This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Hilmar Örn Smárason 14 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég má til með að lýsa yfir ánægju minni með þá lýsingu á slysinu á langjökli 30.jan s.l. sem er birt forsíðu f4x4.is.
Þetta slys hefur fengið mjög á mig og mína fjölskyldu, sem og ferðafélagana.
Bæði vegna samúðar þeirra sem hlut eiga að máli, og einnig vegna þess að okkar hópur hefur ferðast með svipuðu snið, þ.a.s. með alla fjölskylduna á þessum svokölluðu „öruggu svæðum“, bæði á jöklum og utan jökla.
Því hafa margar spurningar vaknað varðandi mann sjálfan og eigin hegðun á jöklum.Ýmsar get-gátur hafa verið um hvernig aðdragandin af þessu slysi hafi verið og hvernig þetta hreinlega gat gerst og því er gott að fá að vita hvernig þetta í raun bar að.
Ég vil aftur votta fjölskyldu og vinum hins látna mína dýpstu samúð og vona að drengnum vegni sem best.
Kv. Atli E.
You must be logged in to reply to this topic.