Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Slóðir á afréttum Rangvellinga
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 14 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
09.01.2010 at 09:54 #209696
Sá í mogga dagsins í dag, að það er verið að auglýsa fund í túnfætinum hjá Olgeiri Engilbertssyni um slóðamál í afréttum Rangvellinga. Þessi fundur verður á mánudagskvöldið þ. 11.1. kl. 20:00 – Ég vona bara að okkar ágæti málsvari Jón ofsi Snæland sjái þessa auglýsingu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.01.2010 at 13:44 #675418
Ég velti því fyrir mér hvort það sé tilviljun að þessi kynningarfundur sé á sama tíma og mánudagsfundur 4X4. Ég tel að forráðamenn klúbbsins ættu að sækja þessa kynningu því þetta er eitt af aðalefnum ferðakubbsins.
kv. vals
09.01.2010 at 14:18 #675420Þar er öruggt að þessi fundur er ekkert í tengslum við félagsfund f4x4. Það var ákveðið í desember að halda þenna fund. Þetta er fundur nr 3 sem við förum á með sveitarfélaginu.
Við fórum á einn fund í Ásahrepp og annan sem haldinn var í Hamraborg í Kópavogi, hann var reyndar boðaður af hóp sem vinnur að Vonarskarði og Jökulheimasvæðinu.
Fundurinn er opin öllum. Þeir sem líklega fara á fundinn eða hafa verið boðaðir eru:
Þorvarður Ingi Jeppavinum, Jakob frá Slóðavinum, Hlynur, Jón, Sverrir, Freysi og Skúli. Auk þess eru boðaðir ýmsir aðrir hagsmunaaðilar, og svo kemur herdeild lokunarsinna. Þ e göngumenn og Fjallaleiðsögumenn ehf. En þessi aðila telja að þeir eigi hálendið einir.
09.01.2010 at 15:00 #675422Hafa verið teknar einhverjar endanlegar ákvarðanir um lokanir á slóðum á þessu svæði eða er þetta allt i nefndum ennþá???
Hafa menn rétt á að loka gömlum slóðum sem hafa verið keyrðir jafnvel í áratugi þótt þeir hafi ekki getu til að sinna "viðhaldi" á þeim. það er til fullt af slóðum sem er ekki sinnt að neinu ráði enn hefur ekki verið lokað……
09.01.2010 at 17:30 #675424Réttur sveitarfélaga í því að ákveða hvað er opið og hvað ekki er líklega sambærilegur við rétt þeirra til að ákveða götur og vegi í byggð. Sennilega hefði sveitarfélagið formlega séð rétt til að ákveða að loka götunni heima hjá þér, en þú gætir auðvitað farið í mál við þá vegna þess skaða sem þú yrðir fyrir. Reykjavíkurborg ákvað t.d. einhvern tíman að loka Austurstræti fyrir bílaumferð og gat gert það þrátt fyrir mótmæli verslunareigenda við götuna. Ef heimreið heim að skála væri lokað væri t.d. örugglega hægt að sýna fram á beinan skaða (semsagt fjárhagslegan skaða, það er jú þannig að skaði sem ekki er mælanlegur í peningum er einskis virði í dómskerfinu) og þá væri hugsanlega grundvöllur fyrir málsókn, en óvíst um niðurstöðu.
09.01.2010 at 18:30 #675426Nú er Skúli farinn að hljóma einsog Steingrímur og Jóhanna í Icesave. Skamm skamm.
09.01.2010 at 20:03 #675428Umhverfisnefnd Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur og Fjallarallfélags íslands telur sig hafa hagsmuni að verja og mun senda erindi fyrir fundinn. Óvíst er hvort tekst að senda fulltrúa. Í erindinu munum við fara fram á eðlilegan aðgang og afnot af slóðum og vegum á svæðinu sem er til umfjöllunar. teljum við að eðlileg nýting á vegum og slóðum geti vel farið saman með verndun þeirra svæða er þeir liggja um og geti jafnvel verið nauðsynlegur þáttur í vernduninni. Þessir slóðar eru oft eina aðkomuleið að þeim svæðum er þeir liggja um. Þá eru slóðar þessir og vegir okkar íþróttamannvirki og er auk þess fólgin í þeim miklir möguleikar til nýsköpunar fyrir ferðamennsku og tengda atvinnustarfsemi á svæðinu sem hefur alla burði í að vera sjálfbær og umhverfisvæn. Þá má einnig líta til þess að ákveðin hefð er fyrir umferð okkar um þessa vegi.
Vonandi verður þetta málefnalegur og gagnlegur fundur þar sem hægt verður að fella saman eðlileg nýtingar- og verndunarsjónamið í sanngjarna niðurstöðu.
Þorsteinn Svavar McKinstry
Umhverfisnefnd BÍKR og ICCRC
10.01.2010 at 09:49 #675430Ætli JÖRFÍ komi ekki til með að eiga sína fulltrúa þarna? Hagsmunir þess ágæta félags eru jú ótvíræðir og í fyrstu útgáfu af skipulagi þessa svæðis varð ekki betur séð en loka ætti leiðinni inn í Jökulheima.
13.01.2010 at 20:22 #675432[b:axjxmae4]Hvað segja þeir sem fóru á þennan fund hjá Ásahreppi, var ekkert að frétta?[/b:axjxmae4]
Kem ég til með að geta keyrt Vonarskarðið áfram eða verð ég að fara þessa leið ríðandi? Reyndar á ég ekki hross og get illa gengið enda frekar slæm til gangs.
Var þetta kannski enn einn fundurinn þar sem ýmislegt var rætt en engin niðurstaða fengin í málið?
Verða þrátt fyrir allt stórfelldar lokanir á Jökulheimasvæðinu?
13.01.2010 at 22:32 #675434Ekkert öruggt um niðurstöðu en funduinn gaf einhverjar vísbendingar. Fyrir það fyrsta virtist ekki sértakur áhugi hjá heimamönnum á ástæðulausum lokunum á leiðum. Hins vegar blandast þjóðgarðurinn inn í málin þarna og ferlið því lengra, þar sem verndaráætlunin hefur lokaorðið. Þá kemur svo á hina hliðina að heimamenn hafa meirihluta í svæðisráði þjóðgarðsins. Þetta þýðir þó ekki að það verði engar takmarkanir og sérstaklega hefur Vonarskarð verið í umræðunni. Þar hafa komið fram hugmyndir um að banna akstur frá Gjóstuklifi að Svarthöfða alfarið, fyrir utan vetraraktur á snjó. Það er hins vegar ekki eining um þá hugmynd í ráðinu (held að það megi segja að það sé langt frá því að það sé eining um þá hugmynd) og því hefur verið telft fram þeirri hugmynd að það sé akstursbann yfir sumarmánuðina en þegar kemur fram á haust verði akstur leyfður. Semsagt hásumarið verði þetta göngusvæði en áfram verði hægt að fara haustferðir þarna í gegn. Svæðisráðið á eftir að takia afstöðu til þessara tveggja hugmynda og kannski gáfulegast að fullyrða ekkert fyrr en sú ákvörðun liggur fyrir.
Að öðru leiti heyrðist mér ekki vera stórar hættur á ferðinni. Þó var rætt um lokun á svokallaðri Krakatindsleið, en ástæða þess er hversu brekkurnar upp hjá Rauðufossum eru illa farnar, gríðarlega mikið runnið úr þar. Vissulega rétt og þarf að gera eitthvað þar og kannski er eina vitið að loka þarna þangað til búið er að laga þetta, en það er auðvitað spurning um peninga. Þetta er skemmtileg leið og endanleg lokun hennar væri skelfileg en kannski hægt að búa við það tímabundið.
Annars voru þarna góðar umræður á skynsamlegum nótum að mínu mati.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.