This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Elías Þorsteinsson 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir.
Á fundi hjá okkur í Eyjafjarðardeild hélt Þórður Helgason hjá Sjóbúðinni á Akureyri fyrirlestur um kaðla og hér að neðan er smá fróðleikur um nokkrar gerðir þeirra.
Slitþol ÓSKEMMDRA kaðla í tonnum.
28 mm teygjuspotti 15,8 (tognun yfir 30%)
28 mm gleipniskaðall 12,0 (grænn með hvítum þráðum)
28 mm krafttóg 11,0 (hvítt með rauðum þræði)
16 mm krafttóg 5,0 (tognun ca. 5%)
28 mm Dynex 48,0 (ofurtóg)
16 mm Dynex 19,0 (tognun ca 3%)
28 mm PPF 11,0 (þessi blái ódýri)
16 mm PPF 5,0 (tognun ca 15%)
18 mm kollína 5,0 (rauð/hvít).
Splæs rýra slitþol kaðla aðeins um ca. 10%.
Hnútar hverskonar, þmt. pelastikk rýra slitþolið um 30 – 50%, og því meira sem meiri teygja er á kaðlinum. Kaðallinn einfaldlega bráðnar í hnútnum.Datt í hug að setja þetta á vefinn þar sem að hnútakvöld verður í Mörkinni í kvöld.
Kveðja.
Elli.
You must be logged in to reply to this topic.