Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Slaglengd vs Spring rate
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.03.2008 at 22:59 #202158
Hvaða slaglengd eru menn að nota undir „venjulega“ jeppa mikið yfir 35cm á um 100″(254cm) hjólabil?
Hversu stífa gorma/loftpúða nota menn vs þyngd
Ég er að reyna að smíða fjöðrunn sem er liðug en allsekki of mjúk með hæfilegri slaglengd frá 0 punkti og væri til að að heyra hvaða skoðunn(hvað menn eru með almennt) menn hafa á þessu í Alvöru 38″++ Fjallajeppa en ekki gangstétta bíl
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.03.2008 at 23:34 #618226
25.03.2008 at 01:07 #618228Ég held að 35cm slaglengd sé alveg ásættanlegt.
Í rauninni er bara best að gera sem lengsta slaglengd m.v. hve löngum dempurum hægt er að koma fyrir.
Það var amk mér efst í huga þegar ég breytti mínum. (Hann er að vísu enn í breytingu, og verður það næstu árin, hah!)
.
Saman fer bíllinn um 8cm að aftan með samsláttarpúða.
Ég man ekki nákvæmlega hvað hann fer í sundur, en það er sennilega um 35-50cm. (ég er ekki alveg viss….)
Hann misfjaðrar alveg ágætlega en mætti svosem vera meira.
Eins og þetta er hjá mér þá er ég með LC80 gorma framan og aftan, og vigtar bíllinn 1250kg á hvorn ás á vigt. Mér finnst hann þokkalega mjúkur þannig. Svo skiptir demparaval mjög miklu máli líka. En hjá mér halla dempararnir nánast ekkert, eru bara lóðréttir þannig að virkni þeirra ætti að nálgast 100%. Eflaust er eitthvað hægt að leika sér með það líka með því að halla dempurunum.
.
Á hvernig bíl ertu? Þyngd ofl.
Svo eru líka ballanstangir bara til vandræða ef maður er að leita eftir því að bíldruslan fjaðri eitthvað eða hefur ekki mjög gaman af því að velta…
.
kkv, Úlfr.
E-1851
25.03.2008 at 09:49 #618230Orginal gormabílar (patti, LC-80, Rover) eru flestir með þetta 20 – 30 cm orginal fjöðrunarsvið, og flestir breyttir bílar eru bara með það svið áfram. Meira er hinsvegar alltaf betra (að sjálfsögðu…:). En góð fjöðrun kemur ekki bara út frá lengd, heldur aðalega út frá samspili gorma, dempara og bílsins sjálfs. Bíll með 25cm travel getur fjaðrar alveg frábærlega ef vel upp settur.
Ekki mikið til af dempurum sem eru með yfir 25-30 cm slaglengd.kv
Rúnar.
25.03.2008 at 12:17 #618232Svo ég vitni nú í þann gamla góða bíl, þá var svaðalega góð fjöðrun í þeim bílum (í minningunni allavegana…) og ef ég man rétt þá var ekki mjög slaglöng fjöðrun í þeim.
Kannske 25cm? Ef einhver getur leiðrétt mig með þetta væri það frábært.
Uppstilling stífa ræður að ég held lang mestu máli og svo réttir gormar við rétta dempara.
Hægt er að fá fína gorma uppí BSA eftir þyngd bíls og þeir fást í flestum lengdum. OME demparar hafa reynst mér ágætlega (allavegana fara Rancho ekki undir jeppann næst þegar ég fæ mér dempara…) svo er Poulsen með einhverjar dempara sem ég mig langar að líta betur á.
.
kkv, Úlfr.
E-1851
25.03.2008 at 13:28 #618234Held að demparar (framan allavega) í rover séu ekki nema rétt rúmlega 20 cm að lengd.
Svo held ég að fjöðrunin í rover sé ennþá böðuð einhverju tvítugu sólarljósi frá þvi að hann var í raun eini jeppinn sem hafði yfir höfuð einhverja fjöðrun, verulega ofmetin þ.e.a.s.Verður að viðurkennast að sennilega er nú pattinn sá hásingarbíll sem hefur einna flottustu fjallafjöðrun sem um getur.
kv
Rúnar.
25.03.2008 at 20:32 #618236Bílinn verður um 1300-1500kg
Það sem ég hef mestan áhuga er að vita hvaða rate gormar/loftpúða menn hafa verið með og slag í fjöðrunn
Dempararnir þurfa bara í raun að halda við sundurslátt og réttsvo að mýkja samslátinn
það hvernig bílinn tekur við því fer allt eftir staðsetningu og þyngdardreifingu sem og að ratið sé í samræmi við þyngd á hverju hjóli
25.03.2008 at 23:28 #618238Articulation and Ramp Travel Index
Articulation is essentially the ability of the other wheels to stay on the ground when one wheel is lifted up (eg surmounting a rock). Articulation of an axle is measured as the difference in vertical position between one wheel and the other on the same axle. Total articulation (front plus rear) that the wheels are capable of represents the height of an onstacle that could be theoretically surmounted by one wheel while the others still remain on the ground.In the early 1990s, Four Wheeler magazine introduced a measure of suspension articulation called ramp travel index (RTI). One wheel of the vehicle being tested is driven up a 20 degree ramp, and the distance it travels up the ramp before one of the rear wheels leaves the ground is measured. To arrive at the RTI, this distance is divided by the vehicle’s wheelbase and multiplied by a thousand. (Longer wheelbase vehicles therefore need more articulation to achieve a given score). Since the measure was introduced, Range Rovers and other Land Rover products have been easily the highest scoring stock vehicles tested. On the new Mk III Range Rover, front wheel travel was increased to 270 mm (10.8 inches) and rear wheel travel to 330 mm (13.2 inches).
The following approximate figures for total articulation and RTI puts the figures for Range Rovers and "Brand X" 4x4s in perspective:
Vehicle Articulation (front + rear) RTI
2003 Range Rover Mk III (Independent, air) 24 inches + tire comp 710 (estimated)
1994 Range Rover County (air) 23 inches 7031992 Range Rover County(coils) 22inches 670
1995 Range Rover 4.0SE (air, swaybar disconnected) 24 inches 670
1995 Range Rover 4.0SE (air, stock) 22 inches 600
1993 Range Rover County LWB (air) 21 inches 588
1995 Land Rover Discovery 20inches 588
Land Rover Defender (coils — US spec) 19 inches 580
1996 Jeep Grand Cherokee 15inches 422
Jeep Wrangler YJ 12inches 357
27.03.2008 at 08:20 #618240Ég er með ca 15 cm í sundurslátt, sem þýðir að gormurinn er það mjúkur að hann leggst saman um ca 15 cm við það að bíllinn sest á hann. Persónulega finnst mér það of mjúkt, bíllinn svagur og leggst of mikið undan þyngd. Svo er bara að reikna hvað hentar þinni þyngd (muna að draga hásingu og dekk frá
Dempararnir hafa mjög mikið um það að segja hversu "stífur" bíllinn er við venjulega fjöðrun. Bíll með mjúka gorma en mjög stífa dempara er hastur, en ber lítið.
Progressífir gormar hafa þann kost að halda fullu sundurslagi án þess að bíllinn missi burð eða verði of mjúkur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.