This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 13 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Leið sem liggur af Mælifellssandi vestan við Veðurháls inn að Hrútagili og vestur eftir Skiptingaöldu að Kaldaklofskvísl. Rétt að taka fram að ég hef aldrei farið þessa leið né séð upphaf hennar þrátt fyrir að hafa oft ekið Mælifellssand, en ég myndi ætla að þetta sé fyrst og fremst smalaleið, þ.e. að menn fari þarna til að kíkja eftir kindum. Sem slík þarf hún væntanlega að vera til, ekki síst ef menn vilja setja gangnamönnum strangari skorður til aksturs utan vega. Ég held hins vegar að þessi leið þjóni litlum tilgangi fyrir ferðamenn.
Ég gæti reyndar trúað að á þessu svæði séu fleiri leiðir sem þetta gildir um. Annað Hrútagil er inn á Sultarfit og þarna er merktur slóði þangað af aðalslóðanum gegnum fitin. Ég skoðaði þessa leið fyrir líklega tveimur árum. Í sjálfu sér er gaman að koma í þetta gil en slóðin liggur allavega á kafla um gróðurlendi og á einum stað bleytu þar sem smá lækur rennur í gegn. Hætt við að það láti fljótt á sjá ef eitthvað verður um umferð þarna.
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.