FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Smá breytinga saga af jeppadruslu.

by Theodór Kristjánsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Smá breytinga saga af jeppadruslu.

This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurður Sveinn Jónsson Sigurður Sveinn Jónsson 19 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.10.2005 at 13:34 #196447
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant

    Hér er smá saga af breytingu á Landcruiser HJ-60 bíl árgerð 1988.

    Í upphafi keypti ég bílinn breyttan fyrir 38 tommu dekk og lengdan milli hjóla. Bíllinn var með 4,0 turbo diesel vél, beinskiftur og á 4,88 hlutföllum.

    Ég fór nokkrar ferðir á honum og líkaði mjög vel við bílinn. Hann var þó alveg ólæstur en var að komast ágætlega áfram. Bíllinn þótti mér ágætlega sprækur og líkaði vel við vélarafl og tog. Það var þó alltaf þetta púður sem orsakaði að ég dreif ekki neitt og 44 tommu hugsanir fóru að skjóta upp kollinum. Ég var ekki í vafa að ef ég setti hann á þannig dekk væri mér allir vegir færir og rúmlega það. Það hefur alltaf verið mér mikið kappsmál að þurfa ekki að keyra í sporum eftir aðra.

    Eftir langa fundi með yfirvaldinu náðust loks samningar um það að fjárveiting fengist í stærri dekk og læsingar. Bíllinn fór inn í skúr og mörgum mánuðum seinna skreið hann út príddur þessum dásamlegu hjólbörðum sem við öll þekkjum sem Dick Cepek 44″. Þá var komið að því að prófa herlegheitin og skella sé á fjöll.
    Leið lá upp að Langjökli og allt leit þetta vel út þar til að framdrifskaftið ákvað að yfirgefa bílinn og taka í leið með sér smápart úr millikassa og gírkassa. Jæja það var bara að fara heim í skúr aftur, laga þetta smotterí og reyna aftur.
    Jæja næsta ferð var á svipuðum nótum, ég braut einn framöxul og einn afturöxul. Enn einu sinni var hann kominn inn í skúr.

    Allt er þegar þrennt er og nú var haldið upp í Setur og þaðan yfir á Hveravelli, Langjökul og heim. Allt gott og blessað með það….. nema að ég var eiginlega aldrei fremstur. Fjögura cylindra bensín beyglur á 38 tommu togleðurshringjum voru að gera mér lífið leitt. Þetta þótti mér ekki mikið afrek af gamla Cruiser og ljóst var að eitthvað yrði að gerast til að ég fengist á fjöll aftur á þessari bifreið.

    Ég man ávalt eftir ákveðinni setningu sem spratt fram að vörum mér á langaskafli í þessari ferð og þar var ég að byðja samferða menn mína að aka aðeins hægar því ég hafði ekki við þeim. Reyndi að sjálfsögðu að kenna lélegu skyggni um og þess háttar. Sannleikur var allt annar, bíllinn hafði hvorki vélarafl eða fjöðrun til að fylgja þessum fisksalabílum eftir og hana nú. Þegar heim kom spurði ég konuna um það hvort ekki væri nauðsynlegt að setja bara skriðgír í og þá væri ég agalega ánægður með farartækið. Jú það mátti vel vera en kemst hann þá hraðar spurði hún. Uhmmm .. nei það er líklega engin lausn.

    Eftir margra mánaða grátur í öxl konunnar gaf hún sig loks og leyfði mér að kanna með verð á 6,5 turbo diesel vél. Einhvern veginn fór ég að því að misskilja hana og pantaði vél með öllu sama dag.

    Enn var haldið inn í skúr og nú var tekið á því. Túr framundan og alles. Jæja ekki meira um það en ári seinna skreið hann út úr skúrnum príddur þessari yndislegu vél með sjálfskiftingu og tveimur millikössum. Ég ók smá hring á malbikinu og náði að sannfæra mig um það að þessar blaðfjaðrir sem voru undir honum að framan væru ekki að höndla þessa vél. Næsta dag var druslan aftur kominn inn í skúr. Undir bílinn setti ég gormafjöðrun, málaði og gerði fínt. Þetta tók einhvern agalega langan tíma en hafðist á endanum. Jæja þá var loks hægt að prófa þetta allt saman. Ferð var farinn upp í Setur og reyndist þetta allt príðilega fyrir utan það að ég beygði afturhásingu í þeirri ferð. Og án spaugs þá bognaði hún ekki niður eins og venjulega heldur gekk kúlan aftur þannig að bíllinn varð innskeifur.
    Já, já inn í skúr er gaman að vera. Allt rifið undan að aftan og sett gormafjöðrun undir hásingin rétt og styrkt. Þetta var á svipuðum nótum og allt hitt, tók óratíma og ætlaði aldrei að klárast. Var farinn að vakna með martraðir á næturnar og dreymdi skúrinn illa.

    Eftir þessa síðustu lagfæringu hefur druslan keyrt og bara hangið ótrúlega saman fyrir utan það að boddíið er að detta í sundur af ryði. Það verður næsta mál milli mín og skúrsins.

    Bíllinn er að reynast mjög vel í snjó og drífur bara alveg ágætlega og vasaklúturinn er ekki lengur nauðsynlegasta áhaldið í bílnum.

    Kveðja, Theodór.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 23 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 13.10.2005 at 14:32 #529208
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Ég held svei mér þá, að þú sért eitt af fórnarlömbum Patrolman. Átt einhvern jeppa sem er bara inn í skúr og sést aldrei á fjöllum. Það lætur trúlega nærri að ég sé búinn að aka mínum eðal Patta 170þús km á meðan verið er að reyna að gera þessa Toyotu færa í dagsferð á Hellisheiði. Núna er bara að herða upp hugan og láta ekki svona Patrolman gauka brjóta sig niður-aftur.

    Mjög flott saga annars.

    Patrol kveðja
    Hlynur

    ps: Þegar þú ferð í boddývinnu, skerðu hann þá í sundur langsum og settu á hann þrjár rúðuþurkur. Það er ýkt flott.





    13.10.2005 at 14:47 #529210
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Nei Hlynur það er ýkt flott að hafa fjórar rúðuþurrkur… ekkert flott að vera bara með tvær eða þrjár 😉
    –
    Bjarni G.
    p.s. spurning hvað Teddi verður lengi í skúrnum næst þegar ég sting hann af 😛





    13.10.2005 at 15:04 #529212
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Voðalega líður manni vel að hlusta á svona sögu, ég sé það að ég hef það bara ágætt á mínum 200þús króna bíl og hef ekki eytt nema 60þús í viðgerðir frá upphafi og ekki er ég seinastur upp brekkuna..nei nei.

    En mér finnst þessi saga sanna það hversu gífurlega þrjóskur maður þú ert Teddi að nenna að ganga í gegnum allt þetta…ég væri löngu búinn að henda bílnum í pressuna ef þetta ætti yfir mig að ganga.

    Góð saga….alltof sjaldan sem maður heyrir svona skemmtilega sögu.

    kv, Ásgeir….bara með 2 rúðuþurrkur :( en sting samt Ýkt marga af 😀





    13.10.2005 at 15:21 #529214
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Sumum finnst gaman að veiða, öðrum að horfa á fótbolta og enn öðrum að ferðast og enn öðrum að dytta að bílnum. Þetta er augljóslega áhugamálið hans Tedda, ekki flóknara en það.

    -haffi





    13.10.2005 at 16:24 #529216
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Við Patrolmenn hefðum getað sagt þér þetta strax. Þessi saga er ekki einstök, þetta er saga allra Toyotueigenda… Þú ert bara svo hugaður að þora að segja frá þessu. Gott hjá þér!!
    Lausnin er að fá sér bara Patrol, þá þarftu ekki að vera öll kvöld og allar helgar í skúrnum heldur geturðu komið á fjöll með okkur hinum!
    Ég er búinn að prenta þessa sögu út í lit, plasta skjalið og líma það í flesta glugga á Pattanum mínum…

    Annars er eitt sem þú virðist hafa umfram marga okkar hina; Hvernig í fjandanum tókst þér að sannfæra "yfirvaldið" í öll þessi skipti?

    Kveðja Erlingur Harðar

    PS: Ég er bara með 3 þurrkur, hvar fær maður fleirri?





    13.10.2005 at 16:45 #529218
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Spurning um að fjölga rúðuþurrkunum !!

    [url=http://www.pagefillers.com/sylv/tv/gfx/Tiswas06.jpg]
    þetta er ein aðferðin[/url]





    13.10.2005 at 19:41 #529220
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Hér kemur maður í leit að stuðningi vegna mikillar vandræða, allt hefur hrunið í bílnum hans og þá koma pjatrollueigendur með sömu gömlu lumuna, kauptu þér patrol því þeir bila aldrei. Ég veit ekki betur en þessir sömu kallar keyri um hálendið á sumrin og dreyfi olíutunnum og pattavélum hér og þarf, til að komast heim úr vetrarferðum.

    Ég vona bara að body-viðgerðin gangi vel og þú eigir góða daga á fjöllum í vetur.

    kv. vals.





    13.10.2005 at 20:39 #529222
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Gott að það er farið að sjást til lands í þessum endurbótum hjá þér Teddi. Með ryðbætingarnar, er ekki málið að slá margar flugur í einu höggi, fá sér bara óryðgað Patrol boddý á gripinn og fara svo bara að ferðast. Og ef þig langar aftur í skúrinn einhverra hluta vegna getur þú alltaf fjölgað rúðuþurrkum, stækkað dekkin eða eitthvað annað ýkt kúl.

    ÓE





    13.10.2005 at 23:11 #529224
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Eins og ég les þessa sögu virðist hún vera sögð í gamansömum tón. Af skrifum höfundar sýnist mér hann ekki þurfa neina vorkun né stuðning. Hann hefur augljóslega komist í gegnum þetta fyrir eigin rammleik og má hann vera stoltur af því.
    Menn segja ekki frá svona ævintýrum nema að vera tilbúnir að mæta smá gríni í leiðini. Auk þess hefur hann sýnt af sé all mikla hörku að vera ENN á Toyotu!!!

    Patrol kveðja:
    Erlingur Harðar.





    14.10.2005 at 00:44 #529226
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Erlingur!

    Eigum við rétt að kjótast yfir viðgerðarsögu á þínum annars "ágæta"… patrol HA!

    Sko, nú ert þú búinn að eiga þennan bíl í hvað 9 manuði + – eitthvað og þú er búinn að fara með 1 vél, eina túrbínu, 2 skiptingar og var hann ekki að koma af verkstæði síðast í gær eftir að hjólalega
    gaf upp öndina HA atrol er ekkert annað en ávísun á stanslaust viðhald volæði vesen og vandamál og hana nú.

    Þinn ferðafélagi eða öllu heldur líklega eftir þetta fyrverandi ferðafélagi.





    14.10.2005 at 10:10 #529228
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    nohhh, fór hjólalega hjá honum, þetta er greinilega gallagripur hinn mesti og bilanagjarn með eindæmum ….. :-)
    kv
    Agnar Patrol aðdáandi dauðans og það er ekkert í heiminum sem fær því breytt enda enginn bíll sem kemst með táneglurnar þar sem Pattinn er með hælbeinið… og hananú





    14.10.2005 at 11:08 #529230
    Profile photo of Helgi Rúnar Theódórsson
    Helgi Rúnar Theódórsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 128

    Það er alveg merkilegt hvernig allir þræðir hérna virðast ná því að þróast yfir í það að verða elska / hata Patrol umræður. En sama hvernig því líður skil ég mórallinn í sögunni þannig að oft breyta menn langt yfir skammt. Þegar á öllu er á botninn hvolft þá hefði bíllinn alveg verið frambærilegur ferðabíll eins og hann var + kannski læsingar. En svo verður auðvitað að taka það inn í myndina að fyrir suma er það skrúfi og viðgerða fettisið sem gerir mest fyrir þá í sportinu.





    14.10.2005 at 12:10 #529232
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Já drengir mínir og stúlkur. Vissulega hefur Pattinn minn bilað. Fyrst var það skiptingin, ég eyðilagði hana alveg einn og sjálfur og það tvisvar, sem flestir vita nú sennilega. Vélin fór já já, þetta gerist á bestu bæjum, við samsetningu hefur eitthvað gerst með túrbínuna og hún fór á innan við 15 km akstur (Benni var með mér í bílnum þegar hún fór). Hjólalega var orðin slitin eftir 75þús. kílómetra, eftir akstur á hræðilegum dekkjum. Að aka 75þús km á legum er bara nokkuð gott að mínu mati miðað við hvernig dekkin voru orðin. En Benni, hvaða bíll var hálfur inn í húsnæðinu þínu í gær þegar ég kom í kaffi, var ekki verið að skipta um eitthvað í honum? Annað, af hverju komstu ekki með á Landsfundinn aftur, minntu mig á það!

    Kveðja Erlingur Harðar

    HEHEHEHEEH Patrol er bestur!!!

    PS: Þetta er nú hálf barnalegt þessi metingur, ekki satt?





    14.10.2005 at 12:26 #529234
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Barnalegur……kannski

    ………en nauðsynlegur….já





    14.10.2005 at 12:31 #529236
    Profile photo of Óskar Andri Víðisson
    Óskar Andri Víðisson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 778

    Hvað kallast það ef það hefur EKKI þurft að skipta um vél í patta á innan við 100.000 km…
    .
    .
    .
    .
    .
    .
    .
    .
    .
    Framleiðslugalli!!





    14.10.2005 at 13:25 #529238
    Profile photo of Stefán Höskuldsson
    Stefán Höskuldsson
    Participant
    • Umræður: 63
    • Svör: 530

    LIFI AMER’ISKT





    14.10.2005 at 16:51 #529240
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    AMEN





    14.10.2005 at 18:54 #529242
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég á landcruiser 80 ár 1991, "ofsalega fínn bíll" nema ég gæti dregið þá fúskara sem hafa komist í hann og hengt þá uppí næsta tré.
    Önnur eins vinnubrögð á öllu þar. VÁ maður!

    Nr 1. Það er bannað að pressa saman 3" púst og stinga endanum inní útblástursrörið frá túrbínu,virkar eins og öfug trekkt með 1,8" gati.
    Ástæðan er sú að þá fer túrbínan,pústgreininn ofl.

    Nr 2. þegar sett er nýtt púst þá er það fest allaleið. Ekki bara fremst og svo með gamalli reiðhjólaslöngu aftast, reyndar var það beygt yfir grind og látið hvíla á henni svo til að kóróna pústið þá pústaði sóti og hávaða inní bíl.

    Nr 3. Þegar er settur einhver rafbúnaður í bíl þá er BANNAÐ að nota þjófa inn á innra rafkerfi bíls, því þá brenna víra og skemma lúmm einhverstaðar í bíl, og afleiðing gæti orðið bruni, ónýtir geymar, ónýt reley, skemdir vírar og skemdir skynjarar og það vita allir hvað það er gaman og kostnaðarsamt að finna út úr því.

    Nr 4. þegar skipt er um legur og pakkdósir þá verður þetta að snúa rétt í svo þetta virki rétt.

    Svona get ég tali upp í allt kvöld enda fer minn gripur ekki á fjöll fyrr en eftir 3-4vikur og þá er óvíst nema ég verði að bettla olíu, nesti, grenja mig í gegnum göngin og fá fara leyfi hjá yfirvaldinu.

    með kveðju Siggi G

    P.S. þegar minn veður klár djö…. veður hann þá góður!
    .
    .
    .
    .
    .
    vonandi.





    14.10.2005 at 19:49 #529244
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Gaman að fá svona sögur
    Og þið, Datsun-eigendur:
    Ef Pattarnir eru svona dásamlegir, drifgóðir og hraðskreiðastir, er þá ekki nauðsynlegt að hafa fiskikör til að fara framúr? Hmmmmm pælið í því!!!!!!!!!

    Allavega, ég ætla ekki að láta Datsun-trúboða fá mig til að skipta um blikkdollutegund, það er alveg víst :-)
    Datsun eru reyndar að mörgu leyti prýðisbílar, það er bara svo endalaust gaman að bauna á þá, markhópurinn er svo stór hehehe

    Það væri gaman að fá kannski eins og 3 – 4 myndir í albúmið með svona frásögnum…

    kv
    Grímur





    14.10.2005 at 20:30 #529246
    Profile photo of Valdimar Oddur jensson
    Valdimar Oddur jensson
    Member
    • Umræður: 25
    • Svör: 198

    átti svona bíl árg ´85 og var hann á fjöðrum og ólæstur og allt það… en allt fór hann og skildi jafnvel "44 bíla eftir þannig að það er ekkert endilega bíllinn sem ekki drífur :) kannski spurning um að kenna honum að keyra !!!!1





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 23 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.