This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years ago.
-
Topic
-
GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT SNJÓAÁR 2004
Ofsi vonast til þess að Ofsaveður verði allt fram á næst vor og ekki megi stytta upp fyrr en með vorinu. En þá megi bresta á með hitabeltis hita svo Slóðríku megi ferla sem flestar leiðir næsta sumar.
BJÖRGUNN ÁRSINS
Það næsta sem gerðist í okkar lífi var að skemmtinefndin stóð fyrir skemmtun ársins með Þorrablótsferðinni í Setrið. Þar fóru þeir Lúter Trúður og Siggi Tæknó fremstir í flokki og náðu að setja met í hringavitleysu og afglapahætti. Ásamt því að eignast seina gengis met í Setrið, 36 klukkustundir.
Varð þorrablótsferðin til þess að ferðaklúbburinn eignaðist loks hetjur. Og björguðu hetjurnar tugum manns úr Setrinu. Þar sem fólkið hafði átti dapra vist með skemmtinefndinni og hafði það sér eitt til viðurværis að naga beingaddaðan þorramat. Ég verð að segja það sem ein af þeim hetjum sem brutumst þarna inn eftir, af miklu harðfylgi á 8 klukkustundum með 2 tíma í kaffipásu í Hrauneyjum.
Þar sem við vissum ekki hversu alvarlegt ástand ríkti í Setrinu, hefðum við getað stytt kaffipásuna. En það sem ég ætlaði að segja var að seint gleymum við þeirri sjón og viðtökum sem við fengum í Setrinu, þar sem við mættum skelfingu lostnum börnum og grátklökkum konum og mönnum. Sópuðum við samann liðinu og brutumst út í fjallajeppana í 17 stiga frost og 27 metrum á sekúndu.Aðstandur Þorrablótsfarann vilja þakka eftirtöldum hetjum
Hlyn Óþverafélags formanns, Rúnari kóara, Lúffa Trúbadors, Begga kokk, Jóni Ofsa, Bassa litla, Gulla Rottuforingja, Kalla hrekkjusvíni, og Nóra litla.VONBRIGÐI ÁRSINS
Björn Þorri sóðamaður gerði garðinn frægan á árinu, þrátt að hafa dvalið að mestu undir feld heima í stofu. Eyddi hann öllum mjólkurpeningnum í marg,marg, marg Milljón Trilljón krónu slyddu jeppa með vanþróuðu fjöðrunarkerfi. Enda var ekki mikið farið á fjöll á þeim bæ. Nema þegar hann fór einbíla og spottalaus, stórhættulega leið sem engum er fær nema vel fleygum fuglum.PLOTT ÁRSINS
Rallý Palli gat loks platað Eirík gamla inn á saklaust fórnalamb. Sem þess utan keypti hann óséðan í gegnum síma og vildi ekki einusinni prútta.ÝKJUR ÁRSINS
Verð ég sjálfur að taka það á mig sem ég heiti Slóðríkur, verð ég að viðurkenna að forarpytturinn ógurlegi við Langavatn, var stórlega ýktur og ekki það manndráps foraði og kviksyndi sem ég áður hef sagt.GENGI ÁRSINS
Rottugengið stofnað og verður það að teljast til mestu merkis atburða á árinu. Var þar valinn maður í hverju rúmi. Og er vart að finna eins gjörvilegan hóp norðan Alpafjalla. Er von manna að þessi hópur muni valda straumhvörfum í bágbornu íslensku efnahagslífi og blása lífi í staðnaða jeppamennsku á Fróni.UPPFINNINGARMAÐUR ÁRSINS Mulhan Gunnlaugur Axel Einarsson, er búinn að þróa nýja gerð leitarljósa á Barbíinn, þar sem hægt er að stjórna öllum kösturunum innan úr bílnum með litlu tippi. En nóg er af slíkum tippum meðal jeppamanna. Næst stig í þróunar ferli leitarljósanna verður að samhæfa ljósin og augun, en það hefur gengið treglega vegna þess hversu tileygður Gulli er.
VERSTA FARARSTJÓRN ÁRSINS
Kjartan Gunnsteinsson okkar ástkæri, göfuglindi og hjartahlýi formaður; fyrir 4FF á Langjökul þar sem hann vissi aldrei hversu margir væru með í för. Og ákvað bara að gefa skít í allt og sjá til hvort einhvers yrði saknað.( þó hefur ræfill sér eitt til afsökunar, það var það að við rotturnar nenntum ekki að bíða eftir dollaragrínunum frá ameríku sem fóru sér hægt enda ekki miklir aksturseiginleikar í slíkum gripum).VINDHANI ÁRSINS
Hlynur Snæland Óþverafélagsformaður. PS var um þetta algjör einurð meðal nefndarmanna.FJÁRFESTING ÁRSINS
Er tvímælalaust fjárfesting Jóns Ebba, á 12 metra teygju spottanum.
Þó atti Ebbi kappi við fjárfestingu klúbbsins í stærra geymsluplássi vegna heimasíðunnar.BÓK ÁRSINS
Farið-Kom-Farið-fór Farið ? og þá hvert.MISTÖK ÁRSINS
Það var þegar Gulli seldi besta Pattan á landinuVERSTU KAUP ÁRSINS
Það var þegar Siggi Tæknó keypti Patta hræið af GullaTAP ÁRSINS
Er tvímælalaust þegar Siggi Tæknó tapaði naglaklippunum á Klakksleið í þorrablótsferð skemmtinefndarinnar, eftir þann voða atburð fór allt úr böndunum hjá þeim félögum. Og er það til marks um það hvað lítil þúfa getur velt þungu hlassi, eða þannig sko.VEFARI ÁRSINS
Er Flippi og megi hann skrifa sem mest og lifa sem lengst, hógværð þessa sóma drengs hans er slík að hann er ekki einusinni búinn að sækja verðlaunin sín.UMBURÐALINDI ÁRSINS
Soffía greyið á þau skilið, og á hún samhug okkar allra, Beggi á eftir að þroskast meira sjáðu til. Það tekur bara lengri tíma en hjá öðrum.SVEKKELSI ÁRSINS
Var það, þegar það reyndist ósatt að kominn heitur pottur í Setrið.
Megi skálanefndin brenna í helvíti í þúsund ár fyrir það.BLÁEYGÐUST Á ÁRINU
Soffía fyrir að treysta Begga undir stýri.MAÐUR ÁRSINS
Lúter Trúðaforingi ekki verður um þessa niðurstöðu uppstillingarnefndar deilt, enda kom enginn annar til greina. Þar sem aðrir kandídatar komast ekki með tærnar þar sem Lúddi trúður hefur hælana. Rök uppstillingarnefndar fyrir niðurstöðu þessari eru meðal annars. Óbilandi trú hans á eigin getu og sinni trúðahjörð. Og Lúddi sjálfur sem skemmtanagildi þá fær hann 5 stig af 5 mögulegum. Telur nefndin að ekki þurfi frekar að sannana við. Og líkur hún því hér með störfum.FÚLASTA GENGI ÁRSINS
Fúlagengið. Þeir lofuðu einnig fúlu ári fram undan. En þó var Flugsveitinn hundfúl með eigin ferðir og voru flestar ferðir þeirra með lággjalda ferðar brag.BILERÍ ÁRSINS
F4x4.isBJARTAST VONIN Á ÁRINU
Er Trúðagengið Rvk, þessir félaga hafa verið að slípast samann einsog demantar, enda miklir snillingar. Og er búinn að byggjast upp mikil spenna og eftirvænting eftir fyrstu för þeirra á fjöll. Í genginu eru þeir Lúddi trúður sem vart þarf að kinna, Halti Jarpur en hann er mesta fól og ber mesta ábyrgð á því hvernig komið er fyrir fiskimiðunum í kringum landið, enda er hann búinn að stunda rányrkju á íslandsmiðun um áratuga skeið. Bazzi en hann gegnir einnig nafninu Jói litli, hann er þekktur fyrir það að láta björgunarsveitir hafa næg verkefni. Jói hann er víst Gull af manni. Siggi Tæknó keyrir strædó og ætti gengið því að geta verið á áætlun. Megi þeir lengi lifa HÚRRA-HÚRRA.RÁÐSTEFNA ÁRSINS
Var umhverfisráðstefna umhverfisnefndar í Setrinu, var hún vel sótt en ekki tókst þó að koma sér samann um stefnumörkunn í umhverfismálum almennt, og losun geislavirks úrgangs í Þjórsárverum. Þó var samstaða um að veita skyldi Skaftá í Langasjó og síðan gera skurð út í Tungnaá úr Langasjó. Töldu ráðstefnugestir þetta myndi án efa draga fleiri ferðamenn inn að Breiðbaksvæðinu. En hyggja þyrfti að fleiri bílastæðum. Einnig var áliktað um flutning á Jökulsá á Fjöllum, Kreppu og Kverká austur yfir í Hálslón. Og fögnuðu ráðstefnugestir þeirri hugmynd með lófataki, og töldu þeir með því að þá mætti loks kanna ár botna þessar voða fljóta.Úrskurðarnefndin hó.
You must be logged in to reply to this topic.