This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Hvað eru menn að aka lengi á smurolíunni ? Ég er með LC80 4,2 og ég var að velta því fyrir mér hvað er temmilegt í þessu þegar um er að ræða Turbo diesel, ég tel að skipti á 5.000 km sé of oft og margir segja að 10.000 sé allt of mikið fyrir olíuna, þrátt fyrir að margir bílaframleiðendur í dag séu farnir að mæla með 10-15þkm milli olíuskipta, jafnvel meir. Skánaði olían eða vélarnar ?
Það er ekki ókeypis að skipta um olíu þegar kerfið tekur 10+ lítra og saman telur ef ekið er mikið á hverju ári.
Ég á td 12 ára Volvo sem hefur fengið að rúlla 10-11 þús milli skipta, á venjulegri olíu, ekkert keppnissull og er kominn í 200þús og ekki tístir í vélinni ennþá, þannig að minni reynslu þá er í góðu lagi að aka allavega sumum vélum 10þ á milli skipta.
Hvað eruð þið að nota smurolíuna lengi og teljið þið að td Mobil-1 eða aðrar rándýrar full-syntetic olíur séu þess virði á bílum sem eru í normal notkun og lítið eða ekkert breyttir ?
Eða er kannski málið að nota góðar (original) síur og þokklega olíu í milliklassa þ.e. semi-syntetic ?
Og hvað með Militec, QMI Teflon, Slick og hvað þetta nú allt heitir, vont, gagnslaust/lítið eða gott ?
You must be logged in to reply to this topic.