This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by Þórður Már Björnsson 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.04.2007 at 13:12 #200084
Jæja gott fólk.
Slys var með þeim hætti rétt í þessu að Gundur okkar var að velta, ekki voru slys á fólki enn er bíllinn mikið tjónaður.
Vonandi eru menn á fjöllum alsgáðir og með beltin spenn eins og Gundur okkar var auðvitað í þessari veltu sinni.
Ferðumst með sæmd og komum heil heim.
Kveðja
Lúther og málarinn Bæ bæ sem komast ekki á fjöll. vegna vinnu og jeppaleisis. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.04.2007 at 14:32 #587372
Bíllinn hans Gundar er einn flottasti krúserinn á landinu og alltaf leitt þegar svona bíll skemmist í veltu. En járn má rétta og mála aftur, fyrir mestu er að engin slys urðu á fólki. Gangi þér allt í haginn Gundur.
Kv Beggi
06.04.2007 at 15:51 #587374Ég samhryggist þér Gundur. Leitt með bílinn þinn.
En fyrir öllu að þú ert heill heilsu.
Gangi þér vel….Gerðist þetta á glerinu á jökulsjaðrinum ?
06.04.2007 at 19:23 #587376Þú hefur alla mína samúð gundur.. en það er fyrir öllu að engin slys urðu.
kv
Gunnar Ingi
06.04.2007 at 20:24 #587378Þetta er sárt þó allir hafi sloppið við meiðsli og ég vona að frændi sé með kaskó tryggingu, svo þetta verði ekki eins sárt.
kv:Kalli meðvirki
06.04.2007 at 20:42 #587380Leiðinlegt að heyra þetta Gundur minn og þú hefur alla mína samúð,en það sem skiptir öllu er að ekki urðu nein meiðsli,því heilsan er no eitt tvö og þrjú.
Kveðja
Jóhannes
06.04.2007 at 20:45 #587382að heyra af þessu slysi. Sem betur fer meiddist enginn og ég vona að þetta verði bara til þess að herða Gund sem á alla mína samúð. Vona samt að hann villist ekki af leið og fara í Ford för. Go Gundur. Þó á móti blási þá lægir alltaf um síðir.
Þinn vinur Ágúst.
06.04.2007 at 21:39 #587384Það vill nú svo skemmtilega til að ég hitti óvart á Gundarann við Rauðavatn um hálf átta leytið. Hann þurfti að segja mér það alla vega tvisvar að hann hefði velt og ég bara trúði því ekki þar sem hann er ákaflega varkár jeppamaður og teflir aldrei á tæpasta vað.
En sem betur fer var hjálparsveit 4×4 á staðnum… þvílík lukka. Þetta er bara eins og þegar Lúther fer á fjöll og kemst ekki í bæinn þá er hjálparsveitin á staðnum og sama má segja með Þorgeir og Lellu… hvar værum við án Hjálparsveitar 4×4.
En þegar ég sá framan á bílinn þá leyndi það sér ekki að framrúðan var brotin og topphornið farþegamegin gengið inn en hliðina sá ég ekki.
Ég vona bara að Gundur verði fljótur að jafna sig á þessu bæði andlega og líkamlega og sér í lagi svekkelsinu yfir að hafa tekið þetta hliðarspor.kv. stef. ;->
06.04.2007 at 22:56 #587386Hvernig er hægt að tala um slys þegar enginn slasast?
Það er vissulega fúlt að tjóna bílana hvort sem er í veltu eða á annan hátt en að tala um slys það á ekki við.
Vona að það gangi vel að koma bílnum í samt lag
kv
SIGGI
06.04.2007 at 23:05 #587388Getur einhver gefið okkur upplýsingar um það hvað gerðist, hvar og hvernig?
Það er sorglegt að svona glæsilegur bíll hafi tjónast illa en að sama skapi gleðilegt að einginn skyldi meiðast.
Ég gat ekki betur séð en Gundur hafi komist af sjálfsdáðum í bæinn. Við ókum fram úr honum á Hellisheiðinni og leit bíllinn frekar illa út.
06.04.2007 at 23:07 #587390Þessi var góður nú væri gaman að fá einhvern málfræðinginn ínn til að gefa sitt álit.
kv:Kalli málhalti
ps:Svenni minn málið er að Gunndur var að göslast í gömlum förum affelgaði og vallt hvað er hægt að seigja??? shitt happens. Hvar og hvernig? 14 km. frá Jökulheimum. Hitt var komið fram.
07.04.2007 at 01:03 #587392Gott að enginn slasaðist ,ég vona að bíllinn komist sem fyrst á götunna aftur og Gundur sjálfur verð fljótur að jafna sig á þessu áfalli"sjokki" að hafa velt bílnum.
kveðja kristinn.
07.04.2007 at 01:42 #587394Hvernig væri að búa til smá söfnun fyrir Gund ?? Því það er svo gott að gefa !!!Ég held nefnilega að við ættum að gera meira af því!!!Okkur munar ekkert um 1000kall og ef 150 gefa þá er það hjálp og hvati til þess sem þyggur!!!???Og ég veit að við viljum sjá Gund á fjöllum sem fyrst.
kv:Kalli þúsundkall
ps: ef einhver veit um reikninginn hans Gundar þá er 1000kall sem bíður
07.04.2007 at 08:27 #587396Sælir félagar
Takk fyrir jákvæð orð í minn garð. Takk fyrir alla aðstoðina sem við félagarnir á Gundir II fengum þegar þetta gerðist.
ÉG er mjög ánægður með að hafa ekki valið golf sem aðaláhugamál því samheldning er einstök í þessu klúbbi okkar f4x4.
Sérstaklega vil ég þakka Freyr fyrir vélarupptektina á staðnum, Þorsteini fyrir áfallahjálpina en hann hefur reynslu af þessu keyrði sjálfur ofaní Þursaborgina fyrir mörgum árum, ómetanlegt að hafa réttu menninga á réttu stöðunum. Vini mínum Þórir Tudda fyrir snör handtök, gott að hafa öfluga bíla og menn þegar á þarf að halda.
Þakka þessum frábæra ferðahópi sem fór í dagsferðina fyrir hjálpina því hún var ekki lítil.ps. Kalli frændi takk fyrir hugmynd af söfnun en ég held að það séu aðrir sem eigi að njóta þess.
kv Guðmundur Guðmundsson
07.04.2007 at 12:17 #587398Ég held reindar að gundur hafi gert þetta allt viljandi. Nú fer að stittast í sumar og kalinn búinn að finn sér eitthvað til að dunda við í sumar og gera jeppan enn betri fyrir næsta vetur. Veit að það þarf meira en svona "smotterí" til að slökva á honum gundi okkar.
07.04.2007 at 21:07 #587400Sælir félagar
Ég setti nokkrar myndir frá Guðna Jóni af veltunni inn á gundur.com undir Velta
Gleðilega páska
kv Guðmundur
07.04.2007 at 21:41 #587402Fór í gær inn í illugaver með smá varahlut fyrir eina niðurbrotna Rottu, rétt fyrir hrauneyjar mætti ég rauðum 80 cruser á 44" sem greinilega hafði farið veltu veit einhver um það mál? vonandi engin slys á fólki og svo Gundur búinn að velta ekki gott mál ég votta þér samúð mína Gundur með skemmdirnar á annars flottum bíl ég sá hann að ég held í hrauneyjum í morgun.
ferðakveðja Gísli Þór
07.04.2007 at 22:12 #587404Var að skoða myndir á síðunni hans Gundar og ég gat ekki séð að hann hafi grátið!!! hann var reyndar með dökk gleraugu en samt ég held að hann hafi sýnt karlmensku í þessum "harmleik". En flott síða.
kv:Kalli klökki
08.04.2007 at 09:23 #587406Hvernig í ÓSKÖPUNUM fór hann að því að velta á séttlendi!?
08.04.2007 at 09:42 #587408Hann var í djúpum förum og að reina að komast uppúr þeim.
08.04.2007 at 11:40 #587410Það er leitt með bílinn þinn, þetta er hið versta mál. Ég spái því að hann verði kominn á götuna fyrr en varir. Gundur er auðvitað harðjaxl úr Hafnarfirði eins og ég… Ertu ekki annars með kaskó tryggingu?
Ég spyr þó eins og fleiri; hvernig er þetta hægt? Til þess eru vítin að varast þau og nú væri gott að fá einhverha nánari skýringu á atburðinum. Svo sem hve mikið var í dekkjum og kanski helst, á hvaða hraða var bíllinn!Géðilega páska.
Kveðja:
Erlingur Harðar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.