FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Slysatíðni breyttra jeppa minni en óbreyttra

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Slysatíðni breyttra jeppa minni en óbreyttra

This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 22 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 27.01.2003 at 13:32 #192063
    Profile photo of
    Anonymous

    Frétt á mbl.is í dag

    Breyttir jeppar eiga í minna mæli þátt í umferðarslysum en óbreyttir jeppar af sömu gerðum. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem ORION Ráðgjöf gerði á slysatíðni breyttra jeppa en fyrirtækið fékk styrk frá Rannsóknarráði umferðaröryggismála til rannsóknarinnar.
    Markmið verkefnisins er að kanna hvort munur sé á slysatíðni breyttra og óbreyttra jeppa, hvort munur sé á notkun jeppa í þessum tveimur hópum og hvort munur er á bakgrunni umráðamanna þessara bifreiða. Þá var einnig kannað hvort munur sé á tilhneigingu ökumanna breyttra og óbreyttra jeppa til áhættuhegðunar í umferðinni.

    Úrtak 3.385 óbreyttra og breyttra jeppa af þremur algengum gerðum (Toyota Land Cruiser, Nissan Patrol og Isuzu Trooper), sem nýskráðir voru á árunum 1991?2000, var fengið úr ökutækjaskrá. Þá voru fengnar upplýsingar um skráð slys og óhöpp sem bifreiðar í úrtakinu lentu í á sama árabili. Könnun var gerð meðal úrtaks um 1.400 umráðamanna breyttra og óbreyttra jeppa. Með henni fengust upplýsingar um áætlaða árlega akstursvegalengd jeppanna, notkunarmynstur þeirra og áhættutilhneigingu ökumanna.

    Í tilkynningu frá ORION Ráðgjöf segir, að helsta niðurstaðan sem fengist hafi í þessum áfanga sé sú að slysatíðni breyttra jeppa sé marktækt lægri en fyrir óbreytta jeppa af sömu gerðum en ekki hafi fundist marktækur munur á áætlaðri árlegri akstursvegalengd milli hópanna. Breyttir jeppar voru 21% af úrtakinu en hlutfall þeirra í slysum og óhöppum samkvæmt lögregluskýrslum var 9%. Þetta jafngildi því að slysatíðni breyttra jeppa í úrtakinu sé 7% en slysatíðni óbreyttra jeppa er 19%. Slys með breyttum jeppum urðu innan þéttbýlis í 82% tilfella en 72% slysa með óbreyttum jeppum urðu innan þéttbýlis.

    Enn liggja óunnin gögn um skiptingu eftir tegundum slysa og gögn um fylgni milli einstakra atriða í bakgrunni ökumanna og slysatíðni og er gert ráð fyrir að vinna úr þeim gögnum á næstu mánuðum.

  • Creator
    Topic
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)
  • Author
    Replies
  • 27.01.2003 at 14:12 #467114
    Profile photo of Heimir Jóhannsson
    Heimir Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 171

    Eru þetta ekki góð tíðindi fyrir okkur jeppamenn?? Allir sem eru á móti breytum jeppum í umferðinni hafa allaf verið að tala um okkur sem slysagildru….

    kv,
    heijo





    27.01.2003 at 14:18 #467116
    Profile photo of Hjörleifur Jóhannesson
    Hjörleifur Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 33
    • Svör: 209

    Fínt.
    Nú þurfa áróðursmeistarar 4×4 að koma þessum upplýsingum á framfæri við fjölmiðla (Þetta er vonandi faglegar unnið en skoðanahannanir Fréttablaðsins).





    27.01.2003 at 16:23 #467118
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir félagar.

    Já vonandi sjá menn sér fært að gera eitthvað úr þessu. Við í afmælisnefndinni munum svo sannarlega koma þessu að, þar sem það á við, ef einhverjir nenna að tala við okkur vegna allra þeirra uppákomna sem við ætlum að standa fyrir á árinu.

    Að mínu mati er það ekki spurning að vel breyttur jeppi er örugglega með betri aksturseiginleika en sá óbreytti og að sama skapi að sá illa breytti getur verið hættulegur. Þetta segir manni það að sennilega erum við Íslendingarnir farnir að vanda okkur meira í breytingarmálum en gert var hér í denn. Hins vegar má örugglega gera enn betur.

    Einnig er ég nokkuð viss um að við þessir "vitleysingar" sem erum á þessum breyttu jeppum eigum að vera betri ökumenn, en hinir sem eiga óbreytta jeppa, því jú það segir sig sjálft að þeim mun meira sem við ökum, þeim mun betri ökumenn verðum við, því við erum að kaupa jeppana okkar til að nota þá. Svo má örugglega tala um að við erum kannski meira á ferðinni, þar sem minni líkur er á að við lengdum í árekstrum við aðra (jöklar, óbyggðir og fl). Einnig má leiða líkur að því að fleiri sem eiga breytta jeppa eru með meirapróf, ef við horfum til allra þeirra sem aka fyrir ævintýraferðaskrifstofurnar. Þar verða og eiga menn að vera með leigubíla-, eða meiraprófsréttindu ef ég hef skilið það allt saman rétt.

    Hins vegar megum við ekki ofmetnast vegna þessa. Höldum áfram að vera til fyrirmyndar í umferðinni, eins og áður. Hugsum um orð Benna í Bílabúð Benna: Það er ekkert grín fyrir fólk að mæta þessum tröllum okkar út á vegum. Sýnum þeim mikla tillitsemi, hægjum á okkur og fáum þakklæti í staðin.

    kv
    Palli #77





    27.01.2003 at 17:25 #467120
    Profile photo of Ólafur Ólafsson
    Ólafur Ólafsson
    Member
    • Umræður: 4
    • Svör: 30

    Sælir Félagar.

    Hér er komið eitt besta tækifærið til að svara þeim, sem séð hafa svart, þegar þeir sjá breytta jeppa.
    Mér sýnist þessi grein vera nokkuð faglega unnin.
    Ég teldi rétt fyrir stjórn félagsins að fá þessa útreikninga beint frá höfundum þessarar rannsóknar og vinna fréttagreinar í fjölmiðla út frá henni, ásamt því að koma að þætti Ferðaklúbbsins í sögu jeppabreytinga og reglugerðarbreytinga frá því að ekkert mátti gera og allir jeppar óku um á skurðarskífum sem eyðilögðu malbikið.

    Samt eigum við ekki að ofmetnast þó að við vitum að við erum ALLTAF bestir

    Félagskveðjur

    Óli Óla R199





    27.01.2003 at 19:16 #467122
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir.
    Hefur þetta áhrif á hugsanlegt bann við kastaragrindum sem búið er að fjalla mikið um á vefnum.
    Það er talið eðilegt að breyttir jeppar séu keyrðir um 25.000 til 30.000 Km á ári sem segir manni að þeir séu meira á götunum en aðrir fólksbílar var tekið tilit til þess í könnunni.
    Ég held að gagnrínin sem jeppamenn fá sé oft frá frá fólki sem ekki skilur að það sé eitthvað að sjá fyrir utan höfuðborgina og óskapast yfir bílunum.
    Við verðum að vera líka góðar fyrirmyndir í umferðinni og skilja sem minns ummerki eftir okkur í náttúrunni.
    Kveðja Þórður.





    27.01.2003 at 20:07 #467124
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Skýrslan sem Orion Ráðgjöf gerðu um rannskóknina er [url=http://www.orion.is/jeppar:6t4wwc4r]á netinu[/url:6t4wwc4r].

    Ég er búinn að renna lauslega yfir hana. Niðurstaðan er í rauninni ótrúlega hagstæð fyrir breyttu jeppana. Þar kemur fram óverulegur munur á notkun og akstri breyttra og óbreyttra jeppa að því undanskyldu að slysatíðna breyttra jeppa er [b:6t4wwc4r]innan við helmingur[/b:6t4wwc4r] af slysatíðni óbreyttra jeppa. 95% skekkjumörk eru frá 0.236 til 0.436.





    28.01.2003 at 09:27 #467126
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Bíðum aðeins við, áður en við sláum okkur of mikið á brjóst.

    Útlendingar/ferðamenn á bílaleigu jeppum sem eru óvanir jeppum og malarvegum eiga nú drjúgan hluta af óhöppum óbreyttu jeppanna. Þeir eru að velta þeim upp um öll fjöll og þjóðvegi líka allt sumarið. Kemur fram í könnuninni hversu stór hlutur þeirra er?

    En samt sem áður, þetta lítur mjög vel út fyrir okkur, enda yfirleitt um vana bílstjóra með bíladellu að ræða sem þekkja sinn bíl og hvað má bjóða honum.

    Ökum varlega og verum "ekki dellukörlum" góð fyrirmynd.

    Kveðja
    Siggi_F





    28.01.2003 at 10:03 #467128
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir félagar, jú förum varlega í þessu öllu, líka í umferðinni. Ég er sammála sumum hér á undan að tilitsemi í öllu borgar sig því við fáum hana alltaf til baka, frekju og yfirgang fáum við margfallt til baka, í neikvæðri umfjöllun. Þessi skýrsla styður það sem ég hef haldið fram lengi, breyttir jeppar eru yfirleitt í betra standi en óbreyttir v/ stífari skoðunar sem þeir þurfa að fara í gegnum. Svo er svo hitt að við á 38" og stærri dekkjum erum ekki að aka á +100 þannig að hraði á þessum bílum er minni en ella.
    Höldum þessu áfram, verum öruggir í umferðinni.





    28.01.2003 at 11:05 #467130
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég held að nafni minn Þórðarson sem vann skýrsluna (sá sami og fræddi okkur um snjósöfnun á síðasta fundi) hafi hitt naglan á höfuðið í fréttum Stöðvar 2 í gær en hann sagði orðrétt:

    "Ég tel að þetta bendi til þess að það séu engar tæknilegar ástæður sem ættu að rökstyðja það að breyttir bílar ættu að lenda í fleiri eða færri óhöppum en óbreyttir bílar og þá fer maður að hugsa er þarna að leita munar hjá ökumönnum þessara bifreiða."

    Þeir sem eiga og nota breytta jeppa eru sér meðvitaðri um þyngd, stærð og aksturseiginleika bílanna sinna og þar með gera sér grein fyrir að árekstur á 2-3 tonna jeppa er ekkert grín fyrir þann sem lendir fyrir því. Það bæði er ólík tilfinning að sitja í breyttum eða óbreyttum jeppa auk þess sem við erum yfirleitt búnir að stúdera allt mögulegt í sambandi við bílana. Lang flest slys skrifast á ökumanninn en ekki búnað bílanna (þó finna megi dæmi um hitt).

    Frekar en að berja okkur of mikið á brjóst finnst mér félagið eigi að fylgja þessu eftir með fræðslu og áróðri um umferðamál sem væri þá einkum beint að akstri jeppa, breyttra eða óbreyttra. Benda mönnum á áhrif þyngdarmunar og höfða til ábyrgðar hjá þeim sem keyra um á þungum jeppum. Við viljum halda áfram lágri slysatíðni hjá breyttum jeppum og lækka hana líka hjá hinum.

    Kv – Skúli H.





    28.01.2003 at 11:15 #467132
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég er sammála þeirri túlkun, sem kom fram í sjónvarpsfréttum í gærköldi, að skýringu á þessu hlýtur að vera að finna hjá ökumönnum. Orsakir langflestra slysa tengjast ökumanninum, ekki ökutækinu.

    Það kemur ekki fram hvort bílaleigubílar voru með í úrtakinu. Mér finnst ólíklegt að það myndi breyta niðurstöðunni. Flest slysin í þessari könnun eru innanbæjar, flest banaslys verða hinsvegar þar sem leyfður hámarkshraði er yfir 70 km/klst.

    Þar sem munur á slysatíðni breyttra jeppa er enn meiri á vegum úti en innanbæjar, þá er þarna vísbending um að hlutur breyttra jeppa sé enn minni í alvarlegum slysum en öllum óhöppum.

    Fjöldi tilfella sem Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur rannsakað, þar sem breyttir jeppar koma við sögu getur passað við þetta en tilvikin eru svo fá að ekki er hægt að draga neinar tölfræðilegar ályktanir.





    28.01.2003 at 11:46 #467134
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Eins og Skúli og Skúli hafa bent á, þá er þessi skýrsla staðfesting á því að búnaður og hönnun bíls hefur óskup lítið með slysatíðni að gera, svo lengi sem búnaðurinn og hönnunun er inna einhverra eðlilegra marka.

    Einhversstaðar heyrði ég að farsímar og útvarpstæki væri einhver hættulegasti búnaðurinn í bílum!

    Eigendur flestra breyttra bíla eru bíladellukallar og konur. Og ef maður stundar eitthvað af áhuga og kappi, þá verður maður yfirleitt góður í því. Þess vegna ættum við að flokkast sem "góðir ökumenn". Hefur ekkert með bílana að gera.
    Fæstir okkar eru líka hraðafíklar. Fáum okkar "kick" á tiltölulega lágum hraða :)

    Og ekki gleyma því að þó að slysatíðnin sé lá, þá segir það EKKERT um alvarleika slysa sem breyttir jeppar eiga þátt í. Til að svara því þarf allt aðra könnun.

    Kveðja
    Rúnar

    ps. Ofangreint eru að sjálfsögðu bara mínar skoðanir á þessu.





    28.01.2003 at 12:09 #467136
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það má alveg hafa það hugfast hvað Benni sagði.
    EN!!
    Það verða samt of mörg slys þar sem breyttir jeppar koma við sögu og þar sem jeppamenn eru meðvitaðir um stærðir og þyngdir bíla sinna þá vita þeir að leikurinn verður ójafn milli fullvaxta jeppa og fólksbíls.
    1 slys á ári er 2 of mikið. Jeppamenn geta sannarlega glaðst yfir þeim niðurstöðum að það sé raunverulega óhlutdragir verkfræðingar sömu skoðunar og við en þá má heldur ekki slá slöku við.
    Það eru líka, því miður, til grábölvaðir fjandans bjálfar í umferðinni á stórum bílum. Ég hef t.d. alltof oft verið hreinlega þvingaður til að stoppa úti í kanti til að hleypa stórum jeppum framúr vegna þess hvað þeim lá mikið á að komast örlítið hraðar og það á vegum þar sem engum temmilega hugsandi manni dytti í hug frammúraxtur. Þessir menn hafa ekki orð Benna að leiðarljósi og virðast ekki átta sig á breidd og umfangi bílanna.

    Arctic Truck hefur t.d. staðið sig mjög vel í þessum efnum með því að bjóða uppá fyrirlestra kvöld (sölusýningu) til að opna hug nýrra kaupenda jeppa á möguleikum og eiginleikum. Ég sat á svona kvöldi og varð sannarlega ekki meint af, en mig færi að langa á upprifjunnar- og framhaldsmámskeið sem einhver annar héldi t.d. ökukennari eða umferðarfulltrúi. Þeir þyrftu hinsvegar kanski að vera haldnir smávegis jeppadellu til að sýna ekki andstöðu í okkar garð.

    Kv Isan





  • Author
    Replies
Viewing 12 replies - 1 through 12 (of 12 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.