Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Slóðalokanir DV
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 15 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.10.2009 at 12:41 #207147
http://www.dv.is/frettir/2009/10/7/bakkabraedur-laesa-halendinu/
Einnig er fjallað um málið á bls 2-3 í DV í dag. kv Ofsi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.10.2009 at 12:50 #660874
Takk Ofsi fyrir að vekja athygli á þessu. Um að gera að reyna að halda öllum þessum málum til haga og ég veit að það gera það fáir betur en þú.
kv. Óli
07.10.2009 at 14:50 #660876Spurning hvort maður þurfi ekki bara að bæta dótastuðulinn og setja klippur í bílinn. Farinn að hallast að því.
07.10.2009 at 16:27 #660878Unnar! Taktu með þér annan hengilás, klipptu hinn í buru og settu þinn í staðinn, svo er bara að aka í gegn og láta reyna á ákvæði náttúruverndarlaga þar sem talað er um ferðafrelsi landans. Kv. Logi Már.
07.10.2009 at 22:20 #660880
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta einkavegasyndróm er bæði gömul saga og ný.
Skógræktin hefur semsagt selt Símanum Skriðufellið….það var nú ekki lítið sem þeir höfðu fyrir því að bola burt fyrri ábúendum….
andskotanspakk. andskotanshelvítispakk.
Grímur
08.10.2009 at 17:36 #660882Held nú reyndar að brottrekstur ábúanda hafi hann skapað sér alveg sjálfur hjálparlaust. En aftur að þessari lokun er þessi vegur ekki hluti af gömlu sprengisandsleið ég veit ekki betur og er þar með trúlega þjóðleið og þeim á ekki að vera hægt að loka nema þá að skaffa veg í staðinn. Hvernig er með hefðarlög ég er búin að keyra þennan veg í 25ár hið minnsta til að komast inn í Selhöfða er ekki eitthvað sem hægt er að hanga á þar?
Kv, Óli
08.10.2009 at 23:23 #660884Nú er ég ekki lögfræðingur, en ég er næstum alveg viss um að lokun sem þessi sé ólögleg. Rétt eins og ef ég setti hlið við endann á götunni hjá mér og merkti hana sem einkaveg og meinaði öðrum að aka hana. Spurning hvort hægt sé að kæra Símann fyrir þetta eða hvort það þurfi að klippa á lásinn og vonast eftir að fá á sig kæru til að fá prófmál.
Kv – Skúli
09.10.2009 at 09:16 #66088609.10.2009 at 15:25 #660888Vill endilega vara menn við þvi að vera trúa öllu sem fram kemur í DV þetta mál í Mývatnssveit sem þeir tala um þarna er bara bull,,,,,Landeiganda félag Reykjahlíðar hefur vissulega takmarkað ferðir fólks um sitt EIGNARLAND sem þau eru í fullum rétti að gera,Kristín Ólafsdóttir er ekki í stjórn þess félags og hefur ekkert með áhvarana töku þess að gera,,auk þess að eiga ekki nema örlítið brot af því landi sem um ræðir.
DV er enn og einusinni að bulla einhverja steypu,,,,Ekki svo að skilja að ég sé hlyntur lokunum að Neinu tagi,,,,en þessi svokallaði fretta flutningur hjá DV er þvílík steypa að það nær engri átt.Ekki það að það þurfi að koma á óvart að DV sé með eitthvað bull í gangi
Kv að norðan Víðir L
Gambri4x4
02.11.2009 at 12:54 #660890Þetta vekur mann til umhugsunar:
[url:2ynw2118]http://blog.eyjan.is/omarragnarsson/2009/11/01/er-thetta-edlilegt/#comments[/url:2ynw2118]
Hjó sérstaklega eftir því að þarna varð lokunarkeðja á vegi þeirra. Getur verið að í sumum tilfellum séu keðjur settar fyrir leiðir að áhugaverðum og flottum stöðum, beinlínis til þess að sem fæstir uppgötvi þá? Meðan þjóðin veit ekki hvað er um að ræða er meiri líkur á að hægt verði að virkja án andstöðu. Hindra aðgengið að náttúrunni því ef enginn veit hvað er í húfi nema einstaka sérvitringar er svo miklu auðveldara að keyra hlutina í gegn. Herkænska í þessa veru er svosem ekkert óþekkt, t.d. var því haldið fram ítrekað í fjölmiðlum á sínum tíma að svæðið sem færi undir Hálslón væri einstaklega ljótt og óspennandi og ég veit um marga sem trúðu því fullkomlega, en ég held að allir sem raunverulega skoðuðu svæðið séu sammála um að þetta sé fjarri sanni. Er trikkið núna að drita lokunarskiltum og setja upp keðjur til að hindra að almenningur fatti hvaða náttúrufyrirbæri séu að veði.
Kv – Skúli
02.11.2009 at 13:21 #660892Skúli.
Þetta er nákvæmlega hárrétt hugsun hjá þér….var að lesa þetta hjá Ómari í morgun.
P
02.11.2009 at 16:38 #660894Langbesta náttúruverndin felst augljóslega í því að leggja malbikaða vegi að náttúruperlunum. Því fleiri Yaris ökumenn sem komast þangað á undan virkjunarliðinu þeim mun meiri eru lífslíkur svæðisins.
Þetta kann að hljóma heimskulega, en haldið þið að Kárahnjúkasvæðið hefði verið virkjað ef annar hver Íslendingur hefði verið búinn að kynnast því ?Ágúst
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.