This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Viðvörun!!!!!
Ég get ekki orða bundist vegna viðskipta minna við fyrirtækið Fjallasport.
Málið er að ég athugaði við þá hvort þeir ættu Safarígrind á jeppann minn, og sögðu þeir mér að það væri ekkert mál að panta grind fyrir mig og að ég hefði um tvennt að velja þ.e.a.s. ryðfrítt stál í báðum tegundum önnur væri krómuð og hinn væri svört með plasthúð.Spurði ég hvort hægt væri að mála svörtu grindina því bíllinn minn þyldi ekki krómgrind og vildi ég frekar þessa sem hægt væri að sprauta. Ekkert mál. Sama verð væri á báðum tegundum og þeir myndu þá bara panta fyrir mig grind ryðfría með svartri húð. Nú þeir pöntuðu grindina og gat ég reyndar ekki tekið hana alveg strax,
Síðan þegar ég sæki hana spyr ég enn aftur hvort hún væri ryðfrí, játtu þeir því. Ekki kemst ég strax að setja hana á bílinn. Fer með hana heim í bílskúr kaupi lakk á hana og er hún sprautuð eftir formúlu fyrir plast. En viti menn þegar búið var að sprauta hana og lakkið vel þornað kemur að því að setja hana á bílinn þá kom í ljós að ég þyrfti að breyta henni svolítið fyrir bílinn minn og spyr tengdason minn hvort hann geti soðið í ryðfrítt stál, það er ekkert mál og kemur með segulstál að grindinni og segir hana ekki úr ryðfríu stáli. Einnig sjáum við að smá nudd hafði komið í lakkið og það alveg farið inn að plasti, þá fundum við að lakkið var alveg laflaust á grindinni og var það þvegið af með vatni eins og smjör. Nú var ég orðin svolítið kvektur á grindinni og hringi í FJALLASPORT og segi við þá að grindin sé ekki úr ryðfríu stáli og ekki hægt að sprauta þetta plast eins og þeir sögðu. Þá sögðu þeir að um misskilning væri að ræða og sögðu grindina ekki ryðfría heldur galvaningseraða og húðaða og sögðust ekki skilja af hverju ég gæti ekki sprautað hana þeir létu oft sprauta hluti fyrir sig sem þeir létu sandblása og húða hér heima á Íslandi.
Vildi ég að þeir sendu E-mail til framleiðanda og fá upplýsingar hvað væri í grindinni sem þeir gerðu og kom þá í ljós að grindin var ekki ryðfrí, ekki galvaningseruð en húðuð með nælonhúð, sem sagt, ekkert stóðst sem þeir sögðu hjá FJALLASPORT
Óskaði ég eftir að þeir tækju grindina til baka og endurgreiddu mér andvirði hennar, 60.000 kr. og fynndist mér þeir ættu meira að segja að greiða mér málinguna sem kostaði 10.000 kr
Svarið sem ég fékk hjá þeim var að þeir gætu ekki greitt mér nema 50% til baka vegna þess, þeir yrðu að reyna selja hana og fengju kannski ekki meira fyrir hana. Það skal tekið fram að það sá ekki á grindini þegar henni var skilað, nema örlítið mattari út af undirbúning fyrir málun. sem mætti bara massa. Já ég gerði ýmsa hluti til að hafa áhrif á þetta fólk bæði með lögfræðingi ofl. En engu var svarað. Sagði ég þeim þá að greiða mér til baka 30.000.00 kónurnar eða sem svarar 50% Ég sagðist myndi láta aðra vita hverskonar viðskiptahættir ættu sér stað þarna.
Að endingu bið ég alla sem lesa þetta að komast hjá að versla við þetta fyrirtæki sem fer bara með svik og pretti, við mig að minnsta kosti.Kristinn Jóhannesson
You must be logged in to reply to this topic.