Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Smá pæling
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Karl Davíðsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.01.2007 at 12:32 #199524
AnonymousEr að spá í svolitlu þar sem sumir ættingjar þeirra sem voru í 26 tíma krapaferðinni hjá okkur í litludeild vissu ekki neitt um okkur . Þá var ég að spá er ekki hægt að skella þráð hér eða eitthvað sem hefur að geyma nöfn og heimasíma ættingja svo einhver gæti látið þau vita ef svona kemur upp aftur ? Þar sem nmt var ekki með í för þá var bara vhf sem kom einhverjum skilaboðum áleiðis. Bara svona smá pæling En hjá mér verður nmt sími með í næstu ferð .
kv Hjalti á lowprofile Toyýtunnni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.01.2007 at 12:46 #577822
Afhverju ekki að starta þræðinum sjálfur áður en lagt er af stað,skella síðan þar inn þeim upplýsingum sem gætu komið að notum.
Kv
Jóhannes
29.01.2007 at 12:59 #577824Það á ekki að vera á ábyrgð einstakra þátttakenda að sjá um skáningu í ferðir. Að mínu viti þarf litladeildin að breyta um stefnu í þessum efnum, forsvarsmenn ferða þurfa að vita hverjir eru þáttakendur í ferðinni, til þess að hægt sé að uppfylla lágmarkskröfur um öryggi.
Á þessu svæði er gloppótt NMT samand (það er á hvítu svæði samkvæt útbreiðslukorti Símans, þótt góður sími nái víða sambandi), en engin VHF endurvarpi nær inn á svæðið. Það virðast vera alltof margir sem ennþá leggja trúnað á þann áróður sem uppi var þegar verið var að flækja klúbbinn í VHF dæminu, að það myndi uppfylla þarfir fyrir öryggisfjarskipti. Það gerir það ekki nú, og mun ekki gera það. Til þess er það of háð sjónlínu, og endurvarparnir of erfiðir í rekstri.
-Einar
29.01.2007 at 13:00 #577826Svo er líka hægt að skilja NMT númer þeirra sem maður veit að verða nálægt (og sitt eigið auðvitað…) eftir hjá einhverjum sem gæti viljað vita um mann. Það nær eins langt og NMT-ið nær.
29.01.2007 at 15:57 #577828Eik ég verð nú að leiðrétta þig varðandi VHF endurvarpana á þessu svæði sem við vorum á, ég talaði við þá í björgunarsveitinni Ársæli sem voru stadir upp á kaldadal í gegnum endurvarpa á rás 46 og náði ég sambandi við þann endurvarpa allan tíman, en endurvarpin á rás 44 var soldið glompóttur og var hann sumstaðar úti og gegg mér illa að ná sambandi í gegnum hann og reindar spurning hvort að hann sé eitthvað bilaðaur því að þegar að ég var á þessu svæði í sumar þá var hann sterkur inni hjá mér.
Varðandi nmt samband veit ég ekkert um þar sem við vorum ekki með nmt síma í för.
Kveðja Addikr Ö-1435
29.01.2007 at 16:14 #577830Þetta eru athyglisverðar upplýsingar. Þegar ég fór inn á Kaldadal í Október síðastliðnum var 44 (Bláfell) skárri en 46 (Bljáfjöll). Mér hefur aldrei tekist að ná sambandi við Strút, sem á að vera á rás 44. Ég held það væri vel ómaksins virði að koma upp vefsíðu, t.d. Wiki, þar sem menn get set inn upplýsingar um ástand endurvarpa. Þeir virðast virka þokkalega á sumrin og fram á haust, en þegar kemur fram á vor, virðist ekki mikið vera eftir.
Sjá t.d. [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/7515:3n8902vl]þennan spjallþráð[/url:3n8902vl]-Einar
29.01.2007 at 16:54 #577832Þetta umrædda kvöld var ég á leið heim og var um tima á scani. Þá heirði ég kallað á 46 og þá var ég staddur rétt austan við Selfoss. Síðan heyrði ég aftur í stöðinni og þá á rás 44. Sá sem þar talaði sagðist vera á Hlöðuvöllum og ég heyrði mjög vel til hans.
Hitt er annað mál að það er rétt sem Einar segir að þetta svæði er verulega dapurt hvað NMT varðar og það er enganveginn hægt að treysta á það kerfi sem öryggistæki lengur, ef það hefur þá nokkurntíman verið hægt.
VHF kerfi 4×4 fer mun nær því að vera öryggiskerfi fyrir okkur þó svo að það dugi ekki heldur eitt og sér. Reyndar held ég að það mætti bæta þetta svæði verulega með endurvarpa á Hlöðufelli og Skálafelli.
En svo er það mín skoðun að eina örugga fjarskiptatækið sem er í boði í dag fyrir almenning er Iridium sími og ég tók ákvörðun fyrir um ári að fá mér svoleiðis, þrátt fyrir mikin kostnað – Sem eru þó smáaurar miðað við það sem getur verið í húfi.
En að mínu mati er nausynlegt að í hverjum hóp sem fer á fjöll sé a.m.k. ein VHF stöð og einn NMT sími. Í þessu tilviki var það VHF sem dugði til að koma boðum í bæinn. Þegar þau boð bárust var að vísu búið að vekja allnokkra 4×4 félaga sem voru í startholunum að leggja af stað á móti hópnum – Ég var m.a. kominn á lappir og búinn að ræsa olíumiðstöðina í bílnum og var því mjög feginn þegar var hringt og ég rekinn aftur í rúmið….
En að setja upplýsingar hér inn eða að fara að skrá upplýsingar um ættingja held ég að sé kannski ekki hlutverk klúbbsins eða þeirra sem skipuleggja ferðir í hans nafni. Það er þannig að í ferðum klúbbsins ferðast hver og einn á eigin ábyrgð og því eiga viðkomandi að vera búnir að láta vita áður en lagt er af stað hvert á að fara og hvenær er áætlað að koma heim. Nú eða vera með nauðsynlegan búnað til að láta vita um sig – að ég tali nú ekki um í svona tilvikum þegar menn ákveða að fylgja ekki skipulögðu ferðinni og halda áfram upp á eigin spýtur.
Benni
Benni
29.01.2007 at 16:58 #577834
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þó að f4x4 félagar hefðu verið í startholunum að koma og bjarga þá vissu ættingjar okkar ekki neitt um okkur. Þarna hefði verið sniðugt að hafa einhvern þráð hér á vefnum með heimasíma svo hægt hefði verið að láta ættingja okkar vita .
Kv Hjalti á lowprofile toyýta
29.01.2007 at 17:08 #577836Litlanefndin var í góðu sambandi. Ég náði sambandi bæði við Lauga og Kjartan í gegnum NMT. Laugi náði einnig góðu sambandi við björgunarsveitina Ársæl sem var á leið suður Kaldadal og Óskar Erlings heyrði líka í Litlunefndinni. Þannig að sé ekki hvað var að þó svo að samband sé gloppótt á svæðinu. Allt undir kontról
29.01.2007 at 17:11 #577838Ef menn ætla að stunda fjallaferðir, þá er það nú algjört lágmark að menn komi sér upp öryggisbúnaði fyrir sjálfan sig. Vhf og nmt er nú algjört lágmark í þeirri deild. Oftast nægir nú bara að keyra upp á næsta hól og fá þar fínt merki í nmt ef það er slæmt í lægðum.
En það er ekki hægt að setja ábyrgðina á einhvern annan en ferðamennina sjálfa um að láta vita af sér.
Var enginn í þessari krapaferð með fjarskiptabúnað sem náði niður í byggð. Voru forsvarsmenn ferðarinnar ekki með nmt… eða einhver. Menn hljóta að geta fengið að smella einu símtali ef ferðirnar eru að dragast svona mikið.
Ég vil því skora á menn hér að auka öryggi sitt á fjöllum með því að fjárfesta í fjarskiptabúnaði .. sem meðal annars er mun ódýrari heldur en margir "litlir aukahlutir" sem menn eru að setja á fjallabílana sína.
Fínn fjarskiptabúnaður kostar undir 100 þús, einn dekkjagangur kostar sirka 180 þús…. Spurning hvar menn vilja spara.
kv
Gunnar
29.01.2007 at 17:13 #577840
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
‘Eg er ekki að tala um samband milli ársæl f4x4 félaga sem voru í bænum eða félaga úr litludeild ég er að tala um að þeir sem heima voru ættingjar vissu ekkert það var ekkert sofið á mínu heimili útaf óvissu um mig og hefði verið fínt að einhver hefði komið skilaboðum til þeirra að allt væri í stakasta lagi hjá okkur .
Kv Hjalti á lowprofile toyýta
29.01.2007 at 17:15 #577842Gunnar getur þú útskýrt fyrir mönnum hvaða fjarskiptabúnaður virkar á þessu svæði?
29.01.2007 at 17:17 #577844Þegar ég skrepp út í búð eða álíka þá tek ég yfirleitt með mér símann (og veskið) ef að einver vill ná í mig eða ég vill ná í einhvern. Ef að ég skrepp á fjöll þá læt ég vita hvert ég er að fara, með hverjum og set svo VHF í gang og kveiki á litla hand NMT símanum mínum og keyri af stað. Svo vill svo til að ég er með GPS tæki í bílnum mínum og notast við það til að rata. Þetta ætti að vera einfaldur útgangspúnktur hvers einasta jeppamanns þegar hann fer í lengri og styttri ferðir á fjöll. Að láta vita hvert á að fara og vera búinn að redda sér fjarskiftabúnaði sem virkar og maður kann á. Til þess er Litlanefndin að hluta til að starfa, til að starta áhugasömum jeppamönnum og kenna þeim að ferðast. Það var enginn skráning þörf í þessa Litlunefndarferð, heldur bara melding við nefndarmenn. Og svo voru bílar taldir og þegar allir viðstaddir voru mættir.
Þegar tekin var ákvörðun að snúa minnstu bílunum við var ábyrgðin komin á þá sem vildu halda áfram, en við sem leiddum hópinn áfram vorum í fullu starfi við að koma bílum áfram við erfiðar aðstæður, svo ekki sé meira sagt. Laugi var sífellt í símanum og var hann nánast farinn að hreita í mann vegna pirrings útaf því stöðuga ónæði sem hann varð fyrir frá hinum og þessum sófariddara. Ég tók þá að mér að leiða hluta hópsins áfram (minnst breyttu bílana) á meðan Kjartan, Þorgeir, Kristinn og Knútur voru að kljást við að losa og teyma áfram últkendinginn sem laumaði sér í hópinn. Svo þegar komið var framhjá Þingvöllum og verið var að keyra í bæjinn var náð sambandi við einn meðlim þeirra sem fóru á línuveginn (þeir fóru austur eftir en hefðu að mínu mati átt að fara vestur eftir) í gegnum VHF og ég beðinn að hafa samband símleiðis og láta vita af heilsu og líðan ferðamannana sem var víst hin fínasta. Mig minnir að ég hafi náð sambandi við manninn (AddaKr) á rás 48 en svo skiftum við yfir á aðra rás sem ég man ekki hver var, en þá náðist betra samband á milli okkar. Það sem ég meina með þessu er að þegar menn ferðast verða þeir að bera ábyrgð á sjálfum sér og þarna voru vanir menn látnir fara áfram, en þeir óvönu, og fjarskiftalausu látnir fylgja Litlunefndinni til baka. Margir þar með síma og allann pakkann og ekkert mál að biðja um að fá að hringja heim.Haffi H-1811
29.01.2007 at 17:23 #577846
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það var einginn með nmt síma í ferðinni og vissi ég það ekki fyrr en komin var á nótt en eitt er víst að ég fer ekki aftur nema vera með nmt síma með í för . það voru 2 í ferðinni sem náðu gsm sambandi og ekki vissi ég heldur af því . Kannski smá samkiftaörðuleikar sem má og á að bæta .
Kv Hjalti á lowprofile toyýtu
29.01.2007 at 17:47 #577848Já,
Nmt.. augljóslega þar sem ofsi var í sambandi við allnokkra þarna uppfrá.
gsm er orðinn líka fínn á mörgum svæðum.
en menn ættu ekki að vera að fara á fjöll án þess að vera með fjarskiptabúnað, hvernig svosem hann er.
Fjarskiptabúnaður er jafn nauðsynlegur fyrir mér í fjallaferðum líkt og meikup er fyrir dömur á djamminu… algjörlega ómissandi. Ég fer einfaldlega ekki af stað á fjöll þar sem langt er í hjálp og fjarskiptabúnaður getur einfaldlega bjargað lífi manns. Ég met mitt líf allavega meira en 100 þús.. eða hvað svo sem þessi tæki kosta.
Fjarskiptabúnaður: NMT, GSM , VHF , Iridium. Stór gjallarhorn, CB.
Ég hef oft ferðast um þetta svæði, og það eru alltaf glopur hér og þar , þar sem nmt næst og jafnvel gsm líka. Annars virkar oft vel að keyra upp á næsta hól… líkt og ég nefndi hér áður.
kv
Gunnar
29.01.2007 at 17:56 #577850
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það var ekki nmt með í för hjá okkur sem héldu áfram og þar sem ég er bara nýlega búinn að kaupa mér jeppann þá er ekki allt komið sem þarf í hann þetta var fyrst allvöru prufutúrinn á þessum . En það er allveg rétt að maður á ekkert að fara á fjöll nema hafa allt sem til þarf og meira til . ‘Eg bara vissi ekki betur ég hélt að það væri nmt sími með í för en var svo ekki . En það eru ekki allir svona og væri ekkert galið að hafa þráð hér sem einhverjir félagsmenn gætu flett upp í og látið aðstandendur vita ef út í það fer. Það var eina pælingin hjá mér .
Kv Hjalti á lowprofile toyýta
29.01.2007 at 18:23 #577852Sæll Haffi, það var ég Addikr sem hafði talaði við þig á rás 48 en bað þig svo að koma yfir á endurvarparás 44 og vill ég þakka þér fyrir að koma skilaboðu til skila fyrir okkur musso feðgana.
Leiðin var þannig að við héldum áfram að fylgja slóðanum í átt að Hlöðufelli við fórum svo með fram Hlöðufellinu og reindum við að vera eins mikið við hlíðar fjallssins og helst eiginlega bara upp í þeim til að losna sem mest við krapa og gekk það bara nokkuð vel þar sem því var við komiðsvo var stefnan set eiginlega beint á Þórólfsfell og því fylgt að línuveginum og svo var línuvegurinn farin vestur að kaldadal og þar niður að þingvöllum.
Sennilega gerði ég þau mistök að vera ekki nógu duglegur að hafa stöðin á scan hjá mér.
kv Addikr
29.01.2007 at 18:53 #577854já það varst þú sem ég talaði við og hringdi fyrir Addi, ég vissi alveg hver þú varst. En ég hélt að þið hefðuð farið austur eftir línuveginum, ekki vestur eftir eins og þú bendir á. Það var líka það skynsamlega að gera. Hvað samskifti varðar þá var einn lítið breyttur LandRover Defender með í för og var hann með leigða hand-vhf af klúbbnum. Sá maður sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir hvað svona talstöð væri nauðsynleg í svona ferðir fyrr en að því prófuðu. En því miður varð talstöðin rafmagnslaus og hann ekki með neitt hleðslutæki meðfylgjandi stöðinni, sem mér finnst ansi skrítið.
Gott að allir komust ólaskaðir heim og reynslunni ríkari.
Haffi H-1811 og Toppurinn
29.01.2007 at 19:15 #577856Sælir félagar, ég veit reyndar ekki hvort að eitthvað gerðist óvænt í þessari ferð með breytingu á aðstæðum og/eða færi en langar samt að koma hér á framfæri minni skoðun svona til að fá frið í sálina
Það á engin að fara á fjöll með því hugarfari að einhver annar reddi honum ef eitthvað út af ber.
Maður fer ekki af stað án þess að vera sjálfbær (tískuorð) fyrir þær aðstæður sem að stefnan er tekin á. Það getur að sjálfsögðu alltaf komið eitthvað upp á og maður þurft á hjálp að halda, en planið á ekki að gera ráð fyrir því frá upphafi.Þegar ég var að byrja í fjallaferðum var ég svo heppinn að ferðast mikið með alveg gríðarlega hrokafullum "fjallagörpum" þar sem að stemmningin var sú að menn fengu bara hressilega að heyra það og jafnvel dögum saman ef að þeir gátu ekki bjargað sér sjálfir við flestar aðstæður. Ég er ekki að segja að þessi aðferð sé vænlegust til kennslu nýliða, en hún a.m.k. gerði það að verkum að ég lærði mitt og sett mér það að markmiði að ferðast ekki öðruvísi en þannig að ég ætti að vera undir flest búinn. Það er jú alltaf líklegt að maður sjálfur sé sá sem að stendur eftir á óbiluðum bíl og þurfi að redda hinum.
Lærum af reynslunni Við erum allir líklega næsta hjálparsveit fyrir meðbræðurnar þegar við erum komnir á fjöll.
Kveðja,
Baddi
29.01.2007 at 19:50 #577858Ég vorkenni engum hér og lít sem svo á að það sé þeim sjálfum að kenna að aðstandur höfðu ekki græna glóru á hvað var að gerast.
Mönnum er bara nær að græja sig ekki betur og KUNNA EKKI betur á endurvarpa…
Einnig hefðu ferðalangar geta fyrir ferð bent sínu fólki á heimasíðu okkar því jú þar er mjög allgeng að komi fram uppl. um gang mála hjá þeim sem eru á ferðinni sér í lagi ef ílla gengur…
Já ég er alveg brjálaður…
29.01.2007 at 19:54 #577860hefur verið valinn væl og skæl þráður ársins.
úrskurðarnefnd skæluþráða óskar ykkur til hamingjufyrir hönd nefndarinnar Ofsi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.