Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Slitin tóg
This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.02.2006 at 11:36 #197257
Ég þakka fyrir þær upplýsingar sem ég hef fengið og þær lýsingar hvernig tógin hafa slitnað og valdið tjóni. Ég hef verið að útfæra hugmynd sem ég fékk á dögunum til að tógin falli til jarðar og stöðvist í stað þess að slengjast í bílinn og skemma. Ég hefði ekkert á móti því að fleiri kæmu að þessu máli þar sem þetta gæti verið allra hagur.
kv.mhn -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.02.2006 at 12:03 #541778
Veit ekki hvort einhver hefur nefnt þetta áður, en allavega datt mér eftirfarandi í hug um daginn. S.s. venjulegur teygjuspotti með áfastri öryggislínu sem er fest á tveimur stöðum, ca. 1/3 inn á spottan hvorum megin. Öryggislínan yrði kannski 30% lengri en fullteygður teygjuspotti. Pæling er að öryggislínan grípí inn í þegar spottinn slitnar en er þó nógu löng til að sá sem dregur nái að að stoppa á þess að fullstrekkja á öryggislínunni. Ö-línan yrði að festa við bílana á aðra króka en teygjuspottinn.
Kannski má línan vera slítanleg, s.s. nógu sterk til að hemja spottann þegar hann slitnar, en svo ef línan slitnar líka þá er spottinn það þungur að hann (vonandi?) stoppar línuna af.
Þetta hefur augljóslega þann ókost að spottinn verður fyrirferðarmeiri…
Tek það fram að ég er enginn spottaspekingur, bara hugmynd.
Hér er fyrsta "prótótýpan", hönnuð í MS-Paint
[img:chty197b]http://www.simnet.is/haffster/spotti.PNG[/img:chty197b]
07.02.2006 at 12:06 #541780…þessi lína þarf að vera Static lína með í mestalagi 3% teygju.
07.02.2006 at 12:26 #541782Slitna tógin ekki í lang flestum tilfellum í auganu, hnútnum eða þar rétt hjá. Ef að það er ca. 80% líklegasti slitstaður þá er nóg að hafa 1-1.5 metra öryggislínu á hvorum enda.
Það sem er verra en þegar spottinn beyglar bílinn er þegar krókar og augu koma fljúgandi með spottanum og 100 falda eyðileggingarkraftinn. Ég hef séð nokkur dæmi sem auðveldlega hefðu getað valdið stórslysum eða dauða og í eitt skiptið munaði örfáum cm í afhausun.
07.02.2006 at 12:33 #541784Hér má sjá eina.
[img:3estp3b7]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4030/27115.jpg[/img:3estp3b7]
Gallar settir yfir línurnar samkvæmt bókinni. 16.000 punda spilátak og ennþá hærra rykkingarátak, og allt hengt í eina staðin á bílum sem hægt er að hengja eitthvað í, orginal fallbyssukúluna.
Þessar kúlur hafa drepið menn, ekki hérlendis svo ég viti um, en erlendis nokkra. Fer örugglega í gegnum hausinn á manni ef hausinn er á röngum stað.Skamm Hlynur (og skamm á mig reyndar líka).
kv
Rúnar.ps. Hef ekki ennþá hitt Íslending sem finnst ekki bara allt í lagi að hengja í kúluna.
07.02.2006 at 12:35 #541786Það vita það allir að hausinn á Hlyn er ekki á réttum stað þó hann hafi munninn fyrir neðan nefið.
07.02.2006 at 12:38 #541788Sá einhverstaðar línupoka með "lóði" (t.d. litlum sandpoka). Línan geymd í pokanum og pokinn fastur við miðja línuna. Svo þegar línan þarf nokunar við eru endarnir einfaldlega togaðir upp úr pokanum og hengdir í bílana (og pokinn hengur á miðri línunni). Eftir notkun er línuunni svo troðið í pokan aftur (enginn snúningur myndast á línunni).
Gæti verið sniðugt ef vel útfært. Kaðall kannski of óþjáll í þetta.kv
Rúnar.
07.02.2006 at 12:41 #541790Held að það hafi verið rætt svipaða hluti á þessum þráðum,og einmitt í einum datt mér sömu hugmynd í hug um öryggislínu,spurning að biðja þá sem selja þessa spotta að útbúa fyrir menn svona útbúnað til að stoppa skotið ef það slitnar.
https://old.f4x4.is/new/search/default.a … ategory=16kv-JÞJ
07.02.2006 at 12:55 #541792Smá dæmi: þú ert að kippa í bíl, á spottanum er öryggispotti ca. 2 metra frá báðum bílum. Stóri spottinn rífur dráttarkrókinn af öðrum bílnum. Öryggispottinn stoppar flugið á dráttarkróknum en bíllinn sem er að draga nær ekki að stoppa strax og strekkir aftur á stóra spottanum þangað til öryggispottinn slitnar… hvað gerist þá? Fer ekki dráttarkúlan aftur á flug, kannski ekki af sama afli og áður en samt…
–
Bjarni G.
07.02.2006 at 13:10 #541794Að það komi aftur slitskot en að öllum lýkindum verður það mun minna,en aftur á móti er líka spurning um hvað slitþolið í öryggislínunni er mikið.
Svo sá ég í Ellingsen um daginn belg sem er úr tógi og er settur á milli báta (fríholt/stuðpúði) hann er með auga sem væri þá hægt að draga spottan í gegnum,gæti virkað svipað og sandpoka dæmið hér að ofan.
Svo er einnig spurning hvort ekki sé hægt að fá einhverja aðila sem selja þessa spotta til að gera smá tilraun,um hvort eitthvað af þessu virkar til að stoppa skotið.
Bara hugmynd.
Kv-JÞJ
07.02.2006 at 14:00 #541796…ætti ekki að skjótast til baka af neinum krafti ef þetta er static lína sem er með nánast ekki neinni teygju þær eru flestar með 2tonna hámarksátak. Hún verður svo rosalega stíf þegar hún hitnar eins og myndi gerast þegar núningur myndast við tog…ef hún slitnar þá dettur hún bara beint niður.
kv, Ásgeir Klifurmús
07.02.2006 at 14:16 #541798Ég útbjó mér öryggislínu en hún er þannig: Þetta er blár spotti keyptur í BYKO ca. 8mm á þykkt og þolir um 400 kg. ég tók ca 4m og splæsti auga á báða enda. Ég nota hann þannig að ég snara annarri lykkjunni á spottann ca 3m frá bílnum og kræki hinni lykkjunni í aðra festu á bílnum. Ég er sannfærður um það að ef krókurinn, splæsið eða hnúturinn gefur sig stoppar þessi ráðstöfun spottann og þó að öryggislínan slitni þá gerist það ekki með þeim krafti að skaði hljótist af.
Ég ásamt mörgum vorum á Þorrablótinu um helgina þar sem menn (konur) óðu krapann upp á axlir, flestir þurftu að þiggja spottann þar á meðal ég og er engin skömm af. En það sem kom mér á óvart var hvað festimöguleikar í marga af þessum jeppum eru daprar ef það er þá einhverjar. Á mínum bíl eru fjórar mjög traustar festingar að aftan og þrjár að framann, aðal krókurinn að aftan smíðaði ég sjálfur og er hann festur með fjórum boltum sem þola 26. tonna átak samkvæmt staðli og suðurnar sem festa plötuna sem halda herleg heitunum hef ég farið yfir og ber því fullt traust til. Það sem jeppamenn eiga að gera í fyrsta kasti er að skríða undir jeppann og athuga festimöguleikana, setja þá á ef engin er eða jafnvel fjölga þeim ef þurfa þykkir og útbúa þá þannig að auðvelt er að festa í þá.
Á leiðinni af Þorrablótinu fengum við eitt svona skot þar slitnaði sérútbúinn krókur/lykkja, þetta var 8-10mm teinn, báðir leggirnir fóru en sem betur fer sveif hann yfir og framhjá dráttarbílnum og hafnaði langt fyrir framann hann, ég held skaðinn á dráttarbílnum hafi verið minniháttar ef þá einhver. Ég vil bara ítreka það að menn athugi búnaðinum á bílnum áður en farið er í næstu ferð.kv. vals.
07.02.2006 at 14:29 #541800Ég hef ekki áhyggjur af því að öryggislínan valdi tjóni ein og sér þegar hún slitnar. Það sem ég átti við var að áður en hún slitnar þá er hún búin að strekkja á stóra spottanum og það er hann sem kemur til baka með dráttarkrókinn.
–
Lýst vel á þessa belgjahugmynd en kannski leiðinlegt að finna pláss fyrir þá í bílnum. Besta ráðið er held ég að hengja tvo kuldagalla eða einhverjar aðrar tuskur á spottann. Hafa þá ca. 1/4 af spottalengdinni frá hvorum bíl.
–
Bjarni G.
07.02.2006 at 14:41 #541802Er eitthvað betra að vera með öryggislínu sem hefur litla/enga tegju. Ef spottin slitnar og öryggislínan hefur litla tegju, tegist þá ekki bara "aðal" spottin eins og Ýktur bendir á, tegjan er kanski ekki eins mikil þegar öryggislínan slitnar en mér finnst eins og þetta sé doldið falst öryggi??
Þeir sem hafa séð spotta með öryggislínu slitna, getið þið sagt okkur hvað gerðist??
Annars er þetta allt fróðlegt, ég er einmitt með einn tegjuspotta sem ég þarf að útbúa einhvernvegin þannig að hann stoppi áður en hann veldur tjóni.
Kv.
Óskar Andri
07.02.2006 at 15:36 #541804Eitt sem menn verða að átta sig á, er að það er ekki viðeigandi að kippa bílum úr öllum festum. Þessi aðferð er mjög fljótleg og þægileg þar sem hún á við en stundum þarf hreinlega að nota aðrar aðferðir. Spil hefur hefur þann kost að það tekur hægt á, sem dregur úr líkum á að bíllinn sem á losa skerist dýpra niður í krapann. Dæmi um slíkt mátti í myndinni sem sýnd var í Mörkinni í gærkveldi.
Oft er þó besta aðferðinn til að losa bíl að nota drullutjakkinn til þess að lyfta bílnum, og púkka snjó eða krapa undir hjólin. Þessi aðferð lágmarkar hættununa á tjóni á bílum og mönnum.
Þegar menn nota spotta, þá líst best mér á tillögu Ýkts, að setja tvær tuskur á spottann. Það er vel hægt að hafa þær fastar við hann, þá gleymst ekki að nota þær.-Einar
07.02.2006 at 17:03 #541806eru menn ekki að gleima einu?allavega þar sem talað var um hér að ofan að ef bundið er í dráttarkúlu á bíl.oftast sér maður þetta gert þannig þegar tóg er notað til að kippa þá eru menn bara með splæsta lykju á endanum á tóginu sem er síðan bara smelt yfir dráttarkúluna.þannig að ef kúlan sjálf slitnar af jeppanum þá er ekki nóg að vera með öryggislínu til að stoppa kúluna(nema aðaltógið hafi verið strekt vel utanum kúluna) ef svo er ekki heldur kúlan bara áfram sína leið í næsta bíl og tógið stoppar kanski í öryggislínuni?? bara velta þessu fyrir mér eftir að ég varð vitni af þegar kúla slitnaði aftanúr pæju og endaði í gegnum afturrúðu á gömlum yfirbyggðum hilux sem var með nefið fast ofaní læk og kúlan helt afram sína leið í gegnum afturrúðuna,uppí toppinn og beyglaði hann töluvert og reif niður klæðninguna síðan niður í mælaborðið,rústaði því á kafla og endaði svo með því að fara langleiðina útum frammrúðuna…. og farþegi sem sat afturí var ný lagstur niður og undir teppi sökum kulda og var það honum til lífs…. kv Ísak Fannar
07.02.2006 at 18:01 #541808Ég held að hvaða útbúnað sem menn nota til að stoppa slitna spotta þá sé höfuðatriði að sá búnaður sé fastur við spottann og þurfi ekki að setja hann sérstaklega á í hvert skipti.
Það vita það allflestir vel að það á að setja eitthvað á spottann/spilvírinn þegar tekið er á – en allt of oft er því slept af því að þetta lítur ekki svo illa út eða menn hreinlega nenna því ekki – eða "það kemur ekki fyrir mig" hugsanahátturinn er ríkjandi.
Ég horfið á kenginn sem Valur minntist á fljúga úm helgina og ég hefði ekki viljað sjá afturhlerann á bílnum hans Bjarka ef þetta hefði ekki skotist framhjá – að maður tali nú ekki um ef einhver hefði orðið fyrir þessu.
En annars komst ég að því um helgina að spilið er það sem virkar langbest í svona festum eins og við vorum að upplifa um helgina. Enda voru allir bílar hjá mínum ferðafélögum teknir mjúklega og án skemmda úr festum sem þó vora allnokkrar og sumar ansi miklar.
Benni
07.02.2006 at 18:38 #541810Ég hugsa að það sé vænlegast að spila bíla upp úr festum,þó svo að ég hafi ekki reynslu í því að nota þessi spil,(verður kannski síðar á lífsleiðinni)
En hvað er verðið á þessum spilum,er þetta ekki alveg annar handleggurinn og tvær tær.
Er mikið um að menn leggi nokkrir í púkk og kaupi þau saman?
Kv-JÞJ
07.02.2006 at 19:02 #541812Ég er með eina spurningu til patról manna nú eða þeirra sem þekkja til, er orginal lykkjan aftan á patról nógu sterk til að þola 28mm tóg og fulla gjöf.
Mér þykir hún nú hálf ótraustvekjandi. Þætti mér nú vænt um heyra álit manna sem til þekkja.
Kv: Kalli meðnýaspottann.
07.02.2006 at 20:07 #541814Er nú ekki patrol maður en toga mikið í þá, og verð að viðurkenna að þessi ómerkilegi orginal kengur þolir nú töluvert. Sama gildir reyndar um þessi al-íslensku prófílbeisli (með ryðfríu kúlunum). En allt hefur sín takmörk og einhverntíman endar þetta á því að einhver meiðir sig aðeins of mikið.
Hvað prófíl tengin varðar þá er hægt að setja lykkjuna undir krókin og krossa hana svo yfir hann fyrir framan kúluna. Þannig ætti mesta átakið að vera farið af kúlunni sjálfri.
kv
Rúnar.
07.02.2006 at 21:21 #541816Þetta er greinilega grafalvarlegt mál þegar stríðstrekktur nælonkaðall slitnar eða slítur festingar úr bíl. Lýsingar á þessum þræði og mörgum öðrum eru á þann veg að í mínum huga er ekki spurning hvort heldur hvenær af verður alvarlegt slys.
Verði manntjón í slíku slysi má búast við að opinberar ríkisstofnanir verði settar í að semja boð og bönn við spottanotkun í fjallaferðum. Ég er þess fullviss að ef f4x4 hefur tekið frumkvæði, safnað gögnum, gert tillögur o.s.frv. þá verður fremur hlustað á rök okkar og sjónarmið þannig að niðurstaðan verði okkur betur að skapi.Ég sting upp á að félagsskapurinn f4x4 hefji strax skipulega vinnu til að safna upplýsingum um óhöpp í ferðum á vegum f4x4, meta hættuna og leita leiða til að draga úr henni, t.d. með leiðbeiningum, verklagsreglum, fræðslu eða hverjum öðrum aðferðum sem eru líklegar til að virka.
Mér dettur í hug hvort stjórn ætti ekki að virkja Tækninefnd í þetta, Vann hún ekki stórkostlegt starf við að móta reglur um hjólabúnað o.fl? Er einhver önnur nefnd líklegri til að ráða við þetta ?
Ég vona að einhver viljugur stjórnarmaður lesi þennan þráð og ýti málinu af stað.
Öryggiskveðjur
Ágúst
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.