FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Slitin tóg

by Magnús Hallur Norðdahl

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Slitin tóg

This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðmundur Jónsson Guðmundur Jónsson 19 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 07.02.2006 at 11:36 #197257
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant

    Ég þakka fyrir þær upplýsingar sem ég hef fengið og þær lýsingar hvernig tógin hafa slitnað og valdið tjóni. Ég hef verið að útfæra hugmynd sem ég fékk á dögunum til að tógin falli til jarðar og stöðvist í stað þess að slengjast í bílinn og skemma. Ég hefði ekkert á móti því að fleiri kæmu að þessu máli þar sem þetta gæti verið allra hagur.
    kv.mhn

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 42 total)
← 1 2 3 →
  • Author
    Replies
  • 07.02.2006 at 22:04 #541818
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Það væri ekki vitlaust ef einhver safnaði saman upplýsingum um slitna teygjuspotta og tjón af völdum kaðlaslits. Það væri kanski hægt að draga úr hættuni á slysum með þessum upplýsingum.





    07.02.2006 at 23:55 #541820
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Sælir

    Hvernig er að nota ofurtóg sem öryggisspotta? Kanski hafa eitt 16mm ofurtóg bundið á svipaðan hátt og Hafsteinn minnist á hér að ofan. Það allavega ætti ekki að slitna.
    Það væri hugsanlega líka hægt að hnýta það þannig að það strekkist nokkrum sinnu í viðbót á teygjuspottanum áður en ofurtógið strekkist á milli bílanna. Þetta væri hægt að gera með því að hafa góðan slaka á ofurtóginu á milli hnútanna. Þetta yrði maður að dunda sér við að hnýta almennilega einu sinni og væri hægt að hafa alltaf á.

    Ef teygjuspottinn slitnar þá ætti að teygjast aftur á honum og mætti jafnvel gerast nokkrum sinnum. Þá bókstaflega hlýtur ökumaðurinn sem er að draga að átta sig á því að slá af :)

    Varðandi það að fá kúluna eða álíka fljúgandi af stað. Þótt ég hafi ekki prufað neitt af þessu þá ætti að vera hægt að þrælvefja kúluna með öðrum spotta og hnýta annarsstaðar í bílinn áður er lagt er af stað í ferð. þetta þyrfti að líka að vera þrælsterkt.

    Ég man reyndar ekki tölurnar hvað svona 16 mm ofurtóg þolir en það eru allavega nokkur tonn minnir mig.

    Hér er svo skýringarmynd:

    [img:24pslzdg]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4184/28196.jpg[/img:24pslzdg]

    Kveðja
    Arnór





    08.02.2006 at 00:11 #541822
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    16mm ofurtóg er með slitþol uppá 21,9 tonn.
    Annars er taflan hér,
    http://www.hampidjan.is/products/ropes- … ength2.pdf
    kv-JÞJ





    08.02.2006 at 00:24 #541824
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þessari hugmynd sem þú varpar fram er góð og gild
    og gæti allt eins verðir á verksviði Hjálparsveitar og kannski frekar heldur en Tækninefndar þar sem það er verið að fjalla um öryggismál eða þá samstarfsverkefni þessara nefnda. Ég held að menn hafi nú oft sloppið með skrekkin þegar spottarnir eða krókarnir hafa gefið sig og hefur maður séð réttast úr þessum orginal krókum með þeim afleiðingum að spottinn hefur tekið flugið. Og þá er eins gott að enginn verði fyrir.





    08.02.2006 at 01:20 #541826
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Þar sem ég kann ekki að setja mynd inná pistil þá vísa ég á myndaalbúmið. Þar eru skýringar gefnar með myndinni. Menn óttast að pokarnir geta skotist í bílinn en maður getur sett pokana mismunandi langt frá bílnum og haft mismunandi þyngd eftir því hvað tógið er sterkt. Ekki er ráðlegt að vera eingöngu með blýkúlur við það verða pokarnir óþjálli. Pokarnir eiga ekki að losna af ef frönsku rennilásarnir eru vel festir við pokann. Ég hef áhuga á að láta sannreyna þetta í næsta mánuði með mismunandi sterkum tógum og tilheyrandi þyngdum.
    kv. mhn





    08.02.2006 at 08:39 #541828
    Profile photo of Guðjón Engilbertsson
    Guðjón Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 56

    Er búin að vera með 12 mm ofurtóg í mínum bíl til fjölda ára og hlæja margir þegar maður réttir þeim spottan, en brosið þurkast af þeim þegar maður tekur í, og hafa nokkrir krókarnir rétt úr sé við það átak.
    Að nota ofurtóg sem öryggislínu með teygjuspottanum er án efa mjög góð leið til að afstýra slysum, sé rétt frá þessu gengið og spottanum komið fyrir í aðrar festingar en teygjuspottin er settur í.
    Það sem ber þó að varast er að hafa ofutógið nógu langt því ef teygjuspottin slitnar og ofurtógið tekur í áður en bíllin stoppar er slitþolið 13 tonn án teygju og það þola fæstar festingar.

    Spotta kveðjur.





    08.02.2006 at 09:22 #541830
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    sælir
    Eru menn ekki að flækja þetta of mikið ? Er ekki einfaldast að fá sér tvo litla sandpoka (lóð, blýkúlur, 10 kg af skyrir eða hvað sem hugurinn girnirst), þræða snærisspotta 1/4 frá báðum endum kaðalsins og hengja þessa þyngingu í þá þegar hentar ?
    kv
    AB





    08.02.2006 at 09:27 #541832
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er ekki hægt að nota skriðþungann með böndum sem ekki teyjast eins og Dynex. Ef það er reynt þá þýðir það bara skemmdir á bílum og dráttarfestingum, eins og Guðjón bendir á.
    Ástæðan fyrir því hversu vel teyjuspottar úr næloni virka, byggist á því að virkja skriðþunga bílsins sem dregur, jafnvel þó dráttarbíllinn sé mun léttari og hafi lítið grip. Oftast er dráttarbíllinn á snjó eða ís, þar sem hjólin hafa lítið grip, en þó nægilegt til þess að hægt er að koma bílnum á smá ferð.

    Ég hef notað spotta úr 20-24 mm næloni til þess að losa marga fasta Crúsera og Patta með mínum Jeep XJ. Teyjuspottin er lang fljótlegasta og þægilegast aðferðin til þess að losa bíla úr festum, og ef menn þekkja takmarkanir hennar, þá er hún örugg. En ef bíll situr í krapa og er jafnvel búinn að spóla undan öllum hjólum, þá þarf að byrja á því að lyfta bílnum með drullutjakknum.

    -Einar





    08.02.2006 at 09:48 #541834
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Þegar gamla aðferðin er notuð, þ.e. festa kuldagalla eða annað slíkt á kaðalinn, hvað er það sem raunverulega stoppar spottann. Er það þyngd gallans eða kemur loftmótstaða líka við sögu? Ég er bara að velta fyrir mér hvort sé nokkur hætta á að sandpokar eða pokar með blýkúlum skapi aukna hættu ef spottinn slitnar. Nú er ekki mikil þyngd í þessum göllum en þeir gera það samt að verkum að spottinn dettur dauður niður.

    Kv – Skúli





    08.02.2006 at 10:02 #541836
    Profile photo of Smári Sigurbjörnsson
    Smári Sigurbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 473

    Sælir.

    Það er eitt sem mér finnst alveg gleymast í þessari umræðu, og það er að það sé passað að fólk standi nógu langt frá til að ekki verði slys á þeim sem ekki þurfa að vera í bílunum á meðan þeir eru dregnir.
    Það er alltof algengt að fólk standi alltof nálægt þegar verið er að draga.

    En hvað spottann varðar þá er ég með 22mm spotta frá Ellingssen og er hann 30 metrar á lengd og hefur aldrei slitnað.
    Eins er mjög gott ef ferðafélagar geta komið sér saman um 100 metra spotta því með honum er hægt að gera kraftaverk án átaka, jafnvel á litlum og aumum Hilux eins og mínum.
    Þegar maður er með svona langan spotta er maður laus við öll högg og teygjan margfaldar dráttargetuna.
    Eins er mjög gott að vera með krossviðs renninga til að setja aftan við bíl í miklum krapa, því þá lyftist hann strax upp og maður þarf ekki að draga hann í gegnum krapann.
    Eins er alltaf hressandi að moka svolítið áður en farið er að draga bíl úr vondri festu því það léttir dráttinn til muna.

    Kv. Smári.





    08.02.2006 at 10:50 #541838
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Varðandi spurningu Skúla, þá held að þyngdin og loftmótstaðan skipti hvorttveggja máli þegar galli eða álika er sett á spottann. Það er mikilvæt að eyða orkunni sem losnar úr læðingi þegar spotti stlitnar eða losnar, tuskur sem hanga á spottanum virka sem fallhlífar og hægja á honum. Lóð sem hengt er á spottann hægir líka á honum en orkan er ennþá til staðar og lóðið getur náð það miklum hraða að hætta stafi af. Raunar stafar oft meiri hætta af hlutum sem hanga á spottanum, t.d. leifum af dráttarfestingu, en spottanum sjálfum.

    Ef teyjuspottinn er mjög langur, þá þarf dráttarbíllinn að ná töluvert mikilli ferð til þess að krafturinn verði nægur til þess að hreyfa fastan bíl. Ég hef stundum tvöfaldað spottann þegar spottinn hefur gefið of mjúkt átak einfaldur.

    -Einar





    08.02.2006 at 11:17 #541840
    Profile photo of Björn Oddsson
    Björn Oddsson
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 279

    Skv. lögmáli um varðveislu orku segir að : orku sé ekki hægt að búa til né eyða, hún breytir aðeins um form.

    Við erum því ekki að reyna að eyða orkunni!!!





    08.02.2006 at 11:19 #541842
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þetta er rétt hjá Birni. Það er nákvæmara að orða þetta þannig að við viljum breyta hreyfi eða fjaðurorku í hita.

    -Einar





    08.02.2006 at 11:29 #541844
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    ef nota á 10 metra nylonspotta sem er með 30% teygju og 13 tonna slitþoli. Þá fást nákvæmlega sömu eiginleikar með því að not 100 metra langan dynex spotta með sama slitþoli. þannig að dynexið er nothæft sem teygjuspotti það þarf bara að ver 10 sinnum lengra en venjulegur teygjuspotti til að gefa sömu eiginleika.
    Guðmundur





    08.02.2006 at 11:46 #541846
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Takk fyrir svarið Eik, einmitt þetta sem ég var að pæla í. Þyngingar þurfa því allavega að vera nægjanlegar til að koma í veg fyrir að slitinn spotti nái ferð eða nái að koma þyngingunni á ferð, að öðrum kosti er bara verið að auka hættuna. Spurning hvort það virki ekki að setja hreinlega fallhlífar á spottann sem mynda loftmótstöðu ef hann fer af stað!

    Kv – Skúli





    08.02.2006 at 11:58 #541848
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Mæli með stórum bleikum dúsk á hvorn enda á spottanum :)

    Annars, þá held ég að þynging megi ekki vera það föst á spottanum að hún taka sömu hröðun og spottinn. Ef hún gerir það þá verður hún bara hættulegri en spottinn.

    Kuldagalli, Motta eða eitthvað svoleiðis fyrirbæri hefur of mikla loftmótstöðu til að ná einhverri ferð.

    kv
    Rúnar





    08.02.2006 at 13:42 #541850
    Profile photo of Pétur Róbert Tryggvason
    Pétur Róbert Tryggvason
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 190

    Það er búið að týna þetta allt saman sem þarf að hafa í huga. Moka frá bílnum, vera með álsliska eða spítur, teygjuspotti er nátturluga æði en það þarf líka að geyma og meðhöndla hann rétt. Síðan er kuldagallinn nr XXL eða sérhönnuðu spottapokanir á spottann, samt líklega betra að vera með tvennt sitt hvoru meginn við miðju. ALLIR frá… Og þá erum við allavega búnir að koma í veg fyrir margt sem gæti stytt líf eða skaðað heilsu okkar….

    En núna er 15° frost upp í Sandbúðum þannig að við ættum nú svona fyrir kurteisis sakir að prófa að leggjast á bæn í kvöld og athuga hvort Guð eða Múhamed vilji ekki gefa okkur smá hvítagull… :o)

    Kveðja Pétur A-897





    08.02.2006 at 15:09 #541852
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Ég held að Rúnar hafi hitt naglann á höfuðið (eða dúskinn á spottann). Núna er bara að finna grannan (ca. 10 mm) bleikan spotta til að búa til dúsk úr. Skera hann í svona meters langa búta og festa annan endann á þeim við stóra spottann og láta lausa endann snúa inn að miðjum spotta. Þegar dráttarkrókurinn slitnar þá virkar þetta eins og fallhlíf :) alger snilld.
    –
    Bjarni G.





    12.02.2006 at 10:18 #541854
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Skoðið þetta,þetta er nokkuð sniðugt lausn.
    Er á forsíðu::
    http://www.kliptrom.is/
    Kv-JÞJ





    12.02.2006 at 11:18 #541856
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Hefur þetta verið prófað?

    kv
    Rúnar.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 42 total)
← 1 2 3 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.