FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Smurolíupælingar

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Smurolíupælingar

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.10.2003 at 00:00 #192963
    Profile photo of
    Anonymous

    Hvað eru menn að aka lengi á smurolíunni ? Ég er með LC80 4,2 og ég var að velta því fyrir mér hvað er temmilegt í þessu þegar um er að ræða Turbo diesel, ég tel að skipti á 5.000 km sé of oft og margir segja að 10.000 sé allt of mikið fyrir olíuna, þrátt fyrir að margir bílaframleiðendur í dag séu farnir að mæla með 10-15þkm milli olíuskipta, jafnvel meir. Skánaði olían eða vélarnar ?

    Það er ekki ókeypis að skipta um olíu þegar kerfið tekur 10+ lítra og saman telur ef ekið er mikið á hverju ári.

    Ég á td 12 ára Volvo sem hefur fengið að rúlla 10-11 þús milli skipta, á venjulegri olíu, ekkert keppnissull og er kominn í 200þús og ekki tístir í vélinni ennþá, þannig að minni reynslu þá er í góðu lagi að aka allavega sumum vélum 10þ á milli skipta.

    Hvað eruð þið að nota smurolíuna lengi og teljið þið að td Mobil-1 eða aðrar rándýrar full-syntetic olíur séu þess virði á bílum sem eru í normal notkun og lítið eða ekkert breyttir ?

    Eða er kannski málið að nota góðar (original) síur og þokklega olíu í milliklassa þ.e. semi-syntetic ?

    Og hvað með Militec, QMI Teflon, Slick og hvað þetta nú allt heitir, vont, gagnslaust/lítið eða gott ?

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 07.10.2003 at 00:36 #477490
    Profile photo of Steinmar Gunnarsson
    Steinmar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 381

    Ég hef verið að keyra Trooper 5 þús. km á milli olíuskpta og mun halda því áfram. Þennan bíl er búið að keyra tæp 200
    þús. mest þó í langkeyrslu en oft undir miklu álagi.
    Olían sem ég nota er Texaco 10W40 en við hana hef ég blandað
    Militec á 60 þús km. fresti, geri mér samt ekki grein fyrir
    því hvort það gerir gagn en mér líður betur að vita af því.
    Sumar bílvélar eru ekki gerðar fyrir 0W40 olíu, of þunn.
    Best er að lesa handbók bílsins til að sjá hverju vélar-
    framleiðandinn mælir með. Ég nota sjálfur alltaf original
    smursíur og mæli með því, en einnig eru síur frá Fram og
    fleirum eflaust ágætar.
    Í flestum nýrri bílum er notuð mótorolía á gír- og milli-
    kassa en þó í sumum tilfellum sjálfskiptivökvi.
    Hvort Mobil-1 og svipaðar olíur eru betri er hægt að deila um en margir segja (eflaust með réttu) að á dýrari olíu sé
    hægt að keyra lengur, að minnsta kosti er alveg klárt að
    gangsetning í miklum kulda er auðveldari með þynnri olíu.

    Kveðja Steinmar





    07.10.2003 at 02:34 #477492
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Ég er með ultron á mínum bíl og hún hefur verið að koma vel út fyrir mig,Þó er þetta eingöngu langkeyrsla á honum.Hef verið að láta smyrja á 10 þúsund km fresti,og alltaf er allt í lagi,mér var bent á þessa tegund af smurstöðinni á stórahjalla kóp,og er bíllinn kominn í 263 þúsund km án hiksta.

    kveðja JÞJ.





    07.10.2003 at 18:20 #477494
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Ég hef tekið eftir því hvað ALLAR olíur hjá Olís eru áberandi ódýrari heldur en sambærarlegar olíur hjá hinum olíufélugunum!!!
    (texaco/bp)





    07.10.2003 at 21:31 #477496
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég nota oliu frá Shell og er á LC 90.Vélin tekur 7lítra og ég ek 1000 km á líter. Mér finnst olían ekkert vera í raun ónýt eftir þennan akstur.
    Ég á líka Volvo 740 87" mótel keyrður 375.000Km smyr hann á 5000km fresti og vélin er mjög góð ennþá.
    Það skiftir miklu máli að skifta alltaf um smursíu.
    Kveðja Þórður R2939.





    07.10.2003 at 21:49 #477498
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er á því að það borgi sig að nota 0/40 olíu þó hún sé dýrari per líter.
    Í fyrsta lagi er um mun betri olíu að ræða þar sem hú er full-syntetísk, td þá tekur það ca 30 sek fyrir 10/40 olíu að smyrja alla fleti vélarinnar í meðalfólksbíl, miðað við að vélin sé köld, en þetta tekur innan við 3 sek með 0/40 olíu.
    Annað sem ekki má gleyma fyrir þá sem ferðast um fjöllin á veturna er að á nóttunni getur orðið hressilega kalt þarna uppi og þá þykknar 10/40 olían það mikið að erfitt getur orðið að koma mótornum í gang, en 0/40 olían heldur alltaf eiginleikum sínum, þeas þykknar aldrei.
    Gott dæmi er 3.0L Trooper hann fer ekki í gang fyrr en ákveðinn smurþrýstingur hefur náðst og í kulda þá fer hann jafnvel ekki í gang með 10/40 olíu.

    Venjuleg olía hefur endingartíma upp á ca 5000 km en 0/40 olían 10.000 þannig að þar má líka réttlæta töluverðan verðmun á líternum.

    Kv Finnsi sem notar Liqui Moly olíuvörur sem fást hjá Bíla…Áttunni





    07.10.2003 at 22:54 #477500
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég las eitt sinn mjög áhugaverða grein í sænsku bílablaði umsmurolíur, kosti og galla.

    Fullsynþetískar eins og málfarsfrömuður einn vill kalla hana er mjög sniður þegar hún er ný og er ekki farin að brotna niður. Svíinn einfaldaði þykkingarferlið svo allir myndu skilja það svona:

    Þetta með það að olía þykkni með hitun er gert með því að í olíunni eru gormlaga eindir sem þenjast við hitun og með því þykknar olían. Virkar flott, olían er sem vatn við kaldstart en þyknar svo þegar vélin fer að hitna.

    En hvað gerist þegar "gormarnir" byrja að brotna niður ? Þá hætta þeir að þykkja olíuna og olían þynnist enn meira en hún var við kalstart og olíuþrýstingur FELLUR.

    Ég hef oft hugsað um þetta þegar menn tala um að það megi aka lengur á Full-Syn heldur en venjulegri.

    Það sem hefur einnig dregið úr trú minni á full-synt var það að þar sem ég starfaði í Svíþjóð þá vorum við með nokkra tugi Chrysler Voyager bíla sem komu mjög reglulega inn í viðhald og olíuskipti, sumir með 3,0 Mitsubishi vélina en hinir með 3,3 Chrysler mótorinn. Margir voru með límmiða um allt húdd sem stóð á að hér mætti aðeins nota hágæða Mobil 1 og var því fylgt í ystu æsar.

    Það merkilega fannst okkur öllum sem þar störfuðum var að þegar búið var að aka þessum bílum 150-200 þúsund þá glamraði alveg jafn mikið í vélunum sem höfðu fengið 2-3x dýrari olíuna eins og þeim fem fengu "ódýrt sull".

    Og á öllum var skipt á 7500km fresti sem þótti frekar oft.

    Einu bílarnir sem voru skotheldir voru þeir sem voru með rafmagnshitaelement í blokk. Þeim var aldrei startað köldum.





    08.10.2003 at 22:33 #477502
    Profile photo of Steinmar Gunnarsson
    Steinmar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 381

    Sælir
    Trooperinn hefur þann "galla" að hann fer ekki í gang fyrr en ákveðnum smurþrýstingi er náð, en að það sé vandamál að koma bílnum í gang í miklu frosti -25 og jafnvel neðar er bara ekki rétt. Hafi menn lent í því er eitthvað annað að.
    Ég hef alla tíð verið með 10w40 olíu og án nokkurra vandræða
    Mig langar þó að benda á að mótorhitarar koma að góðum notum og ekki skemmir að koma út í heitan bíl að morgni.

    Kv. Steinmar





    09.10.2003 at 18:29 #477504
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir..
    Að mínu mati er aðalmálið að smyrja eftir notkun bílsins, þ.e. ef bíllinn er einungis notaður í innanbæjarakstur þá borgar sig að skipta á ca. 5-7000 km fresti en ef bíllinn er notaður í langakstur þá er 10-15000 í lagi (fer eftir hvarnig olía þú ert með á vélinni) Sumir segja að olían verði of gömul eftir ca. 1/2 ár og þá verði að skipta henni.. sem er kannski góð regla og á við ef maður er ekki með full-synetyska olíu á vélinni.. Og það er mjög mikilvægt að skipta um olíusíu í hvert skipti sem skipt er um olíu.. því að sían hreinsar öll óreinindi úr olíunni og er því rökrétt að skipta um síuna um leið og olíuna.

    Kv. Gretar





    10.10.2003 at 06:36 #477506
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þekkti einu sinni verkfræðing, sem starfaði hjá einu ágætu olíufélagi, fyrst í USA síðan hérlendis. Hann sagði mér að í raun mætti láta sér nægja að skipta reglulega um síu og bæta bara á olíu sem því svaraði, en skipta alveg um olíu bara einu sinni á ári. Synthetiskar olíur væru orðnar það góðar að þetta gerði ekkert til. Það eina sem rýrði gæði olíunnar væru sótagnir, málmsalli og annað slíkt sem yrði til í vélinni og færi í olíuna. Síurnar væru til að hreinsa þetta svo það ylli ekki sliti á núningsflötum vélarinnar. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti. Hinsvegar skipti ég um olíu og olíusíu á 7.500 km fresti og það hefur reynst vel. Ef ekkert kemur upp á, s.s. krapatúr eða vatnssull, þá læt ég nægja að skipta á kössum og drifi einu sinni á ári. En hvað segja menn um frostlöginn? Sumir vilja halda því fram að það þurfi að skipta um á kælikerfinu minnst einu sinni á ári, helst bæði haust og vor. Ef kælivökvinn verði of gamall fari hann í öfugan fasa varðandi tæringavörn. Er einhver sem veit um þetta?
    kv.





    10.10.2003 at 08:20 #477508
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Man ekki alveg hvernig þetta var en þá endist allavega blái vökvinn styttra heldur en sá rauði.. Minnir að líftíminn á bláa sé ca. 2 ár, ef þetta nýtist þér eitthvað…

    Kv. Gretar





    10.10.2003 at 09:25 #477510
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Sá blái endist í um tvö ár, þá er hann búinn að missa eiginleika sína gegn tæringu, þá skal skipta alveg um. Þessi rauði endist lengur en kostar líka mun meira.

    Freyr





    10.10.2003 at 13:59 #477512
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Takk fyrir mig





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.