This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Frétt á mbl.is í dag
Breyttir jeppar eiga í minna mæli þátt í umferðarslysum en óbreyttir jeppar af sömu gerðum. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem ORION Ráðgjöf gerði á slysatíðni breyttra jeppa en fyrirtækið fékk styrk frá Rannsóknarráði umferðaröryggismála til rannsóknarinnar.
Markmið verkefnisins er að kanna hvort munur sé á slysatíðni breyttra og óbreyttra jeppa, hvort munur sé á notkun jeppa í þessum tveimur hópum og hvort munur er á bakgrunni umráðamanna þessara bifreiða. Þá var einnig kannað hvort munur sé á tilhneigingu ökumanna breyttra og óbreyttra jeppa til áhættuhegðunar í umferðinni.Úrtak 3.385 óbreyttra og breyttra jeppa af þremur algengum gerðum (Toyota Land Cruiser, Nissan Patrol og Isuzu Trooper), sem nýskráðir voru á árunum 1991?2000, var fengið úr ökutækjaskrá. Þá voru fengnar upplýsingar um skráð slys og óhöpp sem bifreiðar í úrtakinu lentu í á sama árabili. Könnun var gerð meðal úrtaks um 1.400 umráðamanna breyttra og óbreyttra jeppa. Með henni fengust upplýsingar um áætlaða árlega akstursvegalengd jeppanna, notkunarmynstur þeirra og áhættutilhneigingu ökumanna.
Í tilkynningu frá ORION Ráðgjöf segir, að helsta niðurstaðan sem fengist hafi í þessum áfanga sé sú að slysatíðni breyttra jeppa sé marktækt lægri en fyrir óbreytta jeppa af sömu gerðum en ekki hafi fundist marktækur munur á áætlaðri árlegri akstursvegalengd milli hópanna. Breyttir jeppar voru 21% af úrtakinu en hlutfall þeirra í slysum og óhöppum samkvæmt lögregluskýrslum var 9%. Þetta jafngildi því að slysatíðni breyttra jeppa í úrtakinu sé 7% en slysatíðni óbreyttra jeppa er 19%. Slys með breyttum jeppum urðu innan þéttbýlis í 82% tilfella en 72% slysa með óbreyttum jeppum urðu innan þéttbýlis.
Enn liggja óunnin gögn um skiptingu eftir tegundum slysa og gögn um fylgni milli einstakra atriða í bakgrunni ökumanna og slysatíðni og er gert ráð fyrir að vinna úr þeim gögnum á næstu mánuðum.
You must be logged in to reply to this topic.