Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Smurolíueiðsla í skoda octavia
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 15 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
10.12.2009 at 19:31 #209049
Sælir, vitið þið hort skoda octavia 1,6 sé að brenna mikilli olíu? maður er að heyra mismunandi sögur um það
Kv
Helgi Axel -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.12.2009 at 19:38 #670996
Er hann með langtímaolíuvél eins og VW? Það þarf alltaf að bæta nokkrum lítrum á milli smurninga á mínum (Passat). Minnir að það sé meira að segja sérstaklega fjallað um þetta í handbókinni og telst eðlilegt. Meira að segja tvö olíuljós, gult þýðir "bæta á" og rautt er obbobbobb. Ég get mælt með Bílsón í Ármúla, kallinn þar er fróður um þetta.
En verðið á olíunni er hins vegar alveg gaga, 2-3000kr fyrir [b:3fmay5lo]einn[/b:3fmay5lo] líter…
-haffi
10.12.2009 at 19:41 #670998já þetta er long life, ég á ekki bílinn það er verið að bjóða mér hann í skiftum og eigandinn segir að hann sé að fara með liter á 1500km, mér fynnst það nú frekar mikið
10.12.2009 at 20:27 #671000Já ég myndi segja að það sé of mikið. Ég er með 2.0 og hef þurft að bæta líter á ca. 3000km fresti. Bílsón gaurinn sagði mér að 2.0 í passat er með sérstaklega litla pönnu og heildarolíumagnið minna en í hinum vélunum. Þannig að ég myndi halda að með 1.6 vélina væri allavega 4-5þkm milli ábóta.
-haffi
10.12.2009 at 20:52 #671002Er bara með vangaveltur en þó að hægt sé að fá bíla sem eru með þessar langtímaolíu á vélum er eitthvað vit í þessu.
Er þetta ekki bara eitthvað sem hentar á meginlandi evrópu? Bara spyr? Er ekki bara langbest að skipta um olíur og síu á eðlegum fresti? Ég reyndar er pjattrófa og skipti bæði um olíu og síu á ca. 7.500 km. fresti.
Bílar eru prófaðir í Afríku út af hita og í Finnlandi vegna kulda en hér á Íslandi eru bara meiri breytingar jafnvel á sama degi og það getur haft áhrif. Þetta hefur sýnt sig líka með vinnuvélar frá þekktum framleiðendum.
Hef verið lengið í druslubílaflokknum en aldrei þurft að bæta við mikilli olíu á milli 5- 7 .000 km olíuskipta og þó var einn keyrður allt að 200.000 km.
Líka sérstakt ef það er gert ráð fyrir að það "þurfi" að bæta olíu. Hvað ef eldri menn (eða konur) eiga slíka bíla sem hafa lítið vit á viðhaldi hvað gerir slíkt fólk? Bara spyr??
Hugleiðing kvöldsins,
Kv. SHM
10.12.2009 at 21:13 #671004Langtímaolíur eru þunnar og þar sem þynnri olía er betri í kulda þá get ég ekki séð hvað þetta truflar hér, svo ekki sé talað um að það er ekkert kaldara hér heldur en á mörgum stöðum í Evrópu þó íslendingar séu haldir einhverjum ranghugmyndum um það sem tengist kannski því að landið okkar heitir Ísland.
Síðan er hitinn á vélinni í notkun ekkert öðruvísi hér en annarsstaðar… en þetta hefur ekkert með það að gera hvort það sé meiri skynsemi í þessu heldur en að nota öðruvísi olíu en mig langaði bara til að benda á þetta.
10.12.2009 at 22:14 #671006en er enginn sem hefur reynslu eða vitneskju um 1,6 vélina, ég hef heyrt frá fleirum að hún eigi það til að brenna svona miklu
Kv
Helgi
10.12.2009 at 22:53 #671008Þá höfum við það. Ég veit hvort sem er ekkert um svona langtímaolíur og var bara að velta þessu fyrir mér. Vélstjóri í ættinni sem er eldri kantinum mælir þessu bót og segir að olískipti sé of tíð í dag. Svo kannski þó að ég sé yngri en hann er ég kannski bara gamaldags.
En það sama við hvaða vél er við að eiga þá get ég ekki séð neitt eðlilegt við það að vél sé að eyða oliu á milli olíuskipta sé í lagi. Nema að ég sé í vélarúmi eða við sérstakar aðstæður.
Ég myndi ekki bjóða hverjum sé er í ættinni að keyra á bílum sem þarf að setja olíu á á milli þjónustuskoðunar með olíuskiptum. Nóg er samt búið að bræða úr vélum.
Held samt að Skoda sé með betri bílum sem eru á markaðanum en systir mína á Skoda diesel Oktavía og þarf ekki að bæta á olíu og fer bara bílinn í reglubundnar skoðanir (ca. 1. á ári) og hefur dugað vel hingað til.
Ég held að 1. L á 3.000 – 5.000 km. sé allt of mikið. Kannski í mesta lagi á 10.000 – 20.000 km.
Ég tæki enga sénsa. Veit samt ekkert um svona bíla né svona langtíma olíu.
Góðar stundir
SHM
10.12.2009 at 23:11 #671010Ef ég man rétt þá á viðmiðið að vera 1 líter á milli olíuskipta, sem eru á annaðhvort 15 eða 30 þúsund km fresti (fer eftir árgerð)
Það fylgir 1 líter af olíu með bílnum þegar þú kaupir hann nýjann úr umboðinu.
10.12.2009 at 23:33 #671012
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Spurningin er þá raunverulega hvers vegna þessi líter er ekki settur sem auka líter í pönnuna.
Ég held að það hafi nokkuð með endingu synthetískrar olíu að gera.
Einhvers staðar heyrði ég að synthetísk olía væri dálítið eins og Alkaline-batterí: þegar spennan fellur, þá ér batteríið búið….löngu keðjurnar sem viðhalda seigju við hátt hitastig brotna niður og olían verður jafnvel verri en "mineral".
Með því að bæta "dass" af ferskri olíu samanvið sullið sem er úr sér gengið batna smureiginleikar nægjanlega til að framlengja líftímann töluvert….ég tek það fram að þessi ályktun er ekki byggð á vísindalegum rökum að neinu leyti, bara hugsuð sem innlegg í annars mjög praktíska umræðu.
Persónulega nota ég "mineral" og hálfsynthetíska olíu jöfnum höndum og reyni að skipta frekar reglulega, enda er ég ekki á bíl sem er gefinn upp fyrir langtíma-endingu á smurolíu. Einhvers staðar missti ég trúna á al-synthetískri olíu og hef ekki lent í því að bræða úr vél hingað til þó að ég hafi átt ansi margar druslur.
kkv
Grímur
11.12.2009 at 01:55 #671014Minn er að fara með 5-8 lítra af mótorolíu á hundraðið………………:-)
11.12.2009 at 08:19 #671016Ha? hvað segiru?
11.12.2009 at 08:40 #671018Ég veitt að audi sem kuningi minn átti 2004 árg var að fara með 1L á 1000-1500km af long life olíu það sagði umboðið vera eðlilega eiðslu á svona þunnri olíu sé samnt ekki nein sparnað í þessu ef líterin er á 2000-3000kr
bara betra að vera með ódýrari olíu og skifta oftar myndi bara hringja í umboðið og spurja kvernig þetta á að veraheld samnt að 5-8L á hundraði sé í meira lægi fer meira af smurolíu enn bensíni
11.12.2009 at 09:19 #671020
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
pabbi og tengdapabbi eiga báðir octaviu með 1600 vél 2005 árg tengó er á terno útgáfuni og hann er að bæta 3-4 lítrum milli olíuskipta meðan pabbi er að bæta 1-2 lítrum báðir bílarnir eru keyrðir 70-80 þús það er spurning hvort smurolíu eyðslan hefur eitthvað með aksturlag að gera tengdó er fljótari milli staða heldur en pabbi:-)
11.12.2009 at 11:29 #671022Ég átti einu sinni ’87 árg. af Nissan laurel 2,8 Dísel, Eftir að hafa sett militec á vélina lenti ég í lakkmyndun á sílendrunum og bíllinn fór að mökkbrenna smurolíu, þegar verst var fór ég með 1 líter á ca. 250 km, ég hónaði sílendrana helling og skipti um hringi og brennslan datt niður í 1 ltr á 2500 km
En ég keyrði yfirleitt á 110 km/h sem er í kring um 3000 sn/min, þegar pabbi keyrði bílinn á 90 km/h sem er í kring um 2500 sn/min þá brenndi bíllinn MUN minna af mótorolíu
11.12.2009 at 11:48 #671024Þessi skodi sem um ræðir er 2003 árg, ekinn 136þús km, er með 1,6 vél sem á að nota þessa longlife olíu, ég veit að það er ekkert eðlilegt við það að ekki eldri vél sé að nota svona mikla smurolíu en ég veit til þess að í afgaskerfinu á skoda og wv er sistem til að eiða mengun frá smurolíubruna, þannig að þeir greinilega búast við e-h bruna, það sem ég er að velta fyrir mér er hvort að menn hafi alment heyrt um þessar tölur: líter á 1000-3000km, þó það sé ekki eðlileg notkun þá er það kanski áættanlegt ef þetta er bara e-h sem þessar vélar gera, það sem mér dettur í hug er að það er óvenju há þjappa í þessum vélum, held það sé 10:1 þannig að það er þá kanski skýring að þessar vélar séu bara ekki fullhannaðar fyrir þessa þjöppu, því meiri þjappa, því meiri hiti, því meiri bruni, þ,e ef vélin er ekki almennilega byggð fyrir það
Kv
Helgi
11.12.2009 at 12:45 #671026þessar tölur finnst mér vera svoldið út úr kú,
ég átti 2001 árg, 1.8 turbo með þessum svokallaða langtímabúnaði og ég hafði bara eins líters brúsa í húddinu og bætti á þegar ég mundi eftir því að kíkja í húddið… náði aldrei að klára 2 lítra á milli olíuskipta… sem samkvæmt handbók eiga að vera á 15 þús km fresti.en rétt er það að í handbókinn stóð að langtímabúnaðurinn brenndi olíunni og því þyrfti að bæta við á milli olíuskipta.
11.12.2009 at 13:11 #671028Svolítið spes þetta long-life system (á passat). Í staðin fyrir að fara tvisvar á ári með bílinn í smurningu þá fer maður bara einu sinni en bíllinn skiptir sjálfur um olíu einu sinni á milli smurninga
Olíuverðið er svakalegt ef maður kaupir olíuna út á bensínstöð, svo síðast þegar ég mætti í smurningu með fákinn tók ég bara með mér brúsa og keypti auka olíuna bara af dælunni hjá Heklu á miklu betra verði,
11.12.2009 at 13:13 #671030hvað er hann að brenna miklu hjá þér?
11.12.2009 at 13:39 #671032Er Skódinn að fá svona fínar tölur í sparakstri af því að hann brennir smurolíu til að spara bensín/díselolíu ?
Wolf
11.12.2009 at 13:42 #671034Fer með ca 3-4 lítra á ári. Veit reyndar ekki hvað ég keyri mikið !
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.