Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Slag í túrbínu
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhelm Snær Sævarsson 15 years ago.
-
CreatorTopic
-
05.12.2009 at 19:07 #208913
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.12.2009 at 19:42 #670268
sæll
í minni bók stendurEnd play: 0,013-0,097 mm (0,0005-0,0038 in) það er eðlilegt slag
ég gerði svona bínu upp um daginn, og það var mikill munur á, hvað slagið varðar (það er fyrir og eftir upptekt)
get ekki svarað því hvað er þorandi að láta þær blása
Kv Kristján
05.12.2009 at 22:44 #670270
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er semsagt frá því að vera nánast ekki neitt, og upp í tíundapart úr millimeter, sem er alveg slatti.
Mér finnst 21psi ekkert brjálað, er búið að blinda yfirþrýstiventilinn og bæta við bústið?
Svartur reykur er miklu, miklu varasamari en mikið búst.
Ég stillti bústið á Gallopernum í ca 18psi úr 12 original. Hann yfirskýtur reyndar upp í ca 24 í upptaki, hálfa sekúndu eða minna.
Þetta er svona "so far so good". Næst er vatnsinnspýting, stærri intercooler og nýtt púst þegar ég nenni.
Á kannski einvher intercooler úr Galloper? Spurning um að setja bara annan, ég hef alveg pláss í það….kkv
Grímur
06.12.2009 at 00:10 #670272já en er ekki búin að blinda yfirþrýstiventilin en er búin skrúfa uppí tölvukubbnum og er bara orðinn þokkalega sáttur við hann. Hann reykir ekkert kolsvörtu en reykir smá, á eftir að fínstilla kubbinn til að losna við reykinn og lækka afgashitann aðeins. En nú var ég að snúa bínunni og þrísti létt niður á öxulinn um leið og þá varð hún helvíti stíf, er það normalt??
Kv Villi
06.12.2009 at 00:49 #670274Það er tvennskonar slag í túrbínu. Annarsvegar er það hliðarslag (öxullinn færður hægri – vinstri) og endaslag (öxullinn inn -út).
Hliðarslagið er alltaf töluvert, meira að segja í nýjum túrbínum. Það er vegna þess að þegar túrbínurnar hitna um mörg hundruð °C þrengjast fóðringarnar vegna hitaþennslu og slagið minnkar, ef þær væru nær slaglausar kaldar myndu þær einfaldlega festast heitar. Annað atriði er að það verður alltaf að vera smá hliðarslag í þeim, líka þegar þær eru á fullum hita. Það er til að nægt flæði sé af mótorolíu gegnum þær sama hvað gengur á. Annars myndi olían brenna í hitanum og þá er túrbínan í raun ósmurð. Ef hinsvegar slagið verður mjög mikið (þannig að það sést greinilega að hjólið gengur mikið til hliðar) þarf að fara að skoða málið betur.
Endaslagið hinsvegar má alls ekki vera mikið, ef það er eitthvað að ráði þá er það slæmt og verður að laga eða skipta um túrbínu því annars dælir hún mótorolíu inn á vél og jafnvel fara hjólin að rekast í húsin og þá er fjandinn laus.
Hér eru nokkur ráð um eftirlit með túrbínu:
-Er aflið í bílnum að minnka samfara auknum reyk = Túrbínan blæs minna en áður
-Þarf að bæta óeðlilega oft á mótorolíu = Óþétt túrbína sem dælir mótorolíu inn á vél
-Vél lengi að ná niður snúning = Óþétt túrbína sem dælir mótorolíu inn á vél, þá kemur smurolían að hluta í stað fyrir dieselolíuna og vélin getur gengið á henni. Í verstu tilvikum deyr ekki á vél þó svissað sé af eða ádrepari settur á heldur verður að nota kúplinguna og háan gír eða loka fyrir loftinntak.
-Slag í túrbínu = Ef það er mikið hliðar- og eða svolítið endaslag og menn eru ekki vissir hvort það er í lagi skal fara á vélaverkstæði eða til einhvers sem kann til verka. Ef mikið slag er í túrbínu og ekkert gert í því getur það endað á því að hjólin rekast í húsin og það er mjög slæmt ef það gerist á blásturshliðinni. Þá geta brot úr túrbínunni farið inn á strokkana og þá fer vélin til andskotans, mun minni líkur á því ef vélin er með intercooler því þá stoppar hann sennilega brotin.Freyr
06.12.2009 at 00:59 #670276Sæll og takk fyrir þetta. svaraði ýmsum spurningum. sé til dæmis mikla hreifingu á öxlinum í bínunni
Kv Villi
06.12.2009 at 01:39 #670278Hefur enginn prufað svona…ætli þetta virki ekki á bensín vélar líka.
P.s Grímur þegar þú ferð í vatnsinnsprautunina hafðu samband ég á um 200L af metanol..:-)
06.12.2009 at 03:56 #670280Nú veit ég ekki hvort það er sama túrbína á þínum patrol og var á mínum sem var ’95 árg. Ég jók blásturinn á honum með því að auka forspennuna á framhjáhlaupsventlinum. Áður en ég byrjaði setti ég tímabundið boostmæli á þrýstilögnina rétt við túrbínu. Orginal var boostið 10 psi, þá bætti ég við u.þ.b. 3mm skinnum undir framhjáhlaupsventilinn og við það fór boostið í 18-19 psi. Fann töluverðan aflmun á bílnum, kláraði 3. gír og fór í 4. í sömu brekku og hann komst bara í 3. gír áður. Hinsvegar vældi eymdarlega í túrbínunni og greinilegt að henni leið ekki vel með þetta mikinn þrýsting. Þá trappaði ég mig niður þar til hún hljómaði eðlilega og var þá kominn niður í kringum 15 psi.
Ef þú ert með tölvukubb sem eykur olíumagnið verður afgasið heitara sem eykur álagið á túrbínuna og hún er að blása 21psi (hvort er það mælt við bínu eða soggrein?). Miðað við þetta álag er ég alls ekki undrandi þó túrbínan sé mikið slitinn, hvort sem hún er orginal eða verið gerð upp/skipt um áður.
Freyr
06.12.2009 at 11:31 #670282[quote="bóndinn":3okp5tmu]Hefur enginn prufað svona…ætli þetta virki ekki á bensín vélar líka.
P.s Grímur þegar þú ferð í vatnsinnsprautunina hafðu samband ég á um 200L af metanol..:-)[/quote:3okp5tmu]
Er þetta ekki kallað twin sequential turbo?
Einhverjir bensín bílar komu með þannig búnað orginal
06.12.2009 at 13:04 #670284Sælir.
Það má varasig á að fara með bústið yfir 16 psi á orginal 2,8 Patrol túrbínu. Öxullinn í túrbínuni hefur snúist í sundur við of mikið búst.
14- 16 er heppilegur þrýstingur.
Á nýja túrbínu, ársgamla, úr 1999 árgerðinni.
Óli
06.12.2009 at 13:37 #670286bústið mæli ég útaf intercooler. Bínan hjá mér hefur aldrei vælt en hinsvegar hefur alltaf verið í honum leiðindar soghljóð á lága snúningnum( var í honum áður en ég byrjaði að fikta í honum). það er hiclone í honum en finn að vísu engan mun á hvort það er í eða ekki. En Arnar, hvaða verð er á þessari túrbínu hjá þér.
Kv Villi
06.12.2009 at 17:39 #670288Til að mæla bústið er hægt að setja téstykki á slönguna sem liggur í Westgate ventilinn á túrbínunni, setja svo gorm sem vinnur með westgate ventlinum til að auka bústið – eða taka lögnina í ventilinn í gegnum nálaloka – stillanlegan.
Án þess að ég hafi neitt kynnt mér hvað er verið að selja notaðar túrbínur á – 45 þ? .
Á einnig spíssa í sama bíl, 2,8 1999 með nýjum dísum.
06.12.2009 at 17:58 #670290Á einhver meiri upplýsingar um þessar túrbínur sem eru í Patrol ?
Kveðja, einn sem á tvisvar sinnum stærri bensínmótor og langar í tvær túrbínur á hann
06.12.2009 at 18:23 #670292
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Takk fyrir það Geiri, þá hef ég líka svo fína ástæðu til að kíkja í kaffi!
Svona seríutengdar túrbínur eru held ég hafðar svolítið misstórar til að breikka vinnslusviðið sem mest. Gæti komið vel út fyrir hvort sem er bensín eða díselvélar.
Ég man ekki eftir því að hafa heyrt um að túrbínuöxlar séu að snúast í sundur vegna þess að það sé verið að blása of mikið. Það væri gaman að fá betri upplýsingar um það. Hins vegar grunar mig að óhóflegur afgashiti geti grillað túrbínuna pústmegin frá.
Varðandi væl í túrbínu, þá fer mín allavega að grenja við sirka 15psi, þetta er svona flaut eins og á að heyrast í túrbínu sem er að gera eitthvað Hef ekki miklar áhyggjur af því….
Fyrir vélar með Bosch-type "stjörnuolíuverki"(framleitt undir ótal merkjum með leyfi Bosch) og turbo-compensator (membra ofaná olíuverkinu sem turbo-þrýstingur er tengdur inná) er hægt að stilla ansi vel inn hvernig olíuverkið spilar með auknum þrýstingi. Ég hef fiktað svolítið við þetta, en alls ekki nóg til að teljast einhver sérfræðingur. Þó þekki ég af eigin reynslu að það er hægt að vekja mótora nánast frá dauðum með stillingum á þessu. Jólafríið mun vonandi fara að hluta í frekari tilraunir með þetta
kkv
Grímur
06.12.2009 at 18:52 #670294Sæll aftur Arnar, þú mátt endilega finna fyrir mig verð á bínuna og bara spíssana líka. Eins ef þið vitið um intercooler sem passar framan í grillið á patta. Var að skoða þennan sem er ofaná mótornum og það eru ekki nema tvö got á honum og allt löðrandi í smurolíu þar undir
Kv Villi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.