This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 20 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Alveg er það magnað hvað endalaust er hægt að væla yfir því að ferðir hjá 4×4 skulu bara vera fyrir „elítu“ jeppa sem eru á 38″ og 44″ dekkjum. Það er rétt sem Skúli bendir á, að fyrir hverja ferð hjá 4×4 er grátið mikið yfir því að minna breyttir og óbreyttir fái ekki að fara með, og f4x4 sé bara fyrir elítu, sem er besti vinur Glitnis. Það er eins og sumt fólk sé ekki að skilja að minna breyttir jeppar séu ekki gjaldgengir í allar ferðir f4x4, og þeir sem eru á „elítubílum“ eiga bara að vera „miskunarsamir“ og draga minna breytta, ef færið er þungt. Það besta er að þegar f4x4 er með ferðir fyrir minna breytta, er svo takmarkaður áhugi, að ferðirnar falla niður eða eru fylltar af „elítubílum“ svo hægt sé að fara þær. Hinnsvegar eru nokkrir félagar í f4x4 sem hafa hópað sig saman og farið í ferðir á minna breyttum jeppum, sem er mjög gott hjá þeim og eflaust meira gefandi en gráta yfir því sem þeir geta ekki gert.
Hlynur
You must be logged in to reply to this topic.