This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Haukur Gunnarsson 12 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Góðan dag.
Ég varð fyrir því óláni að slanga í vökvastýrinu gaf sig í Þórsmörk um helgina. Með hjálp góðra manna tókst að tengja framhjá kælinum og loka með því kerfinu og keyra áfram.
Ég ákvað í framhaldinu að endurnýja allar slöngurnar í vökvastýrinu en komst að því að orginalslöngurnar kosta eins og löng helgi fyrir tvo á lúxushóteli.Vélaverkstæði Þóris á Selfossi smíðar alls konar slöngur en þar á bæ voru uppi svolitlar efasemdir um að þeir réðu við þetta verkefni (ekki búinn að rífa hinar úr til að sýna þeim).
Einhverjar uppástungur frá ykkur snillingunum þarna úti?
Kveðja
Haukur
You must be logged in to reply to this topic.