This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.03.2005 at 15:11 #195652
Óhapp í Vonarskarði í gærkvöldi. Vilja menn vara við svæðinu í norðanverðu Vonarskarði. # 64°43´490-17°43´744 #
Sjá meira á http://www.dalbjorg.is
Kveðja Hjálparsveitin Dalbjörg
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.03.2005 at 20:22 #518704
Þetta eru slæmar fréttir, er eitthvað vitað hvernig þetta atvikaðist eða hvaðan þessi bíll kemur?
Kveðja E.Harðar
12.03.2005 at 20:31 #518706bíllinn og ein maður sem var í honum eru frá akranesi
engin slys á fólki
slæmt skyggni í gær kveldi og bara holu hel…. sem hann lemti ofaní
12.03.2005 at 21:03 #518708
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Annað slys var á vélsleðamanni í nágrenni við Strút skv. [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1129306:3cgg7dai]þessari frétt[/url:3cgg7dai]. Eins og kunnugt er eru þetta ekki fyrstu slys vetrarins og sýnist mér að þau eigi það öll sammerkt að gerast þannig að menn sjá ekki fram fyrir sig. Ég held að þetta sé umhugsunarefni fyrir okkur sem ferðumst í misjöfnu veðri á hálendinu. Flestir sjálfsagt kannast við að aka við slíkar aðstæður en greinilega full ástæða til að fara mjög varlega í það.
Kv – Skúli
12.03.2005 at 21:03 #518710
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Annað slys var á vélsleðamanni í nágrenni við Strút skv. [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1129306:q8jygkkl]þessari frétt[/url:q8jygkkl]. Eins og kunnugt er eru þetta ekki fyrstu slys vetrarins og sýnist mér að þau eigi það öll sammerkt að gerast þannig að menn sjá ekki fram fyrir sig. Ég held að þetta sé umhugsunarefni fyrir okkur sem ferðumst í misjöfnu veðri á hálendinu. Flestir sjálfsagt kannast við að aka við slíkar aðstæður en greinilega full ástæða til að fara mjög varlega í það.
Kv – Skúli
13.03.2005 at 08:43 #518712Sælir félagar.
Mér hefur sýnst þessi slys undanfarið flest hafa orðið þannig að menn eru að aka upp ávalar hæðir sem virðast saklausar en enda síðan í hengiflugi hinu megin.
Ég var inn við Strút í gær og þar var bara gott veður, en aftur á móti var alveg grjót hart færi og fljúgandi hált á köflum þannig að menn stoppa ekki svo glatt ef eitthvað óvænt kemur uppá.
Ég var farinn þegar slysið varð og veit því ekki hvernig það atvikaðist, en hef grun um að hálkan hafi átt einhvern þátt í því.Kv. Smári.
13.03.2005 at 18:09 #518714Hafa einhverjir heyrt um atvikið á Tindfjallajökli, þar sem bíll rann niður jökulinn en fólkið slapp.
Var á mbl áðan.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
13.03.2005 at 19:11 #518716Var rétt að koma úr þessu útkalli þar sem allt fór á besta veg. Vil aftur vara þá sem eru að fara á fjöll þessa dagana við alveg ótrúlegri hálku sem virðist vera allstaðar hér sunnanlands að minnsta kosti og vera ekki að fara fram á brekku brúnir nema vera vissir um hvernig brekkan fyrir neðan er.
Fyrir nokkru skautaði ein manneskja á bakinu frá Goðasteini á Eyjafjallajökli og stöðvaðist ekki fyrr en eftir kílómeter, alvöru salibuna það.Kv. Smári.
13.03.2005 at 19:27 #518718
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
og hvernig fór með bílinn er hann ónytur?
13.03.2005 at 19:44 #518720Fólk og bíll óslasað.
14.03.2005 at 10:44 #518722Er það rétt sem mér sýnist ! er þetta Gundur sem ég sá í mogganum, er ekki viss en hver þá ?
kv. vals.
14.03.2005 at 11:56 #518724Dagur Bragason á bílinn sem rann niður af Tindfjallajökli í gær. Við, ásamt Birgi Sigurðsyni ókum upp á Tindfjallajökul frá Belsamýri við Eystri Rangá í gær. Eftir að hafa ekið að Ými og Búra, þar sem útsýni var frábært, héldum við að Saxa, ég fyrstur en Birgir síðastur. Dagur fór næst Saxa, þar brjaði bíllinn að renna undan hvössum vindi, í átt að brattri brekku sem er þarna við jökuljaðarinn. Bílstjóri og ökumaður náðu að kasta sér út áður en bíllinn rann fram af brekkubrúninni en farþeginn náði ekki að stoppa sig og rann á eftir bílnum niður brekkuna. Vegna hálku og hvassviðris komust við að til að sjá afdrif bíls og farþega.
Farþeginn sem rann fram gat hringt með gsm í 112, við sem vorum uppi hringdum líka í 112 og síðan kallaði ég á rás 46 til að athuga hvort eitthverjir væru stdaddir sunnan Tindfjallajökuls sem gætu komist til til farþegans. Jón Hermannsson, björgunarsveitarmaður á Hvolsvelli var þá staddur við Sámsstaði í Fljótshlíð. Hann fór rakleiðis á vettvang og fann farþegann og bílinn tæplega einni og hálfri klukkustund eftir að við óskuðum eftir aðstoð.
Vegalengdin sem bíllinn rann mannlaus er tæplega 700 metrar og hæðarbreyting 182 metrar. Bíllinn endaði í gill réttum um 600 metra í há suður frá hátindi Saxa. Leiðin sem bíllinn rann sker algenga gönguleið á Tindfjallajökul. Hér eru [url=http://www.molar.is/listar/gutti/2005-03/0006.shtml:1b4po7jx]3 myndir[/url:1b4po7jx], ein þeirra er á síðu 2 í Mogganum í dag.
-Einar
14.03.2005 at 11:59 #518726Það átti að standa "Vegna hálku og hvassviðris komust við EKKI að til að sjá afdrif bíls og farþega."
-Einar
14.03.2005 at 13:51 #518728Þakka þér fyrir þessa ferðalýsingu, það er gott að engin slys urðu á fólki eða skemdir á bíll. Þetta hlýtur samt sem áður að hafa verið skelfilega reynsla.
kv. vals.
14.03.2005 at 14:10 #518730
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í kjölfar þessa óhapps og annarra þessa helgi finnst mér að við ættum að hugsa okkur svoldið um í sambandi við þann útbúnað sem við tökum með okkur í jeppaferðir. Það er ekki gott til þess að hugsa að geta ekki komið félögum sínum til hjálpar ef þeir eru við brekkurætur en maður kemst ekki niður til þeirra bara vegna þess að maður hefur ekki ísöxi og brodda, sem kosta ekki mikið miðað við bílinn.
Þess má geta að ég var einu sinni í hóp sem missti vélsleða þarna niður í miklu harðfenni, en þá fór þó allt nokkuð vel, bara einn ónýtur sleði.
Kalli
14.03.2005 at 17:11 #518732Ég er yfirleitt alltaf með ísexi í fjallaferðum að vetri til. Í þessari ferð var líka með ein önnur ísexi, sigstóll og band. Þessi búnaður hefði dugað til að fara niður brekkuna með ásættanlegu öryggi, en það hefði verið erfitt og tímafrekt að komast til baka. Þar hefðu broddar flýtt fyrir.
Þriðja ísexin og broddar hefðu verið til taks ef ekki hefði verið núbúið að fara inn í einn bílinn, þar sem þessum hlutum var stolið.
Ein af ástæðum þess að við ákváðum að kalla strax á aðstoð var hættan af ofkælingu. Maður er fljótur að kólna niður þegar frostið er 17° og vindur um og yfir 20 m/s. Við þær aðstæður getur hálftími til eða frá skipt sköpum.Þarna hefði líka komið sér vel að hafa tiltækan lista með gsm símanúmerum allra. Það hefði líka verið gott að hafa hand talstöð, t.d. vhf. Annars er erfitt að tala í síma eða talstöð í stormi. Eitt sem þarf líka að hafa í huga, er að lithium rafhlöður eins og notaðar eru í flestum nýrri gsm símum og handtalstöðvum, þola kulda mjög illa. Til þess að geta treyst á slík tæki til fjalla er vissast að hafa þau innan klæða.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.