Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Smádekkjavæl
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.01.2004 at 17:53 #193613
Alveg er það magnað hvað endalaust er hægt að væla yfir því að ferðir hjá 4×4 skulu bara vera fyrir „elítu“ jeppa sem eru á 38″ og 44″ dekkjum. Það er rétt sem Skúli bendir á, að fyrir hverja ferð hjá 4×4 er grátið mikið yfir því að minna breyttir og óbreyttir fái ekki að fara með, og f4x4 sé bara fyrir elítu, sem er besti vinur Glitnis. Það er eins og sumt fólk sé ekki að skilja að minna breyttir jeppar séu ekki gjaldgengir í allar ferðir f4x4, og þeir sem eru á „elítubílum“ eiga bara að vera „miskunarsamir“ og draga minna breytta, ef færið er þungt. Það besta er að þegar f4x4 er með ferðir fyrir minna breytta, er svo takmarkaður áhugi, að ferðirnar falla niður eða eru fylltar af „elítubílum“ svo hægt sé að fara þær. Hinnsvegar eru nokkrir félagar í f4x4 sem hafa hópað sig saman og farið í ferðir á minna breyttum jeppum, sem er mjög gott hjá þeim og eflaust meira gefandi en gráta yfir því sem þeir geta ekki gert.
Hlynur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.01.2004 at 18:27 #486426
Hvað meinarðu Hlynur – fannst þér ekki gaman að draga mig um allt uppi á Hveravöllum ? Ég fór allavega allt sem þú fórst – hvað með það þó það hafi verið spotti á milli !
En að öllu gamni slepptu þá er ég einn af þeim sem nöldraði aðeins yfir því að minna breyttir bílar kæmust ekki með neitt en eftir að hafa farið upp á hálendið í nokkrar ferðir þá sér maður það að þó svo að maður komist flest það sem hinir fara þá er það einfaldlega ekki nóg – maður verður að fara allt !
En ég er hins vegar enþá á þeirri skoðun að það eigi að bjóða upp á ferðir fyrir alla bíla á vegum klúbbsins – og því á ekki að hætta þó svo að við höfum bara verið 3 í Hveravallaferðinni og að Þorrablótið hafi verið slegið af.
Það er margt annað sem spilar inn í hjá þeim sem eru á litlu dekkjunum heldur en það að komast ekki það sem stærri bílar fara – það er líka minnimáttarkend eða hvað það á nú að kallast, maður vill ekki vera að þvælast fyrir og vera dragbítur á hina sem þurfa alltaf að vera að kippa í mann. En við sem erum á smærri dekkjum verðum bara að láta vaða og vera ekkert feimnir við það að festa okkur, það er ekkert til að skammast sín fyrir – nú og ef að allt lítur illa út þá er oftast hægt að snúa bara við…..
En ég veit að það þarf að taka sig helling á til að koma með í ferð eins og nýliðaferðina inn á Hveravelli á minni dekkjum innan um öll tröllin, ég tala nú ekki um þegar maður þekkir engan – en ég sé ekki eftir því og því hvet ég menn bara til að reyna, það er ekki gert neitt voðalega mikið grín að manni.
En 4×4 á að mínu mati að halda áfram að skipuleggja ferðir fyrir litla bíla því að þannig fáum við fleiri inn í klúbbinn og því fjölmennari sem við erum því öflugri málsvari jeppamanna verður klúbburinn….. Það mætti meira að segja reyna að gera út á ferðir líkt og útivist er að gera, ekki í gróðatilgangi heldur bara til að verða öflugri.
Nú svo eru alltaf ferðir eins og sú sem verður farin næsta sunnudag – þar verða bílar af öllum stærðum og gerðum og þar var ekkert skipulag annað en netið.
En svo er það reyndar rétt sem allir segja að ef maður fer eina eða tvær ferðir á litlu dekkjunum þá stækka þau voðalega fljótt – allavega verður Pajero kominn á 38" á næstu 2 – 3 vikum.
Kveðja
Benedikt
30.01.2004 at 19:58 #486428þessir smádekkjakallar, þakka þér Hlynur – ég sé ljósið og sel jeppann, Þyrla er komin á óskalistann a.m.k. þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að ónáða f4x4 félaga á stærri bílunum með því móti.
Verst að mér dettur ekki nein leið í hug að framkvæma [url=http://www.austurgata.net/albums/album45/kollaklipp.wmv:29p16y61]svona leikaraskap[/url:29p16y61] með þyrlunni… en orð hafa fallið um að börn og fjölskyldur eigi ekkert erindi á hálendið – þannig að það kemur ekki að sök.
"hmmm" hittir naglann á höfuðið og orðar margt betur en ég gerði (geri), ég var reyndar svo lánssamur að fara í Setrið í nýliðaferðinni og hafði ákaflega gaman af og held að ég hafi ekki verið mikið fyrir – fékk í það minnsta engar skammir og kann ófáum þakkir fyrir heilræði og spottalán, enda í allastaði velheppnuð ferð.´
Og tek ég undir þessi orð hans: "En 4×4 á að mínu mati að halda áfram að skipuleggja ferðir fyrir litla bíla því að þannig fáum við fleiri inn í klúbbinn og því fjölmennari sem við erum því öflugri málsvari jeppamanna verður klúbburinn….. Það mætti meira að segja reyna að gera út á ferðir líkt og útivist er að gera, ekki í gróðatilgangi heldur bara til að verða öflugri".Mig langar auðvitað í stærsta jeppann, læstan allann hringinn, 44"++ og öll fínheitin sem PatrolMan er með – en á þeim jeppa (jeppling?)sem ég er núna, verandi umvafinn félögum í ferðaklúbbunum, þá þætti mér ánægjulegra að félagið byrjaði ekki flestar ferðalýsingar á að 38" sé algjört lágmark.
Glitnis kveðjur,
Sigurður M.
30.01.2004 at 20:03 #486430Fyrirgefiði, leikaraskapurinn var [url=http://www.austurgata.net/albums/album45/kollaklipp_0001.wmv:20c3zkht]þessi.[/url:20c3zkht]
…þessi lína hans Hlyns er samt enn að éta mig: "Það er eins og sumt fólk sé ekki að skilja að minna breyttir jeppar séu ekki gjaldgengir í allar ferðir f4x4" – en honum þykir augljóslega gott að hirða af "sumu fólki" félagsgjöldin ?
30.01.2004 at 20:48 #486432Það er svo skrítið með suma menn að þeir gráta yfir öllu, það að vera á minna breyttum bílum er bara gaman að mér finnst og ættla mér ekki að fara á stóru dekkinn er á 33",en þar sem félagið gefur sig út fyrir að vera fyrir alla sem eiga og hafa áhuga á að ferðast á jeppum og skoða landið út frá þeim sjónarhól er það ansi skrítið að ferðir eru oftast byrjaðar með "aðeins fyrir 38 og stærri"látum liggja milli hluta hvernig menn eignast bílanna sína það er þeirra mál,má líka vera að við sem erum á littlum dekkjum séum ekki nógu duglegir að koma á ferðum,en það sem pirrar mig mest er þessi metingur sem ekki á að eiga sér stað,við allir verðum að standa saman og berjast fyrir því að fá að vera á minna breyttum eða meira breyttum jeppum og lækka varahluta og viðhalds,tryggina kostnað,það að eiga jeppa er gamann og gefandi en flestum langar til að ferðast um hálendið og skemmta sér og gera hitt,ég fyrir mitt leiti hef ekki áhuga á að keyra í 20 tíma eða meira leið sem tekur um 2-4 tíma venjulega eða eyða eldsneyti að óþörfu í tómagangi heila nótt af því að það er ekki fært,sumir okka vilja þetta og það er þeirra val,en ég vil vera með í ferðum og taka þátt í að skipuleggja ferðir sem eru jafnvel meira spennadi og færar öllum sem virkilega kunna að keyra jeppa og leggja þeim í vöð og ófærur án þess að skemma landið,við meigum ekki gleyma að stóru dekkinn er ekki svo gamall kostur landið var brotið með óbreyttum 4×4.Kveðja Klakinn
30.01.2004 at 21:02 #486434ískaldar kveðjur Klaki.
Afsakið þetta með Glitnis húmorinn – jeppinn er reyndar alveg laus við þá félaga, en VÍS á bróðurpartinn í frúarbílnum 😀
En rétt hjá þér að verðlagning varahluta er víða gjörsamlega út í hróa – hringir t.d. Ingvar Helgason einhverjum bjöllum 😀 .. en varla er það markmið klúbbsins að fá félaga út á afsláttarkjör sem félagar hljóta hjá hinum ýmsu fyrirtækjum ?
Festur og vesin gera ferðir oft einstaklega minnisstæðar 😀
kv.
Sigurður M.
30.01.2004 at 21:02 #486436
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já það er ekkert annað. Mér fannst ég vera kominn í messu bara. Svei mér þá. Vantaði bara tónlistina.
hahahJónas
30.01.2004 at 21:13 #486438Var eitthver að tala um messu þá er það ekki galið að fá Sigubjörn og Gunnar til að messa yfir okkur inni á hálendinu.
Nei það að fá afslátt er ekki megin markmiðið hitt að fá leyfi til að vera á breyttum bílum,festur og vesin eru virkilega skemtilegt að tala um eftir á en skrítið ég lendi í þeim á óbreyttum,og er enn að tala um það,(gamall brandari)hef einu sinni faríð yfir Skaftá í Öræfum á Rússa þar sem bakkað var yfir vaðið,bílstjóri var Sigurjón á Littla-Hofi,ég vildi ekki reyna það sjálfur,en færari menn á jeppum en þessir kallar eru ekki til í dag.Klakans kveðjur
31.01.2004 at 00:42 #486440Ég er sammála siggamagg mað að fá afslátt af félagsgjöldum ef menn eru á 33" dekkjum eða 35" dekkjum af því að þeir halda að þeir séu sniðgengnir af stærri tommum dekkja.
Þá er ég líka sammála að þeir sem stýra eða eru fararstjórar í ferðum 4×4 og jafnvel þátttakendur í slíkum ferðum fái hrikalegan afslátt af félagsgjöldum af því að þeir eru að draga bíla sem eru sér smærri í tommum dekkja þetta getur ekki gengið nema bara á einn veg smærrikallar haldi að ég hafi keypt minn bíl til að draga 33"-35" nei ekki aldeilis en ég borga mín félagsgjöld án þass að skæla um að það vilji enginn draga mig ég hef ekki verið dregin af 33"-35" bíl ennþá þannig að þegar þið sem eru á 33"-35" kallar skipuleggið ferð sjálfir þá skal ég vera fastur allstaðar.Eyþór.
31.01.2004 at 01:24 #486442er ekki til jólalag undir þennan texta þinn ?
…og ég sem hélt að loksins væri komin almennileg réttlæting: "Heyrðu elskan, ég þarf að brenna austur (vestur, suður eða norður) fyrir fjallgarð og kippa nokkrum smælingjum úr skabbli".
😀
Hlakka til að kippa í þig, eða bara deila kippu!
grenj,
Sigurður M.
p.s. fyrst kvikindisskapurinn er kominn á þetta stig… Setrið og skálagjöld .. hm, hugurinn reikar …
31.01.2004 at 01:27 #486444er einfaldlega [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2488:1n8ppybo]þessi[/url:1n8ppybo]. Enginn með of stórt eða lítið …
31.01.2004 at 01:36 #486446Komdu bara með okkur,svo hóum við okkur bara aftur saman seinna.
KV JÞJ
31.01.2004 at 01:50 #486448Verð að vinna .. allavega á morgun – hef þessvegna ekki svarað [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2488:1j6otean]besta þræðinum[/url:1j6otean].
Mæti á sunnudagsmorgun ef mér tekst að vera duglegur á morgun og skila almennilegu starfi 😀
31.01.2004 at 22:07 #486450Sælir allir.
Ég var að renna yfir þennan þráð, og get ekki orða bundist. Það er tvennt sem mér liggur á hjarta og verð að koma frá mér.
það fyrra er þetta:
[b:d39kc31d]Ferðaklúbburinn 4×4 er ekki ferðafélg.[/b:d39kc31d] Hvorki fyrir minna eða meira breitta bíla. Á þeim 15 árum sem ég hef verið félagi í klúbbnum hef ég farið í 2 skipulagðar vetrarferðir á vegum klúbbsins, og reyndar starfað við þær báðar. Aftur á móti hef ég farið fjöldamargar ferðir með félögum í klúbbnum, en þær höfum við skipulagt sjálfir, og ekki í nafni klúbbsins. Þið sem teljið ykkur vanrækta af hálfu klúbbsins, takið ykkur til og skipuleggið ykkar ferðir sjálfir. Það þarf ekki að eiga 38" dekk til að skipuleggja jeppaferðir.þá er það hitt málið.
Ég las það sem siggimagg skrifaði, og varð bara töluvert hissa. Og ástæðan, jú, ég er gleyminn, en það eru greinilega til gleymnari menn en ég. Í nýliðaferðinni í Setrið vor 3 bílar á minni dekkjum en 38". Óhætt er að segja að þeim gekk öllum illa. Reyndar gekk þeim þokkalega þegar þeir gátu ekið utan fara, en það var ekki oft hægt. Ferðin frá Kerlingarfjöllum í Setrið tók tæpa 8 tíma vegna slæmrar færðar. Ég hef ekki tölu á því hversu oft kóarinn minn hljóp út með spottann til að binda í 35" bíl. Það endaði meira að segja þannig að síðustu kílómetrana tókum við spottann ekki einu sinni úr á milli skaflanna, og þegar ég kom síðastur í skála, klukkutíma á eftir fyrstu bílum, (ég var með lykilinn) var enn bundinn bíll við minn. Eini 33" bíllinn í ferðinni fékk svipaða hjálp, og var dreginn marga kílómetra. Það er rétt að við sem drógum kvörtuðum ekki, en áttum von á að þeir sem þáðu dráttinn sægju sjálfir að þeim gekk ekki sérlega vel og lærðu af reynslunni. Eftir þessa ferð sannfærðist ég endanlega um að í þeim ferðum sem ég fer í sem skipuleggjandi, eða bara með vinum mínum [b:d39kc31d]verður aldrei aftur 35" bíll.[/b:d39kc31d] Ég geri mér grein fyrir að með þessari afstöðu fell ég í ónáð hjá sumum, þar á meðal kunningjum mínum, en ég vil það frekar en vandræðin sem hljótast af því að ferðast með illa búnum bílum.En ég ýtreka enn og aftur, þið á minna breittum bílum, takið ykkur saman og ferðist með jafningjum.
Og eitt að lokum. Ég á ’84 módel af bíl sem kostaði mig kr. 200.000.- þannig að það þarf ekki alltaf að leita á náðir Glitnis til að ferðast á 38 tommum.
Emil Borg
31.01.2004 at 22:50 #486452
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er að vísu búinn að segja flest það sem mér býr í brjósti um þetta mál undir þræðinum um Kvennaferðina, enda umræðan þar kveikjan af þessum þræði. Eitt sem ég held að menn verði að taka með í reikninginn í þessu. Það er að þegar stórir hópar ferðast saman sem hugsanlega þekkjast lítið og á misjafnlega útbúnum bílum (misstórum dekkjum), er það í mörgum tilvikum ávísun á að ferðin sækist hægt og erfiðlega. Emil nefnir einmitt dæmi um það hér að ofan og ég held að flestir sem reynt hafa þekki það. Það getur verið allt í lagi ef menn taka það inn í dæmið strax í upphafi, skipuleggja tímaramman með það í huga og velja leiðir út frá hópnum.
Á hinn bóginn er ekki að ástæðulausu að menn eyða stórfé í að koma 38? dekkjum undir bílana sína. Margir sem ekki þekkja jeppasportið standa í þeirri trú að þetta sé bara einhver hégómi, jafnvel standi í tengslum við typpastærð, en ég reikna með að allir 4×4 félagar geri sér grein fyrir að þetta er flóknara en svo. Fyrir okkur allavega er þetta til þess að geta notið ákveðins ferðamáta og hafa möguleika til skipuleggja okkar ferðir með öðrum hætti en ef dekkin væru minni, minnka áhyggjurnar af færinu og komast hraðar yfir í erfiðum aðstæðum. Þess vegna sækjast eigendur 38? bíla (eða bíla með gott flot svo tekið sé tillit til þeirra sem eru á léttu bílunum á dekkjum við hæfi) í að ferðast með sínum líkum og þessir kostir nýtast ekki ef menn þurfa stöðugt að hafa verr útbúinn bíl í spotta.
Með þessu er ég ekki að segja að ?blandaðar ferðir? séu einhver dauðadómur og veit ekki betur en að það sé talsvert um þær í klúbbnum. Ég tek heldur ekki eins djúpt í árina og Emil sem segir "aldrei aftur ferðast með 35", en honum er auðvitað frjálst að ákveða það fyrir sig. En það er bara ekkert að því að stundum séu sett ákveðin skilyrði um dekkjastærð og útbúnað og stundum eru aðstæður bara þannig að það er ekkert sniðugt að fara á 2 tonna bíl á 35", hvorki fyrir bíleigandann sjálfan né ferðafélagana. Menn verða einfaldlega annað hvort að aðlaga bílinn sinn að því sem þeir vilja geta gert eða aðlaga ferðavenjur sínar að bílnum. Svo einfalt er nú það!
Kv – Skúli
31.01.2004 at 23:28 #486454fyrirgefðu.
01.02.2004 at 20:38 #486456Maður fer nú að halda að Emil hafi komið út tárum hjá sumum. Annars var þetta frábær dagur á fjöllum , sama á hvaða dekkjum menn eru.
Hlynur
02.02.2004 at 11:57 #486458
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég ek um á bíl sem er á 33" dekkjum og er alveg þokkalega sáttur við það.
En hins vegar þá dettur mér ekki í hug að ganga um og heimta að fá að fara með í ferðir með stóribílum, þar sem minn fjallabíll er ekki útbúinn fyrir slíkar ferðir.
Og ef mig langar svona rosalega mikið að ferðast með þeim, þá verð ég bara einfaldlega að breyta bílnum mínm, eða fá mér annan sem er þegar brayttur og því útbúinn fyrir erfiðari ferðir.Hins vegar hef ég mjög gaman að því að aka um hálendið og þá sérstaklega í snjó.
Þegar ég fer að jeppast, þá vel ég mér ferðir sem henta mér og mínum bíl og eru ekki of erfiðar.Sem dæmi um slíkt ferðalag er 31+ ferðin sem var farin á sunnudag upp á skjaldbreið. Það finnst mér vera frábært framtak og gaman að sjá hversu margir aðrir eru á litlum bílum að þjösnast upp um hóla og hæðir.
Ég vona bara að hinir litlubílakallarnir taki sig til og komi með næst þegar farið verður í svona ferð og, eða drífi sig til og hói á eitthvað fólk hér á spjallinu til að koma með sér. Það er nóg af mönnum þarna úti sem eru til í að koma með. Og það sýndi sig nú og sannaði á sunnudaginn að menn á 38" eru mjög oft til í að koma með í svona ferðir.
Hysjauppumsigbuxurnarkveðja, Andri
02.02.2004 at 16:28 #486460
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
35" aldrei aftur með humm ég er á 35" hilux og hef farið í margar ferðir með meira breyttum en mínum og eina sem ég get kvartað yfir er aflleisi nú í dag ekkert þar sem vélin gaf upp öndina allavega finnst mér 35" allveg nóg og hef verið dregin og dregið breyttari bíla.
02.02.2004 at 18:16 #486462Sælir félagar
Mikið er nú rætt um tommur hér á þessum þræði, og sitt sýnist hverjum.
En þetta er svo skelfilega afstætt allt saman og svo skelfilega misjafnt hvernig aðstæður eru.Ég veit tildæmis um ferð þar sem einn af ferðafélögunum gleymdi að skrúfa aðra driflokuna á að framan áður en hann hélt af stað en viti menn það kom ekki að sök hann komst samt á leiðarenda á einu drifi. (var reyndar á 38")
Í þessa ferð hefðu minna breyttir bílar átt fullt erindi, því færið var gott, en svonalagað vita menn ekki fyrirfram.
Þetta er bara spurning um að rata hinn gullna meðalveg í þessu máli sem og öðrum.
Stundum er ekkert mál að krúsa landið þvert og endilangt á Lödu sport á orginal börðum en þremur dögum seinna kemst ekki breyttasta bifreið landsins spönn frá rassi vegna slæmra skilyrða.
Því verða menn að þora að fara af stað séu þeir á minna breyttum bílum, og þeir verða þá líka að vera tilbúnir til þess að sætta sig við að hverfa jafnvel frá ef ekkert gengur. Auðvitað er það kanski erfitt stundum en það verður bara að hafa það.
Ég vil taka það fram að ég er á lítið breyttum bíl og vildi gjarnan að hann væri stórvaxnari, en þetta verður að duga til að byrja með.
Ég vona bara að félagar mínir innan klúppsins nenni einhverntíman að hafa mig með, á mínum eigin bíl þegar færið er gott, eða sem coara ef færið er vont, því að stundum er líka hægt að fá að fljóta með sem farþegi og það er líka fjör, þó auðvitað sé skamtilegast að vera á eigin farartæki.
Með vinsemd og virðingu
Austmann
02.02.2004 at 18:52 #486464Er ekki komið nóg um þetta dekkjamál,sunnudagsferðin sannaði að stórt og smátt á vel saman og þeir sem vildu á toppinn fóru á toppinn við sem ekki höfðum áhuga biðum niðri og ræddum landsins gagn og dekk og skemtum okkur við að horfa á Lödu bruna upp á topp á smá smá skífum,sennilega ekki vitað að það væri ekki hægt,gleymst að segja þeim frá,félagsskapurinn af ferðafélögunum skipti mestu máli,ásamt krökkunum sem skemtu sér við að láta draga sig,stórudekkjakallar þið eruð velkomnir með okkur hinum þegar ykkur langar,þið megið líka ferðast einir saman,eins við hinir,en í guðannabænum hættið þessu karpi
Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.