Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Slyddujepar á hálendinu
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 17 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.08.2007 at 12:45 #200686
Í framahaldi af lestri Unimog ævintýrisins á Setur leiðinni hér öðrum þræði þar sem minnst er á Þjóðverja á slyddujeppa í festu í drullupytti, langar mig að varpa hér fram smá hugleiðingum um þessi mál.
Ég var á ferð um hálendið núna í s.l viku fór m.a. gæsavatnaleið og í Hrafntinnusker á báðum þessum leiðum mætti ég illa búnum túristum á slyddu-jeppum. Á gæsavatnaleiðinni flaut 38 breytti patrolinn minn upp í síðustu jökulsprænunni áður en maður kemur inn á Sprengisand. Skömmu seinna mætti ég túrhestum á 120 leigu krúsa sem höfðu ekki hugmynd um hvernig veg þeir voru að leggja út á, þau tóku vel við leiðbeiningum og snéru við.
Ég hafði samband við Landverðina í Dreka og (klósettverðina) í Nýja-dal og og sagði þeim frá því að Gæsavatnaleiðin væri ófær illa búnum bílum. Í Dreka var tekið við skilaboðunum með þökkum en í Nýja-dal var horft á mig eins og illa gerðan hlut og ég fékk á tilfinninguna að drengstaulinn sem var að leika landvörð vissi ekkert hvað ég væri að tala um.
Seinna sama dag 22.08 þurfti síðan að bjarga tveimur útlendingum af þakinu á drukknuðum slyddujeppa upp úr þessari sömu á. (sem ég man ekki hvað heitir)
Leiðin í Hrafntinnusker er orðin sundurskorin eftir spólandi slyddujeppa, ég var þar þann 23.08 í SV rigningarsudda og mætti ég sex slyddujeppum á leiðinni.
Maður kemst ekki hjá því að sjá afleiðingarnar, þar sem eru fyrirstöður á vegunum er farið utan með.
Mínar vangaveltur snúast um hvort að klúbburinn geti gert eitthvað í þessu, t.d. með fræðsluskiltum í samvinnu við vegagerðina. því að í mínum huga endar þetta bara með því að yfirvöld grípa til víðtækra takmarkana á sumarferðum á hálendinu.
Hefur þetta verið reynt eða hafa menn einhverjar hugmyndir um þessi mál ?
Kveðja
Jón Kristinn R-3473ps. Slyddujeppar átti þetta að vera í titlinum
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.08.2007 at 15:49 #595280
Mér fannst alltaf hálf asnalegt að sjá stóru guli límmiðana í leigu yarisunum sem kváðu að þessi bíll væri ekki búinn til hálendisferða og sérstaklega tekið fram að hann kæmist ekki Kjöl.
Svo með árunum hefur maður skilið hugsunina á bak við þetta æ betur, vantar bara svona miða í alla þessa slyddujeppa líka 😛
.
Svo ku vera alveg heill floti af 120 crúserum uppí toyota að bíða eftir vélaupptekt eftir sundsprett, þetta er árviss viðburður hjá þeim niðrí toyota.
.
Persónulega myndi ég aldrei lána túristum neitt öflugra en hjólabretti án þess að fara rækilega með þeim yfir hvernig á að haga akstri á hálendinu. Er það gert? eða er þeim bara réttur lykillinn og búið mál?
.
Ferskt í minni þegar ég dró opel corsa (með þýskurum) úr skafli á lyngdalsheiði í febrúar 😛
25.08.2007 at 08:18 #595282Á einhverjum fundum hefur maður heyrt að menn hafi velt upp þeirri hugmynd, að hreinlega setja einhverjar reglur um hálendisferðir.
T,d var ein hugmyndin að þeir sem væru komnir á 38 tommu + væru með sérstök ökuskírteini og sérstakan útbúnað í jeppunum til fjallaferða. Og þeir einir mættu fara inn fyrir 400 metra hálendislínuna. Og ef þeir væru ekki með einhvern x búnað væru þeir hreinlega sektaðir og reknir til baka, þetta átti reyndar að eiga við að vetrarlagi.
Svo kemur alltaf upp þessi sígilda að menn eigi að vera tryggðir fyrir því að greiða fyrir leit. Það eru nú vangaveltur sem mér hefur aldrei hugnast og er það kannski eingöngu af því að mynnst er á tryggingarfélöginn sé mér hefur alltaf fundist hálfgerða glæpafélög, enda sannaðist það nokkuð á þau þegar stjórna sendi á þau fyrir spurn um utanvegarkaskó. En þá kom lítið af svörum, enda ekki hægt fyrir þau að svar, þegar málstaðurinn var jafn slæmur og raun bar vitni.
Hvað finnst mönnum um þessar hugmyndir sem stundum hafa komið fram. Þ.a.s að einhverjar reglur væru til sem gætu verið einsog ég set upp hér að neðan. Þegar farið er inn á hálendið frá 1 september 1 maí1 Jeppa 38 tommu plús eiga að vera með gps tæki, nmt og vhf. ( ásamt einhverju fleira hugsanlega )
2 Ökumenn þessara tækja eiga að vera búnir að sækja fjarskiptanámskeið og námskeið í rötun ( þ.a.s með einhverskonar jeppa ökuskírteini ).PS þetta eru ekki mínar hugmyndir en þetta eru hugmyndir sem maður heyrir stundum, og þá oftar þegar eitthvað hefur gerst á hálendinu.
25.08.2007 at 08:35 #595284Að setja kröfur um aukin búnað og kunnáttu til að komast á hálendið er ekki í okkar verkahring.
En við gætum vottað ökumenn sem sýna hæfni í ferðamennsku, umgegni um hálendið, fjarskiptum, rötun, viðgerðum ofl.
Ef við setjum okkur markmið sem bæta ferðamennsku um hálendið, þá er mögulegt að aðrir fylgi á eftir
25.08.2007 at 08:53 #595286Ef svona kröfur fara að verða háværari, gæti það einmitt verið í okkar verkahring.
Því fáir vita betur en einmitt þú hversu vanmáttugt og vitlaust ríkisapparatið getur verið í málaflokkum sem varðar okkur. T,d ef ég bara minni þig á utanvegarmálin. Ég reikna með því að ef umhverfisnefnd 4×4 hefði verið löggæslumönnum til leiðbeininga hefði kannski ekki farið svona illa fyrir löggæslumönnum á Selfossi. Ég man heldur ekki betur en Björn Bjarnarsson hafi viljað fá leiðbeininga á þeim vettvangi.
25.08.2007 at 09:55 #595288Eins og oftast áður erum við Ofsi nokkurn veginn á sama máli. Reyndar hef ég lengi haldið því fram, að almennt séð ætti að þurfa að undirgangast hæfnipróf og fá sérstakt skírteini áður en menn fá réttindi til að aka alvöru jeppa, en það er líklega annað mál og önnur saga. Ég held að það sé ekki út úr kú fyrir okkar samtök að hafa forgöngu um reglur í þessu efni – þ.e. hálendisakstri. Það ætti að verða til þess að hugsanlegar reglur yrðu skynsamlegar. Það er alltaf hætt við því, ef skriffinnar ráðuneytanna og Umferðarstofu eigi að semja slíkar reglur, að þær verði óframkvæmanleg steypa. Nóg er af slíku samt. Í tengslum við þetta er svo sú umræða, sem farin er af stað sem bein afleiðing af þeirri stórleit sem nú stendur yfir. Þar hefur komið fram sú skoðun margra, að það þurfi að fara að halda betur utan um þá sem fara um íslensk öræfi með skráningu. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig sú umræða þróast og við þurfum að vera þar vel á verði svo þeir sem vilja helst hafa boð og bönn um alla skapaða hluti noti ekki tækifærið og setji upp svo ströng takmörk fyrir ferðalögum um hálendið að það megi heita lokun á því. Þeir alþjóðlegu samningar sem þjóðin er aðili að gera það að verkum, að sérhverjar takmarkanir, sem gerðar eru um ferðalög á hálendinu verða að gilda um alla, líka þá sem búa hér á landi. En hvað sem öðru líður verður framkvæmda- og löggjafarvaldið að hafa forgöngu um að þau fyrirtæki, sem t.d. leigja bíla til aksturs hér á landi, geri viðskiptavinum sínum grein fyrir því hvaða hættur séu fyrir hendi í hálendisferðum og umfram allt hvaða reglur gildi um akstur m.t.t. náttúruverndar. Skynsamleg náttúruvernd er jú eitt af höfuðmarkmiðum okkar samtaka svo við eigum að styðja við alla viðleitni í þá átt. En það verður líka að hafa í huga að fjöldinn allur kemur með sinn bíl með ferju og til þeirra þarf að ná með einhverjum hætti. Fæst af því fólki á í dag nokkur samskipti við íslendinga og kemur með allan sinn farbúnað með sér, eldsneytið líka, sem leiðir reyndar hugann að því hvernig rekstraraðilar Norröna líta á eldhættu og eldvarnir um borð í skipinu, sem er sérmál. Þetta fólk kemur margt hvert áður en hálendisvegir eru opnaðir og böðlast um þá með tilheyrandi spjöllum og hefur svo í flimtingum að mojackarnir sem búa hér þori ekki og kunni ekki að ferðast um hálendið og eigi ekki réttan búnað til þess. Aldrei gerir neinn neitt í að hindra þetta ellegar refsa þeim sem fremja náttúruspjöll með þessum hætti. Mættu sýslumenn, sem vilja láta taka eftir sér og sýna vald sitt, taka það mál til athugunar.
25.08.2007 at 10:16 #595290Er bara uppskrift að vandamáli,ég er komin á þá skoðun að það þurfi að breyta auglýsingum um ferðalögum á Íslandi,erlendis þar sem landið er auglýst sem góssenland fyrir þá sem vilja ferðast um ótroðnar slóðir.
Það er einföld staðreynd að túristar eru búnnir að vera til vaxandi vandræða á vegum hér á landi og hreinlega hættulegir í umferðinni,skemmst er að minnast rútunar sem var nærri oltin við Dyrhólaey,þar var á ferðinni túristi sem vék ekki með þeim afleiðingum að vegkanntur gaf sig undir rútunni.
Enþá meiri eru vandræðin inni á hálendinu þar sem vankunnátta og illa búnir bílar eru trekk í trekk að lenda í eða skapa vandræði og er að mínu mati full ástæða til að krefja þá um að vera tryggða fyrir kostnaði sem hlýst af þeirra völdum,skemmst er að minnast "Erlendar " sem olli okkur ómældum vandræðum í vetur og hann slóst bara í för með okkur án þess að hafa hugmynd um hvað hann væri að gera,eina sem hann sá að þarna voru jeppa á ferðinni og hann ættlaði með á sínum bílaleigubíl,gjörsamlega vanbúinn til ferðarinnar að öllu leiti.
Ég hafna hins vegar öllu tali um að hefta för Íslendinga um landið því þótt margir hverjir séu reynslulausir og jafnvel á vanbúnum bílum,þá gera þeir sér margfallt betur grein fyrir þeim aðstæðum sem eru til staðar.
Og þetta sem Ofsin setur fram um 38" bíla þá vil ég bara minna á starf Litlunefndar síðastliðin 4 ár og þær umræður sem komu henni af stað.
Staðreynd er það að ferðalag um hálendið um vetur eða sumar er eitthvað sem þarf að undirbúa vel og velja aðstæður eftir bíla/dekkjastærð ásamt því að gera sér grein fyrir þeim takmörkum sem óbreyttum bílum eru sett af landinu sjálfu,kunnátta og þekking vex eftir því sem ferðum fjölgar og jafnframt síar frá þá sem ekki eru tilbúnnir að leggja þessa vinnu á sig sem þessar ferðir krefjast ásamt kostnaði við að koma sér upp búnaði til erfiðari ferða.
Svo ég segi það aftur þessa þekkingu á landi hafa túristar alment ekki,en íslendingar fá óhjákvæmilega frá barnæsku í gegnum bækur blöð og frásagnir,sem gerir það verkum að í allflestum tilvikum leitast þeir við að fara í sínar fyrstu ferðir með sér vanari mönnum og þar getur klúbburinn komið inn eins og síðustu ár með öflugu starfi Litlunefndar,því síðasta vetur voru björgunarsveitarmenn og fl farnir að benda á 4×4 sem góðan stað til að afla sér reynslu í ferðum Litlunefndar það segir sitt um hvað klúbburinn getur lagt af mörkum ásamt því að nota þennann vettvang til að hafa áhrif til hins betra varðandi ferðamensku landans.
Takmarkanir á ferðum túrista.Já Takmarkanir á ferðum ‘Islendinga.Nei.
Kv Klakinn
25.08.2007 at 10:27 #595292Ég er fylgjandi sérmerkingum á erfiðum leiðum þar sem bílaleigubílar og vanbúnir eiga ekki að vera.
Samkomulag þyrfti að nást við bílaleigur um merkingar á vegum og í bílum.
Að leigja út breytta bíla, til almennra túrista, ætti ekki að vera leifilegt, án sérstakrar tryggingar og námskeiðs.
25.08.2007 at 10:34 #595294Ég var að reyna að benda á það í mínu innslagi hér litlu ofar, að aðild íslenska ríkisins að alþjóðlegum samningum, svo sem eins og samningnum um Evrópska Efnahagssvæðið (EES eða EEA á ensku) gera það að verkum, að því mér er sagt, að það má ekki mismuna eftir þjóðerni innan svæðisins. Þessvegna yrði íslensk löggjöf eða reglur settar með stoð í íslenskum lögum að gilda jafnt fyrir okkur og erlenda ferðamenn. Ekki þar fyrir, mér finnst það sama og Klakanum um þetta, en mér fróðari menn fullyrða að þetta sé svona. Þessvegna m.a. finnst mér að okkar samtök þurfi að koma að setningu einhvers regluverks um þetta, svo þar yrði gætt sanngirni og skynsemi.
25.08.2007 at 10:37 #595296Flest af því sem Ólsarinn segir,en vil minna á að hann eins og ég og fl höfum orðið vitni að þessari umræðu síðustu 30-40 árinn sem sprettur upp hvert sinn er slys verða,umræður hafa komið upp um að takmarka ferðir í Þórsmörk er ferðamenn hafa lent í slysum í ánnum þar,eins umræðan eftir slysið á Hofsjökli,ferðamenn festu stórann trukk og stórskemdu hverasvæði,björgunarsveitarmenn kallaðir út til að bjarga sama manninum á Vatnajökli í 3 eða 4 sinn á jafn mörgum árum,svona mætti lengi telja,alltaf kemur þessi umræða upp.
Hafa menn gleymt því að í öllum viðtölum við björgunaraðila,lögreglu og fl um þessi óhöpp ásamt því er þeir eru spurðir um hvað eigi að gera í ferðum eða ferðalögum um landið.
Láta vita hvert á að fara,hversu lengi er áætllað að vera á ferðinni og hvenær á að vera í náttstað,hvenær er áættlað að vera komin heim,láta vita af sér reglulega.Þetta gildir um allar ferðir hér á landi,væri nær að herða þennann áróður gagnvart landanum.
Ég er ekki viss um að Ólsarinn fari rétt með hvað varðar takmarkanir,ég tel að vegna óvissu um þekkingu og kunnáttu erlendra megi vel setja þeim takmarkanir,en núna hefur það komið marg oft fram í fréttum að þessir 2 sem nú eru týndir eru með töluvert mikla reynslu í fjallamennsku,samt verður þett slys,hvaða reglur skyldu þeir hafa brotið sem gera það að verkum hversu seint er farið að leita???????
Kv Klakinn
Breyting 1
Það væri nú gaman að fá það staðfest frá eitthverjum sem veit betur um þessi ólög frá EES og hvað þetta apparat heitir nú,hvort okkur sé það heimilt að setja slíkar reglur,ég þykist hafa lesið um að slíkar reglur séu við líði á sumum stöðum í evrópu,þar sem utanaðkomandi er ekki heimilt að fara nema með heimamanni
Breyting 2
Sammála Dag um að það ætti að auka þrýsting á bílaleigur,og ég er alfarið á móti því að þær fari að leigja út breytta bíla
25.08.2007 at 10:51 #595298Það er einmitt punkturinn, sem ég var að hugsa málið frá þ.e. getur klúbburinn okkar gert einhvað í málinu. Mér dettur í hug flokkun slóða, Gæsavatnaleið, Fjallabakur syðri, Emstrur og leiðin í Hrafntinnusker eru kannski þær sem mér detta í sem slóðir þar sem umferð ferðamanna er mest. Ég held að við verðum að sætta okkur við að ferðamenn á illa búnum bílum fari um slóðir eins og Sprengsand, Kjöl, Kaldadal og Öskjuleið um Herðubreiðalindir en spurningin hvernig er hægt að miðla þeirri þekkingu til erlendra og reynslulausra Íslenkra ferðamanna aðrar slóðir geti verið beinlínis hættulegar óreyndum ökumönnum og jafnvel lífshættulegar. Mér dettur í hug td. Uppsetning skilta við vegamót slóða þar varað er við hættum á leiðinni og ferðamenn hvattir til að leita sér upplýsinga hjá t.d. Landvörðum. Þessir ferðamenn sem ég snéri við á Gæsavatnaleiðinni höfðu ekki hugmynd um hvernig slóða þeir væru að leggja út á, þetta var bara einn einn fjallvegurinn í þeirra augum.
Það væri slæmt mál ef að t.d. Sýslumaðurinn á Selfossi færi að huga að þessum málum með sýnum aðferðum.
25.08.2007 at 11:53 #595300Ég er nú svolítið feginn að sjá skrif Klakans hér að ofan.
Auðvitað búið þið yfir mikilli og áratuga langri reynslu á þessum sviðum, éppamennsku og fjallaferðum og öllu sem því við kemur. Og ég byrjandi og grænn á bakvið eyrun í þessu öllu saman. En eitthvert svona tal um skírteini, boð og bönn, 38 tommur og 44 tommur hræða mig. Ég keyrði þessa umræddu Gæsavatna leið nú fyrr í sumar ásamt fleiri bílum lítið breyttum óbreyttum ásamt talsvert breyttum og gekk það nú allt saman mjög vel en í ofangreindum skrifum lenti 44 tommur í vandræðum.
En einhverstaðar þarf maður að byrja og öðlast reynslu. Ég er ekki viss um að námskeið eða 38 tommu breyting geri mann að góðum éppamanni.
Ég hef farið með Litlunefndinni í ferðir ásamt þeim íslandróvermönnum og lært talsvert þó ég eigi mikið og margt ólært ennþá en kemur það vonandi með tímanum og 38 tommurnar líka. Sennilega skín reynsluleysi mitt í gegnum þessi skrif. En veit ekki, boð og bönn er það rétta leiðin.Kv
Kiddi byrjandi.
25.08.2007 at 12:26 #595302Smá hugdetta, nota fyrirbæri sem hefur verið notað á sjó við góðan(?) árangur.
.
Bjóða túristum uppá eitthvað tæki sem sendir örðu hvoru (kannski þegar þeir sjálfir ýta á takka) staðsetningu þeirra, og ef of langt líður þá gæti farið af stað leit.
.
Eða þá að tækið biðji um viðbrögð frá notanda öðru hverju, þyrfti að vera handtæki.
.
Væri þessvegna bara hægt að leigja þessu fólki talstöðvar gegn trygginargjaldi.
.
Nei bara svona hugmynd, en þetta er þá bara uppá að gera auðveldara að finna þetta fólk þegar (ekki ef) það týnist
.
En ég held að allt tal um svona spes jeppa skirteini sé stórhættulegt, ef þetta kemst á held ég að mætti búast við miklum samdrætti í breyttum bílum. Klúbburinn ætti að mínu mati að forðast þetta eins og heitan eldinn, en það er kannski bara ég.
25.08.2007 at 12:53 #595304Glaðastur manna yrði ég ef það kæmi í ljós að við gætum sett sérstakar reglur fyrir erlenda ferðamenn, menn mega ekki skilja mín skrif svo að ég sé að mæla því í mót. Hinsvegar hafa lögfróðir sagt mér hitt, að mismunun sé óheimil skv. samningnum. En hér var minnst á reglu, sem er raunar viðurkennd af skriffinnskunni í Brussell, en það snýr að skyldu ferðafólks til að hafa viðurkenndan leiðsögumann við för um tiltekin svæði. Er þar oftast um að ræða a) sérstakar sögulegar minjar, sem fylgjast þarf með að sé sýnd tilhlýðileg virðing hvað varðar umgengni, b) náttúrufyrirbrigði af sömu sökum og c) sérstaklega hættuleg svæði. Þetta er nokkuð sem íslenskir leiðsögumenn hafa talað fyrir árum saman fyrir daufum eyrum ráðamanna, sem bera oft á tíðum meiri virðingu fyrir eða óttast erlent fólk á kostnað íslendinga. Vera kann að þarna sé leiðin. Fari fólk ekki að slíkum reglum, t.d. leggi upp í ísklifur í skriðjöklum o.s.frv. án slíkrar forsjár, þá beri þeir sjálfir alla ábyrgð, ekki síst fjárhagslega. Innifalið í þessu gæti verið sjálfvirkt tilkynningatæki, sbr. STK í strandveiðiflotanum, eins og ágætur maður nefnir hér að ofan. Ræðum þetta frekar, því fleiri sem láta í ljós sína skoðun, því betra.
25.08.2007 at 13:20 #595306Það er klárt að ef að við viljum fá einhverjar laga eða reglubreytingar um akstur á hálendinu þá er best að frumkvæðið komi frá klúbbnum okkar, frekar en BB eða hans líkum. En hugmyndin hér að ofan um sérstök skírteini fyrir hálendisakstur eða akstur á sérleiðum kallar á skilgreiningu á hálendivegum og löggæslu þar. sem er er í sjálfu sér ekki slæmt, en sporin hræða samt. Að skilda erlenda ferðamenn til að hafa leiðsögumenn er mjög góð hugmynd en illframkvæmanleg.
En það er athyglisvert hvað umferð erlendra bíla, stórra safarítrukka og hópferðir jeppamanna sem koma með allt með sér til landsins hafa aukist með tilkomu nýrrar Norrænu.
Mín skoðun er sú að það þurfi að gera e-h í þessu. Hálendið ber ekki öllu meiri umferð eins og er og ekki viljum við fá uppbyggða vegi um allt hálendið er það?
25.08.2007 at 13:33 #595308Sælir félagar, hef verið afar mikið á ferðinni á hálendinu í sumar og mætt þar ýmsum gerðum bíla og vel flestum alls ekki tilbúnum í ferðalög utan uppbyggðra vega. Mikið búinn að velta því fyrir mér hvernig megi bæta öryggi þessa fólks, því þetta snýst jú um það.
.
Hér eru nokkrar hugmyndir sem mér hafa dottið í hug, ekki endilega í þessari röð:.
1. Að setja upp við öll stærri vöð myndaskilti með upplýsingum. Myndir af alvarlegum óförum á sama stað og upplýsingar um að fara aldrei nokkurn tíma yfir einbíla.
Þetta er eitthvað sem að við gætum komið að t.d..
2. Að bílaleigur seti fólki þær skorður, erlendingum sem íslendingum, að leigutakar aki einfaldlega ekki yfir vöð á slyddujeppunum sem verið er að leigja.
Véladrekkingar eru hins vegar ekki alvarlegt mál nema fyrir fjárhag bílaleiganna og tryggingafélaganna þeirra og ætti það að vera þeim nægur hvati til að setja stífari kröfur. Er nú þegar búið að setja um það reglur að fólksbíla frá leigunum megi ekki keyra á F vegum (þó margir virðist ekki virða það).
Bílaleigurnar ættu t.d. að sjálfsögðu að láta alla sem leigja 4×4 bíla hjá þeim greiða fyrir sérstaka björgunar tryggingu.
Eða eins og hefur komið fram hér að ofan, að einfaldlega banna þeim akstur um alla fjallvegi að þessum 3 helstu undanskildum, fjallabaki nyrðra og Öskjuleið sem dæmi..
3. Fræðslumyndbönd um borð í Norrænu. 99% þeirra bíla sem koma hingað til landsins til ferðalaga koma þar í gegn..
4. Upplýsingabæklinga í flugvélum (sem er eitthvað um í dag skilst mér)..
En þetta er þó eitthvað búið að lagast. Hef talað við mikið af ferðafólki í sumar sem var vel meðvitað um margar hættur varðandi t.d. akstur á malarvegum, the Icelandic "killer" sheep, o.s.frv. þannig að einhver er fræðslan (líklega hjá bílaleigunum). Þarf þá kannski bara að bæta vel í hana fyrir 4×4 útleigur..
Getum flestir nefnt fjöldann allan af dæmum um fólk í ýmsum aðstæðum, Íslendinga þ.m.t. en það hjálpar engum..
Ég trúi því staðfast að uppfræðsla sé lausnin, ekki boð og bönn..
Kv. Baddi
25.08.2007 at 13:51 #595310Ég verð að játa að í þessum efnum er ég öfgafullur frjálshyggjumaður, eða jafnvel anarkisti og kannski með aðra sýn á þetta en margir hér. Í ferðalögum um óbyggðir vil ég komast aðeins í áttina að Fjalla-Eyvindi, fá smá fjarlægð á ríkisvaldið með öllum sínum boðum og bönnum, fá að vera frjáls í náttúrunni og fá að takast á við hana út frá eigin getu og á eigin forsendum. Að sjálfsögðu sætti ég mig við takmarkanir á þessu sem miða að því að koma í veg fyrir skemmdir á náttúrunni, þar verð ég að sætta mig við afskipti ríkisvaldsins enda þjóna þau mínum hagsmunum til lengri tíma litið. Ég ætti hins vegar erfitt með að sætta mig við að ríkisvaldið setti mér boð og bönn til að tryggja öryggi mitt, það vil ég fá að tryggja sjálfur og frábið mér fyrirskipanir ríkisvaldsins á því sviði. Það er hluti af öllu fjallasporti að meta sjálfur aðstæður og taka yfirvegaðar ákvarðanir út frá því. Ég geri ráð fyrir að aðrir ferðamenn (allavega þeir sem ferðast á eigin vegum án leiðsögumanna) séu að sækjast eftir hinu sama, óháð þjóðerni. Á sama hátt og Íslendingar sem fara til útlanda í einhvers konar fjallamennsku vilja ekki láta segja sér fyrir verkum heldur byggja á eigin reynslu. Sjálfur hef ég t.d. labbað í Ölpunum og hefði ekki verið mjög glaður ef frönsk lög hefðu skildað mig til að elta einhvern franskann gæd. Lög eiga að vera þannig að eitt gildi um alla og þó margt misjafnt komi frá Brussel er þetta í mínum huga eitt það jákvæða.
Þessi umræða um boð og bönn kemur alltaf upp þegar slys verða en slysin eru í raun langt frá því að vera algeng. Núna koma menn fram og segja að setja þurfi reglur um hvað megi og hvað megi ekki í klifri og fjallamennsku á erfiðum skriðjöklum. Miðað við það sem lesa má úr fréttum voru Þjóðverjarnir tveir sem verið er að leita að einmitt að sækjast eftir því að fá að takast á við náttúruna á eigin forsendum, höfðu þekkingu og reynslu til þess og gerðu sér örugglega grein fyrir að þessu fylgir ákveðin hætta og áhætta, líkt og í svo mörgu öðru sem maður gerir. Alltaf sorglegt og slæmt þegar áhættan fellur á þennan veg en þannig er bara lífið. Það á samt ekki að leiða til þess að ríkisvaldið verði eitthvað alræðisvald yfir fjallamönnum, hvorki innlendum né erlendum. Það sama gildir um fjallamennsku á jeppum, þar takast menn oft á við erfiðar aðstæður og kikkið er að geta tekist á við þær á eigin forsendum og reyna að taka skynsamlegar ákvarðanir.
Hins vegar er sjálfsagt mál að gera mönnum auðveldara að nálgast upplýsingar og tryggja öryggi sitt. Það er sjálfsagt mál að bjóða upp á tilkynningaþjónustu og hvetja fólk til að nota hana. Það ætti að vera á hverri einustu landvarðastöð og landverðir ættu að ota því að fólki, en ekki skylda. Eins er þetta með upplýsingar um leiðir, hversu erfiðar þær eru og hvernig rétt sé að vera búinn í hverju tilviki fyrir sig. Það er ekki hægt að búast við að útlendingar taki réttar ákvarðanir þegar hvergi er hægt að fá upplýsingar til að byggja ákvörðunina á.
Semsagt: bætum upplýsingarnar og leiðbeinandi þjónustu en forðumst boð og bönn, (önnur en þau sem nauðsynleg eru til að vernda náttúrna)
Eitt sem mig langar að bæta við þetta. Í ísklifri og þessháttar fjallamennsku fer enginn af stað án þess að hafa einhverja undirstöðu og vita eitthvað hvað hann er að gera og svo velja menn sér verkefni eftir getu. Þeir sem ekki kunna neitt á þessa hluti láta sér yfirleitt ekki detta í hug að fara af stað nema undir leiðsögn þeirra sem kunna vel til verka. Einhverra hluta vegna hefur mér sýnst þetta ekki vera alveg svona í jeppamennskunni, þó svo vetrarferðir á hálendið geti verið verulega krefjandi. Allavega á síðustu árum finnst mér stundum eins og menn kaupi fullbúinn jeppa og fari af stað, jafnvel einbíla, án þess að hafa til þess grunn. Menn hafa fullt af tækifærum til að afla sér reynslu undir leiðsögn annarra, s.s. nýliðaferðir hjá 4×4 og jeppadeild Útivistar. Það er eins og menn átti sig ekki alltaf á hvernig aðstæður á hálendinu að vetri til geta verið. Og þarna er ég ekki að tala um útlendinga, heldur rammíslenska menn á öllum aldri.
Kv – Skúli
25.08.2007 at 14:13 #595312Miðað við að við fáum líklega yfir 400 þúsund erlenda ferðamenn í ár, gengur þetta ótrúlega vel fyrir sig, og slys ekki mikil miðað við fjöldan.
Svo er nú ekki eins og við íslendingar séum eitthvað betri, reglulega koma fréttir af mis-gáfulegum uppákomum landans í hinum og þessum löndum, þótt við séum ekki nema 300 þúsund.
Boð og bönn eru ekki af hinu góða, og ætti að forðast þau eins og hægt er, en líklega mættu bílaleigur skerpa frekar á reglum um notkun á bílum frá sér.
Hlynur
25.08.2007 at 19:59 #595314Ég legg til að sumir hérna sæki um vinnu við að semja reglugerðir í Brussel. Reglugerðir um hvernig bílar mega ferðast á hálendinu? Eru menn ekki í lagi? Eruð þið búnir að gleyma því að óbreyttir bílar eru búnir að ferðast á hálendinu miklu lengur en breyttir bílar og það voru óbreyttir bílar sem fóru fyrstir nánast allar sumarleiðir sem til eru í dag. Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hverskonar bílstjórar það eru sem ekki sjá aðra leið til að komast algengar fjallaslóðir heldur enn að vera á minnst 38" og helst stærri. Legg til að þeir haldi sig á malbiki.
Það vita allir sem til þekkja að leiðir sem yfirleitt eru ágætlega færar verða skyndilega ófærar sérstaklega í vatnavöxtum. Þannig er það og þannig mun það verða. Þeir sem ekki átta sig á því að aðstæður geta breist lenda í vandræðum hvort sem þeir eru útlendingar á Yaris eða íslendingar á 44" súperjeppa.
Ég er búinn að ferðast það mikið og koma það mörgum til aðstoðar á hálendinu að ég veit að íslendingar koma sér alveg eins í vandræði eins og útlendingar. Stundum er ástæðan kunnáttuleysi og stundum hreinn aulaskapur en stundum ákváðu menn bara að taka smá áhættu og komust í eitt skipti af hundrað ekki upp með það. Hver hefur svo sem ekki tekið smá áhættu einhvertíman?
25.08.2007 at 20:09 #595316Við komennti Einars, ekki var átt við að þessar raddir um reglu bákn kæmu frá félagsmönnum. Hinsvegar hefur maður heyrt utanað komandi aðila tala á þessum nótum og hafa það verið aðilar sem tengjast útivistarmálum og stofnunum sem hafa tekið svona til orða, en orð eru til alls fyrst og síðan getur eitt leitt af öðru, svo það er sjálfsagt að vera á varðbergi og taka svona umræðu innan okkar raða, svo við komum ekki alveg af fjöllum ef svona skoðanir verða háværari.
25.08.2007 at 21:55 #595318þeir sem fara á sliddujeppum eru ekki með öllu mjalla og
ætla á fjöll á þessum sardínu dósum um allt, ég veit um einn
sem gerði það í tvö sumur . þeir sem ferðast á þessum
sliddujeppum þeir verða bara ferðast einnir og vera ekki flækjast
fyrir hinnum sem eru ekki á hjólburu dekkum einn sem á 38t dekk inni í skúr .kv,,, MHN
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.