This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Heilir og sælir jeppamenn og aðrir!
Mig langar í stærri dekk undir bílinn minn. Á 4-runner á 33″ dekkjum, og klöfum að framan ég veit að það er ekkert stórmál að smella kubbum undir boddýið og hækka hann þannig upp.
Málið er bara að mig langar til að hafa bílinn minn á stórum dekkjum en samt frekar lágan.Hvað get komið stórum dekkjum undir hann að framan ef ég læt duga að klippa úr? Er hægt að klippa nógu mikið til að ég komi 38″ dekkjum undir?
Hefur einhver fært boddýið aftar á grindina?
Það hlýtur að vera hægt að færa það aftur um nokkra cm án mikilla vandræða í húddinu? er það ekki?? Færa boddýfestingarnar aðeins upp og afturábak.
Færa svo afturhásinguna aftur líka um eitthvað svipað eða lengra og framstuðarann aðeins framar.Þess má geta að ég hef ekki mikið vit á svona breytingum, mér datt þetta bara í hug áðan og sé ekki mikið þessu til fyrirstöðu??
Kveðja.
You must be logged in to reply to this topic.