multigear S hefur mjög góða seigjueiginleika og tryggir því hnökralausa gírskiptingu við lágt hitastig og hámarkshljóðeinangrun við hátt hitastig.
NOTKUN
Multigear S er sérhönnuð fyrir nútíma fimm gíra gírkassa þar sem mælt er með EP olíu gæðaflokki GL 4/5, en einnig á mismunadrif þar sem mælt er með olíu í gæðaflokki GL 5.EIGINLEIKAR
Multigear S sameinar lághitagæði SAE 75W olíu og mikla burðargetu SAE 90 olíu við háan
vinnuhita.Multigear S er hægt að blanda við allar gíra- og mismunadrifsolíur af jarðolíugerð. Hámarksnýting olíunnar nást því aðeins að hún sé notuð ein og sér.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.