Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Slökvitæki
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 16 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.06.2008 at 08:58 #202599
Góðan daginn,
hvar kaupi ég gott slökvitæki í bílinn hjá mér á hagstæðu verði?
Kveðja Hjörtur og JAKINN -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.06.2008 at 09:06 #625048
Lét yfirfara hjá mér tækið í vikunni og tók þá eftir að 2kg bíltæki kostar um 6500 kall í öryggismiðstöðinni í Borgartúninu.
27.06.2008 at 09:50 #625050Kannaðu hjá Tryggingarfyrirtækinu þínu,en þar sem ég tryggi þá kostar 2kg tæki tæpar 3000 kr.
Kv Jóhannes
27.06.2008 at 10:05 #625052Sælir
Fékk fínt 2lítra tæki með bílfestinum fyrir lítin pening þar í vetur, minnir að það hafi kostað 2500kr. (á gamla genginu :D)
mbk
Dabbi
27.06.2008 at 10:08 #625054Slökkvitæki, fullkomlega lögleg og miðuð við norska staðla, sem eru ekki vægari en íslenskir, fást í Europris. Ég keypti mér viðbótartæki þar í vor til að bæta við þriðja slökkvitækinu í bústaðinn. Hefði þessvegna getað fengið a.m.k. tvö 6 kg tæki þar fyrir það sem algengt er hér fyrir sambærileg tæki.
27.06.2008 at 14:05 #625056Sælir, gera skoðunaraðilar einhverjar kröfur til staðsetningar slökkvitækja í breyttum bílum.
Ég er að breyta Defender og plássið frammí er ekki mikið, var að hugsa um að setja 2kg tæki til hliðar við aftur (5.) hurðina.Kjartan
27.06.2008 at 15:04 #625058Krafan er að hægt sé að grípa til tækisins, þeas að það sé á aðgegnilegum stað þar sem það sést.
Skoðunarfyritæki eru síðan misströng á þessu.
02.07.2008 at 18:24 #625060Hefur einhver prófað svona eða þá kynnt sér virkni þessa apparats, þetta er ekki nema 35cm og 200gr, mun fyrirferðaminna en venjulegt 2kg slökkvitæki og umtalsvert mikið léttara og endist víst um 2-3 sinnum lengur eða um 30sec.
http://www.hblondal.is/index.php?option … &Itemid=61
02.07.2008 at 22:05 #625062sæll Kjartan
Ég var með slökkvitæki afturí í gamla Patrolnum hjá mér, fest við innréttinguna þar til hliðar við afturhlerann. Fékk aldrei aths við þetta í skoðun enda er þetta fínn staður og mjög vel aðgengilegur.
kveðja
Agnar
03.07.2008 at 16:20 #625064það eina sem tekið er fram í skjali BSK2.501 frá Frumherja segir: "Slökkvitæki (slökkvimáttur a.m.k. 2 kg duft) í festingu. Dufttæki sé úttekið innan árs og þrýstingsmælir á halontæki sýni fullan þrýsting."
Það er ekkert getið um hvort uppfylla þurfi einhverja staðla og þá hverja ?
Ef þessi Solgen-1 tæki eru með meiri slökkvimátt en 2kg duft tæki, þá hlýtur það að vera í lagi ?
Ég ætla að pósta á Frumherja og fá þetta á hreint.kv.Bragi – sem að vantar 1 stk slökkvitæki fyrir sérskoðun
03.07.2008 at 17:29 #625066Var að tala við mann frá H.Blöndal og sagði hann mér að þetta hefur enn ekki fengist samþykkt í staðin fyrir 2kg tæki í breyttum bílum.
Þar sem þetta er það nýtt efni að þá aá eftir að prófa það í þaula og því ekki búið að samþykja það á öllum stöðum.
04.07.2008 at 11:04 #625068Takk Agnar, set þetta við afturhurðina enda ekki um marga aðra taði að ræða í Defendernum.
04.07.2008 at 13:34 #625070Sæll aftur, Hjörtur frændi (gleymdi að heilsa í fyrri pósti
Jón Hjalti svaraði mér í gær og þuldi upp það sem stendur í reglugerðinni (sem btw er ekki allt í BSK2.501 skjalinu frá þeim)
En hann sagði einnig: "Ég sé ekki á vefnum vísanir um slökkvimátt m.t.t. dufttækis, en ef það kemur fram á tækjunum þá uppfylla þau kröfurnar. Af þessu tilefni mun ég afla mér nánari upplýsingar hjá umboðsaðilanum sem þú vísar til."
Vonandi verða þessi tæki samþykkt sem fyrst þar sem þau taka svo miklu minna pláss og hæglega hægt að koma tveimur fyrir. Og ekki spillir verðið fyrir, m.v. ÖM en TM er með gott verð á 2kg dufttækjum
Sjáumst kátir
kv. Bragi og Trukkurinn.com
04.07.2008 at 15:55 #625072Ég fór bara í BYKO eftir að hafa talað við heildsalann og keypti mér venjulegft 2kg tæki og kostaði það 3387 í gær (03.07.08) en það hafði þá hækkað um 397 kr. frá í fyrradag, kostaði þá 2990, þegar ég athugaði verðið á því, ég spurðist fyrir um þessa hækkun en enginn virtist vita neitt um neina hækkun þrátt fyrir að flest allar vörur höfðu hækkað þá um nóttina.
En allavega þá er BYKO með tæki frá Ólafi Gíslasyni & Co. HF. og er þetta tæki merkt nýtt frá því núna í apríl og í ódýrari kantinum miðað við það sem maður hefur skoðað.
En núna vantar mig bara sjúkrakassa, er einhver með uppástungu í þeim efnum, hvert er best að snúa sér í þeim málum.Kveðja Jói Barða R-3895
04.07.2008 at 15:58 #625074Hægt var að fá bæði kassa og púða í Húsasmiðjunni fyrir ekki svo mikið minnir mig.
.
Mæli frekar með púðum í jeppa fremur en kössum, þar sem púðinn brotnar sjaldnar. 😉
.
kkv, Úlfr
E-1851
04.07.2008 at 16:31 #625076Ég á gamlan rauðan plast sjúkrakassa keyptan í apóteki. Tekur meira af dóti en púðinn.
Minn er búinn að skrölta innan um drullutjakk, loftkút og verkfæri í mörg ár og er enn heill.
04.07.2008 at 16:43 #625078Ég er með tækið í Defendernum fest við stokkinn undir aftursætinu (miðjubekknum) hægra megin. Þarna er það alltaf nokkuð aðgengilegt og ég get teygt mig í það úr bílstjórasætinu.
Kv – Skúli
04.07.2008 at 20:47 #625080Ég er nýkominn af upprifjunarnámskeiði hjá því góða fólki í Sæbjörginni, slysavarnaskóla sjómanna, og þar sem viðbrögð við eldsvoða eru stór þáttur í því pensumi og reyndur slökkviliðsmaður kennir, sem er þess utan gríðarlega vel að sér í þessum málum, spurði ég hann um dufttæki og hvað væri rétt og heppilegt í þeim. Hann sagði hreint út, að það væri nú orðið svo, að ódýr og góð tæki, sem fengjust nú viða, t.d. í Europris, kostuðu minna en áfylling hjá innlendum stöðvum og því skyldu menn alvarlega athuga hvort ekki væri betra að henda tækjunum og kaupa ný þegar þarf að skoða þau, áfyllingin kostaði í sumum tilvikum meira en nýtt tæki! Þeir kynntu okkur þessi nýju tæki sem getið er um hér að ofan og töldu þau lofa góðu, en enn sem komið væri hefðu yfirvöld ekki viðurkennt þau og meðan mál stæðu þannig, gæti maður ekki fengið skoðun út á þau.
04.07.2008 at 23:18 #625082hvað nýtt tæki kostar en lét yfirfara tæki hjá mér hérna í iðnaðarhverfinu í Kópavoginum sem man ekki hvað heitir en það var rétt um 2-3 þúsund krónur sem mér finnst ekki mikið. Var svona 2kg bíltæki minnir mig.
Það er kannski ekki langt frá því hvað nýtt tæki kostar en er ekki óþarflega mikið bruðl að versla nýtt tæki í hvert sinn sem það þarf að endurnýja??
Kv, Kristján
05.07.2008 at 16:01 #625084Ég á og rek fyrirtæki sem heitir Slökkvitæki ehf og síminn hjá okkur er 565-4080 /844-5222 ég hef verið að selja 2kg bíltæki með festingu á 3480 með vsk. Síðan skal ég gefa ykkur jeppamönnum aukaafslátt
P.s. Europries tækin eru ekki lögleg og það fæst ekki skoðun á bílinn með þau, sökum þess að þau hafa ekki íslenskar leiðbeiningar, óvitað um hvort þau standist staðla og það kemur ekki fram hvenær þau eru ný, ég er ekki að seigja að þau séu neitt verri, bara ekki lögleg. Kveðja Frank
05.07.2008 at 17:17 #625086 -
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.