FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Smádekkjavæl

by Hlynur Snæland Lárusson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Smádekkjavæl

This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Stefán Stefánsson Stefán Stefánsson 21 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 30.01.2004 at 17:53 #193613
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant

    Alveg er það magnað hvað endalaust er hægt að væla yfir því að ferðir hjá 4×4 skulu bara vera fyrir „elítu“ jeppa sem eru á 38″ og 44″ dekkjum. Það er rétt sem Skúli bendir á, að fyrir hverja ferð hjá 4×4 er grátið mikið yfir því að minna breyttir og óbreyttir fái ekki að fara með, og f4x4 sé bara fyrir elítu, sem er besti vinur Glitnis. Það er eins og sumt fólk sé ekki að skilja að minna breyttir jeppar séu ekki gjaldgengir í allar ferðir f4x4, og þeir sem eru á „elítubílum“ eiga bara að vera „miskunarsamir“ og draga minna breytta, ef færið er þungt. Það besta er að þegar f4x4 er með ferðir fyrir minna breytta, er svo takmarkaður áhugi, að ferðirnar falla niður eða eru fylltar af „elítubílum“ svo hægt sé að fara þær. Hinnsvegar eru nokkrir félagar í f4x4 sem hafa hópað sig saman og farið í ferðir á minna breyttum jeppum, sem er mjög gott hjá þeim og eflaust meira gefandi en gráta yfir því sem þeir geta ekki gert.

    Hlynur

  • Creator
    Topic
Viewing 2 replies - 21 through 22 (of 22 total)
← 1 2
  • Author
    Replies
  • 03.02.2004 at 10:14 #486466
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Dagsferð á Skjaldbreið er túr þar sem fráleitt þarf að gera kröfu um 38", það held ég að allir séu sammála um. Þar annað hvort komast menn eða snúa við, ekkert vandamál með það. Það er líka alveg rétt hjá Austmann að stundum eru aðstæður þannig að ótrúlegustu farartæki komast þvers og kruss um landið. Örugglega hægt að gera heilmikið af skemmtilegum hlutum á <35" Hins vegar vilja menn stundum fara í svera túra við misjafnar aðstæður. Þá þarf stærð dekkjanna einfaldlega að vera í samræmi við þyngd bílsins og það flot sem þarf til að hlutirnir gangi. Ég hef allavega farið í nokkra túra þar sem tveggja tonna bílar þurfa 38" til að vera ekki stöðugt til vandræða, langar dagleiðir í erfiðu færi þar sem menn eru að massa áfram í krapa, snjóbyl og skemmtilegheitum fram á nótt. Óspaklega gaman!

    Nýliðaferð umhverfisnefndar er hins vegar tækifæri þar sem misbúnir bílar geta ferðast saman. Þar er skilyrðið raunar bara sett á að menn séu tilbúnir til að fara niður í 3 pund og svo þessa sjálfsögðu hluti eins og talstöð dráttarkróka og skóflu. Svo þurfa menn bara að meta það eftir þeim upplýsingum sem liggja fyrir um aðstæður hvort þeir eigi erindi í svona túr. Ferðaplanið ekkert of stíft og skipulagið þannig að hægt er að fresta túrnum ef aðstæður eru slæmar. Semsagt, það er gert ráð fyrir því í skipulagningu að það séu ekki endilega allir á 38"

    kv – Skúli





    03.02.2004 at 12:51 #486468
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Færið var nú svo gott um helgina að mér hefði ekki brugðið við að sjá Subaru uppi á Skjaldbreið. Ég fór allavegna tvisvar niður í gíginn og upp aftur á Dick Cepek og tel ég það vera gott, svo sá ég ekki spotta allan daginn hjá mér eða öðrum.





  • Author
    Replies
Viewing 2 replies - 21 through 22 (of 22 total)
← 1 2

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.