This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 17 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Í framahaldi af lestri Unimog ævintýrisins á Setur leiðinni hér öðrum þræði þar sem minnst er á Þjóðverja á slyddujeppa í festu í drullupytti, langar mig að varpa hér fram smá hugleiðingum um þessi mál.
Ég var á ferð um hálendið núna í s.l viku fór m.a. gæsavatnaleið og í Hrafntinnusker á báðum þessum leiðum mætti ég illa búnum túristum á slyddu-jeppum. Á gæsavatnaleiðinni flaut 38 breytti patrolinn minn upp í síðustu jökulsprænunni áður en maður kemur inn á Sprengisand. Skömmu seinna mætti ég túrhestum á 120 leigu krúsa sem höfðu ekki hugmynd um hvernig veg þeir voru að leggja út á, þau tóku vel við leiðbeiningum og snéru við.
Ég hafði samband við Landverðina í Dreka og (klósettverðina) í Nýja-dal og og sagði þeim frá því að Gæsavatnaleiðin væri ófær illa búnum bílum. Í Dreka var tekið við skilaboðunum með þökkum en í Nýja-dal var horft á mig eins og illa gerðan hlut og ég fékk á tilfinninguna að drengstaulinn sem var að leika landvörð vissi ekkert hvað ég væri að tala um.
Seinna sama dag 22.08 þurfti síðan að bjarga tveimur útlendingum af þakinu á drukknuðum slyddujeppa upp úr þessari sömu á. (sem ég man ekki hvað heitir)
Leiðin í Hrafntinnusker er orðin sundurskorin eftir spólandi slyddujeppa, ég var þar þann 23.08 í SV rigningarsudda og mætti ég sex slyddujeppum á leiðinni.
Maður kemst ekki hjá því að sjá afleiðingarnar, þar sem eru fyrirstöður á vegunum er farið utan með.
Mínar vangaveltur snúast um hvort að klúbburinn geti gert eitthvað í þessu, t.d. með fræðsluskiltum í samvinnu við vegagerðina. því að í mínum huga endar þetta bara með því að yfirvöld grípa til víðtækra takmarkana á sumarferðum á hálendinu.
Hefur þetta verið reynt eða hafa menn einhverjar hugmyndir um þessi mál ?
Kveðja
Jón Kristinn R-3473ps. Slyddujeppar átti þetta að vera í titlinum
You must be logged in to reply to this topic.