Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Smíði á 4-link
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 16 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.10.2008 at 23:07 #203074
Ég hef nokkara spurning um smíði á fjöðrunarkerfi
Hversu þykkt efni er notað í þessi heildregnu rörin í 4-link?
Hvernig fóðringar eru helst notaðar?
Hver er efnisþykkt á brakketum sem eru smíðuð utaná hásingu og grind?, augu fyrir dempara? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.10.2008 at 23:20 #631244
Sæll
fourlink brakketin geturðu keypt laserskorin í Héðni http://www.hedinn.is og þeir skera eins þykkt og þú villt. ég fékk þetta úr 4 mm efni hjá þeim af því að þeir áttu það til og ég nennti ekki að bíða eftir 5 mm skurði.
Keypti líka 38×4 mm efnisrör í Landvélum. Demparafestingar gerði ég svo úr 5 mm efni, en það er bara af því að það var til hjá mér
ég handsmíðaði allt nema tilskornu brakketin sem fara á grind og hásingu og kemur þetta ágætlega út, get sent þér myndir ef þú hefur áhuga.
Ég keypti mér fóðringar í ET verslun í klettagörðum, þar færðu bæði fóðringarnar og hólka til að klára stýfusmíði.
vona að þetta hjálpi eitthvað,
Lalli
17.10.2008 at 16:25 #631246manstu nokkuð hvað þetta kostaði tilbúið uppí héðni ?
kv. Atli
18.10.2008 at 09:59 #631248Tjah, já, þetta kostaði um 12-14 þús minnir mig, og þá fylgdi þessu 4 plattar á grind, 4 plattar fyrir hásingu, og efni í þverstýfuturn og einhver járn sem ég vissi ekkert hvað ég átti að gera við
held þeir eigi þetta yfirleitt tilbúið úr 4 m.m. efni en ef þú villt þykkara, þá skera þeir líka út 5 og 6 m.m. en það er orðið andskoti þungt.
[url=http://farm4.static.flickr.com/3218/2694362094_8449ddcbe2_b.jpg:3dd5tf7q][b:3dd5tf7q]mynd af fourlink dóti[/b:3dd5tf7q][/url:3dd5tf7q]
21.10.2008 at 21:33 #631250Hvernig finnst þer þessi fjöðrun vera að reynast Larus. Er þetta goð smiði?
21.10.2008 at 23:09 #631252ég hef ekkert prófað af viti ennþá er rétt að klára að smíða þessa dagana…. engin reynsla komin á þetta.
Ég vona samt það besta, er með 10 cm samslátt og 15 cm í sundur svo þetta dót ætti allavega að fjaðra. Hann lofaði líka góðu þetta litla sem ég hef heyrt hann enn, ekkert svagur eða neitt þannig en það er ekkert að marka þetta víst fyrr en afturskaftið er komið í og svona.
Ég skal segja meira þegar ég hef farið í almennilegar teygjuæfingar á honum.. það verður vonandi fyrir lok nóvember
22.10.2008 at 10:01 #631254ég var einusinni á wrangler sem var einmitt með þessum búnað og kom það mjög vel út fannst mér undir honum ekkert svagur en góð teygja
kv. Kristján
22.10.2008 at 10:14 #631256Elvar stórvinur minn benti mér á að yfirleitt eru svona fourlink kerfi sett upp þannig að stýfurnar halli eins. það hindrar vinding á hásinguni þegar hún hreyfist upp og niður og þykir betra fyrir loftpúðana.
Ég hafði viljandi mismunandi halla á stýfunum í tvennum tilgangi, annarsvegar til að reyna að fá réttan halla á pinnjóninn sem síðan leiðréttist þegar bílilnn fjaðrar saman, og hinsvegar til að mynda örlitla þvíngun þegar bíllinn misfjarðar, en þetta ætti að gera það að verkum að bíllinn verði minna svagur í akstri en ella.
svo er bara að sjá hverju þetta skilar, það kemur ekki í ljós fyrr en ég fer að keyra hann eitthvað af viti.
22.10.2008 at 18:37 #631258góða kvöldið, ég setti einusinni akkúrat svona 4 link undir hilux, við keyptum að með öllu járnadraslinu fyrir loftpúða og það var alveg snilld, mjög fljótlegt, bara bora götin og beygja tvö járn og allt klárt.
Að sjálfsögðu þá var ekki hægt annað en að breyta þessu aðeins, færði loftpúðana eins utarlega og hægt var og var með 14 cm færslu í hvora átt, 28 í heildina og var svo með axlabönd (svona rauð frá Benna) og svo mjúka cruiser púða og orginal hilux púðana líka til að stoppa hásinguna alveg til að getað nýtt svona mikið úr loftpúðanum.
Þessi bíll er ekki til svagur í akstri en ég held þetta sé myksti bíll sem ég hef verið í þegar ekið er í ójöfnum, mynd hér–> https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … 5491/50891
22.10.2008 at 20:25 #631260Það er gott. Þannig að menn eru óhræddir við að ráðleggja mér að fá mér svona fjöðrun. En hvernig ákvarðar þú lengdina á stífunu? Eg var
Ég verð reyndar með gorma en ekki loftpúða.Ég var nú alltaf með það í huga að gera þetta með framra brekkertið þannig að ég gæti hækkað og lækkað stífurnar eftir þvi hvað kæmi best út. Og þar af leiðandi verið með jafn langar stífur að ofan og neðan sem væri lágréttar.
22.10.2008 at 22:04 #631262Sæll, ég boraði bara plöturnar og setti þær neðan í grindina eins og mér fannst þær fara best, það er bara að skoða þetta á öðrum bílum. svo stillti ég hásingunni upp þar sem ég vildi hafa hana og sauð hana fasta með steiputeinum.
Svo setti ég járnin á hásinguna, planið fyrir gorminn/púðann á bara að vera lárétt, síðan mældi ég bara gat í gat og smíðaði stífurnar eftir þeim, það er auðvitað misjafnt hvað menn eru með mikla hásingarfærslu, mig minnir að neðri (lengri) stífurnar hafi verið 111cm á milli gata og það er óþarflega langt, þær eru aðeins í hættu að rekast niður á skörum og þannig, ekki það að ég held að það hafi bara gerst einusinni á þessum bíl.
Mig minnir að hásingarfærslan á þessum hafi verið um 30 cm.
23.10.2008 at 00:25 #631264En hvaða dempara eru menn að nota fyrir loftpúða? Ég veit um tvo sem höfðu þvílíka tröllatrú á koni en svo voru þeir bara stífir as hell þó þeir væri í mýkstu stillingum hjá báðum.
23.10.2008 at 01:08 #631266eða rasncho eru stilanlegir
kv,,, MHN
23.10.2008 at 07:21 #631268núna er ég með 2 stífur og A stífu fyrir ofan þær sem gengur á miðja hásingu.. það sama í raun og 4-link nema að efri stífurnar eru settar saman á miðri kúlu og svo ranco 9000 á allt heila klabbið.. hef verið með hefðbundið 4-link en mér finnst þetta vera slaga miklu miklu meira.. ámóti kemur að þá er bíllinn aðens svagur á ferðinni.
25.10.2008 at 00:19 #631270Ég er búinn að prófa sumt af þessu, annað ekki. Skemmtilegasta fjöðrun sem ég hef náð að aftan undir Hilux var með 4-link, samsíða stífur í kjörstöðu, og efri stífuna töluvert styttri. Þannig fást ansi sérstakir eiginleikar sem felast í því að hásingin leitast við að spenna sig í meiri misfjöðrun ef bakkað er í misfjöðrun. Það hentar ansi vel ef maður þarf að bakka útúr festu….reyndist mér allaveg vel þar sem ég var ekki einusinni með læsingu (bara LSD sem er ekki læsing).
Bara 2 cent…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.