Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Smá rafmagnsbögg í LC 90
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Gudni Alexandersson 16 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.11.2008 at 21:48 #203261
Jæja allt í einu kveiknaði bara á rúðuþurkunum á bílnum meðan ég var að keyra þótt að stöngin fyrir rúðuþurkurnar sé í efsta þrepi og ekki í notkun 😀
svo fór allt í einu handbremsuljósið að loga líka 😀Veit einhver hvar relayið fyrir rúðuþurkurnar er staðsett eða bara veit einhver hvað er að ?
mbk Guðni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.11.2008 at 23:20 #633438
Án þess að vita mikið um Toyotur, myndi ég byrja á að tékka hvort jarðvírar eða jarðsamband á mælaborðinu hafi gefið sig. Svona draugangur getur komið fram við það að rafstraumur sem með réttu ætti að fara um jarðvírana fer að leita annarra leiða, t.d. gegn um perur eða relayspólur.
Ágúst
25.11.2008 at 22:42 #633440er lika með lc 90 og var með sama vandamál öriggið er næst stirinu ímiðjuni en hjá mer var kominn raki inní teingið við mótorinn bara smá bremsuhreinsir og vasilín redda því en með handbremsu ljósið gæti verið að bremsuklossarnir seu að verða bunir eða það vantar á vökvan eða neminn fyrir handbremsuna sé farinn
28.11.2008 at 14:34 #633442Nú spyr ég kanski eins og kjáni … en er regnskynjari fyrir rúðuþurkur í svona bíl ?
Ég átta mig á því að þetta hljómar alveg út í hött , en ég veit um dæmi þar sem Xenon hefur ruglað í rúðuþurkumótor og fleira í bílum ( já ég veit , trúði því ekki sjálfur þegar ég heyrði það fyrst ) og það á það til að rugla í öðru í rafkerfi bílsins.
Rafkerfi eru ekki jafn groddaleg og þau voru og þetta er eitthvað í sambandi við spennuna sem HID tekur í startinu sem fer illa í sum rafkerfi.
Þetta er t.d ekki óalgengt í VW
Kv. Kalli
28.11.2008 at 14:48 #633444Tók mér það bessaleyfi að afrita póst af live2cruize þar sem var einmitt verið að ræða þetta um daginn.
Það lennti einn í því að rúðuþurkumótor brjálaðist ásamt einhverju öðru.Svo getur að sjálfsögðu velverið að þetta sé útaf sambandsleysi , ónýtu relayi , rofanum inní bíl og ég veit ekki hvað og hvað. Það kemur ýmislegt til greina.
En þetta er þá amk eitthvað sem menn geta haft í huga við kaup á Xenon.
Kv. KallilHér kemur pósturinn:
—————————————————————
Sannleikurinn er samt sá að það er þekkt meðal fleiri framleiðenda er VW að sum eftirá ísett HID kerfi geta skemmt viðkvæman búnað í rafkerfi bílsins hvort sem það er þurkumótorinn í þínu tilviki eða annar búnaður bílsinns.Þurkumótorar í bílum í dag eru ekki eins og áður fyrr þar sem það var einföld tengin á þá frá rofa eða rafliða og 31b var svo jarðstýring fyrir stoppstöðu.
Í þínu tilviki er sennilegast LIN bus tengdur þurkumótor og er þá innri stýribúnaður í mótornum er sér um hraða mótorsins og stoppstöðu. Skipum kemur frá þurkurofa í stjórnbox og þaðan í mótorinn. Ef það stjórnbox er sér um að skipa mótornum fyrir og tekur við upplýsingum frá honum, fær röng boð er mótorinn settur á "Fastan hraða"
Einnig gæti verið Hall sensor innbyggður í mótorinn og fær þá stýrieining upplýsingar um stöðu mótorsins til að ákvarða hvar hann skuli stöðvast.
Þessi búnaður er viðkvæmur fyrir hvers kyns utanaðkomandi áhrifum sem er að öllum líkingum HID kerfið í þínu tilviki.. Ódýr HID kerfi eru illa skermuð frá þeim spennupúlsum er HID kerfi gefur frá sér við kveikingu á perunni.
Ballestinn ( kveikjumagnarinn) skaffar perunni ekki beinan straum heldur vinnur hún á tíðni ( Hz ) Ef hún er ekki vel skermuð, uppsett eða almennt hönnuð er einnig möguleiki á að hún skemmi fleiri hluti í rafkerfinu, til að mynda stjórnbox, þrepamótora eða janfvel rafalinn í bílnum.
Ég ráðlegg þér að taka búnaðinn úr bílunum, ef þú ert ekki búin að því nú þegar. Það er til regla er klikkar sjaldnast. Þú færð það sem þú borgar fyrir. Það er ástæða fyrir því að HID kerfi er stendur á Made in China eru ódýr.
10.12.2008 at 00:08 #633446jæja ég reif motorinn úr og opnaði hann og var ekkert að sjá þar hreinsaði tengið og gerði og er buinn að keyra nuna í einhverjar 2 vikur eða eitthvað án þess að rúðuþurkurnar skeltu sér í gang án þess að eigandi óskaði þess 😀
veit einhver eitthvað meira um þetta mál hvar þessi jarðtengin er fyrir mælaborðið o.s.f.v tæmið endilega heilan svona rétt fyrir jólin
mbk Guðni
10.12.2008 at 00:35 #633448LC90 er ekki með CAN BUS, né annað á BUS.
Sjálfsagt gæti þetta verið vandamál í nýrri bílum, en VW hafa alltaf verið snillingar í að finna upp rafmagnsbilanir til að setja í bílana sína, og eru varla sambærilegir við gamla toyotujálka. 😉
Og þessi trú fólks á að HID kerfin skemmi þetta og hitt, tja, þeir trufla kannske BUS í nýrri bílum, en að þeir skemmi alternatora! c’mon!
.
En svo að við snúum okkur að þræðinum aftur, jörðin fyrir mælaborðið er að mig minnir við öryggjaboxið niðri við vinstra kick panelið.
Mæli líka með að skoða öll tengi þar og leita eftir spansgrænu, skoða líka gúmmítappann þar sem víralúmið kemur í gegnum hvalbak þarna rétt hjá.
Er búið að yfirfara rofann sjálfan alveg í bak og fyrir?
.
kkv, Úlfr
E-1851
10.12.2008 at 02:21 #633450Smá innlegg í umræðuna er viðkemur HID (xenon) svona úr því ég hef verið að flytja þetta inn fyrir ófáa félagana. Ég spurði DingDong kalinn út í þetta vitandi af því að þessi ódýru HID sett hafa verið með alskonar leiðindi þá sagði hann að það væri útilokað að HID skemdi annan rafbúnað en mjög þekt er að hann geti truflað ýmislegt eins og sem dæmi útvarp eins og við sumir þekkjum úr fyrstu sendingu sem við tókum inn fyrir matr löngu, það er reindar smá mál miðað við aðrar truflanir sem geta komið upp eins og sem dæmi bíltölvur þannig að það getur jú verið varasamt að kaupa bara eitthvað HID í bílin, þetta er eitt af því sem við kaupfélagskarlarnir eru vel meðvitaðir um og erum ekki að sulla með ódýrasta draslið því það getur bara kostað eilífð vandamál. Þau HID sett sem við erum til að mynda að flytja inn eru ættuð frá Tiawan en eru sett saman í verksmiðju í Kina en involsið er ættað sem dæmi frá eins og fyrr segir Tiawan, Ítalíu og Þýskalandi. Perurnar eru orginal philips og samsettar í kína. Annað er viðkemur HID að það er mjög misjamt líka hversu mikklu raunverulegu afli þessi sett eru að skila frá sér og sum hver lítið aflmeiri en góð halogen pera sem dæmi. Eingin vandamál eru með kaupfélags HID settin sem kaupfélagið flytur inn hvorki í nýrri bílum með flókin rafkerfi né öðrum en eins og áður segir þá skulu menn hugsa vel áður en þeir pannta af ebay það ódýrasta og er ég ekki þar með að segja að allt þar sé drasl en þetta getur verið smá happadrætti og menn ættu frekar að pannta sér alvöru sett og borga þá pínu meira fyrir þau og vera ánægðir. það sem er nýtt í HID í dag er að nú koma flestir alvöru spennar (líkt og við erum með) með innbyggðum canabus filter og fleiru og eru þeir mjög stapílir einnig höfum við tekið inn 50w hid (þau fyrstu komu síðasta vetur og hafa reinst mjög vel) og nú fyrir jól erum við að fá fyrstu 70w og 110w settin til að prufa en þau koma beint frá Taiwan, það verður spennandi að prufa þau og það ætti að vera eitthvað ljós frá þeim skildi maður ættla enn já varist ódýra dótið og þó það sé merkt maid in china þýðir ekki endilega að það sé drasl.
17.12.2008 at 00:38 #633452jæja núna er ég að verða klikkaður þetta byrjaði aftur áðan 😀
þetta fór í gang einu sinni í fyrra vetur og svo ekkert fyrr en aftur nuna buinn að keyra góðan slatta síðan og svona
á ekki einhver mótor sem vill selja mér á klink 😀ég fann ekkert af þessum jarðtengingum þarna þegar ég reif allt í burtu þarna
er ekki sami mótor í common rail og hinum 90 crúserunum
Guðni.
17.12.2008 at 01:44 #633454Ég stórefa að þetta sé mótorinn.
Finnst líklegra að þetta sé rofinn fyrir rúðuþurkurnar eða eitthvað í kringum það.
.
kkv, Úlfr
E-1851
17.12.2008 at 08:33 #633456jæja þá.. þá verður maður að skoða eitthvað annað
17.12.2008 at 11:48 #633458Gæti verið raki í einhverju tengi eða relayi. Var að kljást við svipaðan draugagang í Terrano fyrir allnokkru og þá var það relayið fyrir ljósasprauturnar (pissið á aðalljósin) sem var fullt af vatni. Það orsakaði allskonar vandamál, rúðuþurkurnar fóru af stað í tíma og ótíma, dagljósabúnaðurinn ruglaðist og annað í þeim dúr. Það tók mig langan tíma að finna út úr þessu og var það ekki fyrr en ég fann orsök vatnslekans sem ég komst á sporið. Það sást ekkert á relayinu þangað til búið var að opna það og var það þá fullt af vatni. Það merkilega var að það gat liði þó nokkuð á milli kasta ef svo má segja og það fóru aldrei nein öryggi eða neitt slíkt.
Kv. BIO
17.12.2008 at 12:09 #633460Guðni, ef þú ert í bölvuðu basli, þá gæti ég alveg litið á þetta einhvert kveldið á næstunni.
En ég mæli með að skoða rafmagnsteikningu af draslinu og fylgja öllum lögnum frá rofanum að relay og svo að mótornum.
.
kkv, Úlfr
E-1851
17.12.2008 at 12:15 #633462Vá hvað þetta hljómar líkt hjá þér björn 😀
en já gott að vita það samuel verð í bandi ef maður finnur ekki neitt og veit einhver hvar eg get fengið lúmm teikningu af græjunni ?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.