This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 19 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Mér finnst ég vera félagslega hálflamaður, því ég kemst ekki inn á smáauglýsingar 4×4 klúbbsins. Í svörtu línuna undir myndinni efst á aðalsíðunni vantar sem sé á minni tölvu orðið „Smáauglýsingar“, sem á víst að vera á milli „Myndasafn“ og „Tenglar“. Þar er aðeins lengra orðabil en á milli annarra orða í línunni, en það er það eina sem bendir til að þarna eigi eitthvað að standa. Ekkert hjálpar að búa til leitarorð og smella á „Leita“ aftan við „Smáauglýsingar“ í smellilistanum ofan við myndina, þá fæ ég aðeins hrafl eða hluta úr þeim auglýsingum sem innihalda leitarorðið. Dálkurinn „Nýjar smáauglýsingar“ hægra megin á aðalsíðunni er alltaf tómur hjá mér. Hef spjallað við einn í vefnefndinni sem hafði ekki heyrt um þetta vandamál, en benti mér á hugsanlegar leiðir til lausnar. Þær hafa ekki dugað. Ég hef prófað að nota Netscape í stað Internet Explorer, en hvorki það breytir neinu, né heldur að aftengja Norton-eldvegginn.
Þekkir einhver þetta vandamál og helst líka lausn á því? Bjargráð væru afar vel þegin.Með kveðju
Sverrir Kr.
S. 565-3133 & 895-2212
sverrirkr@hotmail.com
You must be logged in to reply to this topic.