This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 14 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég má til með að segja frá, hve jákvætt mér þykir að birta á forsíðu f4x4.is frásögn af slysinu sem varð á Langjökli 30.jan s.l.
Þetta slys hefur fengið mjög á okkur fjölskylduna sem og ferðafélaga.
Þó það sé alltaf vont að heyra af slysum, þá hefur þetta slys valdið sérstakri depurð innra með manni.
Það er fyrst og fremst vegna samúðar með þeim sem hlut eiga að máli og einnig vegna þess að við höfum í mörg ár ferðast með fjölskyldur okkar um þessi svo kölluðu „öruggu“ svæði og notið útiveru á þeim stöðum, bæði gangandi sem og á sleðum.Margar spurningar hafa vaknað hjá öllum aldurshópum vegna þessa slys og því þykir mér gott að geta útskýrt það eftir að hafa lesið um tilurð.
Ég vil aftur votta fjölskyldu og vinum hinar látnu samúð mína og vona að drengurinn nái bata sem allra fyrst.
Mbkv.
Atli E.
Knarrarholti
You must be logged in to reply to this topic.